Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Launa­þró­un á Ís­landi hef­ur tölu­verða sér­stöðu mið­að við ná­læg­ar þjóð­ir

Á árinu 2020 voru ársmeðallaun hér á landi um 67.500 dollarar og voru þau 16% hærri en í Danmörku þar sem launin voru næst hæst á Norðurlöndunum. Af þeim löndum sem hér eru skoðuð voru launin einungis hærri í Bandaríkjunum og Lúxemborg, en þessi tvö lönd og Ísland eru í nokkrum sérflokki.
Kayak á lóni
27. ágúst 2021 - Greiningardeild

Í júlí 2021 hafði launavísitalan hækkað um 7,8% yfir 12 mánaða tímabil. Þetta er mikil hækkun, t.d. miðað við að hagkerfið hefur verið í miklum öldudal. Umræða um launamál hér á landi byggir mikið á launavísitölunni, en hún er tiltölulega þröngt hugtak. Launavísitalan mælir þannig breytingu á launum fyrir ákveðna tímaeiningu fyrir sama hóp á tveimur tímabilum. Þættir eins og vinnutími, samsetning vinnuafls o.s.frv. eru því ekki mældir með launavísitölu.

OECD gefur út tölur um meðallaun allra fullvinnandi á vinnumarkaði  sem eru betri vísbending um tekjuþróun en launavísitalan og eiga að vera nokkuð sambærilegar á milli landa.

Sé litið á tímabilið frá 2000 til 2020 má t.d. sjá að meðallaun á Íslandi hafa hækkað um 204% í íslenskum krónum. Þetta er mun meiri hækkun en í nálægum löndum, en næsta ríki í röðinni er Noregur með 114% hækkun í norskum krónum. Meðalhækkun hinna Norðurlandanna er 81% á móti 204% hjá okkur. Meðallaun á Íslandi hafa þannig að meðaltali hækkað um 5,8% á ári á þessum 20 árum á meðan þau hafa hækkað að meðaltali um 3% á ári á hinum Norðurlöndunum.

Sé litið á mestu og minnstu árlegar breytingar kemur í ljós að Ísland skorar hæst í báðum tilvikum. Tekjur hækkuðu um 12,9% hér á landi á árinu 2006 og lækkuðu um 15,4% á árinu 2009. Írland kemur næst okkur hvað mestu árshækkun varðar, en engin þjóð nálgast okkur með mestu árslækkun.

Sé samanburðurinn gerður í sömu mynt, sem er Bandaríkjadollarar hjá OECD, verður myndin töluvert önnur. Eins og við vitum eru sveiflur í gengi meiri hér á landi en víðast hvar annars staðar og því breytir umreikningur í dollara miklu. Meðalbreyting á ári í dollurum á þessu tímabili var einungis 1,3% og erum við í fjórða sæti þar meðal þeirra þjóða sem þessi sambanburður nær til. Launabreytingar voru þannig meiri í bæði Noregi og Svíþjóð en hér á þessu tímabili reiknað í dollurum.

Á árinu 2020 voru ársmeðallaun hér á landi um 67.500 dollarar og voru þau 16% hærri en í Danmörku þar sem launin voru næst hæst á Norðurlöndunum. Af þeim löndum sem hér eru skoðuð voru launin einungis hærri í Bandaríkjunum og Lúxemborg, en þessi tvö lönd og Ísland eru í nokkrum sérflokki.

Sveiflur í tekjum eru mun meiri hér á landi en annars staðar sé mælt á föstu verðlagi og í sama gjaldmiðli. Á milli 2000 og 2020 hækkuðu meðallaun á hinum Norðurlöndunum að meðaltali um 31% á meðan þau hækkuðu um 25% á Íslandi. Leiðin á milli þessara tveggja tímapunkta var hins vegar mjög mismunandi. Þróun meðallauna á hinum Norðurlöndunum var stöðug upp á við allan tímann en hér var þróunin mun óreglulegri með miklum hækkunum og lækkunum. Þannig fóru meðallaunin niður um 7,5% frá upphafsstöðu á árinu 2009 og upp í 135% á árinu 2018, en hafa lækkað síðan.

Lesa Hagsjána í heild:

Hagsjá: Launaþróun á Íslandi hefur töluverða sérstöðu miðað við nálægar þjóðir

Þú gætir einnig haft áhuga á
5. jan. 2026
Mánaðamót 5. janúar 2026
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Vöruhótel
5. jan. 2026
Vikubyrjun 5. janúar 2026
Verðbólgan kom aftan að landsmönnum stuttu fyrir jól og fór úr 3,7% í 4,5%. Verðbólga í desember var aðeins 0,3 prósentustigum minni en í upphafi síðasta árs þegar hún mældist 4,8%. Á sama tímabili lækkuðu stýrivextir um 1,25 prósentustig, úr 8,50% í 7,25%.
Bananar
22. des. 2025
Verðbólgumælingin ekki jafnslæm og hún virðist í fyrstu
Verðbólga rauk upp í 4,5% í desember eftir að hafa hjaðnað verulega í nóvember og mælst 3,7%. Rífleg hækkun á flugfargjöldum til útlanda skýrir stóran hluta hækkunarinnar, en einnig töluverð gjaldskrárhækkun á hitaveitu í desember. Aukin verðbólga skýrist þannig af afmörkuðum, sveiflukenndum liðum og ekki er að greina merki um að undirliggjandi verðbólguþrýstingur hafi aukist að ráði.
Vélsmiðja Guðmundar
22. des. 2025
Vikubyrjun 22. desember 2025
Fasteignamarkaðurinn fer enn kólnandi, ef marka má skýrslu sem HMS gaf út í síðustu viku. Gistinóttum á hótelum fækkaði um 6,6% á milli ára í nóvember. Kaupmáttur ráðstöfunartekna jókst um 1,9% á milli ára á þriðja ársfjórðungi, samkvæmt Hagstofunni. Í dag birtir Hagstofan verðbólgutölur.
Flugvél
15. des. 2025
Vikubyrjun 15. desember 2025
Færri erlendir ferðamenn heimsóttu Ísland í nóvember í ár en í nóvember í fyrra en utanlandsferðum Íslendinga hélt áfram að fjölga. Skráð atvinnuleysi hefur aukist þó nokkuð á síðustu mánuðum og var 4,3% í nóvember.
11. des. 2025
Spáum 3,9% verðbólgu í desember
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,56% á milli mánaða í desember. Gangi spáin eftir mun verðbólga hækka úr 3,7% í 3,9% í desember. Flugfargjöld til útlanda, reiknuð húsaleiga og lok tilboðsdaga í nóvember verða til hækkunar en bensínverð til lækkunar. Við gerum ráð fyrir að verðbólga verði á bilinu 3,9% til 4,0% næstu mánuði.
8. des. 2025
Vikubyrjun 8. desember 2025
Talsvert minni afgangur mældist af viðskiptum við útlönd á þriðja ársfjórðungi þessa árs en þess síðasta. Í síðustu viku gaf Seðlabankinn út yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar og fundargerð peningastefnunefndar. Í þessari viku verða birtar ferðamannatölur og skráð atvinnuleysi fyrir nóvembermánuð.
1. des. 2025
Mánaðamót 1. desember 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
1. des. 2025
Vikubyrjun 1. desember 2025
Óhætt er að segja að verðbólgumælingin í síðustu viku hafi komið á óvart. Verðbólga mældist 3,7% í nóvember og hefur ekki mælst minni í fimm ár. Hagstofan áætlar að landsframleiðsla hafi aukist um 1,2% á þriðja ársfjórðungi. Gistinóttum fjölgaði alls um 1,8% á milli ára í október.
Flutningaskip
28. nóv. 2025
1,2% hagvöxtur á þriðja fjórðungi
Landsframleiðsla jókst um 1,2% á þriðja ársfjórðungi og um 1,5% á fyrstu níu mánuðum ársins. Hagvöxtur á þriðja ársfjórðungi var drifinn áfram af innlendri eftirspurn og þjóðarútgjöld jukust um heil 4,7%. Áfram er kraftur í einkaneyslu og fjárfestingu, en auknar birgðir hafa einnig sitt að segja. Innflutningur vegur þungt á móti og framlag utanríkisviðskipta er neikvætt, líkt og á síðustu fjórðungum.