Hag­sjá: Fast­eigna­verð – teng­ing við und­ir­liggj­andi þætti og upp­kaup fyr­ir­tækja

Á síðustu misserum hafa 12-14% íbúða sem einstaklingar selja í Reykjavík vestan Kringlumýrarbrautar verið keyptar af fyrirtækjum. Sé litið á höfuðborgarsvæðið allt seldu einstaklingar um 6% íbúða til fyrirtækja á árinu 2016, eða um 350 íbúðir.
27. október 2017

Samantekt

Heldur hefur hægt á hækkunum fasteignaverðs síðustu mánuði. Hækkanir eru samt enn miklar í sögulegu samhengi og á það sérstaklega við um sérbýlið sem hækkaði um 1,8% í síðasta mánuði og 21,2% síðustu 12 mánuði.

Ein meginástæða verðhækkana er eflaust skortur á framboði. Þannig má ætla að of lítið framboð á fjölbýli stuðli að hækkun verðs á íbúðum sem aftur hvetji fólk til þess að leita meira inn á sérbýlismarkaðinn, sem aftur veldur aukinni spennu þar.

Skort á framboði íbúða er varla hægt að rekja til óhagstæðs árferðis í byggingariðnaði. Hækkanir á íbúðaverði hafa um langa hríð verið mun meiri en á byggingarkostnaði. Sé litið á samhengi íbúðaverðs og byggingarkostnaðar til lengri tíma má sjá að sjaldan hefur verið hagstæðara að byggja en einmitt um þessar mundir.

Frá árinu 2009 allt fram til 2013 hélst aukning kaupmáttar nokkuð vel í hendur við hækkun fasteignaverðs. Upp frá því fór að skilja á milli og hefur bilið á milli þróunar raunverðs húsnæðis og kaupmáttar launa farið stöðugt vaxandi. Kaupmáttaraukning hefur sjaldan verið meiri en á síðustu árum, en fasteignaverðið hefur hækkað mun hraðar. Sé litið á þróun síðustu 12 mánaða, frá október 2016 til október 2017, hefur fasteignaverðið hækkað um rúmlega 20% á meðan kaupmáttur hefur aukist um 5,6%. Út frá þessum samanburði má segja að hækkun fasteignaverðs sé töluvert úr korti við þennan undirliggjandi þátt.

Nokkur einhugur er um að það sé fyrst og fremst skortur á framboði íbúða á hefðbundnum markaði sem hafi drifið þessa miklu hækkun fasteignaverðs sem við höfum upplifað síðustu misseri. Þrjú atriði skipta miklu í því sambandi. Í fyrsta lagi hefur ekki verið nógu mikið byggt af íbúðum til þess að uppfylla þörf. Í öðru lagi hefur mikill fjöldi íbúða verið keyptur til þess að leigja þær út til ferðamanna og í þriðja lagi hafa leigufélög keypt mikið af íbúðum sem þar með detta út af hefðbundnum kaup- og sölumarkaði einstaklinga. Erfitt hefur verið að setja ákveðna tölu á íbúðir sem leigðar eru út til ferðamanna, en ljóst er að fjöldinn hleypur a.m.k. á hundruðum á höfuðborgarsvæðinu. Þá er einnig erfitt að fylgjast fullkomlega með kaupum leigufélaga á íbúðum út frá þinglýsingargögnum þar sem þau kaupa oft marga íbúðir í einu, nýjar eða notaðar, og þá er ekki um hefðbundnar þinglýsingar á einstökum íbúðum að ræða.

Á síðustu misserum hafa 12-14% íbúða sem einstaklingar selja í Reykjavík vestan Kringlumýrarbrautar verið keyptar af fyrirtækjum. Á árinu 2016 má ætla að seldar hafi verið um 400 fjölbýlisíbúðir á þessu svæði í Reykjavík og því hafi rúmlega 50 íbúðir horfið af markaði vegna slíkra viðskipta. Sé litið á höfuðborgarsvæðið allt seldu einstaklingar um 6% íbúða til fyrirtækja á árinu 2016, eða um 350 íbúðir.

Á 1. ársfjórðungi 2017 var staðan nokkurn veginn sú sama og var á árinu 2016, en á 2. og 3. ársfjórðungi hefur hlutfall íbúða sem selt er frá einstaklingum á miðsvæði Reykjavíkur lækkað töluvert, niður í 7% og 9%. Ekki er ólíklegt að verð á íbúðarhúsnæði sé orðið of hátt fyrir t.d. leigufélög til þess að útleiga þess gangi upp. Sama þróun virðist í gangi fyrir höfuðborgarsvæðið allt.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Fasteignaverð – tenging við undirliggjandi þætti og uppkaup fyrirtækja

Þú gætir einnig haft áhuga á
Seðlabanki Íslands
10. feb. 2025
Vikubyrjun 10. febrúar 2025
Peningastefnunefnd lækkaði vexti um 0,5 prósentustig í síðustu viku. Í þessari viku koma tölur um skráð atvinnuleysi og fjölda brottfara frá Leifsstöð auk þess sem Hagstofan framkvæmir verðkannanir vegna vísitölu neysluverðs. Uppgjörstímabilið í Kauphöllinni er síðan enn í fullum gangi.
3. feb. 2025
Fréttabréf Greiningardeildar 3. febrúar 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Flutningaskip
3. feb. 2025
Aukinn halli af vöruviðskiptum í fyrra
Halli af vöruviðskiptum jókst í fyrra, en ekki með sama hraða og síðustu tvö ár þar á undan. Að það hægi á aukningunni gæti verið merki um að jafnvægi sé að aukast í hagkerfinu, en á móti kemur að innflutningsverðmæti hafa aldrei verið meiri sem gæti verið merki um aukin umsvif.
Seðlabanki Íslands
3. feb. 2025
Vikubyrjun 3. febrúar 2025
Verðbólga lækkaði á milli mánaða í janúar, úr 4,8% í 4,6%. Við eigum von á að Seðlabankinn lækki vexti um 0,5 prósentustig á miðvikudaginn. Fyrstu uppgjör fyrir árið 2024 komu í síðustu viku, en uppgjörstímabilið heldur áfram í þessari viku.
30. jan. 2025
Spáum vaxtalækkun um 0,5 prósentustig
Við spáum 0,5 prósentustiga vaxtalækkun í næstu viku. Verðbólga mældist 4,6% í janúar. Hún hjaðnaði í takt við spá okkar og hefur þokast niður um 0,5 prósentustig frá síðustu vaxtaákvörðun. Hægt hefur á íbúðaverðshækkunum og verðbólguvæntingar virðast stöðugri en áður. Laun hafa hækkað mun minna en áður og vinnumarkaður hefur leitað í eðlilegra horf.  
Fasteignir
30. jan. 2025
Verðbólga hjaðnar áfram
Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,27% á milli mánaða í janúar, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga lækkar því úr 4,8% í 4,6%. Við eigum enn von á að verðbólga hjaðni næstu mánuði og verði 3,9% í apríl.
Íbúðahús
27. jan. 2025
Vikubyrjun 27. janúar 2025
Í vikunni birtast verðbólgutölur fyrir janúar. Við eigum von á að verðbólga hjaðni og mælist 4,6%. Í síðustu viku birtist vísitala íbúðaverðs fyrir desember sem sýndi lækkun upp á 0,6% á milli mánaða. Vísitala leiguverðs sýndi einnig lækkun á milli mánaða, um 0,9%.
Bakarí
24. jan. 2025
Stöðugri vinnumarkaður og minna skrið launahækkana
Launavísitala Hagstofunnar hækkaði um 6,6% árið 2024. Á síðustu mánuðum hefur hægt verulega á launahækkunum, bæði vegna minni kjarasamningsbundinna hækkana en síðustu ár og minna launaskriðs. Kaupmáttur hefur því sem næst staðið í stað og óhætt að segja að staðan á vinnumarkaði styðji nú mun betur við verðstöðugleika en áður.
20. jan. 2025
Vikubyrjun 20. janúar 2025
Kortaveltutölur sem komu í síðustu viku voru nokkuð sterkar og sýndu að kortavelta heimilanna jókst nokkuð á milli ára í desember. Það voru tvö uppgjör í síðustu viku, Hagar og Ölgerðin, en fjárhagsár þessa tveggja félaga er, ólíkt öðrum félögum í kauphöllin, ekki hið sama og almanaksárið. Í vikunni fram undan fáum við vísitölur íbúðaverðs og leiguverðs frá HMS.
20. jan. 2025
Kortavelta landsmanna í sókn allt síðasta ár
Kortavelta landsmanna var alls 4,2% meiri á síðasta ári en árið 2023 og jókst milli ára alla mánuði ársins, miðað við fast verðlag og gengi. Telja má líklegt að Seðlabankinn fylgist vel með neyslustiginu í vaxtalækkunarferlinu og reyni að koma í veg fyrir að uppsafnaðar innistæður hrúgist út í neyslu. Neysla ferðamanna hér á landi mældist aðeins 1% meiri í fyrra en árið áður sé miðað við fast verðlag.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur