Hag­sjá: Launa­þró­un á næsta samn­ings­tíma­bili verð­ur svip­uð og var á síð­asta ári

Í byrjun apríl voru undirritaðir kjarasamningar milli Samtaka atvinnulífsins (SA) annarsvegar og verka-, verslunar- og skrifstofufólks innan ASÍ. Mánuði síðar voru undirritaðir samningar milli hópa iðnaðarmanna innan ASÍ og SA. Þessir samningar voru allir samþykktir. Samningarnir eru til tæpra fjögurra ára og renna út í lok október 2022.
6. júní 2019

Samantekt

Ætla má að áhrif beinna launahækkana vegna samningsins verði að meðaltali 3-4% á ári og með spá um hóflegt launaskrið í kjölfarið mun launavísitalan hækka eitthvað meira, en þó má búast við að hækkanir verði nokkuð lægri en var að jafnaði á síðasta samningstímabili.

Gangi tillögur um lækkun tekjuskatts eftir munu ráðstöfunartekjur hækka meira en launatekjur, sérstaklega hjá tekjulægri hópum. Sé litið einangrað á áhrif kjarasamningsins á fyrsta rúma árinu, þ.e. tvær fyrstu launahækkanirnar og áætlaðar breytingar á tekjuskatti miðað við 350 þús. kr. mánaðartekjur segir lauslegt mat að launin muni hækka beint um 11,7% og ráðstöfunartekjur um 12,9% á þessu rúma ári, verði skattbreytingarnar komnar til framkvæmda. Miðað við verðbólguspár mun þetta fela í sér verulega kaupmáttaraukningu fyrir hópa með tekjur á þessu bili.

Í kjarasamningnum eru ákvæði um að laun geti hækkað umfram fyrr greindar launahækkanir á árunum 2020-2023 aukist landsframleiðsla á mann um meira en 1%. Þær hækkanir munu nýtast þeim tekjulægri meira en öðrum og verða meiri eftir því sem hagvöxtur er hærri.

Það er nokkuð ljóst að ekki mun koma til launabreytinga á næsta ári vegna hagvaxtar á yfirstandandi ári, og tæplega á árinu 2021. Miðað við opinberar spár gæti hagvöxtur á mann aukist um u.þ.b. 1% á árinu 2021 og þannig hækkað laun lítillega í maí 2022.

Samkvæmt tölum Hagstofunnar hækkaði launavísitalan um 1,5% milli mars og apríl. Breytingin á ársgrundvelli var 6,8% sem er mesta ársbreyting frá apríl 2018. Áhrif kjarasamningsins voru væntanlega ekki komin öll inn í launavísitöluna í apríl þannig að vænta má að tölur verði svipaðar í maí.

Kaupmáttur launa hefur staðið nokkurn veginn í stað undanfarna mánuði, og tók nokkuð stökk upp á við í apríl. Kaupmáttur var þannig 3,4% meiri í apríl 2019 en í apríl í fyrra.

Sé litið á launabreytingar stóru hópanna á vinnumarkaði á einu ári, frá febrúar 2018 til febrúar 2019, má sjá að launahækkanir á opinbera markaðnum hafa verið heldur meiri en á þeim almenna, eða tæp 6% á móti 5,3%.

Þrátt fyrir að kjarasamningum hafi verið lokið á nær öllum almenna markaðnum er enn óvissa framundan. Nær allur opinberi markaðurinn er með opna samninga og þeir síðustu þar renna út í lok þessa mánaðar. Ekki er víst að samningar á almenna markaðnum verði notaðir sem fyrirmynd á þeim opinbera. Ekki hefur mikið sést enn um efndir yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar, t.d. um skattbreytingar og húsnæðismál.

Í september 2020 og 2021 mun fara fram mat á þeim árangri sem samningurinn hefur skilað og verður þar litið t.d. til kaupmáttar, vaxtastigs og efnda ríkisstjórnar.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Launaþróun á næsta samningstímabili verður svipuð og var á síðasta ári (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
6. júní 2024
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf - maí 2024
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit sértryggðra skuldabréfa.
Flutningaskip
5. júní 2024
Aukinn halli á viðskiptum við útlönd
Alls var 41 ma. kr. halli á viðskiptum við útlönd á fyrsta ársfjórðungi. Hallinn jókst nokkuð milli ára. Þrátt fyrir þetta batnaði erlend staða þjóðarbúsins á fjórðungnum.
4. júní 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 4. júní 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
3. júní 2024
Vikubyrjun 3. júní 2024
Landsframleiðsla dróst saman um 4% á fyrsta ársfjórðungi og verðbólga mældist 6,2% í maí, aðeins umfram spár.
Fiskiskip á Ísafirði
31. maí 2024
Samdráttur á fyrsta ársfjórðungi
Hagkerfið dróst saman um 4% á milli ára á fyrsta ársfjórðungi samkvæmt nýbirtum þjóðhagsreikningum Hagstofunnar. Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2021 sem landsframleiðsla dregst saman á milli ára. Samdrátturinn skýrist helst af minni birgðasöfnun vegna loðnubrests. Einkaneysla og fjárfesting jukust aftur á móti á fjórðungnum sem er til marks um eftirspurnarþrýsting.
Íbúðahús
30. maí 2024
Verðbólga jókst þvert á spár
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,58% á milli mánaða í maí og við það hækkaði ársverðbólga úr 6,0% í 6,2%. Hækkanir voru á nokkuð breiðum grunni og meiri en við bjuggumst við. 
Þjóðvegur
29. maí 2024
Margra ára hallarekstur og óskýrar mótvægisaðgerðir
Stjórnvöld sjá fram á að rétta smám saman úr ríkisrekstrinum á næstu árum en gera ekki ráð fyrir afgangi fyrr en árið 2028, eftir níu ára samfelldan hallarekstur. Hallarekstur var viðbúinn í faraldrinum en almennt er óæskilegt að ríkissjóður sé rekinn með halla í uppsveiflu og á tímum mikillar þenslu og verðbólgu. Við teljum að áfram verði reynt að halda aftur af opinberri fjárfestingu og að samneysla aukist aðeins minna á næstu árum en undanfarin ár.
Mynt 100 kr.
27. maí 2024
Krónan stöðug en Ísland verður dýrara
Krónan hefur verið óvenju stöðug frá því í nóvember í fyrra. Við teljum að krónan styrkist lítillega á þessu ári og að raungengið hækki þar sem verðbólga verði meiri hér en í helstu viðskiptalöndum okkar.
Fasteignir
27. maí 2024
Vikubyrjun 27. maí 2024
Velta á íbúðamarkaði hefur aukist á síðustu mánuðum og kaupsamningum fjölgað. Undirritaðir kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu í apríl í ár voru meira en tvöfalt fleiri en í apríl í fyrra.
Fiskveiðinet
22. maí 2024
Botnfisksveiðar vega upp á móti loðnubresti
Heildarafli íslenskra fiskiskipa dróst saman í fyrra og útflutningur sjávarafurða var 7,9% minni í fyrra en árið á undan. Aflaheimildir á þorski hafa dregist saman nokkur ár í röð en nú virðist þróunin vera að snúast við þar sem þorskkvóti var aukinn um 1% fyrir yfirstandandi veiðitímabil. Loðnuvertíð síðasta árs var mjög góð en í ár verður engin loðna veidd. Í nýlegri hagspá gerum við ráð fyrir hóflegum vexti í útflutningi sjávarafurða.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur