Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Hag­sjá: Kaup­mátt­ur jókst veru­lega milli ára - en minna en ver­ið hef­ur

Kaupmáttur launa jókst um 5% milli áranna 2016 og 2017. Það er svipuð aukning og var á árinu 2015, en töluvert minna en á árinu 2016 þegar kaupmáttur jókst um 9,5%. Frá árinu 1990 hefur kaupmáttur að jafnaði aukist um 1,9% á ári þannig að kaupmáttaraukning síðasta árs er langt umfram meðaltalið.
26. janúar 2018

Samantekt

Launavísitalan hafði í desember hækkað um 6,9% frá því í desember 2016. Hækkunartaktur launa á ársgrundvelli hefur lækkað aðeins, en þó verið nokkuð stöðugur í kringum 7% síðustu mánuði. Þá hefur takturinn lækkað töluvert frá vorinu 2016, þegar árshækkunin náði hámarki í rúmlega 13%.

Í maí 2017 voru síðast samningsbundnar launahækkanir á almenna vinnumarkaðnum og hækkuðu laun almennt um 4,5%. Þrátt fyrir það hefur hækkunartaktur vísitölunnar verið í kringum 7% allt frá þeim tíma, sem bendir til þess að eitthvert launaskrið sé í gangi.

Launavísitalan hefur hækkað mikið á síðustu árum. Hækkunin var 5,8% árið 2014, 7,2% árið 2015, 11,4% árið 2016 og svo 6,8% árið 2017. Þessi ár hafa heildarráðstöfunartekjur og kaupmáttur sömuleiðis hækkað mikið vegna atvinnuaukningar og lítillar verðbólgu. Hækkun launavísitölu á síðasta ári er nokkuð nálægt meðaltali breytinga frá árinu 1990, sem var 6,5%. Eins og margoft hefur verið bent á er þarna um að ræða mun meiri hækkun nafnlauna en í nálægum löndum.

Kaupmáttur launa jókst um 5% milli áranna 2016 og 2017. Það er svipuð aukning og var á árinu 2015, en töluvert minna en á árinu 2016 þegar kaupmáttur jókst um 9,5%. Frá árinu 1990 hefur kaupmáttur að jafnaði aukist um 1,9% á ári þannig að kaupmáttaraukning síðasta árs er langt umfram meðaltalið.

Á síðustu dögum hafa borist fréttir um efasemdir innan raða Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands um að launavísitalan mæli launabreytingar rétt. Því er haldið fram að launavísitalan hafi ofmetið raunverulegar launabreytingar um rúmlega 1% umfram hækkun meðallauna á tímabilinu 2005-2016. Jafnframt hefur komið fram að ágreiningur hafi verið uppi um gæði mælinga launavísitölunnar allt frá upphafi. Þá er bent á að Hagstofa Íslands hefur ekki birt rannsóknir á aðferðafræði sinni eða áhrifum hennar á mat á launabreytingum.

Það er athyglisvert að þunginn í þessari gagnrýni skuli verða svona mikill um þessar mundir. Reyndar er mikið undir á vinnumarkaði varðandi framlengingu kjarasamninga, en sú staða hefur margoft komið upp á undanförnum árum án þess að þetta atriði hafi borið á góma. Spurningin um hvað er verið að mæla og hvernig er flókin og hlýtur að vera háð fjölmörgum þáttum eins og stöðu hagsveiflunnar hverju sinni og aðstæðum á vinnumarkaði.

Niðurstaða endurskoðunar í febrúar er einn stærsti óvissuþátturinn um þróun efnahagsmála á næstu misserum. Um þá stöðu var getið sérstaklega í nýlegum stjórnarsáttmála og í framhaldi af því hafa verið haldnir reglulegir fundir ríkisstjórnar og aðila vinnumarkaðar.

Eins og margsinnis áður mun þróun mála á vinnumarkaði næstu mánuði skipta miklu máli fyrir efnahagsþróun næstu missera. Það er því mikilvægt að vel takist til við lausn yfirstandandi kjaradeilna og augljóst að stjórnvöld taka málið alvarlega.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Kaupmáttur jókst verulega milli ára - en minna en verið hefur (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Kranar á byggingarsvæði
26. jan. 2026
Vikubyrjun 26. janúar 2026
Vísitala íbúðaverðs lækkaði um tæplega 1,2% á milli mánaða í desember og á sama tíma lækkaði vísitala leiguverðs um 1,4%. Hagstofan birti vísitölu launa, sem hélst óbreytt á milli mánaða. Á fimmtudag verður vísitala neysluverðs í janúar birt.
Mynt 100 kr.
19. jan. 2026
Vikubyrjun 19. janúar 2026
Kortavelta heimila heldur áfram að aukast á milli ára en velta erlendra korta hér á landi hefur tekið að dragast saman í takt við fækkun ferðamanna. Í vikunni birtir HMS vísitölu íbúðaverðs, vísitölu leiguverðs og mánaðarskýrslu.
15. jan. 2026
Spáum 5,1% verðbólgu í janúar
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,30% á milli mánaða í janúar. Gangi spáin eftir mun verðbólga aukast úr 4,5% í 5,1%. Janúarútsölur hafa mest áhrif til lækkunar í mánuðinum en breytingar á gjaldtöku ökutækja hafa mest áhrif til hækkunar, samkvæmt spánni. Mikil óvissa er þó um hvernig Hagstofan tekur breytingarnar inn í verðmælingar.
Smiður
13. jan. 2026
Atvinnuleysi eykst en kortavelta líka
Atvinnuástandið hefur versnað smám saman og eftirspurn eftir vinnuafli er minni en áður. Atvinnuleysi hefur aukist hratt og mældist 4,4% í desember, en svo mikið hefur atvinnuleysi ekki mælst í rúmlega þrjú og hálft ár. Þessi þróun styður við markmið Seðlabankans um að draga úr þenslu í hagkerfinu og vinna bug á verðbólgu. Á sama tíma heldur neysla landsmanna áfram að aukast með hverjum mánuðinum, en heildarkortavelta hefur aukist um 6% á fyrstu ellefu mánuðum síðasta árs frá sama tímabili árið áður.
Bílar
12. jan. 2026
Breytt gjaldtaka af bílum gæti aukið verðbólgu um 0,7 prósentustig
Breytingar á gjaldtöku hins opinbera af rekstri og kaupum ökutækja gætu aukið verðbólgu um 0,7 prósentustig. Óvíst er hvort áhrifin komi fram að öllu leyti í janúar eða dreifist yfir næstu mánuði, en telja má að það velti ekki síst á eftirspurn eftir bílum í byrjun árs.
Rafbíll í hleðslu
12. jan. 2026
Vikubyrjun 12. janúar 2026
Skráð atvinnuleysi hélt áfram að aukast í desember og var 0,6 prósentustigum meira en á sama tíma árið áður. Álíka margir erlendir ferðamenn heimsóttu Ísland í fyrra og síðustu tvö ár á undan en utanlandsferðir Íslendinga voru 18% fleiri í fyrra en árið á undan. Þó nokkur óvissa ríkir um verðbólgumælingu janúarmánaðar, ekki síst í tengslum við breytta gjaldtöku á innflutningi og rekstri bíla. Við gefum út verðbólguspá næsta fimmtudag.
5. jan. 2026
Mánaðamót 5. janúar 2026
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Vöruhótel
5. jan. 2026
Vikubyrjun 5. janúar 2026
Verðbólgan kom aftan að landsmönnum stuttu fyrir jól og fór úr 3,7% í 4,5%. Verðbólga í desember var aðeins 0,3 prósentustigum minni en í upphafi síðasta árs þegar hún mældist 4,8%. Á sama tímabili lækkuðu stýrivextir um 1,25 prósentustig, úr 8,50% í 7,25%.
Bananar
22. des. 2025
Verðbólgumælingin ekki jafnslæm og hún virðist í fyrstu
Verðbólga rauk upp í 4,5% í desember eftir að hafa hjaðnað verulega í nóvember og mælst 3,7%. Rífleg hækkun á flugfargjöldum til útlanda skýrir stóran hluta hækkunarinnar, en einnig töluverð gjaldskrárhækkun á hitaveitu í desember. Aukin verðbólga skýrist þannig af afmörkuðum, sveiflukenndum liðum og ekki er að greina merki um að undirliggjandi verðbólguþrýstingur hafi aukist að ráði.
Vélsmiðja Guðmundar
22. des. 2025
Vikubyrjun 22. desember 2025
Fasteignamarkaðurinn fer enn kólnandi, ef marka má skýrslu sem HMS gaf út í síðustu viku. Gistinóttum á hótelum fækkaði um 6,6% á milli ára í nóvember. Kaupmáttur ráðstöfunartekna jókst um 1,9% á milli ára á þriðja ársfjórðungi, samkvæmt Hagstofunni. Í dag birtir Hagstofan verðbólgutölur.