Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Hag­sjá: Kaup­mátt­ur launa lækk­aði í des­em­ber í fyrsta skipti í lang­an tíma

Nú þegar kjarasamningar á öllum vinnumarkaðnum eru lausir eða við það að losna hefst jafnan mikil umræða um samanburð milli hópa. Sagan sýnir ótvírætt að launaþróun á opinbera og almenna markaðnum er mjög svipuð til lengri tíma. Á síðustu 4 árum hafa laun starfsmanna á opinbera markaðnum hækkað um 34,8% en laun á almenna markaðnum um 34,6% þannig að staðan er sú sama.
23. janúar 2019

Samantekt

Launavísitalan var nær óbreytt milli nóvember og desember, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Breytingin á ársgrundvelli var 6% sem er svipað og verið hefur síðustu mánuði. Hækkunartaktur launa á ársgrundvelli var nokkuð stöðugur í rúmlega 7% í u.þ.b. ár, frá vori 2017 fram á vor 2018, en lækkaði þá niður í kringum 6% og hefur haldist þar síðan.

Desember var síðasti mánuður 3ja ára samningstímabils á almenna markaðnum og því kemur ekki á óvart að lítið sé að gerast. Síðasta hækkunin vegna stóru samninganna á almenna markaðnum var í maí og hefur verið nokkuð rólegt á þeim markaði síðan.

Launavísitalan hækkaði um 6,5% milli ársmeðaltala áranna 2017 og 2018, sem er eilítið minna en árið áður, þegar hún hækkaði um 6,8%. Hækkunin í fyrra var sú sama og meðalhækkunin frá árinu 1989, eða 6,5%, sem er mjög mikið í samanburði við nálæg lönd.

Kaupmáttur hefur verið nokkuð stöðugur undanfarna mánuði, en minnkaði um 0,7% í desember. Kaupmáttur var engu að síður 2,2% meiri nú í desember en í desember árið áður. Frá áramótum 2014/2015 hefur kaupmáttur launavísitölu aukist um rúm 23%, eða tæplega 7% á ári. Það er verulega mikil aukning, bæði sögulega séð og í samanburði við önnur lönd.

Sé litið á launabreytingar stóru hópanna á einu ári, frá október 2017 til október 2018, má sjá að launahækkanir á almenna og opinbera markaðnum hafa verið áþekkar, eða rúm 6%. Laun starfsmanna ríkisins hækkuðuð mest en launahækkanir hjá sveitarfélögum minnst.

Nú þegar kjarasamningar á öllum vinnumarkaðnum eru lausir eða við það að losna hefst jafnan mikil umræða um samanburð milli hópa. Sagan sýnir ótvírætt að launaþróun á opinbera og almenna markaðnum er mjög svipuð til lengri tíma. Yfir styttri tímabil er alltaf um einhverjar sveiflur að ræða en þær jafnast alla jafna út.

Sé þannig litið á síðustu 4 ár, sem var heildarsamningstíminn á almenna markaðnum, má sjá að laun starfsmanna á opinbera markaðnum hafa hækkað um 34,8% en laun á almenna markaðnum um 34,6% þannig að lokaniðurstaðan er sú sama. Munurinn á hópunum er mismunandi eftir tímabilum, en meðalstaða hópanna á tímabilinu öllu er sú sama. Það má því slá því föstu að laun stóru hópanna á vinnumarkaði hafi þróast með nákvæmlega sama hætti síðustu 4 ár.

Breyting launa eftir starfsstéttum á einu ári frá október 2017 til sama tíma 2018 var mest hjá þjónustu-, sölu- og afgreiðslufólki, 7%. Laun sérfræðinga hafa hækkað áberandi minnst á þessu tímabili, einungis um 2%.

Sé litið til atvinnugreina hafa laun hækkað mest í annars vegar flutningum og geymslustarfsemi og hins vegar í byggingastarfsemi og mannvirkjagerð frá nóvember 2017, eða í kringum 7%. Laun í framleiðslu og í fjármála- og vátryggingastarfsemi hafa hækkað minnst. Launavísitalan hækkaði um 6% á þessum tíma þannig að laun í byggingastarfsemi og mannvirkjagerð hafa hækkað töluvert umfram meðaltalið en laun í framleiðslu töluvert minna.

Kaupmáttur lækkaði í desember að einhverju ráði í fyrsta skipti í frá upphafi ársins 2015. Á árum áður var staðan yfirleitt sú að staða kaupmáttar var orðin slæm í lok samningstímabils og þurfti þá oft að vinna til baka glataðan kaupmátt í stað þess að auka hann.

Þessi staða er allt önnur nú, kaupmáttur hefur fram til þessa verið nokkuð stöðugur sé miðað við launavísitölu og almennt má segja að þau markmið sem sett voru í síðustu kjarasamningum hafi náðst nokkuð vel.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Kaupmáttur launa lækkaði í desember í fyrsta skipti í langan tíma (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Byggingakrani og fjölbýlishús
6. nóv. 2025
Óvissa á íbúðamarkaði og takmarkaðar raunverðshækkanir í kortunum 
Hátt vaxtastig og ströng lánþegaskilyrði hafa slegið verulega á verðhækkanir á íbúðamarkaði. Á sama tíma hefur fjöldinn allur af nýjum íbúðum risið og sölutími þeirra lengst til muna. Eftir að dómur Hæstaréttar í vaxtamálinu féll hafa viðskiptabankarnir tekið lánaframboð til endurskoðunar og það sama má segja um suma lífeyrissjóðina. Seðlabankinn ákvað í síðustu viku að slaka lítillega á lánþegaskilyrðum.  
3. nóv. 2025
Mánaðamót 1. nóvember 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Fataverslun
3. nóv. 2025
Vikubyrjun 3. nóvember 2025
Verðbólga jókst umfram væntingar í október og mældist 4,3%. Svo mikil hefur verðbólga ekki verið síðan í febrúar síðastliðnum. Telja má áhyggjuefni að aukin verðbólga skýrist ekki af tilfallandi sveiflukenndum liðum heldur virðist undirliggjandi verðþrýstingur hafa aukist. Í þessari viku halda félög áfram að birta uppgjör og hugsanlega má búast við fleiri púslum í breytta mynd af framboði íbúðalána í kjölfar vaxtamálsins.  
Smiður
31. okt. 2025
Minnkandi spenna á vinnumarkaði og minni fólksfjölgun
Eftirspurn eftir vinnuafli hefur minnkað og dregið hefur úr hækkun launa. Atvinnuleysi hefur aukist smám saman og rólegri taktur í atvinnulífinu hefur endurspeglast í hægari fólksfjölgun. Kaupmáttur hefur aukist jafnt og þétt og við teljum að þótt hægi á launahækkunum komi kaupmáttur til með að aukast áfram á næstu árum. Mikill kraftur er í neyslu landsmanna, kortavelta eykst sífellt og Íslendingar hafa aldrei farið í fleiri utanlandsferðir.
Paprika
30. okt. 2025
Verðbólga jókst umfram væntingar
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,47% á milli mánaða í október og verðbólga jókst úr 4,1% í 4,3%. Vísitala neysluverðs hækkaði meira en við bjuggumst við, ekki síst reiknuð húsaleiga og verð á mat og drykk. Skammtímaspá okkar gerir nú ráð fyrir að verðbólga haldist í 4,3% út árið, en aukist svo í janúar og mælist 4,5%.
27. okt. 2025
Vikubyrjun 27. október 2025
Íslenska hagkerfið verður í hægum vaxtartakti á næstu árum gangi hagspá sem við birtum í síðustu viku eftir. Á fimmtudag koma verðbólgutölur fyrir október og við eigum von á að verðbólga hækki úr 4,1% í 4,2%.
Hagspá október 2025
22. okt. 2025
Kólnandi kerfi en kraftmikil neysla
Hagvöxtur verður 1,5% á þessu ári og 1,7% á því næsta, samkvæmt nýrri hagspá Landsbankans. Hagvöxtur verður ekki síst drifinn áfram af neyslu innanlands en á sama tíma er útlit fyrir smám saman minnkandi spennu í atvinnulífinu. Verðbólga reynist áfram þrálát næstu misseri og ekki eru horfur á að hún komist niður í markmið Seðlabankans á spátímabilinu. Því má áfram búast við háum raunstýrivöxtum.
Greiðsla
20. okt. 2025
Vikubyrjun 20. október 2025
Kortavelta Íslendinga jókst um 7,6% að raunvirði á milli ára í september. Á fyrstu níu mánuðum ársins hefur kortavelta heimila verið um 5,2% meiri en á sama tímabili í fyrra, að teknu tilliti til verðlags og gengis. Í vikunni birtir Greiningardeild Landsbankans nýja hagspá til ársins 2028. HMS birtir vísitölu íbúðaverðs, vísitölu leiguverðs og mánaðarskýrslu.  
Flugvél
16. okt. 2025
Spáum 4,2% verðbólgu í október
Við spáum því að verðbólga aukist lítillega í október, úr 4,1% í 4,2%. Mest áhrif til hækkunar á vísitölunni hafa flugfargjöld til útlanda, reiknuð húsaleiga og matarkarfan. Gangi spáin eftir verður október níundi mánuðurinn í röð þar sem verðbólga er á bilinu 3,8% til 4,2%. Við teljum að verðbólga verði áfram á þessu bili næstu mánuði.
Fjölskylda við matarborð
13. okt. 2025
Vikubyrjun 13. október 2025
Peningastefnunefnd hélt vöxtum óbreyttum í síðustu viku, eins og við var búist. Þó mátti greina aukna bjartsýni í yfirlýsingu nefndarinnar. Skráð atvinnuleysi var 3,5% í september og jókst um 0,1 prósentustig á milli mánaða. Brottförum erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll fjölgaði um 0,5% í september og utanlandsferðum Íslendinga fjölgaði um 14%.