Launa­þró­un á Ís­landi hef­ur tölu­verða sér­stöðu mið­að við ná­læg­ar þjóð­ir

Á árinu 2020 voru ársmeðallaun hér á landi um 67.500 dollarar og voru þau 16% hærri en í Danmörku þar sem launin voru næst hæst á Norðurlöndunum. Af þeim löndum sem hér eru skoðuð voru launin einungis hærri í Bandaríkjunum og Lúxemborg, en þessi tvö lönd og Ísland eru í nokkrum sérflokki.
Kayak á lóni
27. ágúst 2021 - Hagfræðideild

Í júlí 2021 hafði launavísitalan hækkað um 7,8% yfir 12 mánaða tímabil. Þetta er mikil hækkun, t.d. miðað við að hagkerfið hefur verið í miklum öldudal. Umræða um launamál hér á landi byggir mikið á launavísitölunni, en hún er tiltölulega þröngt hugtak. Launavísitalan mælir þannig breytingu á launum fyrir ákveðna tímaeiningu fyrir sama hóp á tveimur tímabilum. Þættir eins og vinnutími, samsetning vinnuafls o.s.frv. eru því ekki mældir með launavísitölu.

OECD gefur út tölur um meðallaun allra fullvinnandi á vinnumarkaði  sem eru betri vísbending um tekjuþróun en launavísitalan og eiga að vera nokkuð sambærilegar á milli landa.

Sé litið á tímabilið frá 2000 til 2020 má t.d. sjá að meðallaun á Íslandi hafa hækkað um 204% í íslenskum krónum. Þetta er mun meiri hækkun en í nálægum löndum, en næsta ríki í röðinni er Noregur með 114% hækkun í norskum krónum. Meðalhækkun hinna Norðurlandanna er 81% á móti 204% hjá okkur. Meðallaun á Íslandi hafa þannig að meðaltali hækkað um 5,8% á ári á þessum 20 árum á meðan þau hafa hækkað að meðaltali um 3% á ári á hinum Norðurlöndunum.

Sé litið á mestu og minnstu árlegar breytingar kemur í ljós að Ísland skorar hæst í báðum tilvikum. Tekjur hækkuðu um 12,9% hér á landi á árinu 2006 og lækkuðu um 15,4% á árinu 2009. Írland kemur næst okkur hvað mestu árshækkun varðar, en engin þjóð nálgast okkur með mestu árslækkun.

Sé samanburðurinn gerður í sömu mynt, sem er Bandaríkjadollarar hjá OECD, verður myndin töluvert önnur. Eins og við vitum eru sveiflur í gengi meiri hér á landi en víðast hvar annars staðar og því breytir umreikningur í dollara miklu. Meðalbreyting á ári í dollurum á þessu tímabili var einungis 1,3% og erum við í fjórða sæti þar meðal þeirra þjóða sem þessi sambanburður nær til. Launabreytingar voru þannig meiri í bæði Noregi og Svíþjóð en hér á þessu tímabili reiknað í dollurum.

Á árinu 2020 voru ársmeðallaun hér á landi um 67.500 dollarar og voru þau 16% hærri en í Danmörku þar sem launin voru næst hæst á Norðurlöndunum. Af þeim löndum sem hér eru skoðuð voru launin einungis hærri í Bandaríkjunum og Lúxemborg, en þessi tvö lönd og Ísland eru í nokkrum sérflokki.

Sveiflur í tekjum eru mun meiri hér á landi en annars staðar sé mælt á föstu verðlagi og í sama gjaldmiðli. Á milli 2000 og 2020 hækkuðu meðallaun á hinum Norðurlöndunum að meðaltali um 31% á meðan þau hækkuðu um 25% á Íslandi. Leiðin á milli þessara tveggja tímapunkta var hins vegar mjög mismunandi. Þróun meðallauna á hinum Norðurlöndunum var stöðug upp á við allan tímann en hér var þróunin mun óreglulegri með miklum hækkunum og lækkunum. Þannig fóru meðallaunin niður um 7,5% frá upphafsstöðu á árinu 2009 og upp í 135% á árinu 2018, en hafa lækkað síðan.

Lesa Hagsjána í heild:

Hagsjá: Launaþróun á Íslandi hefur töluverða sérstöðu miðað við nálægar þjóðir

Þú gætir einnig haft áhuga á
Epli
24. júlí 2024
Verðbólga hækkar í 6,3%, meira en spár gerðu ráð fyrir
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,46% milli mánaða í júlí, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólgan hækkar því úr 5,8% í 6,3%, um 0,5 prósentustig. Það sem kom mest á óvart í tölunum var að sumarútsölurnar voru lakari en við bjuggumst við og verð á matarkörfunni hækkaði meira en við héldum. Við gerum nú ráð fyrir að ársverðbólgan verði 6,2% í ágúst, 6,1% í september og 5,6% í október. Spáin er um 0,2-0,3 prósentustigum hærri en síðasta verðbólguspá sem við birtum í verðkönnunarvikunni.
Evrópsk verslunargata
22. júlí 2024
Vikubyrjun 22. júlí 2024
Í síðustu viku birtust gögn sem gáfu til kynna talsverðan kraft á íbúðamarkaði um þessar mundir. Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% milli mánaða í júní og vísitala leiguverðs um 2,5%.
Hús í Reykjavík
18. júlí 2024
Spenna á íbúðamarkaði
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% á milli mánaða í júní. Árshækkun vísitölu íbúðaverðs jókst úr 8,4% í 9,1% en svo mikil hefur árshækkunin ekki verið síðan í febrúar 2023. Leiguverð hækkaði einnig á milli mánaða í júní, alls um 2,5%. Mikil velta var á íbúðamarkaði í júní og ljóst að íbúðamarkaður hefur tekið verulega við sér.
Gönguleið
15. júlí 2024
Vikubyrjun 15. júlí 2024
Erlendir ferðamenn voru 9% færri í júní á þessu ári en í júní í fyrra. Atvinnuleysi var 3,1% í júní og er áfram lítillega meira en á sama tíma í fyrra.
Fataverslun
10. júlí 2024
Spáum að verðbólga aukist lítillega og verði 5,9% í júlí 
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,15% á milli mánaða í júlí og að verðbólga aukist úr 5,8% í 5,9%. Við gerum ráð fyrir að júlímánuður verði nokkuð dæmigerður þar sem sumarútsölur verða til lækkunar á vísitölunni en flugfargjöld til útlanda til hækkunar. Við spáum nokkurn veginn óbreyttri verðbólgu í ágúst og september, en að verðbólga hjaðni í 5,4% í október. 
8. júlí 2024
Vikubyrjun 8. júlí 2024
Hátt vaxtastig hefur hvatt til sparnaðar og hægt á eftirspurn í hagkerfinu. Innlán heimila voru 20% meiri í maí síðastliðnum en í maí í fyrra, samkvæmt nýbirtum Hagvísum Seðlabanka Íslands. Óbundin innlán hafa aukist langmest.
1. júlí 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 1. júlí 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Litríkir bolir á fataslá
1. júlí 2024
Vikubyrjun 1. júlí 2024
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,48% í júní. Verðbólga mældist því 5,8% og lækkaði úr 6,2%. Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum í mars og apríl dróst saman um 4,6% að raunvirði og launavísitalan hækkaði um 0,2% í maí, samkvæmt tölum sem Hagstofan birti í síðustu viku.
Flugvél á flugvelli
27. júní 2024
Verðbólga í takt við væntingar – lækkar í 5,8%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,48% á milli mánaða í júní og við það lækkaði ársverðbólga úr 6,2% í 5,8%. Reiknuð húsaleiga, hækkandi flugfargjöld til útlanda og verðhækkun á hótelgistingu höfðu mest áhrif til hækkunar á vísitölunni. Á móti lækkaði verð á fötum og skóm, húsgögnum og heimilisbúnaði og ökutækjum á milli mánaða í júní.
25. júní 2024
Velta í hagkerfinu minnkar á milli ára
Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum dróst saman um 4,6% að raunvirði í mars og apríl og um 2% í janúar og febrúar samkvæmt nýbirtum gögnum Hagstofunnar. Þróunin er ólík eftir útflutningsgreinum. Ferðaþjónusta eykst lítillega á milli ára, velta í sjávarútvegi og álframleiðslu minnkar en velta í lyfjaframleiðslu eykst til muna.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur