Hag­sjá: Kraft­ur­inn á vinnu­mark­aðn­um virð­ist hafa náð há­marki

Atvinnuþátttaka jókst stöðugt frá upphafi ársins 2015 fram til vorsins 2017. Síðan þá hefur dregið úr atvinnuþátttöku um eitt og hálft prósentustig sé miðað við 12 mánaða hlaupandi meðaltal og hefur hlutfallið lækkað töluvert síðustu tvo mánuði.
4. maí 2018

Vinnumarkaðurinn hefur verið mjög sterkur á síðustu misserum og ætla má að svo verði áfram. Ekki er þó lengur um að ræða aukningu á styrk og áframhaldandi bata. Nýjustu tölur Hagstofunnar benda til þess að toppi sé náð og ýmsar stærðir eru þegar farnar að gefa eftir. Það er alls ekki slæmt, eilítil merki um að spenna sé að minnka haldast í hendur við vísbendingar um að núverandi hagsveifla hafi náð hámarki.

Fjölgun starfandi fólks á vinnumarkaði var nokkuð stöðug fram á mitt síðasta ár sé miðað við 12 mánaða meðaltal. Þá tók við tímabil með minni fjölgun starfsfólks. Miðað við síðustu tölur virðist ákveðin stöðnun hafa orðið upp á síðkastið. Þannig var fjöldi starfandi nú í mars 197.800 sem er fækkun um 1.500 frá því í mars í fyrra. Sé litið á 12 mánaða meðaltal hefur fjöldinn staðnað á síðustu tveimur mánuðum. Íbúafjöldi hefur aukist töluvert á síðasta ári og ber að skoða þessar tölur með hliðsjón af því.

Atvinnuþátttaka jókst stöðugt frá upphafi ársins 2015 fram til vorsins 2017. Síðan þá hefur dregið úr atvinnuþátttöku um eitt og hálft prósentustig sé miðað við 12 mánaða hlaupandi meðaltal og hefur hlutfallið lækkað töluvert síðustu tvo mánuði. Atvinnuþátttaka er eftir sem áður mikil hér á landi og er nú álíka og hún var um mitt ár 2015 og til muna hærri en hún var á árinu 2012.

Meðalvinnutími hefur haldið áfram að styttast eilítið sé miðað við 12 mánaða meðaltal. Meðalfjöldi vinnustunda hefur verið tiltölulega stöðug stærð í langan tíma, tæplega 40 stundir á viku, og þróunin er frekar í áttina niður á við þó ekki sé um miklar breytingar að ræða. Samhliða fækkun vinnustunda hefur dregið nokkuð úr sveiflum á vinnutíma milli einstakra mánaða innan ársins.

Þegar starfandi fólki fækkar samtímis því að meðalvinnutími styttist er afleiðingin sú að unnum vinnustundum í hagkerfinu fækkar. Þetta er ágætis vísbending um stöðu hagsveiflunnar. Það eru góð tíðindi fyrir hagstjórn að smám saman dragi úr spennu á vinnumarkaði.

Atvinnuleysi fór nokkuð stöðugt minnkandi fram á mitt síðasta ár, en síðan hefur dregið verulega úr breytingum. Meðalatvinnuleysi síðustu 12 mánaða miðað við mælingar Hagstofunnar var 2,8% í mars og hefur sú tala verið nær óbreytt í eitt ár. Meðalatvinnuleysi síðustu 12 mánaða samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar um skráð atvinnuleysi var 2,1% nú í mars, en 2,3% í mars í fyrra. Þar sem Vinnumálastofnun mælir skráð atvinnuleysi, þ.e. þá sem eiga rétt til atvinnuleysisbóta, eru mun minni sveiflur milli mánaða í þeim tölum en í tölum Hagstofunnar.

Niðurstöður vetrarkönnunar Gallup meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins bentu til þess að störfum myndi fjölga áfram á fyrri hluta þessa árs. Þau fyrirtæki sem vildu fjölga starfsfólki voru þannig um 15% fleiri en þau sem vildu fækka fólki sem var svipað hlutfall og var í samsvarandi könnun frá því sl. haust. Nýjustu tölur Hagstofunnar þurfa ekki að vera í andstöðu við þessar niðurstöður, enda er í báðum tilvikum um tiltölulega litlar breytingar að ræða. Það er hins vegar nokkuð ljóst að það hefur hægt á vinnumarkaðnum sem er í nokkuð góðu samræmi við meinta stöðu hagsveiflunnar.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Krafturinn á vinnumarkaðnum virðist hafa náð hámarki (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Flugvél
9. des. 2024
Spáum 4,7% verðbólgu í desember
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,35% á milli mánaða í desember og að verðbólga hjaðni úr 4,8% í 4,7%. Flugfargjöld til útlanda og húsnæðisliðurinn hafa mest áhrif til hækkunar í mánuðinum. Við eigum von á áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 3,9% í mars á næsta ári.
9. des. 2024
Vikubyrjun 9. desember 2024
Í vikunni fáum við tölur um fjölda ferðamanna sem komu hingað til lands í nóvember og skráð atvinnuleysi í október. Í síðustu viku birti Seðlabankinn tölur um viðskiptajöfnuð við útlönd á þriðja ársfjórðungi þar sem í ljós kom að minni afgangur var en á sama tíma í fyrra. Seðlabankinn birti einnig fundargerð peningastefnunefndar sem sýnir að allir nefndarmenn voru sammála um að lækka vexti um 0,5 prósentustig í síðasta mánuði.
Flutningaskip
5. des. 2024
Afgangur á 3. ársfjórðungi, en að öllum líkindum halli á árinu
Afgangur mældist á viðskiptum við útlönd á þriðja ársfjórðungi. Það var halli á vöruskiptum, frumþáttatekjum og rekstrarframlögum, sem afgangur á þjónustuviðskiptum náði þó að vega upp, enda háannatími ferðaþjónustu. Það sem af er ári mælist samt það mikill halli að nær öruggt er að það mælist halli á árinu í heild.
3. des. 2024
Fréttabréf Greiningardeildar 3. desember 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Sendibifreið og gámar
2. des. 2024
Vikubyrjun 2. desember 2024
Í síðustu viku bárust upplýsingar um að verðbólga hefði lækkaði úr 5,1% niður í 4,5% í nóvember og að landsframleiðslan hefði dregist saman um 0,5% að raunvirði á milli ára á þriðja ársfjórðungi. Í vikunni birtir Seðlabankinn tölur um viðskiptajöfnuð við útlönd, fundargerð peningastefnunefndar og yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar.
Lyftari í vöruhúsi
29. nóv. 2024
0,5% samdráttur á þriðja ársfjórðungi
Hagkerfið dróst saman á milli ára á þriðja ársfjórðungi, samkvæmt nýbirtum þjóðhagsreikningum Hagstofunnar. Verri afkoma þjónustuviðskipta við útlönd skýrir að stórum hluta samdráttinn á fjórðungnum. Innlend eftirspurn jókst um 0,8% milli ára og samneysla og aukin fjármunamyndun vógu þyngst til hækkunar.
29. nóv. 2024
Merki um minna framboð leiguhúsnæðis 
Skammtímaleiga í gegnum Airbnb hefur stóraukist eftir faraldurinn og framboð á íbúðum til langtímaleigu virðist hafa minnkað á móti. Þessi þróun gæti hafa átt þátt í að þrýsta upp leiguverðinu. Stærstur hluti Airbnb-íbúðanna er leigður út af leigusölum með fleiri en tvær íbúðir í útleigu.
28. nóv. 2024
Verðbólga yfir væntingum í nóvember
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,09% á milli mánaða í nóvember, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga lækkar því úr 5,1% í 4,8%, eða um 0,3 prósentustig. Reiknuð húsaleiga hafði mest áhrif til hækkunar vísitölunnar og flugfargjöld til útlanda mest áhrif til lækkunar.
Hús í Reykjavík
26. nóv. 2024
Rólegri taktur á íbúðamarkaði?
Nýjustu gögn af íbúðamarkaði benda til þess að lítillega hafi dregið úr eftirspurn. Grindavíkuráhrifin eru líklega tekin að fjara út og hugsanlega heldur fólk að sér höndum nú þegar vaxtalækkunarferlið er nýhafið og loks glittir í ódýrari fjármögnun. Verðið gæti tekið hratt við sér þegar vextir lækka af meiri alvöru.
Seðlabanki Íslands
25. nóv. 2024
Vikubyrjun 25. nóvember 2024
Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 0,5 prósentustig í síðustu viku, í takt við væntingar. Í þessari viku birtir Hagstofan verðbólgumælingu nóvembermánaðar en við eigum von á að verðbólga hjaðni úr 5,1% í 4,5%. Á föstudag, þegar Hagstofan birtir þjóðhagsreikninga, kemur svo í ljós hvernig hagvöxtur þróaðist á þriðja ársfjórðungi.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur