Samantekt
Herbergjanýting á hótelum á höfuðborgarsvæðinu í apríl nam 65,7% og hefur hún ekki mælst minni í apríl síðan 2011. Til samanburðar var nýtingin 79,7% á síðasta ári. Það sem af er ári hefur herbergjanýtingin verið verri en á sömu tímapunktum í fyrra. Raunar þarf að fara aftur til áranna 2015 og 2016 til að finna verri herbergjanýtingu en á fyrstu þremur mánuðum ársins. Fyrir janúarmánuð þarf að fara aftur til ársins 2016 til að finna verri nýtingu en aftur til ársins 2015 til að finna verri nýtingu fyrir febrúar og mars. Að fara þurfi allt aftur til ársins 2011 til að finna verri nýtingu eru því nokkur tíðindi.
Lesa Hagsjána í heild
Hagsjá: Herbergjanýting á höfuðborgarsvæðinu ekki verri síðan 2011 (PDF)