Samantekt
Árið 2018 jókst innlend greiðslukortavelta í verslun um alls 3,0% milli ára, mælt á föstu verðlagi. Þetta er minnsti vöxtur greiðslukortaveltu milli ára frá árinu 2013, þá jókst veltan um 0,6%. Kortavelta í verslun er góður mælikvarði á einkaneyslu ársins og hefur verið töluverð fylgni milli breytinga í kortaveltu og einkaneyslu undanfarin ár. Í janúar dróst kortavelta í verslun innanlands saman um 4,9% milli ára, mælt á föstu verðlagi. Þetta er þriðji mánuðurinn í röð sem kortavelta í verslun innanlands dregst saman og þarf að fara aftur til áramóta 2012 / 2013 til að finna svipaða þróun.
Lesa Hagsjána í heild
Hagsjá: Kortavelta í verslun innanlands dregst áfram saman í janúar (PDF)