Hag­sjá: Kaup­mátt­ur jókst veru­lega milli ára - en minna en ver­ið hef­ur

Kaupmáttur launa jókst um 5% milli áranna 2016 og 2017. Það er svipuð aukning og var á árinu 2015, en töluvert minna en á árinu 2016 þegar kaupmáttur jókst um 9,5%. Frá árinu 1990 hefur kaupmáttur að jafnaði aukist um 1,9% á ári þannig að kaupmáttaraukning síðasta árs er langt umfram meðaltalið.
26. janúar 2018

Samantekt

Launavísitalan hafði í desember hækkað um 6,9% frá því í desember 2016. Hækkunartaktur launa á ársgrundvelli hefur lækkað aðeins, en þó verið nokkuð stöðugur í kringum 7% síðustu mánuði. Þá hefur takturinn lækkað töluvert frá vorinu 2016, þegar árshækkunin náði hámarki í rúmlega 13%.

Í maí 2017 voru síðast samningsbundnar launahækkanir á almenna vinnumarkaðnum og hækkuðu laun almennt um 4,5%. Þrátt fyrir það hefur hækkunartaktur vísitölunnar verið í kringum 7% allt frá þeim tíma, sem bendir til þess að eitthvert launaskrið sé í gangi.

Launavísitalan hefur hækkað mikið á síðustu árum. Hækkunin var 5,8% árið 2014, 7,2% árið 2015, 11,4% árið 2016 og svo 6,8% árið 2017. Þessi ár hafa heildarráðstöfunartekjur og kaupmáttur sömuleiðis hækkað mikið vegna atvinnuaukningar og lítillar verðbólgu. Hækkun launavísitölu á síðasta ári er nokkuð nálægt meðaltali breytinga frá árinu 1990, sem var 6,5%. Eins og margoft hefur verið bent á er þarna um að ræða mun meiri hækkun nafnlauna en í nálægum löndum.

Kaupmáttur launa jókst um 5% milli áranna 2016 og 2017. Það er svipuð aukning og var á árinu 2015, en töluvert minna en á árinu 2016 þegar kaupmáttur jókst um 9,5%. Frá árinu 1990 hefur kaupmáttur að jafnaði aukist um 1,9% á ári þannig að kaupmáttaraukning síðasta árs er langt umfram meðaltalið.

Á síðustu dögum hafa borist fréttir um efasemdir innan raða Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands um að launavísitalan mæli launabreytingar rétt. Því er haldið fram að launavísitalan hafi ofmetið raunverulegar launabreytingar um rúmlega 1% umfram hækkun meðallauna á tímabilinu 2005-2016. Jafnframt hefur komið fram að ágreiningur hafi verið uppi um gæði mælinga launavísitölunnar allt frá upphafi. Þá er bent á að Hagstofa Íslands hefur ekki birt rannsóknir á aðferðafræði sinni eða áhrifum hennar á mat á launabreytingum.

Það er athyglisvert að þunginn í þessari gagnrýni skuli verða svona mikill um þessar mundir. Reyndar er mikið undir á vinnumarkaði varðandi framlengingu kjarasamninga, en sú staða hefur margoft komið upp á undanförnum árum án þess að þetta atriði hafi borið á góma. Spurningin um hvað er verið að mæla og hvernig er flókin og hlýtur að vera háð fjölmörgum þáttum eins og stöðu hagsveiflunnar hverju sinni og aðstæðum á vinnumarkaði.

Niðurstaða endurskoðunar í febrúar er einn stærsti óvissuþátturinn um þróun efnahagsmála á næstu misserum. Um þá stöðu var getið sérstaklega í nýlegum stjórnarsáttmála og í framhaldi af því hafa verið haldnir reglulegir fundir ríkisstjórnar og aðila vinnumarkaðar.

Eins og margsinnis áður mun þróun mála á vinnumarkaði næstu mánuði skipta miklu máli fyrir efnahagsþróun næstu missera. Það er því mikilvægt að vel takist til við lausn yfirstandandi kjaradeilna og augljóst að stjórnvöld taka málið alvarlega.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Kaupmáttur jókst verulega milli ára - en minna en verið hefur (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
6. júní 2024
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf - maí 2024
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit sértryggðra skuldabréfa.
Flutningaskip
5. júní 2024
Aukinn halli á viðskiptum við útlönd
Alls var 41 ma. kr. halli á viðskiptum við útlönd á fyrsta ársfjórðungi. Hallinn jókst nokkuð milli ára. Þrátt fyrir þetta batnaði erlend staða þjóðarbúsins á fjórðungnum.
4. júní 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 4. júní 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
3. júní 2024
Vikubyrjun 3. júní 2024
Landsframleiðsla dróst saman um 4% á fyrsta ársfjórðungi og verðbólga mældist 6,2% í maí, aðeins umfram spár.
Fiskiskip á Ísafirði
31. maí 2024
Samdráttur á fyrsta ársfjórðungi
Hagkerfið dróst saman um 4% á milli ára á fyrsta ársfjórðungi samkvæmt nýbirtum þjóðhagsreikningum Hagstofunnar. Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2021 sem landsframleiðsla dregst saman á milli ára. Samdrátturinn skýrist helst af minni birgðasöfnun vegna loðnubrests. Einkaneysla og fjárfesting jukust aftur á móti á fjórðungnum sem er til marks um eftirspurnarþrýsting.
Íbúðahús
30. maí 2024
Verðbólga jókst þvert á spár
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,58% á milli mánaða í maí og við það hækkaði ársverðbólga úr 6,0% í 6,2%. Hækkanir voru á nokkuð breiðum grunni og meiri en við bjuggumst við. 
Þjóðvegur
29. maí 2024
Margra ára hallarekstur og óskýrar mótvægisaðgerðir
Stjórnvöld sjá fram á að rétta smám saman úr ríkisrekstrinum á næstu árum en gera ekki ráð fyrir afgangi fyrr en árið 2028, eftir níu ára samfelldan hallarekstur. Hallarekstur var viðbúinn í faraldrinum en almennt er óæskilegt að ríkissjóður sé rekinn með halla í uppsveiflu og á tímum mikillar þenslu og verðbólgu. Við teljum að áfram verði reynt að halda aftur af opinberri fjárfestingu og að samneysla aukist aðeins minna á næstu árum en undanfarin ár.
Mynt 100 kr.
27. maí 2024
Krónan stöðug en Ísland verður dýrara
Krónan hefur verið óvenju stöðug frá því í nóvember í fyrra. Við teljum að krónan styrkist lítillega á þessu ári og að raungengið hækki þar sem verðbólga verði meiri hér en í helstu viðskiptalöndum okkar.
Fasteignir
27. maí 2024
Vikubyrjun 27. maí 2024
Velta á íbúðamarkaði hefur aukist á síðustu mánuðum og kaupsamningum fjölgað. Undirritaðir kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu í apríl í ár voru meira en tvöfalt fleiri en í apríl í fyrra.
Fiskveiðinet
22. maí 2024
Botnfisksveiðar vega upp á móti loðnubresti
Heildarafli íslenskra fiskiskipa dróst saman í fyrra og útflutningur sjávarafurða var 7,9% minni í fyrra en árið á undan. Aflaheimildir á þorski hafa dregist saman nokkur ár í röð en nú virðist þróunin vera að snúast við þar sem þorskkvóti var aukinn um 1% fyrir yfirstandandi veiðitímabil. Loðnuvertíð síðasta árs var mjög góð en í ár verður engin loðna veidd. Í nýlegri hagspá gerum við ráð fyrir hóflegum vexti í útflutningi sjávarafurða.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur