Hag­sjá: Kaup­mátt­ur launa lækk­aði í des­em­ber í fyrsta skipti í lang­an tíma

Nú þegar kjarasamningar á öllum vinnumarkaðnum eru lausir eða við það að losna hefst jafnan mikil umræða um samanburð milli hópa. Sagan sýnir ótvírætt að launaþróun á opinbera og almenna markaðnum er mjög svipuð til lengri tíma. Á síðustu 4 árum hafa laun starfsmanna á opinbera markaðnum hækkað um 34,8% en laun á almenna markaðnum um 34,6% þannig að staðan er sú sama.
23. janúar 2019

Samantekt

Launavísitalan var nær óbreytt milli nóvember og desember, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Breytingin á ársgrundvelli var 6% sem er svipað og verið hefur síðustu mánuði. Hækkunartaktur launa á ársgrundvelli var nokkuð stöðugur í rúmlega 7% í u.þ.b. ár, frá vori 2017 fram á vor 2018, en lækkaði þá niður í kringum 6% og hefur haldist þar síðan.

Desember var síðasti mánuður 3ja ára samningstímabils á almenna markaðnum og því kemur ekki á óvart að lítið sé að gerast. Síðasta hækkunin vegna stóru samninganna á almenna markaðnum var í maí og hefur verið nokkuð rólegt á þeim markaði síðan.

Launavísitalan hækkaði um 6,5% milli ársmeðaltala áranna 2017 og 2018, sem er eilítið minna en árið áður, þegar hún hækkaði um 6,8%. Hækkunin í fyrra var sú sama og meðalhækkunin frá árinu 1989, eða 6,5%, sem er mjög mikið í samanburði við nálæg lönd.

Kaupmáttur hefur verið nokkuð stöðugur undanfarna mánuði, en minnkaði um 0,7% í desember. Kaupmáttur var engu að síður 2,2% meiri nú í desember en í desember árið áður. Frá áramótum 2014/2015 hefur kaupmáttur launavísitölu aukist um rúm 23%, eða tæplega 7% á ári. Það er verulega mikil aukning, bæði sögulega séð og í samanburði við önnur lönd.

Sé litið á launabreytingar stóru hópanna á einu ári, frá október 2017 til október 2018, má sjá að launahækkanir á almenna og opinbera markaðnum hafa verið áþekkar, eða rúm 6%. Laun starfsmanna ríkisins hækkuðuð mest en launahækkanir hjá sveitarfélögum minnst.

Nú þegar kjarasamningar á öllum vinnumarkaðnum eru lausir eða við það að losna hefst jafnan mikil umræða um samanburð milli hópa. Sagan sýnir ótvírætt að launaþróun á opinbera og almenna markaðnum er mjög svipuð til lengri tíma. Yfir styttri tímabil er alltaf um einhverjar sveiflur að ræða en þær jafnast alla jafna út.

Sé þannig litið á síðustu 4 ár, sem var heildarsamningstíminn á almenna markaðnum, má sjá að laun starfsmanna á opinbera markaðnum hafa hækkað um 34,8% en laun á almenna markaðnum um 34,6% þannig að lokaniðurstaðan er sú sama. Munurinn á hópunum er mismunandi eftir tímabilum, en meðalstaða hópanna á tímabilinu öllu er sú sama. Það má því slá því föstu að laun stóru hópanna á vinnumarkaði hafi þróast með nákvæmlega sama hætti síðustu 4 ár.

Breyting launa eftir starfsstéttum á einu ári frá október 2017 til sama tíma 2018 var mest hjá þjónustu-, sölu- og afgreiðslufólki, 7%. Laun sérfræðinga hafa hækkað áberandi minnst á þessu tímabili, einungis um 2%.

Sé litið til atvinnugreina hafa laun hækkað mest í annars vegar flutningum og geymslustarfsemi og hins vegar í byggingastarfsemi og mannvirkjagerð frá nóvember 2017, eða í kringum 7%. Laun í framleiðslu og í fjármála- og vátryggingastarfsemi hafa hækkað minnst. Launavísitalan hækkaði um 6% á þessum tíma þannig að laun í byggingastarfsemi og mannvirkjagerð hafa hækkað töluvert umfram meðaltalið en laun í framleiðslu töluvert minna.

Kaupmáttur lækkaði í desember að einhverju ráði í fyrsta skipti í frá upphafi ársins 2015. Á árum áður var staðan yfirleitt sú að staða kaupmáttar var orðin slæm í lok samningstímabils og þurfti þá oft að vinna til baka glataðan kaupmátt í stað þess að auka hann.

Þessi staða er allt önnur nú, kaupmáttur hefur fram til þessa verið nokkuð stöðugur sé miðað við launavísitölu og almennt má segja að þau markmið sem sett voru í síðustu kjarasamningum hafi náðst nokkuð vel.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Kaupmáttur launa lækkaði í desember í fyrsta skipti í langan tíma (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
4. sept. 2023
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit um sértryggð skuldabréf.
Bláa lónið
4. sept. 2023
Vikubyrjun 4. september 2023
Verðbólga jókst úr 7,6% í 7,7% samkvæmt ágústmælingu Hagstofunnar. Hagvöxtur mældist 4,5% á öðrum ársfjórðungi samkvæmt nýjum þjóðhagsreikningum sem Hagstofan birti í vikunni, en hagvöxtur á fyrsta ársfjórðungi mældist 7,1%. Minni vöxtur einkaneyslu skýrir að stórum hluta minni hagvöxt á öðrum ársfjórðungi.
Fataverslun
31. ágúst 2023
Hægir á hagvexti og einkaneysla á mann dregst saman
Hagvöxtur mældist 4,5% á öðrum ársfjórðungi, samkvæmt fyrsta mati Hagstofunnar. Eins og við var að búast benda tölurnar til þess að hægt hafi á hagkerfinu, en hagvöxtur mældist 7,1% á fyrsta ársfjórðungi. Vaxtahækkanir hafa tekið að tempra innlenda eftirspurn á sama tíma og hægt hefur á vexti kaupmáttar á síðustu misserum. Einkaneysla jókst örlítið en vegna hraðrar fólksfjölgunar dróst hún saman á mann.
Frosnir ávextir og grænmeti
30. ágúst 2023
Ársverðbólga eykst úr 7,6% í 7,7%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,34% milli mánaða í ágúst og við það jókst ársverðbólga úr 7,6% í 7,7%. Við eigum þó enn von á að verðbólga hjaðni næstu mánuði og gerum nú ráð fyrir að verðbólgan verði komin niður í 6,4% í nóvember. Þetta er fyrsti mánuðurinn síðan í apríl 2021 þar sem húsnæði ber ekki ábyrgð á stærstum hluta verðbólgunnar. Nú bera bæði innfluttar vörur og þjónusta ábyrgð á stærri hluta verðbólgunnar en húsnæði.
Ferðafólk
28. ágúst 2023
Vikubyrjun 28. ágúst 2023
Í síðustu viku hækkaði Peningastefnunefnd vexti um 0,5 prósentustig. Auk þess birti SÍ Peningamál, HMS birti mánaðarskýrslu, Hagstofan birti veltu skv. VSK-skýrslum og vöru- og þjónustujöfnuð, auk þess sem nokkur uppgjör voru birt. Í þessari viku fáum við verðbólgutölur fyrir ágúst og þjóðhagsreikninga fyrir 2. ársfjórðung.
21. ágúst 2023
Vikubyrjun 21. ágúst 2023
Óleiðréttur launamunur karla og kvenna dróst saman árið 2022 frá fyrra ári úr 10,2% í 9,1%. Við útreikning á óleiðréttum mun er reiknað meðaltímakaup karla og kvenna fyrir októbermánuð hvers árs. Bæði grunnlaun og allar aukagreiðslur, eins og vegna álags eða bónusa, eru teknar með.
Fataverslun
17. ágúst 2023
Spáum 7,5% verðbólgu í ágúst
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,18% milli mánaða í ágúst og að ársverðbólga lækki úr 7,6% í 7,5%. Útsölulok hafa mest áhrif til hækkunar milli mánaða samkvæmt spánni. Það sem helst dregur spána niður er húsnæðisverð og árstíðabundin lækkun á flugfargjöldum til útlanda.
16. ágúst 2023
Spáum 0,25 prósentustiga stýrivaxtahækkun
Við spáum því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækki vexti bankans um 0,25 prósentustig í næstu viku. Hækkunin yrði sú fjórtánda í röð og meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, færu úr 8,75% í 9,0%.
Íbúðahús
16. ágúst 2023
Vísitala íbúðaverðs lækkar annan mánuðinn í röð
Vísitala íbúðaverðs lækkaði um 0,8% milli mánaða í júlí. Árshækkun vísitölunnar minnkaði úr 2,7% í 0,8% og hefur ekki mælst jafn lítil síðan í janúar 2011. Undirritaðir kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu voru 17% færri í júní en í sama mánuði í fyrra.
Flugvöllur, Leifsstöð
14. ágúst 2023
Vikubyrjun 14. ágúst 2023
275 þúsund erlendir ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í júlí samkvæmt tölum sem Ferðamálastofa birti fyrir helgi. Erlendir ferðamenn hafa aðeins einu sinni verið fleiri í júlímánuði, á metferðamannaárinu 2018 þegar þeir voru tæplega 279 þúsund. Brottfarir Íslendinga voru tæplega 71 þúsund talsins í júlí, fleiri en nokkurn tímann í júlímánuði.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur