Hag­sjá: Hóf­leg hækk­un launa­vísi­töl­unn­ar vegna kjara­samn­inga - kaup­mátt­ur enn stöð­ug­ur

Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands hækkaði launavísitalan um 0,7% milli apríl og maí. Breytingin á ársgrundvelli var 5,1% sem er minnsta ársbreyting frá apríl 2014. Samanlögð hækkun launavísitölunnar í apríl og maí var 2,2% og má ætla að þar sé um að ræða ágæta mælingu á upphafsáhrifum nýgerðra kjarasamninga á almenna vinnumarkaðnum.
25. júní 2019

Samantekt

Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands hækkaði launavísitalan um 0,7% milli apríl og maí. Breytingin á ársgrundvelli var 5,1% sem er minnsta ársbreyting frá apríl 2014. Þess ber þó að geta að laun hækkuðu almennt vegna kjarasamninga á almenna markaðnum í maí 2018 sem dregur úr árshækkuninni. Samanlögð hækkun launavísitölunnar í apríl og maí var 2,2% og má ætla að þar sé um að ræða ágæta mælingu á upphafsáhrifum nýgerðra kjarasamninga á almenna vinnumarkaðnum. Hækkun launavísitölunnar vegna þessa er minni en verið hefur síðustu ár.

Kaupmáttur launa hefur verið stöðugur undanfarna mánuði, og frekar togast upp á við eftir að samningarnir voru gerðir. Kaupmáttur var þannig 1,5% meiri nú í maí en í maí 2018. Frá áramótum 2014/2015 hefur kaupmáttur launavísitölu aukist um tæp 26%, eða u.þ.b. 6% á ári. Það er verulega mikil aukning, bæði sögulega séð og í samanburði við önnur lönd.

Tölur frá Hagstofunni um nánari samsetningu launavísitölunnar koma jafnan mun seinna en vísitalan sjálf. Þannig hefur launavísitalan fyrir maí 2019 verið birt en samsetningin nær bara til mars 2019. Sé litið á launabreytingar stóru hópanna á vinnumarkaði á einu ári, frá 1. ársfjórðungi 2018 til 1. ársfjórðungs 2019, má sjá að launahækkanir á almenna markaðnum voru mun minni en á þeim opinbera. Munurinn nemur u.þ.b. hálfu prósentustigi.

Kjarasamningar á almenna markaðnum runnu út í lok síðasta árs og nýr samningur var ekki gerður fyrr en í byrjun apríl. Því má segja að allur almenni markaðurinn hafi verið í biðstöðu allan fyrsta ársfjórðunginn. Laun á almenna markaðnum lækkuðu þannig frá 4. ársfjórðungi 2018 sem er mjög óvenjulegt.

Samanburður á milli almenna og opinbera markaðarins u.þ.b. við lok samningstímabila beggja markaða sýnir að laun á báðum mörkuðum hafa hækkað jafn mikið, eða um tæp 36%, sé miðað við upphaf ársins 2015.

Breyting launa eftir starfsstéttum á einu ári frá 1. ársfjórðungi 2018 til sama tíma 2019 var mest hjá tæknum og sérmenntuðu starfsfólki, 7,1%. Laun stjórnenda hækkuðu áberandi minnst á þessu tímabili, eða um 4%. Laun annarra starfsstétta hafa hækkað í kringum 5-6% á þessum tíma sem er álíka og hækkun launavísitölunnar sem hækkaði um 5,7% á þeim tíma.

Sé litið til atvinnugreina hækkuðu laun mest í annars vegar byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð og hins vegar í flutningum og geymslustarfsemi frá 1. árfjórðungi 2018 til sama tíma 2019, eða í kringum 7%, sem er vel umfram hækkun launavísitölunnar. Laun í framleiðslu hækkuðu minnst og næst minnst í fjármála- og vátryggingarstarfsemi, eða um rúmlega 5%.

Nú hefur kjarasamningum verið lokað fyrir nær allan almenna markaðinn og má segja að upphaflega lausnin sem kom í byrjun apríl hafi verið fyrirmynd annarra samninga sem gerðir hafa verið. Niðurstaðan er alls staðar krónutöluhækkanir, kr. 17.000 á mánuði í upphafi tímabils og álíka hækkanir á næstu árum.

Nú í lok júní verður allur opinberi markaðurinn með lausa samninga. Viðræður hafa verið í gangi nokkuð lengi en lítið virðist ganga. Frá sumum hópum hefur heyrst að ekki sé mikill áhugi á að nota krónutölusamningana frá almenna markaðnum sem fyrirmynd.

Þess er tæplega að vænta að mikið gerist í samningagerð á opinbera markaðnum fyrr en síðsumars eða í haust þegar orlofstímabili lýkur. Hvað varðar kjarasamninga á vinnumarkaðnum erum við þannig séð komin hálfa leið og helmingurinn af leiðinni er eftir.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Hófleg hækkun launavísitölunnar vegna kjarasamninga - kaupmáttur enn stöðugur (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Byggingakrani og fjölbýlishús
25. sept. 2023
Vikubyrjun 25. september 2023
Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,7% milli mánaða í ágúst, samkvæmt gögnum sem HMS birti í síðustu viku. Vísitalan lækkaði þó nokkuð í júní og júlí og hækkunin kom því nokkuð á óvart. Í næstu viku ber hæst birting Hagstofunnar á vísitölu neysluverðs á fimmtudag.
Fasteignir
20. sept. 2023
Vísitala íbúðaverðs hækkar lítillega og verðbólguspáin með
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 0,7% milli mánaða í ágúst. Árshækkun vísitölunnar fór úr 0,8% í 2,0%. Undirritaðir kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu voru 9,6% færri í júlí en í sama mánuði í fyrra. Vísitalan er hærri en við gerðum ráð fyrir við gerð verðbólguspár fyrir septembermánuð og því færum við hana upp og spáum 7,8% ársverðbólgu í stað 7,7%.
Flugvöllur, Leifsstöð
18. sept. 2023
Aukinn þjónustuútflutningur skýrist allur af vexti ferðaþjónustu
Um 282 þúsund erlendir ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í ágúst. Ef sumarmánuðirnir eru teknir saman hafa aðeins einu sinni komið fleiri ferðamenn að sumri, árið 2018. Samkvæmt nýjustu þjóðhagsreikningum Hagstofunnar jókst þjónustuútflutningur á fyrstu tveimur fjórðungum ársins um 21%, og má rekja allan þann vöxt til ferðaþjónustunnar.
Hverasvæði
18. sept. 2023
Vikubyrjun 18. september 2023
Í síðustu viku komu tölur um brottfarir frá Leifsstöð, skráð atvinnuleysi og veltu greiðslukorta. Í þessari viku ber hæst vísitala íbúðaverðs, sem kemur á þriðjudag, og yfirlýsing fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands, sem gefin verður út á miðvikudaginn.
Símagreiðsla
15. sept. 2023
Frekari merki um hægari takt
Nýjar kortaveltutölur bera með sér frekari vísbendingar um að verulega sé að hægja á innlendri eftirspurn. Heildarkortavelta íslenskra heimila dróst saman um 3,4% milli ára í ágúst. Kortavelta Íslendinga innanlands var 4,3% minni en í ágúst í fyrra á föstu verðlagi og hefur nú dregist saman sex mánuði í röð. Erlendis jókst kortavelta Íslendinga um 0,7% á milli ára og kortaveltujöfnuður er jákvæður um 19,2 milljarða.
Flugvél
14. sept. 2023
Spáum 7,7% verðbólgu í september
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,07% milli mánaða í september og að ársverðbólga standi í stað og verði áfram 7,7%. Útsölulok hafa aftur mest áhrif til hækkunar milli mánaða í september samkvæmt spánni. Það sem helst dregur spána niður er árstíðabundin lækkun á flugfargjöldum til útlanda. Við gerum ráð fyrir að verðbólga lækki áfram næstu mánuði og verði 6,6% í desember.
Foss
11. sept. 2023
Vikubyrjun 11. september 2023
Í síðustu viku birti Seðlabankinn fundargerð peningastefnunefndar. Samkvæmt henni greiddi einn nefndarmaður atkvæði gegn tillögu seðlabankastjóra um að hækka vexti um 0,50 prósentustig á síðasta fundi nefndarinnar og hefði heldur kosið að hækka þá um 0,25 prósentustig. Í þessari viku berast gögn yfir fjölda brottfara um Leifsstöð, skráð atvinnuleysi og kortaveltu.
4. sept. 2023
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf - ágúst 2023
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit um sértryggð skuldabréf.
Bláa lónið
4. sept. 2023
Vikubyrjun 4. september 2023
Verðbólga jókst úr 7,6% í 7,7% samkvæmt ágústmælingu Hagstofunnar. Hagvöxtur mældist 4,5% á öðrum ársfjórðungi samkvæmt nýjum þjóðhagsreikningum sem Hagstofan birti í vikunni, en hagvöxtur á fyrsta ársfjórðungi mældist 7,1%. Minni vöxtur einkaneyslu skýrir að stórum hluta minni hagvöxt á öðrum ársfjórðungi.
Fataverslun
31. ágúst 2023
Hægir á hagvexti og einkaneysla á mann dregst saman
Hagvöxtur mældist 4,5% á öðrum ársfjórðungi, samkvæmt fyrsta mati Hagstofunnar. Eins og við var að búast benda tölurnar til þess að hægt hafi á hagkerfinu, en hagvöxtur mældist 7,1% á fyrsta ársfjórðungi. Vaxtahækkanir hafa tekið að tempra innlenda eftirspurn á sama tíma og hægt hefur á vexti kaupmáttar á síðustu misserum. Einkaneysla jókst örlítið en vegna hraðrar fólksfjölgunar dróst hún saman á mann.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur