Hag­sjá: Fast­eigna­verð – fjöl­býli ró­ast að­eins en sér­býli enn­þá á fullri ferð

Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,8% í september. Þar af hækkaði verð á sérbýli um 1,8% og verð á fjölbýli um 0,5%. Hækkanir frá fyrra ári eru enn mjög miklar.
18. október 2017

Samantekt

Í gær birti Þjóðskrá Íslands tölur um fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu í september. Hækkanir voru nú svipaðar og í síðasta mánuði en minni en var mánuðina þar á undan. Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,8% í september. Þar af hækkaði verð á sérbýli um 1,8% og verð á fjölbýli um 0,5%. Hækkanir frá fyrra ári eru enn mjög miklar. Samkvæmt tölum Þjóðskrár hefur verð á fjölbýli hækkað um 19% á síðustu 12 mánuðum og verð á sérbýli um 21,2%. Heildarhækkunin nemur 19,6%, sem er eilítið meira en í síðasta mánuði. Árshækkun sérbýlis er áfram með mesta móti miðað við síðustu ár.

Verð á fjölbýli hefur nú hækkað töluvert tvo mánuði í röð. Þó er meiri ró yfir þeim markaði en verið hefur, en engu að síður er hækkunin um 0,5% nú töluverð. 0,5% á mánuði í heilt ár gefur rúmlega 6% hækkun. Verð á sérbýli hækkar enn í svipuðum takti og verið hefur, eða um u.þ.b. 21% á ári.

Vangaveltur um mögulega kólnun á markaðnum halda væntanlega áfram. Þrátt fyrir meiri ró en á fyrri hluta ársins eru hækkanirnar nú enn miklar í sögulegu samhengi.

Sé litið á fjölda viðskipta með fjölbýli má sjá að þróunin hefur verið frekar niður á við allt frá því í nóvember. Tölur um fjölda viðskipta fyrir fjölbýli eru þannig mun lægri en fyrir ári síðan og hafa lækkað mikið síðustu mánuði. Sé litið á meðaltal júní til september hefur viðskiptum fækkað um rúm 20% frá sama tímabili í fyrra.

Sé fjöldi viðskipta yfir lengri tíma skoðaður er nokkuð ljóst að tími samfellds vaxtar milli ára er liðinn, allavega í bili. Sé meðalfjöldi viðskipta á þessu ári borinn saman við sömu stærðir á síðustu árum má sjá að dregið hefur úr viðskiptum bæði með fjölbýli og sérbýli.

Töluverð umræða hefur verið um mögulega kólnun fasteignamarkaðar eftir mun minni verðhækkanir en áður í júní og júlí. Litlar hækkanir áttu hins vegar einungis við um fjölbýli á þessum tíma; hækkanir á sérbýli voru áfram miklar. Viðskipti með fjölbýli eru hins vegar um 85% allra viðskipta með fasteignir þannig að heildarverðið ræðst mikið af þróun fjölbýlis. Tölurnar síðustu tvo mánuði eru enn töluvert háar og svo virðist sem töluvert líf sé í markaðnum og svo mun væntanlega verða áfram.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Fasteignaverð – fjölbýli róast aðeins en sérbýli ennþá á fullri ferð

Þú gætir einnig haft áhuga á
Seðlabanki Íslands
7. okt. 2024
Vikubyrjun 7. október 2024
Peningastefnunefnd Seðlabankans lækkaði vexti í síðustu viku, í fyrsta sinn í fjögur ár. Stýrivextir eru nú 9% eftir að hafa staðið í 9,25% í meira en ár. Verðbólga á evrusvæðinu er enn á niðurleið og mældist 1,8% í september, undir 2% verðbólgumarkmiði. Verðbólgutölur í Bandaríkjunum verða birtar í þessari viku.
1. okt. 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 1. október 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Byggingakrani og fjölbýlishús
30. sept. 2024
Vikubyrjun 30. september 2024
Verðbólga í september var nokkuð undir væntingum og lækkaði úr 6,0% niður í 5,4%. Þrátt fyrir það teljum við að peningastefnunefnd vilji sýna varkárni þegar hún hittist í byrjun vikunnar og haldi vöxtum óbreyttum á miðvikudaginn.
Bakarí
27. sept. 2024
Verðbólga undir væntingum annan mánuðinn í röð - lækkar í 5,4%
Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,24% á milli mánaða í september, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga lækkar því úr 6,0% í 5,4%, eða um 0,6 prósentustig. Verðbólga hefur ekki mælst lægri síðan í desember 2021.
27. sept. 2024
Spáum varkárni í peningastefnu og óbreyttum vöxtum
Ýmis merki eru um nokkuð kröftuga eftirspurn í hagkerfinu þótt verðbólga sé á niðurleið og landsframleiðsla hafi dregist saman það sem af er ári. Kortavelta eykst statt og stöðugt á milli ára, íbúðaverð er á hraðri uppleið, velta á íbúðamarkaði er meiri en í fyrra og atvinnuleysi hefur ekki aukist að ráði. Við teljum að peningastefnunefnd haldi stýrivöxtum áfram óbreyttum í 9,25% í næstu viku, sjöunda skiptið í röð.
Þjóðvegur
23. sept. 2024
Vikubyrjun 23. september 2024
Í vikunni birtir Seðlabankinn yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar og fjármálastöðugleikaskýrslu. Þá gefur Hagstofan út verðbólgumælingu fyrir septembermánuð á föstudag. Í síðustu viku gaf HMS út vísitölu íbúðaverðs sem hækkaði talsvert á milli mánaða og vísitölu leiguverðs sem lækkaði á milli mánaða. Kortaveltugögn sem Seðlabankinn birti í síðustu viku benda til þess að þó nokkur kraftur sé í innlendri eftirspurn eftir vörum og þjónustu.
Alþingishús
16. sept. 2024
Vikubyrjun 16. september 2024
Í vikunni birtist meðal annars vísitala íbúðaverðs, vísitala leiguverðs og tölur um veltu greiðslukorta í ágúst. Í síðustu viku birtust tölur um fjölda ferðamanna sem hingað komu í ágúst, en þeir voru svipað margir og í ágúst í fyrra. Atvinnuleysi jókst lítillega á milli mánaða í ágúst. Fjárlög fyrir 2025 voru kynnt.
12. sept. 2024
Spáum að verðbólga lækki í 5,7% í september
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,08% á milli mánaða í september og að verðbólga lækki úr 6,0% niður í 5,7%. Við eigum von á áframhaldandi lækkun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 4,9% í lok árs.
9. sept. 2024
Vikubyrjun 9. september 2024
Í þessari viku ber hæst útgáfa á tölum um fjölda ferðamanna í ágúst og skráð atvinnuleysi á morgun. Í síðustu viku birtist fundargerð peningastefnunefndar þar sem fram kom að allir nefndarmenn voru sammála um að halda vöxtum óbreyttum á síðasta fundi, ólíkt því sem var síðustu þrjá fundi þar áður þar sem einn nefndarmaður vildi lækka vexti um 0,25 prósentustig.
6. sept. 2024
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf - ágúst 2024
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit sértryggðra skuldabréfa.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur