Hag­sjá: Fast­eigna­verð hef­ur fylgt kaup­mætti launa nokk­uð vel síð­asta ár

Samkvæmt tölum Þjóðskrár lækkaði fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu um 0,1% milli júlí og ágúst. Verð á fjölbýli stóð í stað og verð á sérbýli lækkaði um 0,3%.
19. september 2018

Samantekt

Verð á fjölbýli hefur hækkað um 3,2% á síðustu 12 mánuðum og verð á sérbýli um 6,0%. Árshækkun húsnæðisverðs nemur 4,1% sem er lægri hækkunartaktur en var í júní og júlí þegar hann var 5,2%.

Veruleg hækkun fasteignaverðs á síðustu misserum hefur orðið samhliða lágri verðbólgu og reyndar var verðbólga án húsnæðis lengi neikvæð, eða allt þar til í maímánuði síðastliðnum. Raunhækkun húsnæðisverðs mæld á föstu verðlagi án húsnæðis hefur því verið mikil, en verulega hefur þó hægt á árshækkuninni síðustu mánuði. Þannig var raunverð fasteigna nú í ágúst um 2,8% hærra en það var í ágúst 2017. Þar sem verðbólga er enn tiltölulega lág helst raunverð fasteigna stöðugt þrátt fyrir hóflegar hækkanir.

Árin 2016 og 2017 einkenndust að því að verð á fjölbýli hækkaði verulega meira en kaupmáttur launa. Sú þróun stöðvaðist um mitt síðasta ár þegar verulega dró úr verðhækkunum fjölbýlis. Einnig dró nokkuð úr hækkunum á kaupmætti launa á seinni hluta ársins 2017 þannig að þessar stærðir hafa haldist nokkuð vel í hendur allt frá því á miðju ári 2017. Verð á fjölbýli og kaupmáttur launa hafa því þróast með mjög svipuðum hætti síðan um mitt síðasta ár. Í júlí síðastliðnum hafði raunverð fjölbýlis hækkað um 3,7% á meðan kaupmáttur launa hafði hækkað um 3,5%.

Allt frá árinu 2016 fram á mitt ár 2017 dró í sundur með hækkun fasteignaverðs og hækkun byggingarkostnaðar. Samkvæmt þessum einfalda samanburði varð sífellt hagstæðara að byggja húsnæði til þess að selja. Þetta tók að breytast um mitt síðasta ár þegar verulega hægði á raunverðshækkun fjölbýlis samtímis því að byggingarkostnaður, mældur með vísitölu byggingarkostnaðar, tók að hækka. Samhengi þessara tveggja ferla hefur snúist við og undanfarna fimm mánuði hefur byggingarkostnaður hækkað meira en söluverð íbúða. Byggingarfyrirtæki geta því ekki lengur gengið að því gefnu að söluverð muni hækka meira en byggingarkostnaður.

Skyndileg áföll í ferðaþjónustu gætu haft veruleg áhrif á fasteignamarkað hér á landi. Veruleg fækkun ferðamanna myndi líklega hafa töluverð áhrif á Airbnb-markaðinn. Skyndileg fækkun ferðamanna gæti hugsanlega orðið til þess að einstaklingar myndu draga úr eða hætta þeirri starfsemi og annað hvort selja húsnæðið eða koma því í langtímaleigu. Ef slíkt gerist samhliða auknu framboði á nýbyggðum íbúðum gæti framboð íbúða aukist verulega sem aftur gæti haft áhrif til lækkunar á verði.

Hér þarf þó að hafa í huga að fasteignaverð er tiltölulega tregbreytanlegt niður á við. Þannig lækkaði nafnverð fasteigna einungis um 15% frá hæsta punkti í janúar 2008 fram að lægsta punkti í desember 2009, eða á u.þ.b. 2ja ára tímabili þar sem íslenska hagkerfið varð fyrir verulegu áfalli. Raunverðslækkunin á sama tíma varð hins vegar mun meiri, eða 36%, þannig að verðbólgan sá um nauðsynlega aðlögun eins og oft hefur gerst í íslensku efnahagslífi.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Fasteignaverð hefur fylgt kaupmætti launa nokkuð vel síðasta ár (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Mynt 100 kr.
27. maí 2024
Krónan stöðug en Ísland verður dýrara
Krónan hefur verið óvenju stöðug frá því í nóvember í fyrra. Við teljum að krónan styrkist lítillega á þessu ári og að raungengið hækki þar sem verðbólga verði meiri hér en í helstu viðskiptalöndum okkar.
Fasteignir
27. maí 2024
Vikubyrjun 27. maí 2024
Velta á íbúðamarkaði hefur aukist á síðustu mánuðum og kaupsamningum fjölgað. Undirritaðir kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu í apríl í ár voru meira en tvöfalt fleiri en í apríl í fyrra.
Fiskveiðinet
22. maí 2024
Botnfisksveiðar vega upp á móti loðnubresti
Heildarafli íslenskra fiskiskipa dróst saman í fyrra og útflutningur sjávarafurða var 7,9% minni í fyrra en árið á undan. Aflaheimildir á þorski hafa dregist saman nokkur ár í röð en nú virðist þróunin vera að snúast við þar sem þorskkvóti var aukinn um 1% fyrir yfirstandandi veiðitímabil. Loðnuvertíð síðasta árs var mjög góð en í ár verður engin loðna veidd. Í nýlegri hagspá gerum við ráð fyrir hóflegum vexti í útflutningi sjávarafurða.
Byggingakrani og fjölbýlishús
21. maí 2024
Vikubyrjun 21. maí 2024
Velta samkvæmt virðisaukaskattskýrslum gefur mynd af því hvar hagkerfið er að vaxa og hvar það er að dragast saman. Samkvæmt nýjustu gögnum mældist veruleg aukning milli ára í fasteignaviðskiptum og í byggingarstarfsemi en samdráttur í framleiðslu málma, bílasölu og í sjávarútvegi á fyrstu mánuðum ársins.
Hús í Reykjavík
16. maí 2024
Spáum óbreyttri verðbólgu í maí
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,38% á milli mánaða í maí og að ársverðbólga haldist óbreytt í 6,0%. Húsnæðiskostnaður og flugfargjöld til útlanda munu hafa mest áhrif á vísitöluna, en í sitthvora áttina. Húsnæði hækkar en flugfargjöld lækka. Við teljum að verðbólga verði nær óbreytt út sumarið.
Kranar á byggingarsvæði
15. maí 2024
Ennþá spenna á vinnumarkaði þótt hægi á efnahagsumsvifum
Vinnumarkaðurinn hefur staðið af sér vaxtahækkanir síðustu ára og þótt eftirspurn eftir starfsfólki hafi minnkað er enn þó nokkur spenna á markaðnum. Nýir kjarasamningar kveða á um hóflegri launahækkanir en þeir síðustu og líklega dregur úr launaskriði eftir því sem þensla í hagkerfinu minnkar.
Peningaseðlar
13. maí 2024
Vikubyrjun 13. maí 2024
Samhliða því sem vextir hafa hækkað hafa innlán heimilanna aukist verulega. Þetta hefur skilað sér í stórauknum vaxtatekjum til heimila sem eru nú orðnar meiri en vaxtagjöld.
Fjölbýlishús
10. maí 2024
Spáum hækkandi íbúðaverði
Íbúðaverð hefur hækkað jafnt og þétt á síðustu mánuðum. Í nýrri hagspá spáum við því að það hækki um 7% á þessu ári og um 8-9% næstu tvö ár. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun spáir því að nýjum fullbúnum íbúðum fækki með hverju árinu og fjöldi þeirra komist ekki nálægt því að mæta íbúðaþörf.
Fólk við Geysi
7. maí 2024
Annað metár í ferðaþjónustu í uppsiglingu?
Síðasta ár var metár í íslenskri ferðaþjónustu á flesta mælikvarða, þó ekki hafi verið slegið met í fjölda ferðamanna. Hlutur ferðaþjónustunnar af landsframleiðslu var um 8,8% í fyrra og hefur aldrei verið stærri. Í nýrri hagspá gerum við ráð fyrir að fjöldi ferðamanna í ár jafni metið frá 2018 og að verðmætin sem greinin skili af sér verði meiri en nokkru sinni fyrr.
6. maí 2024
Vikubyrjun 6. maí 2024
Álit markaðsaðila á taumhaldi peningastefnu hefur breyst verulega á síðustu mánuðum þrátt fyrir að stýrivextir hafa verið óbreyttir síðan í ágúst í fyrra. Skýrist það af að verðbólga hefur hjaðnað og hægst hefur á hagkerfinu.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur