Hagsjá: Hagkerfið heldur áfram að róast en hagvöxtur í fyrra engu að síður kröftugur
Samantekt
Hagvöxtur mældist 1,5% á fjórða ársfjórðungi síðasta árs borið saman við sama fjórðung árið 2016. Á ársgrundvelli er þetta minnsti hagvöxtur síðan á fyrsta árfjórðungi 2014 þegar hann var neikvæður um 1%. Stöðugt hefur hægt á hagvexti síðan hann náði hámarki í 11% á fjórða ársfjórðungi 2016. Hafa ber í huga að tölur fyrir síðustu ársfjórðunga eru bráðabirgðatölur. Þannig má gera ráð fyrir að þær verði endurskoðaðar ýmist til hækkunar eða lækkunar þegar fram í sækir. Í þessu sambandi má benda á að Hagstofan endurskoðaði að þessu sinni tölur um fjármunamyndun allt aftur til ársins 2014 til hækkunar. Hagstofan endurskoðaði einnig tölur um einkaneyslu og samneyslu allt til ársins 2016 einnig til hækkunar. Að þessu leyti má því segja að hagvöxtur síðustu ára hafi verið vanmetinn en það vanmat er þó fremur lítið.
Lesa Hagsjána í heild
Hagsjá: Hagkerfið heldur áfram að róast en hagvöxtur í fyrra engu að síður kröftugur (PDF)