Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Hag­sjá: Fast­eigna­verð – teng­ing við und­ir­liggj­andi þætti og upp­kaup fyr­ir­tækja

Á síðustu misserum hafa 12-14% íbúða sem einstaklingar selja í Reykjavík vestan Kringlumýrarbrautar verið keyptar af fyrirtækjum. Sé litið á höfuðborgarsvæðið allt seldu einstaklingar um 6% íbúða til fyrirtækja á árinu 2016, eða um 350 íbúðir.
27. október 2017

Samantekt

Heldur hefur hægt á hækkunum fasteignaverðs síðustu mánuði. Hækkanir eru samt enn miklar í sögulegu samhengi og á það sérstaklega við um sérbýlið sem hækkaði um 1,8% í síðasta mánuði og 21,2% síðustu 12 mánuði.

Ein meginástæða verðhækkana er eflaust skortur á framboði. Þannig má ætla að of lítið framboð á fjölbýli stuðli að hækkun verðs á íbúðum sem aftur hvetji fólk til þess að leita meira inn á sérbýlismarkaðinn, sem aftur veldur aukinni spennu þar.

Skort á framboði íbúða er varla hægt að rekja til óhagstæðs árferðis í byggingariðnaði. Hækkanir á íbúðaverði hafa um langa hríð verið mun meiri en á byggingarkostnaði. Sé litið á samhengi íbúðaverðs og byggingarkostnaðar til lengri tíma má sjá að sjaldan hefur verið hagstæðara að byggja en einmitt um þessar mundir.

Frá árinu 2009 allt fram til 2013 hélst aukning kaupmáttar nokkuð vel í hendur við hækkun fasteignaverðs. Upp frá því fór að skilja á milli og hefur bilið á milli þróunar raunverðs húsnæðis og kaupmáttar launa farið stöðugt vaxandi. Kaupmáttaraukning hefur sjaldan verið meiri en á síðustu árum, en fasteignaverðið hefur hækkað mun hraðar. Sé litið á þróun síðustu 12 mánaða, frá október 2016 til október 2017, hefur fasteignaverðið hækkað um rúmlega 20% á meðan kaupmáttur hefur aukist um 5,6%. Út frá þessum samanburði má segja að hækkun fasteignaverðs sé töluvert úr korti við þennan undirliggjandi þátt.

Nokkur einhugur er um að það sé fyrst og fremst skortur á framboði íbúða á hefðbundnum markaði sem hafi drifið þessa miklu hækkun fasteignaverðs sem við höfum upplifað síðustu misseri. Þrjú atriði skipta miklu í því sambandi. Í fyrsta lagi hefur ekki verið nógu mikið byggt af íbúðum til þess að uppfylla þörf. Í öðru lagi hefur mikill fjöldi íbúða verið keyptur til þess að leigja þær út til ferðamanna og í þriðja lagi hafa leigufélög keypt mikið af íbúðum sem þar með detta út af hefðbundnum kaup- og sölumarkaði einstaklinga. Erfitt hefur verið að setja ákveðna tölu á íbúðir sem leigðar eru út til ferðamanna, en ljóst er að fjöldinn hleypur a.m.k. á hundruðum á höfuðborgarsvæðinu. Þá er einnig erfitt að fylgjast fullkomlega með kaupum leigufélaga á íbúðum út frá þinglýsingargögnum þar sem þau kaupa oft marga íbúðir í einu, nýjar eða notaðar, og þá er ekki um hefðbundnar þinglýsingar á einstökum íbúðum að ræða.

Á síðustu misserum hafa 12-14% íbúða sem einstaklingar selja í Reykjavík vestan Kringlumýrarbrautar verið keyptar af fyrirtækjum. Á árinu 2016 má ætla að seldar hafi verið um 400 fjölbýlisíbúðir á þessu svæði í Reykjavík og því hafi rúmlega 50 íbúðir horfið af markaði vegna slíkra viðskipta. Sé litið á höfuðborgarsvæðið allt seldu einstaklingar um 6% íbúða til fyrirtækja á árinu 2016, eða um 350 íbúðir.

Á 1. ársfjórðungi 2017 var staðan nokkurn veginn sú sama og var á árinu 2016, en á 2. og 3. ársfjórðungi hefur hlutfall íbúða sem selt er frá einstaklingum á miðsvæði Reykjavíkur lækkað töluvert, niður í 7% og 9%. Ekki er ólíklegt að verð á íbúðarhúsnæði sé orðið of hátt fyrir t.d. leigufélög til þess að útleiga þess gangi upp. Sama þróun virðist í gangi fyrir höfuðborgarsvæðið allt.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Fasteignaverð – tenging við undirliggjandi þætti og uppkaup fyrirtækja

Þú gætir einnig haft áhuga á
3. nóv. 2025
Mánaðamót 1. nóvember 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Fataverslun
3. nóv. 2025
Vikubyrjun 3. nóvember 2025
Verðbólga jókst umfram væntingar í október og mældist 4,3%. Svo mikil hefur verðbólga ekki verið síðan í febrúar síðastliðnum. Telja má áhyggjuefni að aukin verðbólga skýrist ekki af tilfallandi sveiflukenndum liðum heldur virðist undirliggjandi verðþrýstingur hafa aukist. Í þessari viku halda félög áfram að birta uppgjör og hugsanlega má búast við fleiri púslum í breytta mynd af framboði íbúðalána í kjölfar vaxtamálsins.  
Smiður
31. okt. 2025
Minnkandi spenna á vinnumarkaði og minni fólksfjölgun
Eftirspurn eftir vinnuafli hefur minnkað og dregið hefur úr hækkun launa. Atvinnuleysi hefur aukist smám saman og rólegri taktur í atvinnulífinu hefur endurspeglast í hægari fólksfjölgun. Kaupmáttur hefur aukist jafnt og þétt og við teljum að þótt hægi á launahækkunum komi kaupmáttur til með að aukast áfram á næstu árum. Mikill kraftur er í neyslu landsmanna, kortavelta eykst sífellt og Íslendingar hafa aldrei farið í fleiri utanlandsferðir.
Paprika
30. okt. 2025
Verðbólga jókst umfram væntingar
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,47% á milli mánaða í október og verðbólga jókst úr 4,1% í 4,3%. Vísitala neysluverðs hækkaði meira en við bjuggumst við, ekki síst reiknuð húsaleiga og verð á mat og drykk. Skammtímaspá okkar gerir nú ráð fyrir að verðbólga haldist í 4,3% út árið, en aukist svo í janúar og mælist 4,5%.
27. okt. 2025
Vikubyrjun 27. október 2025
Íslenska hagkerfið verður í hægum vaxtartakti á næstu árum gangi hagspá sem við birtum í síðustu viku eftir. Á fimmtudag koma verðbólgutölur fyrir október og við eigum von á að verðbólga hækki úr 4,1% í 4,2%.
Hagspá október 2025
22. okt. 2025
Kólnandi kerfi en kraftmikil neysla
Hagvöxtur verður 1,5% á þessu ári og 1,7% á því næsta, samkvæmt nýrri hagspá Landsbankans. Hagvöxtur verður ekki síst drifinn áfram af neyslu innanlands en á sama tíma er útlit fyrir smám saman minnkandi spennu í atvinnulífinu. Verðbólga reynist áfram þrálát næstu misseri og ekki eru horfur á að hún komist niður í markmið Seðlabankans á spátímabilinu. Því má áfram búast við háum raunstýrivöxtum.
Greiðsla
20. okt. 2025
Vikubyrjun 20. október 2025
Kortavelta Íslendinga jókst um 7,6% að raunvirði á milli ára í september. Á fyrstu níu mánuðum ársins hefur kortavelta heimila verið um 5,2% meiri en á sama tímabili í fyrra, að teknu tilliti til verðlags og gengis. Í vikunni birtir Greiningardeild Landsbankans nýja hagspá til ársins 2028. HMS birtir vísitölu íbúðaverðs, vísitölu leiguverðs og mánaðarskýrslu.  
Flugvél
16. okt. 2025
Spáum 4,2% verðbólgu í október
Við spáum því að verðbólga aukist lítillega í október, úr 4,1% í 4,2%. Mest áhrif til hækkunar á vísitölunni hafa flugfargjöld til útlanda, reiknuð húsaleiga og matarkarfan. Gangi spáin eftir verður október níundi mánuðurinn í röð þar sem verðbólga er á bilinu 3,8% til 4,2%. Við teljum að verðbólga verði áfram á þessu bili næstu mánuði.
Fjölskylda við matarborð
13. okt. 2025
Vikubyrjun 13. október 2025
Peningastefnunefnd hélt vöxtum óbreyttum í síðustu viku, eins og við var búist. Þó mátti greina aukna bjartsýni í yfirlýsingu nefndarinnar. Skráð atvinnuleysi var 3,5% í september og jókst um 0,1 prósentustig á milli mánaða. Brottförum erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll fjölgaði um 0,5% í september og utanlandsferðum Íslendinga fjölgaði um 14%.
Play
6. okt. 2025
Vikubyrjun 6. október 2025
Fall Fly Play hf. var stærsta fréttin í síðustu viku. Um 400 manns misstu vinnuna og má búast við að atvinnuleysi aukist um um það bil 0,2 prósentustig þess vegna. Við búumst ekki við verulegum þjóðhagslegum áhrifum af falli Play. Peningastefnunefnd kemur saman á miðvikudaginn og við búumst við að stýrivöxtum verði áfram haldið í 7,50%.