Hag­sjá: Íbúða­verð hækk­aði milli mán­aða í janú­ar – raun­verð aldrei ver­ið hærra

Þrátt fyrir að verð á húsnæði hafi hækkað tiltölulega lítið sögulega séð á undanförnum misserum hefur raunverðið haldist nokkuð stöðugt og jafnvel farið hækkandi. Þannig var raunverðið nú í janúar 0,9% hærra en það var í janúar 2019, en samsvarandi tala fyrir janúar í fyrra var 2,6% hækkun. Raunverð íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu hefur reyndar aldrei verið hærra en nú í janúar. Þá var það 11% hærra en það var hæst haustið 2007. Frá því að raunverðið fór lægst eftir hrun, vorið 2010, hefur það hækkað um 82%.
19. febrúar 2020

Samantekt

Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,5% milli mánaða í janúar. Tólf mánaða hækkun mælist nú 2,5% sem er smá hækkun frá síðasta mánuði. Mikill kraftur var í viðskiptum með íbúðarhúsnæði í janúar og tók verðið smá kipp í samræmi við það.

Samkvæmt nýjum tölum Þjóðskrár Íslands hækkaði fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu um 0,5% milli desember og janúar. Verð á fjölbýli hækkaði um 0,6% en verð á sérbýli hækkaði um 0,2%.

Horft yfir 12 mánaða tímabil hefur verð á fjölbýli hækkað um 2,8% og verð á sérbýli um 0,9%. Vegin árshækkun húsnæðisverðs í janúar var því 2,5% sem er 0,2 prósentustigi meira en í desember.

Árshækkun vísitölu neysluverðs án húsnæðis mældist 1,6% í janúar og hefur raunverð fasteigna því hækkað horft 12 mánuði aftur í tímann. Þrátt fyrir að verð á húsnæði hafi hækkað tiltölulega lítið sögulega séð á undanförnum misserum hefur raunverðið haldist nokkuð stöðugt og jafnvel farið hækkandi. Þannig var raunverðið nú í janúar 0,9% hærra en það var í janúar 2019, en samsvarandi tala fyrir janúar í fyrra var 2,6% hækkun. Raunverð íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu hefur reyndar aldrei verið hærra en nú í janúar.

Raunverð íbúðarhúsnæðis nú í janúar var 11% hærra en það var hæst haustið 2007. Frá því að raunverðið fór lægst eftir hrun, vorið 2010, hefur það hækkað um 82%.

Fjöldi viðskipta með íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu í var með allra mesta móti í janúar. Alls var þinglýst 733 kaupsamningum sem er töluvert meira en í meðalmánuði 2019 sem var með 606 viðskipti. Árið fer því nokkuð hressilega af stað hvað fjölda viðskipta varðar álíka og var með janúar í fyrra.

Haustið var nokkuð viðburðaríkt á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu eftir afar tíðindalítið sumar. Fjöldi viðskipta á haustmánuðum (september-nóvember) var 40% meiri en á sumarmánuðunum (júní-ágúst). Þá voru viðskipti 16% fleiri á síðustu fjórum mánuðum 2019 en á sama tíma árið áður.

Alla jafna bendir aukinn fjöldi viðskipta til þess að spenna sé að aukast sem að óbreyttu veldur þrýstingi á verðlag. Nýjustu gögn Þjóðskrár hafa bent til þess að verðhækkanir séu afar hóflegar og markaðurinn því nokkuð stöðugur.

Mikið hefur verið í byggingu af nýjum íbúðum og framboð íbúða því aukist, og mun eiga eftir að aukast meira. Nýjar íbúðir eru að jafnaði dýrari en þær sem eldri eru, en hin hliðin á auknu framboði er að það getur leitt til þess að spenna minnki á húsnæðismarkaði. Það eru því ýmsir kraftar sem verða til þess að verðhækkanir í dag eru ekki meiri en raun ber vitni.

Nýjar íbúðir þurfa hins vegar að seljast til þess að hafa áhrif á markaðverð fasteigna. Samkvæmt nýjum upplýsingum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur sölutími nýrra íbúða lengst mikið frá árinu 2017 og mældist þriggja mánaða meðaltal sölutíma í 217 dagar í lok árs 2019 og hefur sölutíminn ekki verið lengri síðan í byrjun árs 2016. Þessi þróun kemur ekki á óvart þar sem margt hefur lengi bent til þess að verið væri að bjóða of mikið fram af stórum íbúðum.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Íbúðaverð hækkaði milli mánaða í janúar – raunverð aldrei verið hærra (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Gönguleið
15. júlí 2024
Vikubyrjun 15. júlí 2024
Erlendir ferðamenn voru 9% færri í júní á þessu ári en í júní í fyrra. Atvinnuleysi var 3,1% í júní og er áfram lítillega meira en á sama tíma í fyrra.
Fataverslun
10. júlí 2024
Spáum að verðbólga aukist lítillega og verði 5,9% í júlí 
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,15% á milli mánaða í júlí og að verðbólga aukist úr 5,8% í 5,9%. Við gerum ráð fyrir að júlímánuður verði nokkuð dæmigerður þar sem sumarútsölur verða til lækkunar á vísitölunni en flugfargjöld til útlanda til hækkunar. Við spáum nokkurn veginn óbreyttri verðbólgu í ágúst og september, en að verðbólga hjaðni í 5,4% í október. 
8. júlí 2024
Vikubyrjun 8. júlí 2024
Hátt vaxtastig hefur hvatt til sparnaðar og hægt á eftirspurn í hagkerfinu. Innlán heimila voru 20% meiri í maí síðastliðnum en í maí í fyrra, samkvæmt nýbirtum Hagvísum Seðlabanka Íslands. Óbundin innlán hafa aukist langmest.
1. júlí 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 1. júlí 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Litríkir bolir á fataslá
1. júlí 2024
Vikubyrjun 1. júlí 2024
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,48% í júní. Verðbólga mældist því 5,8% og lækkaði úr 6,2%. Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum í mars og apríl dróst saman um 4,6% að raunvirði og launavísitalan hækkaði um 0,2% í maí, samkvæmt tölum sem Hagstofan birti í síðustu viku.
Flugvél á flugvelli
27. júní 2024
Verðbólga í takt við væntingar – lækkar í 5,8%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,48% á milli mánaða í júní og við það lækkaði ársverðbólga úr 6,2% í 5,8%. Reiknuð húsaleiga, hækkandi flugfargjöld til útlanda og verðhækkun á hótelgistingu höfðu mest áhrif til hækkunar á vísitölunni. Á móti lækkaði verð á fötum og skóm, húsgögnum og heimilisbúnaði og ökutækjum á milli mánaða í júní.
25. júní 2024
Velta í hagkerfinu minnkar á milli ára
Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum dróst saman um 4,6% að raunvirði í mars og apríl og um 2% í janúar og febrúar samkvæmt nýbirtum gögnum Hagstofunnar. Þróunin er ólík eftir útflutningsgreinum. Ferðaþjónusta eykst lítillega á milli ára, velta í sjávarútvegi og álframleiðslu minnkar en velta í lyfjaframleiðslu eykst til muna.
Bílar
25. júní 2024
Merki um lítilsháttar kólnun á vinnumarkaði
Atvinnuleysi er nú aðeins meira en á sama tíma í fyrra og laun hækka minna. Nýbirt launavísitala sýnir 0,2% hækkun á milli mánaða í maí og hafa laun nú hækkað um 6,7% á síðustu tólf mánuðum. Allar líkur eru á að á þessu ári hækki laun mun minna en á síðasta ári, enda hafa nýir kjarasamningar minni hækkanir í för með sér en þeir síðustu.
Paprika
24. júní 2024
Vikubyrjun 24. júní 2024
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% í maí og vísitala leiguverðs um 3,2% samkvæmt gögnum sem bárust í síðustu viku. Englandsbanki hélt vöxtum óbreyttum á meðan svissneski seðlabankinn lækkaði vexti um 0,25 prósentustig. Eftirtektarverðasta innlenda hagtalan sem birtist í þessari viku er eflaust vísitala neysluverðs sem Hagstofan birtir á fimmtudaginn.
Fjölbýlishús
19. júní 2024
Vísitala íbúðaverðs á hraðri uppleið
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% á milli mánaða í maí. Nafnverð íbúða er 8,4% hærra en á sama tíma í fyrra og raunverð íbúða er 4% hærra. Undirritaðir kaupsamningar um íbúðir á höfuðborgarsvæðinu voru 150% fleiri í maí á þessu ári en í maí í fyrra.  
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur