Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Hag­sjá: Jafnt og stöð­ugt launa­skr­ið

Launavísitalan hækkaði um 0,2% milli júlí og ágúst og hefur alls hækkað um 7,2% frá ágúst 2016. Hækkunartaktur launa á ársgrundvelli hefur verið nokkuð stöðugur síðustu mánuði, rúmlega 7% og hefur lækkað töluvert frá vorinu 2016, þegar árshækkunin náði hámarki í rúmlega 13% á tímabili.
25. september 2017

Samantekt

Launavísitalan hækkaði um 0,2% milli júlí og ágúst og hefur alls hækkað um 7,2% frá ágúst 2016. Hækkunartaktur launa á ársgrundvelli hefur verið nokkuð stöðugur síðustu mánuði, rúmlega 7% og hefur lækkað töluvert frá vorinu 2016, þegar árshækkunin náði hámarki í rúmlega 13% á tímabili. Vegna lágrar og stöðugrar verðbólgu hefur kaupmáttur launa aukist jafnt og þétt í takt við hækkun nafnlauna og verið í sögulegu hámarki síðustu 3 mánuði. Kaupmáttur launa er nú um 5% meiri en fyrir ári síðan.

Áfangahækkanir launa samkvæmt kjarasamningum til meginþorra launafólks á almenna vinnumarkaðnum voru í kringum 6,2% í maí 2016 og 4,5% í maí 2016. Sérkjarasamningar af ýmsu tagi hafa mögulega hækkað þessar tölur eitthvað, en þetta var meginlínan á almenna markaðnum. Samkvæmt kjarasamningum ætti hækkunartaktur launa því að vera í kringum 4,5% um þessar mundir, en hækkunartaktur launavísitölu hefur verið rúmlega 7% síðustu mánuði. Þróun launavísitölunnar er því vísbending um að jafnt og stöðugt launaskrið sé í gangi. Sú staða ætti ekki að koma á óvart miðað við mikinn hagvöxt og skort á vinnuafli.

Laun á almenna markaðnum hækkuðu um 6,2% á milli 2. ársfjórðungs 2016 og sama tíma 2017. Á sama tíma hækkuðu laun á opinbera markaðnum alls um 7,7%, 7,4% hjá starfsmönnum ríkisins og 8,1% hjá starfsmönnum sveitarfélaga.

Hækkun einstakra starfsstétta frá 2. ársfjórðungi 2016 til sama tíma 2017 var á bilinu 5-7%. Laun þjónustu-, sölu- og afgreiðslufólks hækkuðu mest, eða um 7,7%. Minnsta hækkunin var hjá stjórnendum, 5,2%.

Launabreytingar í atvinnugreinum milli 2. ársfjórðungs 2016 og sama tíma 2017 voru á bilinu 4,2-7,5%. Þrjár greinar skera sig nokkuð úr, flutningar og geymsla, byggingarstarfsemi og verslun, en þessar greinar standa næst þenslunni í hagkerfinu. Laun í veitustarfsemi hækkuðu minnst, eða um 4,2%, sem er langtum minna en hækkun launavísitölunnar á sama tímabili.

Í febrúar var gildistími núgildandi kjarasamninga framlengdur um eitt ár. Launahækkun upp á 4,5% kom til framkvæmda á almenna markaðnum þann 1. maí og gildi samningurinn áfram munu laun almennt hækka um 3% þann 1. maí 2018. Töluverður fjöldi samninga er nú laus, aðallega á opinbera markaðnum, og eru viðræður í gangi. Niðurstöður þeirra viðræðna munu eflaust ráða miklu um hvort kjarasamningar verði framlengdir í febrúar 2018.

Staðan á vinnumarkaðnum er sérstök að því leyti nú að öll markmið um kaupmáttaraukningu og stöðugleika í kaupmætti hafa náðst. Markmið við kjarasamningsgerð snúast því ekki um að endurheimta tapaðan kaupmátt og því ætti að vera hægt að snúa sér að öðrum þáttum.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Jafnt og stöðugt launaskrið

Þú gætir einnig haft áhuga á
5. jan. 2026
Mánaðamót 5. janúar 2026
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Vöruhótel
5. jan. 2026
Vikubyrjun 5. janúar 2026
Verðbólgan kom aftan að landsmönnum stuttu fyrir jól og fór úr 3,7% í 4,5%. Verðbólga í desember var aðeins 0,3 prósentustigum minni en í upphafi síðasta árs þegar hún mældist 4,8%. Á sama tímabili lækkuðu stýrivextir um 1,25 prósentustig, úr 8,50% í 7,25%.
Bananar
22. des. 2025
Verðbólgumælingin ekki jafnslæm og hún virðist í fyrstu
Verðbólga rauk upp í 4,5% í desember eftir að hafa hjaðnað verulega í nóvember og mælst 3,7%. Rífleg hækkun á flugfargjöldum til útlanda skýrir stóran hluta hækkunarinnar, en einnig töluverð gjaldskrárhækkun á hitaveitu í desember. Aukin verðbólga skýrist þannig af afmörkuðum, sveiflukenndum liðum og ekki er að greina merki um að undirliggjandi verðbólguþrýstingur hafi aukist að ráði.
Vélsmiðja Guðmundar
22. des. 2025
Vikubyrjun 22. desember 2025
Fasteignamarkaðurinn fer enn kólnandi, ef marka má skýrslu sem HMS gaf út í síðustu viku. Gistinóttum á hótelum fækkaði um 6,6% á milli ára í nóvember. Kaupmáttur ráðstöfunartekna jókst um 1,9% á milli ára á þriðja ársfjórðungi, samkvæmt Hagstofunni. Í dag birtir Hagstofan verðbólgutölur.
Flugvél
15. des. 2025
Vikubyrjun 15. desember 2025
Færri erlendir ferðamenn heimsóttu Ísland í nóvember í ár en í nóvember í fyrra en utanlandsferðum Íslendinga hélt áfram að fjölga. Skráð atvinnuleysi hefur aukist þó nokkuð á síðustu mánuðum og var 4,3% í nóvember.
11. des. 2025
Spáum 3,9% verðbólgu í desember
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,56% á milli mánaða í desember. Gangi spáin eftir mun verðbólga hækka úr 3,7% í 3,9% í desember. Flugfargjöld til útlanda, reiknuð húsaleiga og lok tilboðsdaga í nóvember verða til hækkunar en bensínverð til lækkunar. Við gerum ráð fyrir að verðbólga verði á bilinu 3,9% til 4,0% næstu mánuði.
8. des. 2025
Vikubyrjun 8. desember 2025
Talsvert minni afgangur mældist af viðskiptum við útlönd á þriðja ársfjórðungi þessa árs en þess síðasta. Í síðustu viku gaf Seðlabankinn út yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar og fundargerð peningastefnunefndar. Í þessari viku verða birtar ferðamannatölur og skráð atvinnuleysi fyrir nóvembermánuð.
1. des. 2025
Mánaðamót 1. desember 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
1. des. 2025
Vikubyrjun 1. desember 2025
Óhætt er að segja að verðbólgumælingin í síðustu viku hafi komið á óvart. Verðbólga mældist 3,7% í nóvember og hefur ekki mælst minni í fimm ár. Hagstofan áætlar að landsframleiðsla hafi aukist um 1,2% á þriðja ársfjórðungi. Gistinóttum fjölgaði alls um 1,8% á milli ára í október.
Flutningaskip
28. nóv. 2025
1,2% hagvöxtur á þriðja fjórðungi
Landsframleiðsla jókst um 1,2% á þriðja ársfjórðungi og um 1,5% á fyrstu níu mánuðum ársins. Hagvöxtur á þriðja ársfjórðungi var drifinn áfram af innlendri eftirspurn og þjóðarútgjöld jukust um heil 4,7%. Áfram er kraftur í einkaneyslu og fjárfestingu, en auknar birgðir hafa einnig sitt að segja. Innflutningur vegur þungt á móti og framlag utanríkisviðskipta er neikvætt, líkt og á síðustu fjórðungum.