Hag­sjá: Gistinótt­um á hót­el­um fækk­ar en fjölg­ar mik­ið í Airbnb

Gistinætur á hótelum voru 0,7% færri í nóvember en á sama mánuði í fyrra og er það í fyrsta skiptið síðan fyrir uppsveifluna í ferðaþjónustu sem að samdráttur mælist í fjölda gistinátta. Á sama tíma var mikil aukning í fjölda gistinátta í Airbnb.
22. desember 2017

Samantekt

Fjöldi gistinátta erlendra ferðamanna á hótelum hér á landi í nóvember nam 270 þúsundum, samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Til samanburðar nam fjöldinn 272 þúsund á sama tímabili í fyrra og dróst fjöldinn því saman um 0,7% milli ára. Fyrsta ár uppsveiflunnar í ferðaþjónustu hér á landi var árið 2011. Þessi samdráttur nú í nóvember er í fyrsta skiptið síðan fyrir uppsveifluna eða í desember árið 2010 sem fjöldi gistinátta erlendra ferðamanna á hótelum dregst saman á 12 mánaða grundvelli.

Fjölgun gistinátta hefur verið hæg á síðustu mánuðum

Segja má að ákveðinn aðdragandi hafi verið á þessum samdrætti enda hefur vöxturinn á 12 mánaða grundvelli dregist verulega saman á síðustu ársfjórðungum. Í maí síðastliðnum fór vöxturinn undir tveggja stafa tölu í fyrsta skiptið síðan í júlí 2014 og hefur aukningin verið á bilinu 2,9-8,7% frá því í maí þangað til nú í nóvember. Minni fjölgun gistinátta hefur rímað ágætlega við talningar á fjölda ferðamanna inn í landið í gegnum Leifsstöð. Minni fjölgun gistinátta á hótelum hefur m.a. verið rakin til mikillar hækkunar verðs á hótelgistingu mælt í erlendri mynt. Þá hækkun má bæði rekja til styrkingar krónunnar á síðustu árum en einnig verulegra hækkana á verðskrám hótela í krónum. Þessu til viðbótar hefur mikill vöxtur í svokallaðri heimagistingu í gegnum erlendar bókunarsíður svo sem Airbnb líklega einnig haft töluverð áhrif á eftirspurn eftir hótelgistingu.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Gistinóttum á hótelum fækkar en fjölgar mikið í Airbnb (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Ferðafólk
11. júní 2024
Fleiri ferðamenn en minni verðmæti
Á fyrstu fimm mánuðum ársins komu 3,9% fleiri erlendir ferðamenn til Íslands en á sama tíma í fyrra. Á móti hefur skráðum gistinóttum fækkað um hálft prósent á fyrstu fjórum mánuðum ársins frá sama tímabili í fyrra og að sama skapi hefur kortavelta erlendra ferðamanna á föstu gengi dregist saman um tæplega 2% á milli ára.
Seðlabanki Íslands
10. júní 2024
Vikubyrjun 10. júní 2024
Evrópski seðlabankinn lækkaði vexti í síðustu viku. Vinnumarkaðstölur frá Bandaríkjunum voru sterkari en almennt var búist við sem eykur líkurnar á að vaxtalækkunarferli seðlabankans þar í landi seinki.
6. júní 2024
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf - maí 2024
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit sértryggðra skuldabréfa.
Flutningaskip
5. júní 2024
Aukinn halli á viðskiptum við útlönd
Alls var 41 ma. kr. halli á viðskiptum við útlönd á fyrsta ársfjórðungi. Hallinn jókst nokkuð milli ára. Þrátt fyrir þetta batnaði erlend staða þjóðarbúsins á fjórðungnum.
4. júní 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 4. júní 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
3. júní 2024
Vikubyrjun 3. júní 2024
Landsframleiðsla dróst saman um 4% á fyrsta ársfjórðungi og verðbólga mældist 6,2% í maí, aðeins umfram spár.
Fiskiskip á Ísafirði
31. maí 2024
Samdráttur á fyrsta ársfjórðungi
Hagkerfið dróst saman um 4% á milli ára á fyrsta ársfjórðungi samkvæmt nýbirtum þjóðhagsreikningum Hagstofunnar. Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2021 sem landsframleiðsla dregst saman á milli ára. Samdrátturinn skýrist helst af minni birgðasöfnun vegna loðnubrests. Einkaneysla og fjárfesting jukust aftur á móti á fjórðungnum sem er til marks um eftirspurnarþrýsting.
Íbúðahús
30. maí 2024
Verðbólga jókst þvert á spár
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,58% á milli mánaða í maí og við það hækkaði ársverðbólga úr 6,0% í 6,2%. Hækkanir voru á nokkuð breiðum grunni og meiri en við bjuggumst við. 
Þjóðvegur
29. maí 2024
Margra ára hallarekstur og óskýrar mótvægisaðgerðir
Stjórnvöld sjá fram á að rétta smám saman úr ríkisrekstrinum á næstu árum en gera ekki ráð fyrir afgangi fyrr en árið 2028, eftir níu ára samfelldan hallarekstur. Hallarekstur var viðbúinn í faraldrinum en almennt er óæskilegt að ríkissjóður sé rekinn með halla í uppsveiflu og á tímum mikillar þenslu og verðbólgu. Við teljum að áfram verði reynt að halda aftur af opinberri fjárfestingu og að samneysla aukist aðeins minna á næstu árum en undanfarin ár.
Mynt 100 kr.
27. maí 2024
Krónan stöðug en Ísland verður dýrara
Krónan hefur verið óvenju stöðug frá því í nóvember í fyrra. Við teljum að krónan styrkist lítillega á þessu ári og að raungengið hækki þar sem verðbólga verði meiri hér en í helstu viðskiptalöndum okkar.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur