Hag­sjá: Frum­varp til fjár­laga 2020 – slak­að á að­haldi til að mæta efna­hags­sam­drætti

Breytingartillögur meirihluta fjárlaganefndar fela í sér 10,4 ma.kr. lækkun tekna og lækkun útgjalda upp á u.þ.b. 0,5 ma.kr. Niðurstaðan verður því u.þ.b. 9,7 ma.kr. halli á fjárlögum næsta árs. Hallinn nemur samkvæmt þessu um 0,3% af vergri landsframleiðslu sem er innan þess óvissusvigrúms sem sett var sem hámark 0,8% af VLF fyrir árin 2019-2022.
15. nóvember 2019

Samantekt

Sé litið á helstu áherslur í fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi má fyrst nefna skattalækkanir og breytingar á tekjuskatti einstaklinga. Lagt er til að nýtt tekjuskattskerfi verði innleitt á næstu tveimur árum í stað þriggja ára eins og ætlunin var upphaflega. Núverandi grunnþrep tekjuskatts verður lækkað og tekið upp nýtt miðþrep þannig að tekjuskattsþrepin verða þrjú. Um næstu áramót lækkar lægsta þrep úr 36,94% í 35,04% og í upphafi ársins 2021 lækkar lægsta þrep í 31,44%. Samhliða verða gerðar breytingar á persónuafslætti og þar með skattleysismörkum sem flækja myndina töluvert.

Markmið breytinganna er einkum að hækka ráðstöfunartekjur tekjulágra einstaklinga og er það gert í samræmi við yfirlýsingar í tengslum við gerð kjarasamninganna frá því í vor. Í nýju nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar er t.d. sagt að ráðstöfunartekjur einstaklinga með mánaðarlaun á bilinu 325–600 þús.kr. muni hækka um 70–120 þús. kr. á ári þegar þessar aðgerðir hafa verið framkvæmdar að fullu.

Aðrar helstu áherslur eru að tryggingagjald mun lækka um 0,25 prósentustig á næsta ári sem er seinni hluti 0,5 prósentustiga lækkunar sem framkvæmd er á tveimur árum. Fæðingarorlof lengist úr níu mánuðum í tíu. Þá er framlag til barnabóta aukið um 1 ma.kr. og stofnframlög til íbúðabygginga verða einnig hækkuð.

Stjórnvöld telja aukningu í fjárfestingum hins opinbera verða myndarlega á næstu árum og þau hafa ítrekað bent á, að mikilvægt sé að ekki myndist fjárfestingahalli til lengri tíma sem gangi gegn markmiðum um sjálfbærni opinberra fjármála. Nú er bent á að árið 2017 hafi fjárfesting í efnislegum eignum numið u.þ.b. 36 mö.kr. en í frumvarpi fyrir næsta ár sé gert ráð fyrir fjárfestingu upp á 72,4 ma.kr., eða tvöföldun frá árinu 2017. Hækkunin frá árinu 2019 nemi rúmum 10 mö.kr. sem sé aukning um 17%.

Ein veigamesta tillaga meirihluta fjárlaganefndar um breytingar er lækkun á fjárveitingu til nýbyggingar Landspítalans um 3,5 ma.kr., að sögn vegna tafa við framkvæmdir. Að öðru jöfnu þýðir þetta að opinberar fjárfestingar á næsta ári verða 3,5 mö.kr. minni en ella hefði orðið.

Það er tæplega hægt að segja að stórfellt átak hafi orðið í opinberum fjárfestingum á síðustu misserum á sama tíma og mikið hefur dregið úr atvinnuvegafjárfestingu. Gallinn við sértækar ríkisfjármálaaðgerðir á fjárfestingarhlið ríkisfjármála til að mæta hagsveiflum er að erfitt er að tímasetja aðgerðir nákvæmlega. Það helgast bæði af ýmiskonar vandamálum við mat á stöðu hagsveiflunnar út frá ófullkomnum þjóðhagsgögnum, og ekki síður vegna tafa við að ráðast í framkvæmdir þegar ákvörðun hefur loks verið tekin. Því er ávallt sú hætta til staðar að þegar fyrirhugaðar opinberar framkvæmdir komast loks á fullt skrið þá hafi hagkerfið þegar breytt um stefnu og aðgerðin hafi á endanum sveiflumagnandi áhrif í stað þess að vera sveiflujafnandi.

Þegar fjármálastefnan var endurskoðuð í vor var stefnt að því að aðhaldsstig opinberra fjármála myndi ekki bæta við þá minnkun hagvaxtar sem þá var reiknað með. Með breytingunum var því dregið úr fyrri markmiðum um afgang af heildarafkomu hins opinbera og gert var ráð fyrir sérstöku óvissusvigrúmi sem næmi 0,8% af vergri landsframleiðslu sem skyldi ná til áranna 2019–2022. Þessum slaka á aðhaldsstigi í ríkisfjármálum er ætlað að auka ráðstöfunartekjur og auka almenna eftirspurn. Seðlabankinn hefur áætlað að þetta muni skila um 0,5% framlagi til hagvaxtar og um 2% aukningu í einkaneyslu á árunum 2020–2022.

Breytingartillögur meirihluta fjárlaganefndar fela í sér 10,4 ma.kr. lækkun tekna og lækkun útgjalda upp á u.þ.b. 0,5 ma.kr. Niðurstaðan verður því u.þ.b. 9,7 ma.kr. halli á fjárlögum næsta árs. Hallinn nemur samkvæmt þessu um 0,3% af vergri landsframleiðslu en óvissusvigrúmið hljóðaði upp á hámark 0,8% af VLF fyrir árin 2019-2022. Skattar á tekjur og hagnað lækka um 7,3 ma.kr. og munar þar mestu um lækkun á tekjuskatti fyrirtækja vegna minni hagnaðar. Þá er áætlað að skattar á vöru og þjónustu lækki samtals um 5,1 ma.kr.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Frumvarp til fjárlaga 2020 – slakað á aðhaldi til að mæta efnahagssamdrætti (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Ferðamenn
17. mars 2025
Vikubyrjun 17. mars 2025
Við búumst við að peningastefnunefnd lækki vexti um 0,25 prósentustig á miðvikudaginn. Í síðustu viku fóru fram verðmælingar vegna marsmælingar vísitölu neysluverðs og við spáum því að verðbólga lækki úr 4,2% í 3,9%. Atvinnuleysi var 4,3% í febrúar og hækkaði um 0,4 prósentustig á milli ára. 147 þúsund erlendir ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í febrúar, 5,6% færri en í sama mánuði í fyrra.
Seðlabanki
13. mars 2025
Spáum vaxtalækkun um 0,25 prósentustig
Við spáum 0,25 prósentustiga vaxtalækkun í næstu viku. Verðbólga hjaðnaði um 0,4 prósentustig í febrúar en við teljum að hagvöxtur umfram væntingar og aukin neysla, lítil breyting á verðbólguvæntingum og ólga á vinnumarkaði haldi peningastefnunefnd á tánum.
13. mars 2025
Spáum verðbólgu undir 4% í mars
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,54% á milli mánaða í mars og að verðbólga hjaðni úr 4,2% í 3,9%. Hjöðnun á milli mánaða skýrist ekki síst af töluvert minni hækkun á reiknaðri húsaleigu en fyrir ári síðan. Við gerum ekki ráð fyrir miklum breytingum á verðbólgu næstu mánuði og teljum að hún verði áfram rétt undir 4% í júní.
Flutningaskip
10. mars 2025
Vikubyrjun 10. mars 2025
Verulegur halli mældist á viðskiptum við útlönd í fyrra og sömuleiðis á vöruviðskiptum í febrúar samkvæmt gögnum sem bárust í síðustu viku. Seðlabanki Evrópu lækkaði vexti í síðustu viku, eins og við var búist. Í vikunni fara fram verðmælingar fyrir marsmælingu vísitölu neysluverðs, Vinnumálastofnun birtir skráð atvinnuleysi og Ferðamálastofa birtir tölur um fjölda ferðamanna um Keflavíkurflugvöll.
Sendibifreið og gámar
7. mars 2025
Verri niðurstaða í viðskiptum við útlönd
Verulegur halli mældist á viðskiptum við útlönd í fyrra, en stór hluti hans var vegna færslna sem höfðu ekki í för með sér gjaldeyrisflæði og styrktist krónan því þrátt fyrir þetta og erlend staða þjóðarbúsins batnaði.
3. mars 2025
Fréttabréf Greiningardeildar 3. mars 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Peningaseðlar
3. mars 2025
Vikubyrjun 3. mars 2025
Verðbólga lækkaði úr 4,6% í 4,2% í febrúar, en við teljum að heldur muni draga úr lækkunartakti verðbólgu næstu mánuði. Hagvöxtur mældist 2,3% á fjórða ársfjórðungi 2024 og 0,6% fyrir árið í heild. Umsvif í hagkerfinu voru umfram spár, en Hagstofan færði upp hagvöxt á fyrstu níu mánuðum ársins. Í vikunni fram undan eru nokkur uppgjör, Seðlabankinn birtir greiðslujöfnuð við útlönd og það er vaxtaákvörðun hjá Seðlabanka Evrópu.
28. feb. 2025
Hagvöxtur var 0,6% í fyrra
Hagvöxtur var 0,6% árið 2024. Krafturinn í hagkerfinu var lítillega umfram flestar spár sem gerðu heldur ráð fyrir lítils háttar samdrætti. Hagvöxturinn var ekki síst drifinn áfram af aukinni fjárfestingu, bæði í atvinnuvegum og íbúðauppbyggingu.
Epli
27. feb. 2025
Verðbólga hjaðnar í 4,2%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,91% á milli mánaða í febrúar, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga lækkar því úr 4,6% í 4,2%. Við eigum enn von á að verðbólga hjaðni næstu mánuði, þó það hægi á lækkunartaktinum, og mælist 3,8% í maí.
Fiskveiðinet
24. feb. 2025
Vikubyrjun 24. febrúar 2025
Í vikunni birtir Hagstofan febrúarmælingu vísitölu neysluverðs og þjóðhagsreikninga fyrir lokafjórðung síðasta árs. Í síðustu viku uppfærði Hafrannsóknarstofnun ráðleggingar um loðnuafla en samkvæmt því munu íslensk skip fá um 4,6 þúsund tonn. Í síðustu viku bárust einnig gögn um greiðslukortaveltu landsmanna í janúar sem var 6,5% meiri að raunvirði en árið áður. Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,5% á milli mánaða í janúar, en svo mikið hefur hún ekki hækkað síðan í febrúar 2024.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur