Samantekt
Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar mældist hagvöxtur 2,6% á þriðja ársfjórðungi borið saman við mun kröftugri hagvöxt á fyrstu tveimur ársfjórðungum. Þannig mældist 6,7% hagvöxtur á öðrum ársfjórðungi og 5,9% hagvöxtur á fyrsta ársfjórðungi. Alls mældist 6,3% hagvöxtur á fyrri árshelmingi og 5% á fyrstu þremur fjórðungum ársins.
Hagvaxtartölurnar nú á þriðja ársfjórðungi koma í sjálfu sér ekki á óvart. Flestir spáaðilar hafa verið að gera ráð fyrir að hagvöxtur yrði töluvert minni yfir árið í heild en hann var á fyrri hluta ársins. Til að spár gangi upp þarf hagvöxtur að verða töluvert minni á þriðja og fjórða ársfjórðungi en á fyrri hluta ársins. Í nýlegri þjóðhags- og verðbólguspá okkar spáðum við 3,9% hagvexti yfir árið í heild. Til að það gangi upp þarf hagvöxtur á fjórða ársfjórðungi að vera rétt undir 1%. Opinberar hagvaxtarspár fyrir árið í heild liggja á bilinu 3,2% og upp í 4,6%.
Lesa Hagsjána í heild
Hagsjá: Hægir verulega á hagvexti á þriðja ársfjórðungi (PDF)