Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Hag­sjá: Launa­þró­un í lág­um takti - kaup­mátt­ur enn nokk­uð stöð­ug­ur

Sé litið á launabreytingar stóru hópanna á vinnumarkaði á einu ári, frá júlí 2018 til júlí 2019, má sjá að áhrif tímasetninga kjarasamninga skipta verulegu máli. Launahækkanir á almenna markaðnum á þessum tíma voru þannig verulega meiri en á þeim opinbera. Kjarasamningar á almenna markaðnum voru að mestu gerðir í byrjun apríl og vikunum þar á eftir, en í júlí höfðu ekki verið gerðir neinir samningar á opinbera markaðnum.
7. nóvember 2019

Samantekt

Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands hækkaði launavísitalan um 0,54% milli ágúst og september sem er meiri hækkun en síðustu mánuði. Launavísitalan hækkar reyndar oft tiltölulega mikið í september, mögulega vegna þess að þá eru sumarstarfsmenn farnir af vinnumarkaði. Breytingin í september á ársgrundvelli var 4,2% sem er álíka breyting og verið hefur síðustu mánuði.

Síðustu ár hefur launavísitalan fyrst og fremst hækkað mikið í þeim mánuðum sem áfangahækkanir vegna kjarasamninga koma til. Þannig hækkaði launavísitalan um 3,5% í febrúar 2016 og 3,2% í maí 2017. Þessar einstöku hækkanir hafa farið töluvert minnkandi á síðustu árum. Þannig varð hækkun launavísitölunnar vegna kjarasamninganna frá í vor töluvert minni en verið hefur síðustu ár.

Viðræður vegna kjarasamninga flestra hópa á opinbera markaðnum hafa staðið yfir frá því í vor. Því hefur ekki verið um neinar launabreytingar að ræða þar á síðustu mánuðum sem dregur úr hækkun launavísitölunnar.

Þrátt fyrir að töluvert hafi dregið úr hækkunum launa hefur kaupmáttur launa verið stöðugur undanfarna mánuði, og jókst frekar eftir að samningarnir voru gerðir. Kaupmáttur í september var þannig 1,2% meiri en á sama tíma í fyrra. Frá áramótum 2014/2015 hefur kaupmáttur launa aukist um rúm 26%, eða u.þ.b. 5,5% á ári.

Næstu samningsbundnu launabreytingar á almenna markaðnum verða ekki fyrr en í apríl á næsta ári og því má búast við að kaupmáttur láti eitthvað undan síga fram að því, nema launaskrið byrji að taka við sér. Þá hlýtur að fara að styttast í að nýir kjarasamningar verði gerðir á opinbera markaðnum og munu áhrif þeirra lyfta launavísitölunni upp á við.

Tölur frá Hagstofunni um nánari samsetningu launavísitölunnar ná fram til júlí 2019. Sé litið á launabreytingar stóru hópanna á vinnumarkaði á einu ári, frá júlí 2018 til júlí 2019, má sjá að áhrif tímasetninga kjarasamninga skipta verulegu máli. Launahækkanir á almenna markaðnum á þessum tíma voru þannig verulega meiri en á þeim opinbera. Kjarasamningar á almenna markaðnum voru gerðir í byrjun apríl og vikunum þar á eftir, en í júlí höfðu ekki verið gerðir neinir samningar á opinbera markaðnum.

Breyting launa eftir starfsstéttum á einu ári frá júlí 2018 til sama mánaðar 2019 var mest hjá þjónustu-, sölu og afgreiðslufólki, 6,4%, og næst mest hjá verkafólki, 6,1%. Launavísitalan fyrir heildina hækkaði um 4,2% á þessum tíma og því virðist sem markmið kjarasamninganna um að hækka lægstu launin mest hafi gengið eftir. Laun sérfræðinga og stjórnenda hækkuðu áberandi minnst á þessu tímabili, eða undir 4%, sem er lægra en hækkun launavísitölu.

Sé litið til atvinnugreina hækkuðu laun vel umfram hækkun launavísitölu í nokkrum greinum milli júlí 2018 og 2019, eða í kringum 5,5%. Þetta kemur ekki á óvart í ljósi þess að nær engar launahækkanir á opinbera markaðnum draga hækkun launavísitölunnar niður. Laun í veitustarfsemi og fjármála- og vátryggingarstarfsemi hækkuðu langminnst á þessu tímabili.

Nú hefur kjarasamningum verið lokað fyrir nær allan almenna markaðinn en langstærstur hluti opinbera markaðarins er enn með lausa samninga. Þær áherslur sem settar voru fram með lífskjarasamningnum svokallaða frá 3. apríl hafa greinilega náð fótfestu á nær öllum almenna markaðnum og einnig þeim fáu samningum sem hafa verið gerðir á þeim opinbera.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Launaþróun í lágum takti - kaupmáttur enn nokkuð stöðugur (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
1. júlí 2025
Mánaðamót 1. júlí 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Flugvél á flugvelli
30. júní 2025
Vikubyrjun 30. júní 2025
Verðbólga jókst úr 3,8% og mældist 4,2% í júní. Aukin verðbólga skýrist aðallega af auknum þrýstingi á innfluttum vörum en einnig af hækkandi flugfargjöldum og verðhækkun á þjónustu. Þá jókst velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum um 1,5% að raunvirði í mars og apríl.
Paprika
27. júní 2025
Verðbólga umfram væntingar
Verðbólga mældist 4,2% í júní og jókst úr 3,8% frá því í maí. Verðlag hækkaði umfram spár, en við höfðum spáð 3,9% verðbólgu. Aukin verðbólga skýrist aðallega af auknum verðþrýstingi á innfluttum vörum, einkum fötum, skóm og tómstundarvörum, en einnig af hækkandi flugfargjöldum og verðhækkun á þjónustu.
Orlofshús á Íslandi
27. júní 2025
Viðskipti með sumarhús færast aftur í aukana
Sumarhúsum á Íslandi hefur fjölgað um 45% á síðustu 20 árum. Viðskipti með sumarhús færðust verulega í aukana á tímum faraldursins. Fyrst eftir faraldurinn hægðist um en nú virðist aftur hafa glaðnað yfir markaðnum.
Herðubreið
25. júní 2025
Áfram merki um viðnámsþrótt í hagkerfinu
Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum jókst um 1,5% að raunvirði í mars og apríl og um 5,2% í janúar og febrúar, samkvæmt nýbirtum gögnum Hagstofunnar. Veltugögnin bera þess merki að hagkerfið standi vaxtastigið vel af sér sem er í takt við aukinn hagvöxt í byrjun árs. Það sem af er ári hefur velta aukist mest í sölu og viðhaldi á bílum en einnig má greina aukin umsvif í helstu útflutningsgreinunum: álframleiðslu, sjávarútvegi og ferðaþjónustu.
Ferðafólk
23. júní 2025
Færri ferðamenn en meiri ferðaþjónusta?
Færri ferðamenn hafa heimsótt Ísland það sem af er ári en á sama tíma í fyrra. Þrátt fyrir það hefur erlend kortavelta aukist á milli ára og það sama má segja um útflutningstekjur af ferðaþjónustu. Við teljum ýmislegt benda til þess að erlendir ferðamenn hafi verið fleiri síðustu mánuði en talning Ferðamálastofu segir til um.
Íbúðahús
23. júní 2025
Vikubyrjun 23. júní 2025
Vísitala íbúðaverðs lækkaði um 0,45% á milli mánaða í maí. Vísitalan lækkaði þar með í fyrsta sinn á þessu ári og ársbreytingin hefur ekki verið jafn lítil frá því í byrjun síðasta árs. Áfram er kraftur í kortaveltu Íslendinga, ekki síst erlendis.
Kortagreiðsla
19. júní 2025
Kortavelta Íslendinga erlendis eykst og veldur auknum greiðslukortahalla
Kortavelta jókst um 6,8% á milli ára í maí að raunvirði þar af jókst hún um 21% erlendis. Það sem af er ári hefur kortavelta aukist um 5,5% frá sama tímabili í fyrra, að teknu tilliti til verðlags og gengis. Íslendingar hafa aldrei farið í fleiri utanlandsferðir í maímánuði en nú í ár. Greiðslukortajöfnuður var neikvæður um 4,2 ma.kr. sem er töluvert meiri halli en í maí í fyrra.
Hús í Reykjavík
16. júní 2025
Vikubyrjun 16. júní 2025
Í síðustu viku fór fram uppgjör við eigendur HFF-bréfa. Erlendum ferðamönnum fjölgaði aðeins á milli ára í maí og atvinnuleysi jókst á milli ára. Í vikunni fram undan birtir HMS vísitölu íbúðaverðs, vísitölu leiguverðs og mánaðarskýrslu.
12. júní 2025
Spáum 3,9% verðbólgu í júní
Við spáum því að verðbólga aukist lítillega í júní og mælist 3,9%. Verðbólga helst líklega nær óbreytt í sumar en eykst svo aðeins með haustinu, þegar einskiptisliðir vegna skólagjalda og skólamáltíða detta út úr tólf mánaða taktinum. Við gerum áfram ráð fyrir 4,0% verðbólgu í árslok.