Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Hag­sjá: Fjár­laga­frum­varp 2018 – fátt sem kem­ur á óvart

Samkvæmt fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir að heildarafkoma ríkissjóðs verði jákvæð um tæpa 44 ma. kr. króna á árinu 2018. sem er u.þ.b. fjórum mö. kr. meira en gert var ráð fyrir í fjármálaáætlun. Þá er stefnt að því að afgangur af rekstri hins opinbera verði aukinn úr 1% af VLF í 1,6% af VLF á næstu tveimur árum, m.a. til þess að vega á móti vexti eftirspurnar í hagkerfinu.
14. september 2017

Samantekt

Fátt kom á óvart í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2018, enda á það að vera í góðu samræmi við markmið fjármálaáætlunar fyrir árin 2018-2022 sem Alþingi samþykkti í júní. Meirihluti fjárlaganefndar sagði í raun pass við fjármálaáætluninni, lagði einungis til ýmsar vangaveltur, og Alþingi samþykkti tillögu ríkisstjórnar óbreytta.

Helsta frávikið frá fjármálaáætlun felst í því að yfirfærslu á gistiþjónustu og annarri ferðaþjónustutengdri starfsemi úr neðra þrepi í almennt þrep virðisaukaskatts er frestað frá miðju ári 2018 fram til áramóta 2018/19. Eins og áður mun stefnt að því að almennt þrep virðisaukaskatts lækki úr 24% í 22,5% um næstu áramót. Frestun á aukinni skattlagningu á ferðaþjónustu kemur ekki á óvart eftir almenna og mikla gagnrýni á þessa framkvæmd við umfjöllun um málið í vor.

Í fimmta skiptið í röð gerir fjárlagafrumvarpið ráð fyrir hallalausum rekstri ríkissjóðs á árinu. Áætlað er að tekjur ríkissjóðs verði um 834 ma. kr. en gjöld um 790 ma. kr. Ríkissjóður verður þannig rekinn með 44 ma. kr. afgangi á næsta ári. Í ríkisfjármálum er hins vegar stundum langur vegur frá fjárlagafrumvarpi til endanlegs ríkisreiknings, eins og dæmin sanna. Síðustu ár hafa óreglulegir liðir eins og óvæntar arðgreiðslur, endurmat eigna og stöðuleikaframlög bætt stöðu ríkissjóðs með reglubundum hætti. Nú er gert ráð fyrir að heildarafkoma ríkissjóðs verði jákvæð um tæpa 44 ma. kr. króna sem er u.þ.b. fjórum mö.kr. meira en gert var ráð fyrir í fjármálaáætlun. Stefnt er að því að afgangur af rekstri hins opinbera verði aukinn úr 1% af VLF í 1,6% af VLF á næstu tveimur árum, m.a. til þess að vega á móti vexti eftirspurnar í hagkerfinu.

Á fyrri hluta árs 2017 hafa heildarskuldir ríkissjóðs lækkað um nálægt 200 ma. kr. Reiknað er með að skuldir muni áfram lækka hratt á árinu 2018, um 75 ma.kr. Gert er ráð fyrir að skuldahlutfall ríkissjóðs verði 30% í lok árs 2017 miðað við skuldareglu laga um opinber fjármál. Hreinar skuldir hins opinbera, þ.e.a.s. að sveitarfélögunum meðtöldum, verða enn umfram 30%, en ráðgert er að því marki verði náð árið 2019.

Áfram er stefnt að hraðri niðurgreiðslu skulda, enda er skuldsetning afar dýr miðað við vaxtastig á Íslandi. Vaxtagjöld eru enn stór útgjaldaliður hjá ríkissjóði og verða um 73 ma. kr. á árinu 2018.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Fjárlagafrumvarp 2018 – fátt sem kemur á óvart

Þú gætir einnig haft áhuga á
Byggingakrani og fjölbýlishús
6. nóv. 2025
Óvissa á íbúðamarkaði og takmarkaðar raunverðshækkanir í kortunum 
Hátt vaxtastig og ströng lánþegaskilyrði hafa slegið verulega á verðhækkanir á íbúðamarkaði. Á sama tíma hefur fjöldinn allur af nýjum íbúðum risið og sölutími þeirra lengst til muna. Eftir að dómur Hæstaréttar í vaxtamálinu féll hafa viðskiptabankarnir tekið lánaframboð til endurskoðunar og það sama má segja um suma lífeyrissjóðina. Seðlabankinn ákvað í síðustu viku að slaka lítillega á lánþegaskilyrðum.  
3. nóv. 2025
Mánaðamót 1. nóvember 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Fataverslun
3. nóv. 2025
Vikubyrjun 3. nóvember 2025
Verðbólga jókst umfram væntingar í október og mældist 4,3%. Svo mikil hefur verðbólga ekki verið síðan í febrúar síðastliðnum. Telja má áhyggjuefni að aukin verðbólga skýrist ekki af tilfallandi sveiflukenndum liðum heldur virðist undirliggjandi verðþrýstingur hafa aukist. Í þessari viku halda félög áfram að birta uppgjör og hugsanlega má búast við fleiri púslum í breytta mynd af framboði íbúðalána í kjölfar vaxtamálsins.  
Smiður
31. okt. 2025
Minnkandi spenna á vinnumarkaði og minni fólksfjölgun
Eftirspurn eftir vinnuafli hefur minnkað og dregið hefur úr hækkun launa. Atvinnuleysi hefur aukist smám saman og rólegri taktur í atvinnulífinu hefur endurspeglast í hægari fólksfjölgun. Kaupmáttur hefur aukist jafnt og þétt og við teljum að þótt hægi á launahækkunum komi kaupmáttur til með að aukast áfram á næstu árum. Mikill kraftur er í neyslu landsmanna, kortavelta eykst sífellt og Íslendingar hafa aldrei farið í fleiri utanlandsferðir.
Paprika
30. okt. 2025
Verðbólga jókst umfram væntingar
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,47% á milli mánaða í október og verðbólga jókst úr 4,1% í 4,3%. Vísitala neysluverðs hækkaði meira en við bjuggumst við, ekki síst reiknuð húsaleiga og verð á mat og drykk. Skammtímaspá okkar gerir nú ráð fyrir að verðbólga haldist í 4,3% út árið, en aukist svo í janúar og mælist 4,5%.
27. okt. 2025
Vikubyrjun 27. október 2025
Íslenska hagkerfið verður í hægum vaxtartakti á næstu árum gangi hagspá sem við birtum í síðustu viku eftir. Á fimmtudag koma verðbólgutölur fyrir október og við eigum von á að verðbólga hækki úr 4,1% í 4,2%.
Hagspá október 2025
22. okt. 2025
Kólnandi kerfi en kraftmikil neysla
Hagvöxtur verður 1,5% á þessu ári og 1,7% á því næsta, samkvæmt nýrri hagspá Landsbankans. Hagvöxtur verður ekki síst drifinn áfram af neyslu innanlands en á sama tíma er útlit fyrir smám saman minnkandi spennu í atvinnulífinu. Verðbólga reynist áfram þrálát næstu misseri og ekki eru horfur á að hún komist niður í markmið Seðlabankans á spátímabilinu. Því má áfram búast við háum raunstýrivöxtum.
Greiðsla
20. okt. 2025
Vikubyrjun 20. október 2025
Kortavelta Íslendinga jókst um 7,6% að raunvirði á milli ára í september. Á fyrstu níu mánuðum ársins hefur kortavelta heimila verið um 5,2% meiri en á sama tímabili í fyrra, að teknu tilliti til verðlags og gengis. Í vikunni birtir Greiningardeild Landsbankans nýja hagspá til ársins 2028. HMS birtir vísitölu íbúðaverðs, vísitölu leiguverðs og mánaðarskýrslu.  
Flugvél
16. okt. 2025
Spáum 4,2% verðbólgu í október
Við spáum því að verðbólga aukist lítillega í október, úr 4,1% í 4,2%. Mest áhrif til hækkunar á vísitölunni hafa flugfargjöld til útlanda, reiknuð húsaleiga og matarkarfan. Gangi spáin eftir verður október níundi mánuðurinn í röð þar sem verðbólga er á bilinu 3,8% til 4,2%. Við teljum að verðbólga verði áfram á þessu bili næstu mánuði.
Fjölskylda við matarborð
13. okt. 2025
Vikubyrjun 13. október 2025
Peningastefnunefnd hélt vöxtum óbreyttum í síðustu viku, eins og við var búist. Þó mátti greina aukna bjartsýni í yfirlýsingu nefndarinnar. Skráð atvinnuleysi var 3,5% í september og jókst um 0,1 prósentustig á milli mánaða. Brottförum erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll fjölgaði um 0,5% í september og utanlandsferðum Íslendinga fjölgaði um 14%.