Hag­sjá: Íbúða­verð hækk­aði milli mán­aða í janú­ar – raun­verð aldrei ver­ið hærra

Þrátt fyrir að verð á húsnæði hafi hækkað tiltölulega lítið sögulega séð á undanförnum misserum hefur raunverðið haldist nokkuð stöðugt og jafnvel farið hækkandi. Þannig var raunverðið nú í janúar 0,9% hærra en það var í janúar 2019, en samsvarandi tala fyrir janúar í fyrra var 2,6% hækkun. Raunverð íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu hefur reyndar aldrei verið hærra en nú í janúar. Þá var það 11% hærra en það var hæst haustið 2007. Frá því að raunverðið fór lægst eftir hrun, vorið 2010, hefur það hækkað um 82%.
19. febrúar 2020

Samantekt

Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,5% milli mánaða í janúar. Tólf mánaða hækkun mælist nú 2,5% sem er smá hækkun frá síðasta mánuði. Mikill kraftur var í viðskiptum með íbúðarhúsnæði í janúar og tók verðið smá kipp í samræmi við það.

Samkvæmt nýjum tölum Þjóðskrár Íslands hækkaði fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu um 0,5% milli desember og janúar. Verð á fjölbýli hækkaði um 0,6% en verð á sérbýli hækkaði um 0,2%.

Horft yfir 12 mánaða tímabil hefur verð á fjölbýli hækkað um 2,8% og verð á sérbýli um 0,9%. Vegin árshækkun húsnæðisverðs í janúar var því 2,5% sem er 0,2 prósentustigi meira en í desember.

Árshækkun vísitölu neysluverðs án húsnæðis mældist 1,6% í janúar og hefur raunverð fasteigna því hækkað horft 12 mánuði aftur í tímann. Þrátt fyrir að verð á húsnæði hafi hækkað tiltölulega lítið sögulega séð á undanförnum misserum hefur raunverðið haldist nokkuð stöðugt og jafnvel farið hækkandi. Þannig var raunverðið nú í janúar 0,9% hærra en það var í janúar 2019, en samsvarandi tala fyrir janúar í fyrra var 2,6% hækkun. Raunverð íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu hefur reyndar aldrei verið hærra en nú í janúar.

Raunverð íbúðarhúsnæðis nú í janúar var 11% hærra en það var hæst haustið 2007. Frá því að raunverðið fór lægst eftir hrun, vorið 2010, hefur það hækkað um 82%.

Fjöldi viðskipta með íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu í var með allra mesta móti í janúar. Alls var þinglýst 733 kaupsamningum sem er töluvert meira en í meðalmánuði 2019 sem var með 606 viðskipti. Árið fer því nokkuð hressilega af stað hvað fjölda viðskipta varðar álíka og var með janúar í fyrra.

Haustið var nokkuð viðburðaríkt á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu eftir afar tíðindalítið sumar. Fjöldi viðskipta á haustmánuðum (september-nóvember) var 40% meiri en á sumarmánuðunum (júní-ágúst). Þá voru viðskipti 16% fleiri á síðustu fjórum mánuðum 2019 en á sama tíma árið áður.

Alla jafna bendir aukinn fjöldi viðskipta til þess að spenna sé að aukast sem að óbreyttu veldur þrýstingi á verðlag. Nýjustu gögn Þjóðskrár hafa bent til þess að verðhækkanir séu afar hóflegar og markaðurinn því nokkuð stöðugur.

Mikið hefur verið í byggingu af nýjum íbúðum og framboð íbúða því aukist, og mun eiga eftir að aukast meira. Nýjar íbúðir eru að jafnaði dýrari en þær sem eldri eru, en hin hliðin á auknu framboði er að það getur leitt til þess að spenna minnki á húsnæðismarkaði. Það eru því ýmsir kraftar sem verða til þess að verðhækkanir í dag eru ekki meiri en raun ber vitni.

Nýjar íbúðir þurfa hins vegar að seljast til þess að hafa áhrif á markaðverð fasteigna. Samkvæmt nýjum upplýsingum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur sölutími nýrra íbúða lengst mikið frá árinu 2017 og mældist þriggja mánaða meðaltal sölutíma í 217 dagar í lok árs 2019 og hefur sölutíminn ekki verið lengri síðan í byrjun árs 2016. Þessi þróun kemur ekki á óvart þar sem margt hefur lengi bent til þess að verið væri að bjóða of mikið fram af stórum íbúðum.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Íbúðaverð hækkaði milli mánaða í janúar – raunverð aldrei verið hærra (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
15. apríl 2024
Vikubyrjun 15. apríl 2024
Verðbólga hjaðnar þó nokkuð í apríl, úr 6,8% í 6,1%, en breytist lítið næstu mánuði þar á eftir og verður 5,9% í júlí, samkvæmt okkar nýjustu verðbólguspá. Þótt vaxtahækkanir hafi slegið nokkuð á eftirspurn má enn greina kraft í hagkerfinu og spennu á vinnumarkaði. Þá mælast verðbólguvæntingar enn vel yfir markmiði.
Epli
11. apríl 2024
Spáum lækkun verðbólgu úr 6,8% í 6,1%
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,61% á milli mánaða í apríl og að ársverðbólgalækki töluvert, eða úr 6,8% í 6,1%. Mest áhrif til hækkunar í spá okkar hafa reiknuð húsaleiga, flugfargjöld til útlanda og matarkarfan. Apríl í fyrra var stór hækkunarmánuður og þar sem við gerum ráð fyrir töluvert minni mánaðarhækkun nú lækkar ársverðbólga töluvert. Á móti gerum við ekki ráð fyrir því að verðbólga lækki mikið næstu mánuði þar á eftir og búumst við því að hún verði 5,9% í júlí.
Gönguleið
8. apríl 2024
Vikubyrjun 8. apríl 2024
Um 14% fleiri ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í febrúar síðastliðnum en í febrúar í fyrra. Ferðamenn gistu þó skemur en áður, því skráðum gistinóttum fækkaði um 2,7% á milli ára í febrúar.
3. apríl 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 3. apríl 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
2. apríl 2024
Vikubyrjun 2. apríl 2024
Um 30% fyrirtækja vilja fjölga starfsfólki á næstu sex mánuðum, samkvæmt nýjustu könnun Gallup meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins sem var framkvæmd í mars. Hlutfallið eykst úr 23% frá síðustu könnun sem var gerð í desember.  
Íbúðir
26. mars 2024
Hækkandi íbúðaverð kyndir undir verðbólgu
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,8% milli mánaða í mars og við það jókst ársverðbólga úr 6,6% í 6,8%. Langmest áhrif til hækkunar í mælingunni má rekja til hækkunar á íbúðaverði, og þá sérstaklega utan höfuðborgarsvæðisins. Verð á nýjum bílum hafði mest áhrif til lækkunar í mars.
Seðlabanki
25. mars 2024
Vikubyrjun 25. mars 2024
Peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnti á miðvikudag að stýrivöxtum yrði haldið óbreyttum í 9,25%. Ákvörðunin var í samræmi við spá okkar, en tónninn í yfirlýsingunni var harðari en við bjuggumst við.
Ferðamenn
18. mars 2024
Vikubyrjun 18. mars 2024
Gögn síðasta árs benda til þess að þeir ferðamenn sem hingað komu hafi að meðaltali dvalið skemur en árið á undan en aftur á móti eytt meiru á dag.
Vélsmiðja Guðmundar
15. mars 2024
Að flytja út „annað“ er heldur betur að skila sér
Útflutningur hefur alltaf verið mjög mikilvægur fyrir Íslendinga og íslenskan efnahag. Lengst af var fiskurinn okkar aðal útflutningsvara, svo bættist álið við og nú síðasta áratuginn eða svo hefur ferðaþjónusta rutt sér til rúms og er orðin stærsta einstaka útflutningsvara Íslendinga. Á síðustu árum hefur annar útflutningur, þ.e. útflutningur sem ekki heyrir undir neinn þessara flokka, vaxið hratt og raunar hraðar en ferðaþjónustan, þó faraldurinn torveldi samanburðinn aðeins.
Fjölbýlishús
14. mars 2024
Spáum 6,6% verðbólgu í mars
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,57% milli mánaða í mars og að ársverðbólga verði óbreytt í 6,6%. Mest áhrif til hækkunar í spá okkar hafa reiknuð húsaleiga, flugfargjöld til útlanda, föt og skór og matarkarfan. Við eigum enn von á að verðbólgan hjaðni rólega næstu mánuði og verði komin niður í 5,4% í júní.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur