Samantekt
Heildarkortavelta erlendra ferðamanna nam 236,6 mö. kr. á síðasta ári og jókst hún um 20,4 ma. kr., eða 9,4%, milli ára. Til samanburðar fjölgaði erlendum ferðamönnum um 5,5% milli áranna 2017 og 2018 og jókst neysla á hvern erlendan ferðamann því um 3,7% milli ára mælt í krónum. Það skýrist þó að nokkru leyti af gengisveikingu krónunnar milli áranna 2017 og 2018. Gengisvísitalan var að meðaltali 166,7 stig í fyrra borið saman við 160,4 stig árið 2017. Sé kortaveltan sett á fast gengi krónunnar sést að veltan jókst um 10,4% milli áranna 2017 og 2018 borið saman við 33,5% aukningu árið áður. Mikil aukning árið áður skýrist af því að ferðamönnum var þá enn að fjölga mjög hratt en þeim fjölgaði um 24,2% milli áranna 2016 og 2017.
Lesa Hagsjána í heild
Hagsjá: Kortavelta ferðamanna jókst um 9,4% á síðasta ári (PDF)