Hag­sjá: Hækk­un launa­vísi­tölu á svip­uðu róli – kaup­mátt­ur enn á upp­leið

Kaupmáttur hefur verið nokkuð stöðugur undanfarna mánuði, en frekar á leið upp á við. Kaupmáttur launavísitölu var þannig 2,9% meiri nú í nóvember en var í nóvember í fyrra. Frá áramótunum 2014/2015 hefur kaupmáttur launavísitölu aukist um rúm 24%, eða tæplega 7% á ári. Það er verulega mikil aukning, bæði sögulega séð og í samanburði við önnur lönd.
21. desember 2018

Samantekt

Launavísitalan hækkaði um 0,15% milli október og nóvember samkvæmt tölum Hagstofunnar. Breytingin á ársgrundvelli var 6,2% sem er svipað og verið hefur síðustu mánuði. Hækkunartaktur launa á ársgrundvelli var nokkuð stöðugur í rúmlega 7% í u.þ.b. ár, frá vori 2017 fram á vor 2018, en lækkaði þá niður í kringum 6% og hefur haldist þar síðan.

Kaupmáttur hefur verið nokkuð stöðugur undanfarna mánuði, en frekar á leið upp á við. Kaupmáttur launavísitölu var þannig 2,9% meiri nú í nóvember en var í nóvember í fyrra. Verulega hafði hægt á aukningu kaupmáttar launa frá því sem mest var og hefur aukning kaupmáttur verið mun minni frá því um mitt ár 2017. Frá áramótunum 2014/2015 hefur kaupmáttur launavísitölu aukist um rúm 24%, eða tæplega 7% á ári. Það er verulega mikil aukning, bæði sögulega séð og í samanburði við önnur lönd. Ef litið er á þróunina frá aldamótum má sjá að kaupmáttur jókst um u.þ.b. 15% frá upphafi ársins 2001 fram til 2017/2018. Kaupmáttur féll svo töluvert og var árið 2010 kominn niður í álíka stöðu og var 2001. Kaupmáttur náði svo fyrri hámarksstöðu haustið 2014 og hefur aukist um 24% síðan þá. Nú í nóvember var kaupmáttur launavísitölu 44% meiri en var í upphafi ársins 2001.

Breyting launa eftir starfsstéttum á einu ári frá 3. ársfjórðungi 2017 til sama tíma 2018 var mest hjá þjónustu-, sölu og afgreiðslufólki, 6,3%. Staðan er áfram sú að laun stjórnenda hafa hækkað áberandi minnst á þessum tíma. Sé litið á breytinguna milli 2. og 3. ársfjórðungs sést að laun tækna og sérmenntaðs fólks og þjónustu-, sölu og afgreiðslufólks hækkuðu mest, en minnst hjá stjórnendum.

Sé litið á launabreytingar stóru hópanna á einu ári, milli 3. ársfjórðungs 2017 og 2018, má sjá að launahækkanir á almenna markaðnum hafa verið ívið meiri en á opinbera markaðnum, eða 6,2%. Laun starfsmanna ríkisins hafa hækkað jafn mikið en launahækkanir hjá sveitarfélögum hafa verið minnstar.

Allt aðra sögu er að segja af launabreytingum á milli 2. og 3. ársfjórðungs 2018 en á því tímabili hafa laun starfsmanna sveitarfélaga hækkað mest en minnst á almenna markaðnum. Staða kjarasamninga einstakra hópa sem gerðir eru á mismunandi tímum er væntanlega meginskýring þessarar stöðu.

Sé litið til atvinnugreina hafa laun hækkað mest í byggingastarfsemi og mannvirkjagerð frá 3. ársfjórðungi 2017, eða um 6,8%. Laun í framleiðslu og í fjármála- og vátryggingastarfsemi hafa hækkað minnst. Launavísitalan hækkaði um 6,1% á þessum tíma þannig að laun í byggingastarfsemi og mannvirkjagerð hafa hækkað töluvert umfram meðaltalið og laun í framleiðslu töluvert minna.

Sé litið á tímabilið frá janúar 2015 til maí 2018 má sjá að launavísitalan hefur hækkað töluvert umfram samningsbundnar hækkanir, sem sýnir að launakostnaður fyrirtækjanna hefur hækkað meira en samið var um í heildarkjarasamningi. Þessi þróun var sérstaklega mikil á fyrri hluta tímabilsins Það passar auðvitað vel við hagsveifluna á þessum tíma og þýðir að staðbundnir samningar og hreint launaskrið hafa hækkað launin umfram það sem gert var ráð fyrir. Skýringarnar kunna að vera fleiri, t.d. er unnið markvisst að jafnlaunavottun innan margra fyrirtækja sem kann að hafa einhverjar breytingar í för með sér.

Fyrr á árum var staðan oft sú að staða kjaramála var orðin slæm í lok samningstímabils, t.d. var kaupmáttur oft á niðurleið. Þessi staða er allt önnur nú, kaupmáttur er enn á uppleið sé miðað við launavísitölu og almennt má segja að þau markmið sem sett voru í síðustu kjarasamningum hafi náðst nokkuð vel.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Hækkun launavísitölu á svipuðu róli – kaupmáttur enn á uppleið (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Flutningaskip
5. des. 2024
Afgangur á 3. ársfjórðungi, en að öllum líkindum halli á árinu
Afgangur mældist á viðskiptum við útlönd á þriðja ársfjórðungi. Það var halli á vöruskiptum, frumþáttatekjum og rekstrarframlögum, sem afgangur á þjónustuviðskiptum náði þó að vega upp, enda háannatími ferðaþjónustu. Það sem af er ári mælist samt það mikill halli að nær öruggt er að það mælist halli á árinu í heild.
3. des. 2024
Fréttabréf Greiningardeildar 3. desember 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Sendibifreið og gámar
2. des. 2024
Vikubyrjun 2. desember 2024
Í síðustu viku bárust upplýsingar um að verðbólga hefði lækkaði úr 5,1% niður í 4,5% í nóvember og að landsframleiðslan hefði dregist saman um 0,5% að raunvirði á milli ára á þriðja ársfjórðungi. Í vikunni birtir Seðlabankinn tölur um viðskiptajöfnuð við útlönd, fundargerð peningastefnunefndar og yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar.
Lyftari í vöruhúsi
29. nóv. 2024
0,5% samdráttur á þriðja ársfjórðungi
Hagkerfið dróst saman á milli ára á þriðja ársfjórðungi, samkvæmt nýbirtum þjóðhagsreikningum Hagstofunnar. Verri afkoma þjónustuviðskipta við útlönd skýrir að stórum hluta samdráttinn á fjórðungnum. Innlend eftirspurn jókst um 0,8% milli ára og samneysla og aukin fjármunamyndun vógu þyngst til hækkunar.
29. nóv. 2024
Merki um minna framboð leiguhúsnæðis 
Skammtímaleiga í gegnum Airbnb hefur stóraukist eftir faraldurinn og framboð á íbúðum til langtímaleigu virðist hafa minnkað á móti. Þessi þróun gæti hafa átt þátt í að þrýsta upp leiguverðinu. Stærstur hluti Airbnb-íbúðanna er leigður út af leigusölum með fleiri en tvær íbúðir í útleigu.
28. nóv. 2024
Verðbólga yfir væntingum í nóvember
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,09% á milli mánaða í nóvember, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga lækkar því úr 5,1% í 4,8%, eða um 0,3 prósentustig. Reiknuð húsaleiga hafði mest áhrif til hækkunar vísitölunnar og flugfargjöld til útlanda mest áhrif til lækkunar.
Hús í Reykjavík
26. nóv. 2024
Rólegri taktur á íbúðamarkaði?
Nýjustu gögn af íbúðamarkaði benda til þess að lítillega hafi dregið úr eftirspurn. Grindavíkuráhrifin eru líklega tekin að fjara út og hugsanlega heldur fólk að sér höndum nú þegar vaxtalækkunarferlið er nýhafið og loks glittir í ódýrari fjármögnun. Verðið gæti tekið hratt við sér þegar vextir lækka af meiri alvöru.
Seðlabanki Íslands
25. nóv. 2024
Vikubyrjun 25. nóvember 2024
Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 0,5 prósentustig í síðustu viku, í takt við væntingar. Í þessari viku birtir Hagstofan verðbólgumælingu nóvembermánaðar en við eigum von á að verðbólga hjaðni úr 5,1% í 4,5%. Á föstudag, þegar Hagstofan birtir þjóðhagsreikninga, kemur svo í ljós hvernig hagvöxtur þróaðist á þriðja ársfjórðungi.
Paprika
19. nóv. 2024
Mun verðbólga húrrast niður næstu mánuði? 
Við spáum því að verðbólga lækki nokkuð hratt allra næstu mánuði og í nýlegri verðbólguspá gerum við ráð fyrir að verðbólga verði komin niður í 3,5% í febrúar, sem er talsverð hjöðnun frá núverandi gildum. Það er því ágætt að staldra við og skoða hvaða þættir munu skýra lækkunina, gangi spá okkar eftir. 
Greiðsla
18. nóv. 2024
Vikubyrjun 18. nóvember 2024
Við gerum ráð fyrir því að peningastefnunefnd lækki vexti um 0,50 prósentustig á miðvikudaginn. Verðmælingar vegna nóvembermælingar vísitölu neysluverðs fóru fram í síðustu viku, en við spáum því að verðbólga hjaðni úr 5,1% niður í 4,5%. Tæplega 5% fleiri erlendir ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í október í ár en í fyrra og kortavelta þeirra hér á landi jókst um 5,4% miðað við fast verðlag. Kortavelta Íslendinga jókst um 6,8% að raunvirði á milli ára í október.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur