Hag­sjá: Hæg­ir á íbúð­a­upp­bygg­ingu og óseld­um íbúð­um fjölg­ar

11% færri íbúðir eru nú í byggingu á höfuðborgarsvæðinu samanborið við stöðuna fyrir ári síðan. Fullbúnum, óseldum íbúðum fjölgar sem bendir til þess að þörf fyrir nýjar íbúðir fari minnkandi.
30. mars 2020

Samantekt

Fyrir helgi birtu Samtök iðnaðarins talningu á fjölda íbúða sem eru í byggingu á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannasveitarfélögum. Alls eru nú tæplega 4.500 íbúðir í byggingu á höfuðborgarsvæðinu og fækkar þeim um 11% milli ára. Til samanburðar mældist aukning upp á 22% í marstalningu samtakanna fyrir ári síðan. Af þeim íbúðum sem nú eru í byggingu, eru tæplega 1.500 á fyrstu byggingarstigum en slík verkefni voru til samanburðar rúmlega 2.000 fyrir ári síðan.

Veruleg fækkun virðist því vera á verkefnum sem eru stutt á veg komin, sem gefur til kynna að nýjum íbúðum muni fari fækkandi á næstu árum. Íbúðir á algjöru byrjunarstigi, þar sem einungis undirstöður hafa verið reistar, eru nú 65% færri en fyrir tveimur árum síðan.

Íbúðum sem eru langt á veg komnar, eða umfram fjórða byggingarstig, fjölgar hins vegar milli ára. Við sjáum því að á sama tíma og íbúðum í byggingu fer almennt fækkandi, tekur samsetning þeirra breytingum þar sem hlutfallslega fleiri íbúðir eru að verða tilbúnar. Það er því útlit fyrir að nýjar íbúðir sem koma inn á markað á þessu ári verði enn nokkuð margar, en fari svo fækkandi þar sem ný verkefni eru færri.

Líkt og bent hefur verið á í fyrri Hagsjám Hagfræðideildar virðist sala nýbygginga ekki breytast milli ára þrátt fyrir aukið framboð. Nýjar íbúðir voru einungis 17% af seldum íbúðum í fjölbýli í fyrra á höfuðborgarsvæðinu og var hlutfallið, og reyndar fjöldinn einnig, nær óbreyttur milli ára.

Samkvæmt athugun Samtaka iðnaðarins eru 722 fullbúnar íbúðir á höfuðborgarsvæðinu sem ekki enn hefur verið flutt inn í, og er aukningin talsverð frá fyrra ári, þegar tæplega 600 slíkar íbúðir voru til staðar. Frá árinu 2017 hefur orðið stöðug aukning á þeim fjölda íbúða sem eru tilbúnar en enginn býr í þegar vortalning samtakanna fer fram. Þetta er ákveðið áhyggjuefni og bendir, líkt og tölur um hlutfall nýbygginga á meðal seldra íbúða, til þess að kaupendahópur að þeim íbúðum sem voru byggðar hafi verið ofmetinn.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Hægir á íbúðauppbyggingu og óseldum íbúðum fjölgar (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Evrópsk verslunargata
22. júlí 2024
Vikubyrjun 22. júlí 2024
Í síðustu viku birtust gögn sem gáfu til kynna talsverðan kraft á íbúðamarkaði um þessar mundir. Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% milli mánaða í júní og vísitala leiguverðs um 2,5%.
Hús í Reykjavík
18. júlí 2024
Spenna á íbúðamarkaði
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% á milli mánaða í júní. Árshækkun vísitölu íbúðaverðs jókst úr 8,4% í 9,1% en svo mikil hefur árshækkunin ekki verið síðan í febrúar 2023. Leiguverð hækkaði einnig á milli mánaða í júní, alls um 2,5%. Mikil velta var á íbúðamarkaði í júní og ljóst að íbúðamarkaður hefur tekið verulega við sér.
Gönguleið
15. júlí 2024
Vikubyrjun 15. júlí 2024
Erlendir ferðamenn voru 9% færri í júní á þessu ári en í júní í fyrra. Atvinnuleysi var 3,1% í júní og er áfram lítillega meira en á sama tíma í fyrra.
Fataverslun
10. júlí 2024
Spáum að verðbólga aukist lítillega og verði 5,9% í júlí 
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,15% á milli mánaða í júlí og að verðbólga aukist úr 5,8% í 5,9%. Við gerum ráð fyrir að júlímánuður verði nokkuð dæmigerður þar sem sumarútsölur verða til lækkunar á vísitölunni en flugfargjöld til útlanda til hækkunar. Við spáum nokkurn veginn óbreyttri verðbólgu í ágúst og september, en að verðbólga hjaðni í 5,4% í október. 
8. júlí 2024
Vikubyrjun 8. júlí 2024
Hátt vaxtastig hefur hvatt til sparnaðar og hægt á eftirspurn í hagkerfinu. Innlán heimila voru 20% meiri í maí síðastliðnum en í maí í fyrra, samkvæmt nýbirtum Hagvísum Seðlabanka Íslands. Óbundin innlán hafa aukist langmest.
1. júlí 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 1. júlí 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Litríkir bolir á fataslá
1. júlí 2024
Vikubyrjun 1. júlí 2024
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,48% í júní. Verðbólga mældist því 5,8% og lækkaði úr 6,2%. Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum í mars og apríl dróst saman um 4,6% að raunvirði og launavísitalan hækkaði um 0,2% í maí, samkvæmt tölum sem Hagstofan birti í síðustu viku.
Flugvél á flugvelli
27. júní 2024
Verðbólga í takt við væntingar – lækkar í 5,8%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,48% á milli mánaða í júní og við það lækkaði ársverðbólga úr 6,2% í 5,8%. Reiknuð húsaleiga, hækkandi flugfargjöld til útlanda og verðhækkun á hótelgistingu höfðu mest áhrif til hækkunar á vísitölunni. Á móti lækkaði verð á fötum og skóm, húsgögnum og heimilisbúnaði og ökutækjum á milli mánaða í júní.
25. júní 2024
Velta í hagkerfinu minnkar á milli ára
Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum dróst saman um 4,6% að raunvirði í mars og apríl og um 2% í janúar og febrúar samkvæmt nýbirtum gögnum Hagstofunnar. Þróunin er ólík eftir útflutningsgreinum. Ferðaþjónusta eykst lítillega á milli ára, velta í sjávarútvegi og álframleiðslu minnkar en velta í lyfjaframleiðslu eykst til muna.
Bílar
25. júní 2024
Merki um lítilsháttar kólnun á vinnumarkaði
Atvinnuleysi er nú aðeins meira en á sama tíma í fyrra og laun hækka minna. Nýbirt launavísitala sýnir 0,2% hækkun á milli mánaða í maí og hafa laun nú hækkað um 6,7% á síðustu tólf mánuðum. Allar líkur eru á að á þessu ári hækki laun mun minna en á síðasta ári, enda hafa nýir kjarasamningar minni hækkanir í för með sér en þeir síðustu.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur