Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Hag­sjá: Hæg­ir á íbúð­a­upp­bygg­ingu og óseld­um íbúð­um fjölg­ar

11% færri íbúðir eru nú í byggingu á höfuðborgarsvæðinu samanborið við stöðuna fyrir ári síðan. Fullbúnum, óseldum íbúðum fjölgar sem bendir til þess að þörf fyrir nýjar íbúðir fari minnkandi.
30. mars 2020

Samantekt

Fyrir helgi birtu Samtök iðnaðarins talningu á fjölda íbúða sem eru í byggingu á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannasveitarfélögum. Alls eru nú tæplega 4.500 íbúðir í byggingu á höfuðborgarsvæðinu og fækkar þeim um 11% milli ára. Til samanburðar mældist aukning upp á 22% í marstalningu samtakanna fyrir ári síðan. Af þeim íbúðum sem nú eru í byggingu, eru tæplega 1.500 á fyrstu byggingarstigum en slík verkefni voru til samanburðar rúmlega 2.000 fyrir ári síðan.

Veruleg fækkun virðist því vera á verkefnum sem eru stutt á veg komin, sem gefur til kynna að nýjum íbúðum muni fari fækkandi á næstu árum. Íbúðir á algjöru byrjunarstigi, þar sem einungis undirstöður hafa verið reistar, eru nú 65% færri en fyrir tveimur árum síðan.

Íbúðum sem eru langt á veg komnar, eða umfram fjórða byggingarstig, fjölgar hins vegar milli ára. Við sjáum því að á sama tíma og íbúðum í byggingu fer almennt fækkandi, tekur samsetning þeirra breytingum þar sem hlutfallslega fleiri íbúðir eru að verða tilbúnar. Það er því útlit fyrir að nýjar íbúðir sem koma inn á markað á þessu ári verði enn nokkuð margar, en fari svo fækkandi þar sem ný verkefni eru færri.

Líkt og bent hefur verið á í fyrri Hagsjám Hagfræðideildar virðist sala nýbygginga ekki breytast milli ára þrátt fyrir aukið framboð. Nýjar íbúðir voru einungis 17% af seldum íbúðum í fjölbýli í fyrra á höfuðborgarsvæðinu og var hlutfallið, og reyndar fjöldinn einnig, nær óbreyttur milli ára.

Samkvæmt athugun Samtaka iðnaðarins eru 722 fullbúnar íbúðir á höfuðborgarsvæðinu sem ekki enn hefur verið flutt inn í, og er aukningin talsverð frá fyrra ári, þegar tæplega 600 slíkar íbúðir voru til staðar. Frá árinu 2017 hefur orðið stöðug aukning á þeim fjölda íbúða sem eru tilbúnar en enginn býr í þegar vortalning samtakanna fer fram. Þetta er ákveðið áhyggjuefni og bendir, líkt og tölur um hlutfall nýbygginga á meðal seldra íbúða, til þess að kaupendahópur að þeim íbúðum sem voru byggðar hafi verið ofmetinn.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Hægir á íbúðauppbyggingu og óseldum íbúðum fjölgar (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
3. nóv. 2025
Mánaðamót 1. nóvember 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Fataverslun
3. nóv. 2025
Vikubyrjun 3. nóvember 2025
Verðbólga jókst umfram væntingar í október og mældist 4,3%. Svo mikil hefur verðbólga ekki verið síðan í febrúar síðastliðnum. Telja má áhyggjuefni að aukin verðbólga skýrist ekki af tilfallandi sveiflukenndum liðum heldur virðist undirliggjandi verðþrýstingur hafa aukist. Í þessari viku halda félög áfram að birta uppgjör og hugsanlega má búast við fleiri púslum í breytta mynd af framboði íbúðalána í kjölfar vaxtamálsins.  
Smiður
31. okt. 2025
Minnkandi spenna á vinnumarkaði og minni fólksfjölgun
Eftirspurn eftir vinnuafli hefur minnkað og dregið hefur úr hækkun launa. Atvinnuleysi hefur aukist smám saman og rólegri taktur í atvinnulífinu hefur endurspeglast í hægari fólksfjölgun. Kaupmáttur hefur aukist jafnt og þétt og við teljum að þótt hægi á launahækkunum komi kaupmáttur til með að aukast áfram á næstu árum. Mikill kraftur er í neyslu landsmanna, kortavelta eykst sífellt og Íslendingar hafa aldrei farið í fleiri utanlandsferðir.
Paprika
30. okt. 2025
Verðbólga jókst umfram væntingar
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,47% á milli mánaða í október og verðbólga jókst úr 4,1% í 4,3%. Vísitala neysluverðs hækkaði meira en við bjuggumst við, ekki síst reiknuð húsaleiga og verð á mat og drykk. Skammtímaspá okkar gerir nú ráð fyrir að verðbólga haldist í 4,3% út árið, en aukist svo í janúar og mælist 4,5%.
27. okt. 2025
Vikubyrjun 27. október 2025
Íslenska hagkerfið verður í hægum vaxtartakti á næstu árum gangi hagspá sem við birtum í síðustu viku eftir. Á fimmtudag koma verðbólgutölur fyrir október og við eigum von á að verðbólga hækki úr 4,1% í 4,2%.
Hagspá október 2025
22. okt. 2025
Kólnandi kerfi en kraftmikil neysla
Hagvöxtur verður 1,5% á þessu ári og 1,7% á því næsta, samkvæmt nýrri hagspá Landsbankans. Hagvöxtur verður ekki síst drifinn áfram af neyslu innanlands en á sama tíma er útlit fyrir smám saman minnkandi spennu í atvinnulífinu. Verðbólga reynist áfram þrálát næstu misseri og ekki eru horfur á að hún komist niður í markmið Seðlabankans á spátímabilinu. Því má áfram búast við háum raunstýrivöxtum.
Greiðsla
20. okt. 2025
Vikubyrjun 20. október 2025
Kortavelta Íslendinga jókst um 7,6% að raunvirði á milli ára í september. Á fyrstu níu mánuðum ársins hefur kortavelta heimila verið um 5,2% meiri en á sama tímabili í fyrra, að teknu tilliti til verðlags og gengis. Í vikunni birtir Greiningardeild Landsbankans nýja hagspá til ársins 2028. HMS birtir vísitölu íbúðaverðs, vísitölu leiguverðs og mánaðarskýrslu.  
Flugvél
16. okt. 2025
Spáum 4,2% verðbólgu í október
Við spáum því að verðbólga aukist lítillega í október, úr 4,1% í 4,2%. Mest áhrif til hækkunar á vísitölunni hafa flugfargjöld til útlanda, reiknuð húsaleiga og matarkarfan. Gangi spáin eftir verður október níundi mánuðurinn í röð þar sem verðbólga er á bilinu 3,8% til 4,2%. Við teljum að verðbólga verði áfram á þessu bili næstu mánuði.
Fjölskylda við matarborð
13. okt. 2025
Vikubyrjun 13. október 2025
Peningastefnunefnd hélt vöxtum óbreyttum í síðustu viku, eins og við var búist. Þó mátti greina aukna bjartsýni í yfirlýsingu nefndarinnar. Skráð atvinnuleysi var 3,5% í september og jókst um 0,1 prósentustig á milli mánaða. Brottförum erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll fjölgaði um 0,5% í september og utanlandsferðum Íslendinga fjölgaði um 14%.
Play
6. okt. 2025
Vikubyrjun 6. október 2025
Fall Fly Play hf. var stærsta fréttin í síðustu viku. Um 400 manns misstu vinnuna og má búast við að atvinnuleysi aukist um um það bil 0,2 prósentustig þess vegna. Við búumst ekki við verulegum þjóðhagslegum áhrifum af falli Play. Peningastefnunefnd kemur saman á miðvikudaginn og við búumst við að stýrivöxtum verði áfram haldið í 7,50%.