Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Hag­sjá: Kraft­ur­inn á vinnu­mark­aðn­um virð­ist hafa náð há­marki

Atvinnuþátttaka jókst stöðugt frá upphafi ársins 2015 fram til vorsins 2017. Síðan þá hefur dregið úr atvinnuþátttöku um eitt og hálft prósentustig sé miðað við 12 mánaða hlaupandi meðaltal og hefur hlutfallið lækkað töluvert síðustu tvo mánuði.
4. maí 2018

Vinnumarkaðurinn hefur verið mjög sterkur á síðustu misserum og ætla má að svo verði áfram. Ekki er þó lengur um að ræða aukningu á styrk og áframhaldandi bata. Nýjustu tölur Hagstofunnar benda til þess að toppi sé náð og ýmsar stærðir eru þegar farnar að gefa eftir. Það er alls ekki slæmt, eilítil merki um að spenna sé að minnka haldast í hendur við vísbendingar um að núverandi hagsveifla hafi náð hámarki.

Fjölgun starfandi fólks á vinnumarkaði var nokkuð stöðug fram á mitt síðasta ár sé miðað við 12 mánaða meðaltal. Þá tók við tímabil með minni fjölgun starfsfólks. Miðað við síðustu tölur virðist ákveðin stöðnun hafa orðið upp á síðkastið. Þannig var fjöldi starfandi nú í mars 197.800 sem er fækkun um 1.500 frá því í mars í fyrra. Sé litið á 12 mánaða meðaltal hefur fjöldinn staðnað á síðustu tveimur mánuðum. Íbúafjöldi hefur aukist töluvert á síðasta ári og ber að skoða þessar tölur með hliðsjón af því.

Atvinnuþátttaka jókst stöðugt frá upphafi ársins 2015 fram til vorsins 2017. Síðan þá hefur dregið úr atvinnuþátttöku um eitt og hálft prósentustig sé miðað við 12 mánaða hlaupandi meðaltal og hefur hlutfallið lækkað töluvert síðustu tvo mánuði. Atvinnuþátttaka er eftir sem áður mikil hér á landi og er nú álíka og hún var um mitt ár 2015 og til muna hærri en hún var á árinu 2012.

Meðalvinnutími hefur haldið áfram að styttast eilítið sé miðað við 12 mánaða meðaltal. Meðalfjöldi vinnustunda hefur verið tiltölulega stöðug stærð í langan tíma, tæplega 40 stundir á viku, og þróunin er frekar í áttina niður á við þó ekki sé um miklar breytingar að ræða. Samhliða fækkun vinnustunda hefur dregið nokkuð úr sveiflum á vinnutíma milli einstakra mánaða innan ársins.

Þegar starfandi fólki fækkar samtímis því að meðalvinnutími styttist er afleiðingin sú að unnum vinnustundum í hagkerfinu fækkar. Þetta er ágætis vísbending um stöðu hagsveiflunnar. Það eru góð tíðindi fyrir hagstjórn að smám saman dragi úr spennu á vinnumarkaði.

Atvinnuleysi fór nokkuð stöðugt minnkandi fram á mitt síðasta ár, en síðan hefur dregið verulega úr breytingum. Meðalatvinnuleysi síðustu 12 mánaða miðað við mælingar Hagstofunnar var 2,8% í mars og hefur sú tala verið nær óbreytt í eitt ár. Meðalatvinnuleysi síðustu 12 mánaða samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar um skráð atvinnuleysi var 2,1% nú í mars, en 2,3% í mars í fyrra. Þar sem Vinnumálastofnun mælir skráð atvinnuleysi, þ.e. þá sem eiga rétt til atvinnuleysisbóta, eru mun minni sveiflur milli mánaða í þeim tölum en í tölum Hagstofunnar.

Niðurstöður vetrarkönnunar Gallup meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins bentu til þess að störfum myndi fjölga áfram á fyrri hluta þessa árs. Þau fyrirtæki sem vildu fjölga starfsfólki voru þannig um 15% fleiri en þau sem vildu fækka fólki sem var svipað hlutfall og var í samsvarandi könnun frá því sl. haust. Nýjustu tölur Hagstofunnar þurfa ekki að vera í andstöðu við þessar niðurstöður, enda er í báðum tilvikum um tiltölulega litlar breytingar að ræða. Það er hins vegar nokkuð ljóst að það hefur hægt á vinnumarkaðnum sem er í nokkuð góðu samræmi við meinta stöðu hagsveiflunnar.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Krafturinn á vinnumarkaðnum virðist hafa náð hámarki (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Fólk við Geysi
15. sept. 2025
Vikubyrjun 15. september 2025
Ferðamönnum hélt áfram að fjölga af krafti í ágúst og Íslendingar slógu enn eitt metið í fjölda utanlandsferða. Atvinnuleysi hélst óbreytt á milli mánaða í 3,4% og er lítillega meira en á sama tíma í fyrra. Í þessari viku birtir HMS nýjustu gögn um íbúðamarkað og við fylgjumst með vaxtaákvörðunum í Bandaríkjunum og Bretlandi.
Bakarí
11. sept. 2025
Spáum 4,1% verðbólgu í september
Við spáum því að verðbólga aukist í september og mælist 4,1%. Aukin verðbólga skýrist aðallega af því að í september í fyrra voru máltíðir í grunnskólum gerðar ókeypis og lækkunaráhrifin af því detta nú út úr ársverðbólgunni. Verðhækkun á mjólkurafurðum leiðir til meiri hækkunar á matvöruverði en síðustu mánuði. Ró yfir húsnæðismarkaðnum heldur aftur af hækkunum á reiknaðri húsaleigu en útsölulok hafa áhrif til hækkunar í mánuðinum, gangi spáin eftir.
8. sept. 2025
Vikubyrjun 8. september 2025
Í þessari viku ber hæst  útgáfu á tölum um fjölda ferðamanna í ágúst og skráð atvinnuleysi. Í síðustu viku birti Seðlabankinn fundargerð peningastefnunefndar þar sem fram kom að allir nefndarmenn hefðu verið sammála um að halda vöxtum óbreyttum í ágúst. Þá birti Seðlabankinn einnig tölur um greiðslujöfnuð við útlönd sem gáfu til kynna mun meiri halla á viðskiptum við útlönd á öðrum fjórðungi þessa árs en þess síðasta.
1. sept. 2025
Mánaðamót 1. september 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
1. sept. 2025
Vikubyrjun 1. september 2025
Verðbólga hjaðnaði óvænt úr 4,0% í 3,8% í ágúst. Hagstofan áætlar að hagkerfið hafi dregist saman um 1,9% á öðrum ársfjórðungi. Gistinóttum fjölgaði alls um 16,5% á milli ára í júlí. Í vikunni birtir Seðlabankinn viðskiptajöfnuð við útlönd og fundargerð peningastefnunefndar.
Flugvél
28. ágúst 2025
Verðbólga hjaðnar þvert á væntingar
Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,15% á milli mánaða í ágúst og verðbólga hjaðnaði úr 4,0% í 3,8%. Hjöðnun á milli mánaða kemur ánægjulega á óvart en við spáðum 0,07% hækkun á vísitölunni og óbreyttri verðbólgu. Við gerum nú ráð fyrir að verðbólga verði 3,8% í árslok, að stærstum hluta vegna lægri mælingar nú en við spáðum áður.
Seðlabanki Íslands
25. ágúst 2025
Vikubyrjun 25. ágúst 2025
Seðlabanki Íslands hélt stýrivöxtum óbreyttum í 7,50% í síðustu viku og allir nefndarmenn studdu ákvörðunina. Vísitala íbúðaverðs hefur hækkað um 4,2% á síðasta árinu, en í janúar var árshækkunin 10,4%. Í vikunni birtir Hagstofan verðbólgutölur fyrir ágústmánuð og þjóðhagsreikninga fyrir annan ársfjórðung.
Hús í Reykjavík
22. ágúst 2025
Íbúðamarkaður í betra jafnvægi þótt nýjar íbúðir seljist hægt
Á síðustu misserum hefur dregið töluvert úr verðhækkunum á íbúðamarkaði. Vísitala íbúðaverðs hefur hækkað um 4,2% á síðustu 12 mánuðum, aðeins örlítið umfram almennt verðlag, og ársbreytingin hefur ekki verið minni frá því í byrjun árs 2024. Þótt kaupsamningar hafi verið færri á fyrstu sjö mánuðum þessa árs en á sama tíma í fyrra er enn talsverð velta á markaðnum.
Fólk við Geysi
19. ágúst 2025
Útflutningur í sókn en innflutningur líka
Vöruútflutningur frá Íslandi hefur aukist frá því í fyrra en samt hefur vöruskiptahalli aldrei verið meiri en nú. Þetta skýrist af stórauknum vöruinnflutningi, einkum á tölvubúnaði í tengslum við uppbyggingu gagnavera. Ferðaþjónustan hefur skilað auknum tekjum í ár en á móti hefur utanlandsferðum Íslendinga fjölgað og uppsafnaður kortaveltujöfnuður við útlönd var enn neikvæður í lok júlí.
Frosnir ávextir og grænmeti
18. ágúst 2025
Vikubyrjun 18. ágúst 2025
Við búumst við að peningastefnunefnd Seðlabankans haldi stýrivöxtum óbreyttum á miðvikudag. Auk vaxtaákvörðunarinnar fáum við vísitölu íbúðaverðs í vikunni og nokkur uppgjör. Metfjöldi erlendra ferðamanna fór frá landinu í júlí, atvinnuleysi var óbreytt á milli mánaða og áfram var nokkur kraftur í greiðslukortaveltu heimila.