Hag­sjá: Hóf­leg hækk­un launa­vísi­tölu í maí - end­ur­skoð­un kjara­samn­inga framund­an

Kaupmáttur launa hefur aldrei mælst hærri en var í apríl þegar hann tók stökk upp á við. Kaupmáttur launa var 0,2% lægri í maí en í apríl, en engu að síður sá næst hæsti sem hefur mælst í einum mánuði. Sú staða er reyndar mjög athyglisverð í ljósi þess að hallað hefur verulega undan fæti í efnahagslífinu.
22. júní 2020

Samantekt

Launavísitalan hækkaði um 0,3% milli apríl og maí samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Síðustu 12 mánuði hefur launavísitalan hækkað um 6,4%, sem er aðeins minni ársbreyting en var í síðasta mánuði. Árshækkunartaktur launavísitölunnar var rúmlega 4% allan seinni hluta ársins 2019, en tók stökk upp á við nú í apríl og maí.

Svo virðist sem launabreytingar sem tengjast kjarasamningum opinberra starfsmanna hafi að langmestu leyti mælst í launavísitölunni í apríl og það sama megi segja um áfangahækkanir á almenna markaðnum.

Það sem af er árinu hefur launavísitalan hækkað að meðaltali um 1% á mánuði. Útlit er fyrir að hægja muni á hækkun vísitölunnar á seinni helmingi ársins þar sem næstu áfangahækkanir samkvæmt kjarasamningum verða ekki fyrr en 1. janúar á næsta ári, verði kjarasamningar enn í gildi þá, en samkvæmt ákvæðum samninga á að fara fram mat á forsendum þeirra í september.

Það kann að skjóta skökku við að launabreytingar séu að mælast þetta miklar miðað við þá stöðu sem hagkerfið hefur verið í á síðustu mánuðum. Í því sambandi er mikilvægt að halda því til haga að launavísitölunni er ætlað að sýna launabreytingar fyrir fastan vinnutíma þannig að breytingar á vikulegum vinnutíma og fjöldi vinnustunda hafa almennt ekki áhrif á vísitöluna. Launavísitalan endurspeglar þannig verðbreytingu vinnustundar fyrir fastan vinnutíma. Breytingar á reglulegum aukagreiðslum eins og álags- og bónusgreiðslum sem eru gerðar upp með reglulegum launagreiðslum koma beint inn í launavísitölu en vinnutímabreytingarnar ekki.

Launavísitalan er því ekki góð aðferð til þess að mæla tekjuþróun. Í því samhengi fer betur á að skoða t.d. vísitölu heildarlauna, þar sem breytingar á vinnutíma fólks koma inn í myndina. Þá gefa breytingar á atvinnutekjum eða ráðstöfunartekjum einnig góða mynd af tekjuþróun í samfélaginu, en upplýsingar um þær stærðir eru yfirleitt seint á ferðinni.

Kaupmáttur launa hefur aldrei mælst hærri en var í apríl þegar hann tók stökk upp á við. Kaupmáttur launa var 0,2% lægri í maí en í apríl, en engu að síður sá næst hæsti sem hefur mælst í einum mánuði. Sú staða er reyndar mjög athyglisverð í ljósi þess að hallað hefur verulega undan fæti í efnahagslífinu.

Sé litið á launabreytingar hjá stóru hópunum á vinnumarkaðnum frá 1. ársfjórðungi 2019 fram til sama tíma 2020 sést að launin á almenna markaðnum hækkuðu um 5,6% á þessum tíma á meðan þau hækkuðu um 2,9% á þeim opinbera. Mæld launavísitala hækkaði um 4,9% á sama tíma.

Þessar tölur ná einungis fram á 1. ársfjórðung í ár og er ljóst að frá og með apríl 2020, þegar áhrif kjarasamninga á almenna markaðnum komu að fullu inn í launavísitöluna, mun þessi munur sem myndaðist á síðasta ári á milli almenna og opinbera markaðarins fara að renna aftur í eðlilegt horf.

Af starfsstéttum hækkuðu laun iðnaðarmanna og tækna og sérmenntaðs fólks mest milli ára, um og yfir 7%. Laun stjórnenda og verkafólks hækkuð minnst. Tiltölulega lítil launabreyting verkafólks kemur á óvart í ljósi markmiða lífskjarasamningsins um meiri hækkun lægstu launa en annarra.

Flestir hópar hafa nú lokið kjarasamningum nema kennarar og hjúkrunarfræðingar. Samkomulag hefur nú náðst um öll meginatriði kjarasamnings hjúkrunarfræðinga, þar á meðal um breytt vinnufyrirkomulag í dagvinnu og vaktavinnu. Ekki tókst að útkljá deilu um laun hjúkrunarfræðinga í samningaviðræðum. Ríkissáttasemjari lagði til miðlunartillögu um öll atriði kjarasamnings hjúkrunarfræðinga nema launin, en sú spurning verður ákvörðuð í gerðardómi, verði miðlunartillagan samþykkt.

Af hálfu samninganefndar ríkisins hefur því verið haldið fram að launakröfur hjúkrunarfræðinga hafi gengið mun lengra en almennt hefur verið samið um innan ramma lífskjarasamningsins og verður spennandi að sjá hver niðurstaða gerðardóms verður fari málið í þann farveg.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Hófleg hækkun launavísitölu í maí - endurskoðun kjarasamninga framundan (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Seðlabanki Íslands
7. okt. 2024
Vikubyrjun 7. október 2024
Peningastefnunefnd Seðlabankans lækkaði vexti í síðustu viku, í fyrsta sinn í fjögur ár. Stýrivextir eru nú 9% eftir að hafa staðið í 9,25% í meira en ár. Verðbólga á evrusvæðinu er enn á niðurleið og mældist 1,8% í september, undir 2% verðbólgumarkmiði. Verðbólgutölur í Bandaríkjunum verða birtar í þessari viku.
1. okt. 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 1. október 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Byggingakrani og fjölbýlishús
30. sept. 2024
Vikubyrjun 30. september 2024
Verðbólga í september var nokkuð undir væntingum og lækkaði úr 6,0% niður í 5,4%. Þrátt fyrir það teljum við að peningastefnunefnd vilji sýna varkárni þegar hún hittist í byrjun vikunnar og haldi vöxtum óbreyttum á miðvikudaginn.
Bakarí
27. sept. 2024
Verðbólga undir væntingum annan mánuðinn í röð - lækkar í 5,4%
Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,24% á milli mánaða í september, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga lækkar því úr 6,0% í 5,4%, eða um 0,6 prósentustig. Verðbólga hefur ekki mælst lægri síðan í desember 2021.
27. sept. 2024
Spáum varkárni í peningastefnu og óbreyttum vöxtum
Ýmis merki eru um nokkuð kröftuga eftirspurn í hagkerfinu þótt verðbólga sé á niðurleið og landsframleiðsla hafi dregist saman það sem af er ári. Kortavelta eykst statt og stöðugt á milli ára, íbúðaverð er á hraðri uppleið, velta á íbúðamarkaði er meiri en í fyrra og atvinnuleysi hefur ekki aukist að ráði. Við teljum að peningastefnunefnd haldi stýrivöxtum áfram óbreyttum í 9,25% í næstu viku, sjöunda skiptið í röð.
Þjóðvegur
23. sept. 2024
Vikubyrjun 23. september 2024
Í vikunni birtir Seðlabankinn yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar og fjármálastöðugleikaskýrslu. Þá gefur Hagstofan út verðbólgumælingu fyrir septembermánuð á föstudag. Í síðustu viku gaf HMS út vísitölu íbúðaverðs sem hækkaði talsvert á milli mánaða og vísitölu leiguverðs sem lækkaði á milli mánaða. Kortaveltugögn sem Seðlabankinn birti í síðustu viku benda til þess að þó nokkur kraftur sé í innlendri eftirspurn eftir vörum og þjónustu.
Alþingishús
16. sept. 2024
Vikubyrjun 16. september 2024
Í vikunni birtist meðal annars vísitala íbúðaverðs, vísitala leiguverðs og tölur um veltu greiðslukorta í ágúst. Í síðustu viku birtust tölur um fjölda ferðamanna sem hingað komu í ágúst, en þeir voru svipað margir og í ágúst í fyrra. Atvinnuleysi jókst lítillega á milli mánaða í ágúst. Fjárlög fyrir 2025 voru kynnt.
12. sept. 2024
Spáum að verðbólga lækki í 5,7% í september
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,08% á milli mánaða í september og að verðbólga lækki úr 6,0% niður í 5,7%. Við eigum von á áframhaldandi lækkun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 4,9% í lok árs.
9. sept. 2024
Vikubyrjun 9. september 2024
Í þessari viku ber hæst útgáfa á tölum um fjölda ferðamanna í ágúst og skráð atvinnuleysi á morgun. Í síðustu viku birtist fundargerð peningastefnunefndar þar sem fram kom að allir nefndarmenn voru sammála um að halda vöxtum óbreyttum á síðasta fundi, ólíkt því sem var síðustu þrjá fundi þar áður þar sem einn nefndarmaður vildi lækka vexti um 0,25 prósentustig.
6. sept. 2024
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf - ágúst 2024
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit sértryggðra skuldabréfa.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur