Hag­sjá: Kaup­mátt­ur jókst veru­lega milli ára - en minna en ver­ið hef­ur

Kaupmáttur launa jókst um 5% milli áranna 2016 og 2017. Það er svipuð aukning og var á árinu 2015, en töluvert minna en á árinu 2016 þegar kaupmáttur jókst um 9,5%. Frá árinu 1990 hefur kaupmáttur að jafnaði aukist um 1,9% á ári þannig að kaupmáttaraukning síðasta árs er langt umfram meðaltalið.
26. janúar 2018

Samantekt

Launavísitalan hafði í desember hækkað um 6,9% frá því í desember 2016. Hækkunartaktur launa á ársgrundvelli hefur lækkað aðeins, en þó verið nokkuð stöðugur í kringum 7% síðustu mánuði. Þá hefur takturinn lækkað töluvert frá vorinu 2016, þegar árshækkunin náði hámarki í rúmlega 13%.

Í maí 2017 voru síðast samningsbundnar launahækkanir á almenna vinnumarkaðnum og hækkuðu laun almennt um 4,5%. Þrátt fyrir það hefur hækkunartaktur vísitölunnar verið í kringum 7% allt frá þeim tíma, sem bendir til þess að eitthvert launaskrið sé í gangi.

Launavísitalan hefur hækkað mikið á síðustu árum. Hækkunin var 5,8% árið 2014, 7,2% árið 2015, 11,4% árið 2016 og svo 6,8% árið 2017. Þessi ár hafa heildarráðstöfunartekjur og kaupmáttur sömuleiðis hækkað mikið vegna atvinnuaukningar og lítillar verðbólgu. Hækkun launavísitölu á síðasta ári er nokkuð nálægt meðaltali breytinga frá árinu 1990, sem var 6,5%. Eins og margoft hefur verið bent á er þarna um að ræða mun meiri hækkun nafnlauna en í nálægum löndum.

Kaupmáttur launa jókst um 5% milli áranna 2016 og 2017. Það er svipuð aukning og var á árinu 2015, en töluvert minna en á árinu 2016 þegar kaupmáttur jókst um 9,5%. Frá árinu 1990 hefur kaupmáttur að jafnaði aukist um 1,9% á ári þannig að kaupmáttaraukning síðasta árs er langt umfram meðaltalið.

Á síðustu dögum hafa borist fréttir um efasemdir innan raða Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands um að launavísitalan mæli launabreytingar rétt. Því er haldið fram að launavísitalan hafi ofmetið raunverulegar launabreytingar um rúmlega 1% umfram hækkun meðallauna á tímabilinu 2005-2016. Jafnframt hefur komið fram að ágreiningur hafi verið uppi um gæði mælinga launavísitölunnar allt frá upphafi. Þá er bent á að Hagstofa Íslands hefur ekki birt rannsóknir á aðferðafræði sinni eða áhrifum hennar á mat á launabreytingum.

Það er athyglisvert að þunginn í þessari gagnrýni skuli verða svona mikill um þessar mundir. Reyndar er mikið undir á vinnumarkaði varðandi framlengingu kjarasamninga, en sú staða hefur margoft komið upp á undanförnum árum án þess að þetta atriði hafi borið á góma. Spurningin um hvað er verið að mæla og hvernig er flókin og hlýtur að vera háð fjölmörgum þáttum eins og stöðu hagsveiflunnar hverju sinni og aðstæðum á vinnumarkaði.

Niðurstaða endurskoðunar í febrúar er einn stærsti óvissuþátturinn um þróun efnahagsmála á næstu misserum. Um þá stöðu var getið sérstaklega í nýlegum stjórnarsáttmála og í framhaldi af því hafa verið haldnir reglulegir fundir ríkisstjórnar og aðila vinnumarkaðar.

Eins og margsinnis áður mun þróun mála á vinnumarkaði næstu mánuði skipta miklu máli fyrir efnahagsþróun næstu missera. Það er því mikilvægt að vel takist til við lausn yfirstandandi kjaradeilna og augljóst að stjórnvöld taka málið alvarlega.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Kaupmáttur jókst verulega milli ára - en minna en verið hefur (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Gönguleið
15. júlí 2024
Vikubyrjun 15. júlí 2024
Erlendir ferðamenn voru 9% færri í júní á þessu ári en í júní í fyrra. Atvinnuleysi var 3,1% í júní og er áfram lítillega meira en á sama tíma í fyrra.
Fataverslun
10. júlí 2024
Spáum að verðbólga aukist lítillega og verði 5,9% í júlí 
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,15% á milli mánaða í júlí og að verðbólga aukist úr 5,8% í 5,9%. Við gerum ráð fyrir að júlímánuður verði nokkuð dæmigerður þar sem sumarútsölur verða til lækkunar á vísitölunni en flugfargjöld til útlanda til hækkunar. Við spáum nokkurn veginn óbreyttri verðbólgu í ágúst og september, en að verðbólga hjaðni í 5,4% í október. 
8. júlí 2024
Vikubyrjun 8. júlí 2024
Hátt vaxtastig hefur hvatt til sparnaðar og hægt á eftirspurn í hagkerfinu. Innlán heimila voru 20% meiri í maí síðastliðnum en í maí í fyrra, samkvæmt nýbirtum Hagvísum Seðlabanka Íslands. Óbundin innlán hafa aukist langmest.
1. júlí 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 1. júlí 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Litríkir bolir á fataslá
1. júlí 2024
Vikubyrjun 1. júlí 2024
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,48% í júní. Verðbólga mældist því 5,8% og lækkaði úr 6,2%. Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum í mars og apríl dróst saman um 4,6% að raunvirði og launavísitalan hækkaði um 0,2% í maí, samkvæmt tölum sem Hagstofan birti í síðustu viku.
Flugvél á flugvelli
27. júní 2024
Verðbólga í takt við væntingar – lækkar í 5,8%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,48% á milli mánaða í júní og við það lækkaði ársverðbólga úr 6,2% í 5,8%. Reiknuð húsaleiga, hækkandi flugfargjöld til útlanda og verðhækkun á hótelgistingu höfðu mest áhrif til hækkunar á vísitölunni. Á móti lækkaði verð á fötum og skóm, húsgögnum og heimilisbúnaði og ökutækjum á milli mánaða í júní.
25. júní 2024
Velta í hagkerfinu minnkar á milli ára
Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum dróst saman um 4,6% að raunvirði í mars og apríl og um 2% í janúar og febrúar samkvæmt nýbirtum gögnum Hagstofunnar. Þróunin er ólík eftir útflutningsgreinum. Ferðaþjónusta eykst lítillega á milli ára, velta í sjávarútvegi og álframleiðslu minnkar en velta í lyfjaframleiðslu eykst til muna.
Bílar
25. júní 2024
Merki um lítilsháttar kólnun á vinnumarkaði
Atvinnuleysi er nú aðeins meira en á sama tíma í fyrra og laun hækka minna. Nýbirt launavísitala sýnir 0,2% hækkun á milli mánaða í maí og hafa laun nú hækkað um 6,7% á síðustu tólf mánuðum. Allar líkur eru á að á þessu ári hækki laun mun minna en á síðasta ári, enda hafa nýir kjarasamningar minni hækkanir í för með sér en þeir síðustu.
Paprika
24. júní 2024
Vikubyrjun 24. júní 2024
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% í maí og vísitala leiguverðs um 3,2% samkvæmt gögnum sem bárust í síðustu viku. Englandsbanki hélt vöxtum óbreyttum á meðan svissneski seðlabankinn lækkaði vexti um 0,25 prósentustig. Eftirtektarverðasta innlenda hagtalan sem birtist í þessari viku er eflaust vísitala neysluverðs sem Hagstofan birtir á fimmtudaginn.
Fjölbýlishús
19. júní 2024
Vísitala íbúðaverðs á hraðri uppleið
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% á milli mánaða í maí. Nafnverð íbúða er 8,4% hærra en á sama tíma í fyrra og raunverð íbúða er 4% hærra. Undirritaðir kaupsamningar um íbúðir á höfuðborgarsvæðinu voru 150% fleiri í maí á þessu ári en í maí í fyrra.  
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur