Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Hag­sjá: Fjár­mál hins op­in­bera á tím­um nið­ur­sveiflu

Fjárfesting hins opinbera dróst saman um 3,8% á fyrstu 9 mánuðum ársins 2019 samanborið við sama tímabil fyrra árs. Fjárfestingar ríkissjóðs jukust um 7,7% milli þessara tímabila og fjárfestingar sveitarfélaganna um rúm 15%. Þetta er mun hægari þróun en umfjöllun í fjármálastefnu gefur fyrirheit um og er svo að sjá að opinber fjárfesting hafi fylgt hagvexti síðustu ára nokkuð vel.
16. desember 2019

Samantekt

Samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar var tekjuafkoma hins opinbera neikvæð um 5,5 ma.kr. 3. ársfjórðungi 2019, eða sem nemur 1,8% af tekjum ársfjórðungsins og um 0,7% af landsframleiðslu. Tekjur jukust um 3,4% milli ára og útgjöld um 5,9%. Sé litið á fyrstu 9 mánuði ársins var afkoman neikvæð um rúma 4 ma.kr., eða um 0,4% af tekjum ársins. Þetta er mikil afturför frá sama tíma í fyrra þegar afkoma hins opinbera var jákvæð um 3,3% af tekjum.

Þessa breytingu á afkomu má nær alfarið rekja til ríkissjóðs, en þar hefur afkoman versnað mikið milli ára. Á fyrstu 9 mánuðum 2018 var afkoman jákvæð um 5,4% af tekjum samanborið við jákvæða afkomu upp á 0,4% af tekjum í ár. Afkoma sveitarfélaganna hefur verið neikvæð um u.þ.b. 1,5% af tekjum á báðum tímabilum. Þessi niðurstaða kemur ekki á óvart, m.a. í ljósi þess að slakað var á afkomumarkmiðum hins opinbera í vor með endurskoðun fjármálastefnu og nýrri fjármálaáætlun í sama anda.

Stærsti útgjaldaliður hins opinbera er launakostnaður en hann hefur numið um 34% af heildarútgjöldum hins opinbera á þessu ári. Launakostnaður sveitarfélaganna er hlutfallslega mun meiri en hjá ríkissjóði, 47,5% á þessu ári. Launakostnaður ríkissjóðs hefur verið um 23% af tekjum á sama tíma. Frá árinu 2010 hefur launakostnaður hins opinbera verið tæplega 33% af tekjum að meðaltali, um 22% hjá ríkisjóði og tæp 47% hjá sveitarfélögunum.

Mjög áberandi breytingar á útgjöldum snúa að félagslegum tilfærslum til heimila, en þær jukust um tæp 28% á 3. ársfjórðungi 2019 samanborið við síðasta ár og þá hækkun má að miklu leyti rekja til aukningar á útgjöldum Atvinnuleysistryggingasjóðs. Sé litið á þessi útgjöld á fyrstu 9 mánuðum ársins hafa þau hækkað um tæp 19% milli ára.

Fjárfesting hins opinbera dróst saman um 3,8% á fyrstu 9 mánuðum ársins 2019 samanborið við sama tímabil fyrra árs. Fjárfestingar ríkissjóðs jukust um 7,7% milli þessara tímabila og fjárfestingar sveitarfélaganna um rúm 15%. Þetta er mun hægari þróun en umfjöllun í fjármálastefnu gefur fyrirheit um og er svo að sjá að opinber fjárfesting hafi fylgt hagvexti síðustu ára nokkuð vel.

Mikið stökk varð í fjárfestingum ríkissjóðs þegar hann tók við Hvalfjarðargöngunum á 4. ársfjórðungi 2018 og mun sú aðgerð trufla hagtölur um hríð.

Magnvísitala samneyslu hækkaði um 2,8% á fyrstu 9 mánuðum ársins frá sama tíma í fyrra. Samneysla í gegnum ríkissjóð hækkaði um 1,7%, um 3,4% í gegnum sveitarfélög og 4,9% beint í gegnum almannatryggingar.

Magnvísitala almannatrygginga hefur hækkað mun meira en önnur opinber samneysla allt frá árinu 2014. Munurinn liggur fyrst og fremst í félagslegum tilfærslum til heimila, sem voru um 70 mö.kr. hærri frá almannatryggingum á fyrstu 9 mánuðum 2019 miðað við sama tíma 2013. Eins og áður segir má að miklu leyti rekja þessa aukningu til útgjalda Atvinnuleysistryggingasjóðs. Á sama tíma höfðu tilfærslur ríkissjóðs og sveitarfélaga lækkað um rúma 6 ma.kr.

Hlutur samneyslu af vergri landsframleiðslu (VLF) hefur verið nokkuð stöðugur síðustu ár og var að meðaltali 24,3% 2009-2019. Á síðustu 4 ársfjórðungum var samneysla 24,1% af VLF og hefur því ekki breyst mikið. Samneysla í gegnum ríkissjóð var 11,8% að meðaltali 2009-2018, en 12,1% á síðustu fjórum ársfjórðungum og hefur því aukist eilítið. Að sama skapi hefur hlutur sveitarfélaganna í samneyslunni minnkað, úr 9,8% að meðaltali 2009-2019 niður í 9,3% á síðustu fjórum ársfjórðungum. Hlutur almannatrygginga í samneyslunni er nær óbreyttur.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Fjármál hins opinbera á tímum niðursveiflu (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Kranar á byggingarsvæði
26. jan. 2026
Vikubyrjun 26. janúar 2026
Vísitala íbúðaverðs lækkaði um tæplega 1,2% á milli mánaða í desember og á sama tíma lækkaði vísitala leiguverðs um 1,4%. Hagstofan birti vísitölu launa, sem hélst óbreytt á milli mánaða. Á fimmtudag verður vísitala neysluverðs í janúar birt.
Mynt 100 kr.
19. jan. 2026
Vikubyrjun 19. janúar 2026
Kortavelta heimila heldur áfram að aukast á milli ára en velta erlendra korta hér á landi hefur tekið að dragast saman í takt við fækkun ferðamanna. Í vikunni birtir HMS vísitölu íbúðaverðs, vísitölu leiguverðs og mánaðarskýrslu.
15. jan. 2026
Spáum 5,1% verðbólgu í janúar
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,30% á milli mánaða í janúar. Gangi spáin eftir mun verðbólga aukast úr 4,5% í 5,1%. Janúarútsölur hafa mest áhrif til lækkunar í mánuðinum en breytingar á gjaldtöku ökutækja hafa mest áhrif til hækkunar, samkvæmt spánni. Mikil óvissa er þó um hvernig Hagstofan tekur breytingarnar inn í verðmælingar.
Smiður
13. jan. 2026
Atvinnuleysi eykst en kortavelta líka
Atvinnuástandið hefur versnað smám saman og eftirspurn eftir vinnuafli er minni en áður. Atvinnuleysi hefur aukist hratt og mældist 4,4% í desember, en svo mikið hefur atvinnuleysi ekki mælst í rúmlega þrjú og hálft ár. Þessi þróun styður við markmið Seðlabankans um að draga úr þenslu í hagkerfinu og vinna bug á verðbólgu. Á sama tíma heldur neysla landsmanna áfram að aukast með hverjum mánuðinum, en heildarkortavelta hefur aukist um 6% á fyrstu ellefu mánuðum síðasta árs frá sama tímabili árið áður.
Bílar
12. jan. 2026
Breytt gjaldtaka af bílum gæti aukið verðbólgu um 0,7 prósentustig
Breytingar á gjaldtöku hins opinbera af rekstri og kaupum ökutækja gætu aukið verðbólgu um 0,7 prósentustig. Óvíst er hvort áhrifin komi fram að öllu leyti í janúar eða dreifist yfir næstu mánuði, en telja má að það velti ekki síst á eftirspurn eftir bílum í byrjun árs.
Rafbíll í hleðslu
12. jan. 2026
Vikubyrjun 12. janúar 2026
Skráð atvinnuleysi hélt áfram að aukast í desember og var 0,6 prósentustigum meira en á sama tíma árið áður. Álíka margir erlendir ferðamenn heimsóttu Ísland í fyrra og síðustu tvö ár á undan en utanlandsferðir Íslendinga voru 18% fleiri í fyrra en árið á undan. Þó nokkur óvissa ríkir um verðbólgumælingu janúarmánaðar, ekki síst í tengslum við breytta gjaldtöku á innflutningi og rekstri bíla. Við gefum út verðbólguspá næsta fimmtudag.
5. jan. 2026
Mánaðamót 5. janúar 2026
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Vöruhótel
5. jan. 2026
Vikubyrjun 5. janúar 2026
Verðbólgan kom aftan að landsmönnum stuttu fyrir jól og fór úr 3,7% í 4,5%. Verðbólga í desember var aðeins 0,3 prósentustigum minni en í upphafi síðasta árs þegar hún mældist 4,8%. Á sama tímabili lækkuðu stýrivextir um 1,25 prósentustig, úr 8,50% í 7,25%.
Bananar
22. des. 2025
Verðbólgumælingin ekki jafnslæm og hún virðist í fyrstu
Verðbólga rauk upp í 4,5% í desember eftir að hafa hjaðnað verulega í nóvember og mælst 3,7%. Rífleg hækkun á flugfargjöldum til útlanda skýrir stóran hluta hækkunarinnar, en einnig töluverð gjaldskrárhækkun á hitaveitu í desember. Aukin verðbólga skýrist þannig af afmörkuðum, sveiflukenndum liðum og ekki er að greina merki um að undirliggjandi verðbólguþrýstingur hafi aukist að ráði.
Vélsmiðja Guðmundar
22. des. 2025
Vikubyrjun 22. desember 2025
Fasteignamarkaðurinn fer enn kólnandi, ef marka má skýrslu sem HMS gaf út í síðustu viku. Gistinóttum á hótelum fækkaði um 6,6% á milli ára í nóvember. Kaupmáttur ráðstöfunartekna jókst um 1,9% á milli ára á þriðja ársfjórðungi, samkvæmt Hagstofunni. Í dag birtir Hagstofan verðbólgutölur.