Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Hag­sjá: Fast­eigna­verð stend­ur í stað – staða kom­in til að vera?

Samfelld og mikil hækkun raunverðs stoppaði skyndilega um mitt ár í fyrra. Skortur á framboði og mikill áhugi á kaupum voru einna helstu áhrifaþættir þeirrar þróunar. Á svipuðum tíma tók framboð á markaði að aukast og sama má segja um fjölda nýbygginga að aukast.
22. maí 2018

Samkvæmt tölum Þjóðskrár var fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu óbreytt milli mars og apríl. Verð á fjölbýli lækkaði óverulega en verð á sérbýli hækkaði um 0,2%.

Verð á fjölbýli hefur hækkað um 4,6% á síðustu 12 mánuðum og verð á sérbýli um 7,1%. Heildarhækkun húsnæðisverðs nemur 5,4% og hefur árshækkunin ekki verið minni síðan um mitt ár 2011. Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hafði nú í apríl hækkað um 0,9% á síðustu sex mánuðum, en hækkaði um 4,5% næstu sex mánuði þar á undan.

Væntingar hafa lengi verið um að framboð á nýjum íbúðum myndi aukast sem líklega myndi þrýsta vísitölu íbúðaverðs upp á við þar sem fermetraverð á nýjum íbúðum er jafnan hærra en á eldri íbúðum þannig að vaxandi hluti þeirra af viðskiptum ætti að öllu jöfnu að draga verð upp á við.

Sé litið á fyrstu fjóra mánuði 2017 og 2018 í verðsjá fasteigna Þjóðskrár má sjá að nýjar íbúðir voru 9,5% af viðskiptum á árinu 2017 og 10,5% í ár. Hlutfall nýrra íbúða er því enn tiltölulega lítið og hefur því ekki svo mikil áhrif á heildarmyndina. Nýjar íbúðir voru reyndar 11,8% dýrari en eldri íbúðir á árinu 2017 og 12,6% dýrari í ár.

Nýjar íbúðir hækkuðu um 6,2% milli þessara tímabila og eldri íbúðir um 5,5% þannig að það er ekki verulegur munur á verðþróun nýrra og eldri íbúða.

Íbúðafjárfesting hefur aukist verulega á síðustu árum sem sést líka á mikilli aukningu fullbyggðra íbúða. Hluti nýrra íbúða hefur verið seldur til leigufélaga þannig að þær íbúðir koma ekki fram í þeim þinglýsingum sem eru grunnur vísitölu íbúðaverðs.

Á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs var meðalstærð nýrra seldra íbúða 104 m2 en stærð eldri íbúða 99 m2. Þessi munur var mun meiri á fyrstu fjórum mánuðum ársins í fyrra þegar nýjar seldar íbúðir voru að meðaltal 124 m2 og eldi íbúðir 98 m2. Þessi stærðarmunur kemur ekki heim og saman við þá skoðun að mesta eftirspurnin á markaðnum sé eftir minni íbúðum. Byggingargeirinn virðist ekki vera að sinna þeirri þörf að fullu og því kemur sú spurning upp hvort byggingar á of stórum íbúðum eigi eftir að koma í bakið á byggingarfyrirtækjum þegar að sölu kemur.

Samfelld og mikil hækkun raunverðs stoppaði skyndilega um mitt ár í fyrra. Skortur á framboði og mikill áhugi á kaupum voru einna helstu áhrifaþættir þeirrar þróunar. Á svipuðum tíma tók framboð á markaði að aukast og fjöldi nýbygginga að aukast. Aukið framboð hefur að öllu jöfnu áhrif á verð sem hætti að hækka eins mikið og áður var. Þá má einnig ætla að kaupendur hafi verið búnir að fá nóg á þessum tíma og ákveðið að bíða og sjá hver þróunin yrði.

Þrátt fyrir aukið framboð hafa viðskipti dregist saman. Í apríl voru viðskipti með fasteignir á höfuðborgarsvæðinu eilítið fleiri en næstu mánuði þar á undan. Sé litið á fjölda viðskipta fyrstu 4 mánuði ársins voru þau 5% færri en á sama tíma 2017. Sé litið á fjölda viðskipta í lengra samhengi má sjá að þeim fækkaði á milli ára í fyrra í fyrsta skipti í langan tíma. Viðskiptin á árinu 2017 voru álíka mikil og á árinu 2015. Fækkunin heldur áfram á fyrstu mánuðum ársins 2018 og er meðalfjöldi viðskipta fyrstu þrjá mánuðina orðinn álíka mikill og var að meðaltali á árunum 2003-2017.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Fasteignaverð stendur í stað – staða komin til að vera? (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Íbúðir
23. apríl 2025
Horfur á hófstilltum hækkunum á íbúðaverði
Við teljum horfur á tiltölulega hófstilltum verðhækkunum á íbúðamarkaði næstu árin, 5,9% hækkun á þessu ári, 4,8% hækkun á næsta ári og 6,4% hækkun árið 2027. Til samanburðar hefur íbúðaverð hækkað um 9% á ári að jafnaði frá aldamótum, og að meðaltali um 13% á ári frá árinu 2021. 
Greiðsla
22. apríl 2025
Vikubyrjun 22. apríl 2025
Leiguverð hefur hækkað um 11,3% á síðustu tólf mánuðum, þó nokkuð meira en íbúðaverð sem hefur hækkað um 8% á sama tímabili. Hækkanir á íbúða- og leigumarkaði eru þó nokkuð umfram almennar verðhækkanir í landinu, en verðbólga mældist 3,8% í mars. Áfram er kraftur í innlendri neyslu, greiðslukortavelta heimila hefur aukist statt og stöðugt síðustu mánuði og var 1,8% meiri í mars síðastliðnum en í mars í fyrra.  
Gönguleið
16. apríl 2025
Óljósar horfur í ferðaþjónustu vegna sviptinga í alþjóðasamskiptum
Sviptingar í alþjóðaviðskiptum gætu haft margvísleg áhrif á ferðaþjónustu hér á landi. Tollar gætu rýrt kaupmátt Bandaríkjamanna og haft áhrif á komur þeirra hingað til lands. Auk þess eru merki um að áhugi Evrópubúa á að heimsækja Bandaríkin fari dvínandi, sem gæti haft áhrif hingað heim, enda hafa Evrópubúar gjarnan komið við á Íslandi á leið sinni vestur um haf. Í nýrri hagspá gerum við ráð fyrir samdrætti í ferðaþjónustu á þessu ári, en að hún taki aftur við sér á næstu tveimur árum.
Mynt 100 kr.
14. apríl 2025
Vikubyrjun 14. apríl 2025
Í síðustu viku birtum við hagspá til næstu ára þar sem við spáum 1,4% hagvexti í ár og um 2% hagvexti næstu árin. Ferðamönnum fækkaði um 13,8% milli ára í mars. Skráð atvinnuleysi í mars var 0,4 prósentustigum hærra en í mars í fyrra. Þau tíðindi bárust einnig að skuldabréfaeigendur ÍL-sjóðs hefðu samþykkt að breyta skilmálum bréfanna sem heimilar útgefanda að gera upp bréfin. Í þessari viku birtir svo HMS vísitölu íbúðaverðs og leiguverðs.
Paprika
10. apríl 2025
Spáum 4% verðbólgu í apríl
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,77% á milli mánaða í apríl og að verðbólga hækki úr 3,8% í 4,0%. Hækkunin á milli mánaða skýrist meðal annars af tímasetningu páskanna í ár.
9. apríl 2025
Hagspá til 2027: Ágætis horfur en allt getur breyst
Hagkerfið hefur kólnað eftir kröftugt vaxtarskeið fyrstu árin eftir Covid-faraldurinn og við teljum að nú fari það hægt af stað á ný.
Royal exchange
7. apríl 2025
Vikubyrjun 7. apríl 2025
Í síðustu viku kynnti Bandaríkjaforseti umfangsmikla tolla á allan innflutning til landsins, þ. á m. 10% tolla á vörur frá Íslandi, sem hafa þegar tekið gildi. Fundargerð peningastefnunefndar var birt og þar kemur fram að nefndin taldi svigrúm til 0,25 eða 0,50 prósentustiga vaxtalækkunar við síðustu vaxtaákvörðun. Samkvæmt nýrri ríkisfjármálaáætlun er markmið ríkisstjórnarinnar að tryggja hallalausan ríkisrekstur árið 2027.
1. apríl 2025
Fréttabréf Greiningardeildar 1. apríl 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Hús í Reykjavík
31. mars 2025
Vikubyrjun 31. mars 2025
Verðbólga lækkaði úr 4,2% í 3,8% í mars. Lækkun á verðbólgu skýrist að langstærstum hluta af því að reiknuð húsaleiga hækkaði minna en í sama mánuði í fyrra. Undirliggjandi verðbólga hjaðnaði líka sem sést á því að VNV án húsnæðis og allar kjarnavísitölur lækkuðu á milli mánaða. Fjármálastöðugleikanefnd telur fjármálakerfið standa traustum fótum en segir mikla óvissu í alþjóðamálum geta reynt á viðnámsþrótt þjóðarbúsins.
27. mars 2025
Verðbólga mælist undir 4%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,37% á milli mánaða í mars, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga lækkar úr 4,2% í 3,8% og er komin undir efri vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabanka Íslands, í fyrsta skipti frá því í lok árs 2020. Verðmælingin var nokkuð góð en við teljum að á næstunni hægi á hjöðnuninni.