Hag­sjá: Fjár­laga­frum­varp 2018 – fátt sem kem­ur á óvart

Samkvæmt fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir að heildarafkoma ríkissjóðs verði jákvæð um tæpa 44 ma. kr. króna á árinu 2018. sem er u.þ.b. fjórum mö. kr. meira en gert var ráð fyrir í fjármálaáætlun. Þá er stefnt að því að afgangur af rekstri hins opinbera verði aukinn úr 1% af VLF í 1,6% af VLF á næstu tveimur árum, m.a. til þess að vega á móti vexti eftirspurnar í hagkerfinu.
14. september 2017

Samantekt

Fátt kom á óvart í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2018, enda á það að vera í góðu samræmi við markmið fjármálaáætlunar fyrir árin 2018-2022 sem Alþingi samþykkti í júní. Meirihluti fjárlaganefndar sagði í raun pass við fjármálaáætluninni, lagði einungis til ýmsar vangaveltur, og Alþingi samþykkti tillögu ríkisstjórnar óbreytta.

Helsta frávikið frá fjármálaáætlun felst í því að yfirfærslu á gistiþjónustu og annarri ferðaþjónustutengdri starfsemi úr neðra þrepi í almennt þrep virðisaukaskatts er frestað frá miðju ári 2018 fram til áramóta 2018/19. Eins og áður mun stefnt að því að almennt þrep virðisaukaskatts lækki úr 24% í 22,5% um næstu áramót. Frestun á aukinni skattlagningu á ferðaþjónustu kemur ekki á óvart eftir almenna og mikla gagnrýni á þessa framkvæmd við umfjöllun um málið í vor.

Í fimmta skiptið í röð gerir fjárlagafrumvarpið ráð fyrir hallalausum rekstri ríkissjóðs á árinu. Áætlað er að tekjur ríkissjóðs verði um 834 ma. kr. en gjöld um 790 ma. kr. Ríkissjóður verður þannig rekinn með 44 ma. kr. afgangi á næsta ári. Í ríkisfjármálum er hins vegar stundum langur vegur frá fjárlagafrumvarpi til endanlegs ríkisreiknings, eins og dæmin sanna. Síðustu ár hafa óreglulegir liðir eins og óvæntar arðgreiðslur, endurmat eigna og stöðuleikaframlög bætt stöðu ríkissjóðs með reglubundum hætti. Nú er gert ráð fyrir að heildarafkoma ríkissjóðs verði jákvæð um tæpa 44 ma. kr. króna sem er u.þ.b. fjórum mö.kr. meira en gert var ráð fyrir í fjármálaáætlun. Stefnt er að því að afgangur af rekstri hins opinbera verði aukinn úr 1% af VLF í 1,6% af VLF á næstu tveimur árum, m.a. til þess að vega á móti vexti eftirspurnar í hagkerfinu.

Á fyrri hluta árs 2017 hafa heildarskuldir ríkissjóðs lækkað um nálægt 200 ma. kr. Reiknað er með að skuldir muni áfram lækka hratt á árinu 2018, um 75 ma.kr. Gert er ráð fyrir að skuldahlutfall ríkissjóðs verði 30% í lok árs 2017 miðað við skuldareglu laga um opinber fjármál. Hreinar skuldir hins opinbera, þ.e.a.s. að sveitarfélögunum meðtöldum, verða enn umfram 30%, en ráðgert er að því marki verði náð árið 2019.

Áfram er stefnt að hraðri niðurgreiðslu skulda, enda er skuldsetning afar dýr miðað við vaxtastig á Íslandi. Vaxtagjöld eru enn stór útgjaldaliður hjá ríkissjóði og verða um 73 ma. kr. á árinu 2018.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Fjárlagafrumvarp 2018 – fátt sem kemur á óvart

Þú gætir einnig haft áhuga á
Evrópsk verslunargata
22. júlí 2024
Vikubyrjun 22. júlí 2024
Í síðustu viku birtust gögn sem gáfu til kynna talsverðan kraft á íbúðamarkaði um þessar mundir. Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% milli mánaða í júní og vísitala leiguverðs um 2,5%.
Hús í Reykjavík
18. júlí 2024
Spenna á íbúðamarkaði
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% á milli mánaða í júní. Árshækkun vísitölu íbúðaverðs jókst úr 8,4% í 9,1% en svo mikil hefur árshækkunin ekki verið síðan í febrúar 2023. Leiguverð hækkaði einnig á milli mánaða í júní, alls um 2,5%. Mikil velta var á íbúðamarkaði í júní og ljóst að íbúðamarkaður hefur tekið verulega við sér.
Gönguleið
15. júlí 2024
Vikubyrjun 15. júlí 2024
Erlendir ferðamenn voru 9% færri í júní á þessu ári en í júní í fyrra. Atvinnuleysi var 3,1% í júní og er áfram lítillega meira en á sama tíma í fyrra.
Fataverslun
10. júlí 2024
Spáum að verðbólga aukist lítillega og verði 5,9% í júlí 
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,15% á milli mánaða í júlí og að verðbólga aukist úr 5,8% í 5,9%. Við gerum ráð fyrir að júlímánuður verði nokkuð dæmigerður þar sem sumarútsölur verða til lækkunar á vísitölunni en flugfargjöld til útlanda til hækkunar. Við spáum nokkurn veginn óbreyttri verðbólgu í ágúst og september, en að verðbólga hjaðni í 5,4% í október. 
8. júlí 2024
Vikubyrjun 8. júlí 2024
Hátt vaxtastig hefur hvatt til sparnaðar og hægt á eftirspurn í hagkerfinu. Innlán heimila voru 20% meiri í maí síðastliðnum en í maí í fyrra, samkvæmt nýbirtum Hagvísum Seðlabanka Íslands. Óbundin innlán hafa aukist langmest.
1. júlí 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 1. júlí 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Litríkir bolir á fataslá
1. júlí 2024
Vikubyrjun 1. júlí 2024
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,48% í júní. Verðbólga mældist því 5,8% og lækkaði úr 6,2%. Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum í mars og apríl dróst saman um 4,6% að raunvirði og launavísitalan hækkaði um 0,2% í maí, samkvæmt tölum sem Hagstofan birti í síðustu viku.
Flugvél á flugvelli
27. júní 2024
Verðbólga í takt við væntingar – lækkar í 5,8%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,48% á milli mánaða í júní og við það lækkaði ársverðbólga úr 6,2% í 5,8%. Reiknuð húsaleiga, hækkandi flugfargjöld til útlanda og verðhækkun á hótelgistingu höfðu mest áhrif til hækkunar á vísitölunni. Á móti lækkaði verð á fötum og skóm, húsgögnum og heimilisbúnaði og ökutækjum á milli mánaða í júní.
25. júní 2024
Velta í hagkerfinu minnkar á milli ára
Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum dróst saman um 4,6% að raunvirði í mars og apríl og um 2% í janúar og febrúar samkvæmt nýbirtum gögnum Hagstofunnar. Þróunin er ólík eftir útflutningsgreinum. Ferðaþjónusta eykst lítillega á milli ára, velta í sjávarútvegi og álframleiðslu minnkar en velta í lyfjaframleiðslu eykst til muna.
Bílar
25. júní 2024
Merki um lítilsháttar kólnun á vinnumarkaði
Atvinnuleysi er nú aðeins meira en á sama tíma í fyrra og laun hækka minna. Nýbirt launavísitala sýnir 0,2% hækkun á milli mánaða í maí og hafa laun nú hækkað um 6,7% á síðustu tólf mánuðum. Allar líkur eru á að á þessu ári hækki laun mun minna en á síðasta ári, enda hafa nýir kjarasamningar minni hækkanir í för með sér en þeir síðustu.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur