Hag­sjá: Hlut­ur ráð­stöf­un­ar­tekna af tekj­um mun minni en áður

Ráðstöfunartekjurnar eru jafnan lægri en heildartekjur og þær eru oft birtar sem tekjur á mann þar sem þjóðinni fer sífellt fjölgandi. Á tímabilinu 1994-2016 hafa ráðstöfunartekjur að meðaltali verið um 64% heildartekna. Hlutfall ráðstöfunartekna af heildartekjum hefur hins vegar lækkað mikið á tímabilinu, var um 70% í upphafi þess en um 62% á árinu 2016.
16. október 2017

Samantekt

Hagstofa Íslands birti í síðustu viku tölur um ráðstöfunartekjur heimila en þær jukust 10,2% milli áranna 2015 og 2016. Ráðstöfunartekjur á mann jukust um 8,7% milli ára og kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann jókst um 6,9%. Þessar tölur eru enn ein staðfestingin á mikilli aukningu rauntekna hér á landi síðustu ár.

Hlutur launa í heildartekjum hefur að meðaltali verið um 69% frá árinu 1994. Hlutur launa fór lægst í 61% á árinu 2009 og var tæp 69% árið 2016. Tilfærslutekjur hafa að meðaltali verið um 14% tekna og fóru þær hæst í 18% á árinu 2011 og voru rúm 15% árið 2016.

Til þess að reikna út ráðstöfunartekjur eru eigna- og tilfærsluútgjöld dregin frá heildartekjum. Meðal þessara útgjalda eru t.d. afborganir af lánum, skattar og iðgjöld til lífeyrissjóða.

Ráðstöfunartekjurnar eru því eðli málsins samkvæmt lægri en heildartekjur og þær eru oft birtar sem tekjur á mann þar sem þjóðinni fer sífellt fjölgandi. Á tímabilinu 1994-2016 hafa ráðstöfunartekjur að meðaltali verið um 64% heildartekna. Hlutfall ráðstöfunartekna af heildartekjum hefur hins vegar lækkað mikið á tímabilinu, var um 70% í upphafi þess en um 62% á árinu 2016.

Sé þróun eigna- og tilfærsluútgjalda skoðuð má sjá að hækkun þeirra hefur verið svipuð á öllu tímabilinu, en þróunin innan tímabilsins hefur verið mjög mismunandi. Eignaútgjöldin jukust mun meira en tilfærsluútgjöldin allt fram til ársins 2009, en þau lækkuðu verulega að raungildi fram til ársins 2012. Tilfærsluútgjöldin lækkuðu mikið að raungildi milli 2007 og 2009 en hafa aukist nokkuð síðan og í takt við tekjurnar síðustu árin.

Stóra myndin er því sú að sá hluti tekna sem heimilin ráðstafa sjálf hefur minnkað hlutfallslega á síðustu rúmum 20 árum. Minnkunin var hröðust á síðustu árum síðustu aldar og í kringum hrunið. Á öðrum tímabilum hefur þróunin verið stöðugri og frekar upp á við frá árinu 2010. Hluti af því sem dregst frá tekjum heimilanna er lífeyrissparnaður sem kemur til ráðstöfunar seinna, þegar hann er tekinn út. Stór hluti fer einnig í skatta til hins opinbera sem þýðir með öðrum orðum að við ráðstöfum þeim tekjum sameiginlega í stað þess að það gerist innan hvers heimilis. Sú þróun ætti að sjást í aukinni samneyslu, en þróun þeirrar stærðar sýnir að hún hefur einnig farið minnkandi sem hlutfall af landsframleiðslu. Hlutur samneyslu af landsframleiðslu fór reyndar vaxandi í takt við hlutfallslega minnkun ráðstöfunartekna fyrri hluta tímabilsins, en á síðustu árum hafa farið saman hlutfallslega minni ráðstöfunartekjur og hlutfallsleg minnkun samneyslu. Skattgreiðendur virðast því fá minna fyrir snúð sinn en áður.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Hlutur ráðstöfunartekna af tekjum mun minni en áður

Þú gætir einnig haft áhuga á
Lyftari í vöruhúsi
29. nóv. 2024
0,5% samdráttur á þriðja ársfjórðungi
Hagkerfið dróst saman á milli ára á þriðja ársfjórðungi, samkvæmt nýbirtum þjóðhagsreikningum Hagstofunnar. Verri afkoma þjónustuviðskipta við útlönd skýrir að stórum hluta samdráttinn á fjórðungnum. Innlend eftirspurn jókst um 0,8% milli ára og samneysla og aukin fjármunamyndun vógu þyngst til hækkunar.
29. nóv. 2024
Merki um minna framboð leiguhúsnæðis 
Skammtímaleiga í gegnum Airbnb hefur stóraukist eftir faraldurinn og framboð á íbúðum til langtímaleigu virðist hafa minnkað á móti. Þessi þróun gæti hafa átt þátt í að þrýsta upp leiguverðinu. Stærstur hluti Airbnb-íbúðanna er leigður út af leigusölum með fleiri en tvær íbúðir í útleigu.
28. nóv. 2024
Verðbólga yfir væntingum í nóvember
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,09% á milli mánaða í nóvember, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga lækkar því úr 5,1% í 4,8%, eða um 0,3 prósentustig. Reiknuð húsaleiga hafði mest áhrif til hækkunar vísitölunnar og flugfargjöld til útlanda mest áhrif til lækkunar.
Hús í Reykjavík
26. nóv. 2024
Rólegri taktur á íbúðamarkaði?
Nýjustu gögn af íbúðamarkaði benda til þess að lítillega hafi dregið úr eftirspurn. Grindavíkuráhrifin eru líklega tekin að fjara út og hugsanlega heldur fólk að sér höndum nú þegar vaxtalækkunarferlið er nýhafið og loks glittir í ódýrari fjármögnun. Verðið gæti tekið hratt við sér þegar vextir lækka af meiri alvöru.
Seðlabanki Íslands
25. nóv. 2024
Vikubyrjun 25. nóvember 2024
Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 0,5 prósentustig í síðustu viku, í takt við væntingar. Í þessari viku birtir Hagstofan verðbólgumælingu nóvembermánaðar en við eigum von á að verðbólga hjaðni úr 5,1% í 4,5%. Á föstudag, þegar Hagstofan birtir þjóðhagsreikninga, kemur svo í ljós hvernig hagvöxtur þróaðist á þriðja ársfjórðungi.
Paprika
19. nóv. 2024
Mun verðbólga húrrast niður næstu mánuði? 
Við spáum því að verðbólga lækki nokkuð hratt allra næstu mánuði og í nýlegri verðbólguspá gerum við ráð fyrir að verðbólga verði komin niður í 3,5% í febrúar, sem er talsverð hjöðnun frá núverandi gildum. Það er því ágætt að staldra við og skoða hvaða þættir munu skýra lækkunina, gangi spá okkar eftir. 
Greiðsla
18. nóv. 2024
Vikubyrjun 18. nóvember 2024
Við gerum ráð fyrir því að peningastefnunefnd lækki vexti um 0,50 prósentustig á miðvikudaginn. Verðmælingar vegna nóvembermælingar vísitölu neysluverðs fóru fram í síðustu viku, en við spáum því að verðbólga hjaðni úr 5,1% niður í 4,5%. Tæplega 5% fleiri erlendir ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í október í ár en í fyrra og kortavelta þeirra hér á landi jókst um 5,4% miðað við fast verðlag. Kortavelta Íslendinga jókst um 6,8% að raunvirði á milli ára í október.
14. nóv. 2024
Spáum vaxtalækkun um 0,5 prósentustig í næstu viku
Verðbólga hefur hjaðnað nokkuð kröftuglega á síðustu mánuðum og við spáum því að hún mælist 4,5% í nóvember. Loks má greina merki um hægari gang í neyslu heimilanna og íbúðaverð virðist vera á minna flugi en áður. Þá virðist eftirspurn eftir vinnuafli hafa minnkað auk þess sem hægt hefur á launahækkunum. Peningalegt aðhald hefur aukist statt og stöðugt og landsframleiðsla gæti orðið lítillega minni á þessu ári en því síðasta.
Epli
14. nóv. 2024
Spáum 4,5% verðbólgu í nóvember
Við spáum því að vísitala neysluverðs lækki um 0,13% á milli mánaða í nóvember og að verðbólga hjaðni úr 5,1% í 4,5%. Flugfargjöld til útlanda og reiknuð húsaleiga koma til lækkunar að þessu sinni, en húsnæði án reiknaðrar húsaleigu til hækkunar. Við eigum von á áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 3,5% í febrúar á næsta ári.
Selfoss
11. nóv. 2024
Vikubyrjun 11. nóvember 2024
Skráð atvinnuleysi hækkaði lítillega á milli ára í október og halli á vöruskiptajöfnuði jókst aðeins. Hagstofan birti þjóðhagsspá og bæði Seðlabanki Bandaríkjanna og Englandsbanki lækkuðu vexti. Í vikunni fáum við gögn um fjölda ferðamanna um Keflavíkurflugvöll, niðurstöður úr væntingakönnun markaðsaðila og tölur um veltu greiðslukorta. Uppgjörstímabilið í Kauphöllinni heldur áfram.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur