Samantekt
Gistinætur erlendra ferðamanna á hótelum í febrúar námu um 597 þúsund og fækkaði um 6,9% milli ára. Þetta er í fyrsta sinn síðan í febrúarmánuði fyrir ári að gistinóttum erlendra ferðamanna á hótelum fækkar milli ára. Skýringin á fækkuninni liggur fyrst og fremst í mikilli fækkun gistinátta Kínverja. Gistinóttum þeirra fækkaði um 17.400 milli ára eða um ríflega helming. Þennan samdrátt má fyrst og fremst rekja til þess að ferðatakmarkanir vegna Covid-19 faraldursins höfðu þegar verið settar upp í Kína í febrúar. Sem dæmi um mikil áhrif fækkunar gistinátta Kínverja hefði mælst fjölgun heildargistinátta upp á 0,9% ef ekki hefði komið til nein breyting í gistináttafjölda Kínverja milli ára. Kínverjar hafa verið þeir ferðamenn sem fjölgað hefur hvað hraðast hér á landi hlutfallslega séð á síðustu árum en það mun snúast við á næstu mánuðum rétt eins og með ferðamenn annarra þjóða.
Lesa Hagsjána í heild
Hagsjá: Fækkun gistinátta skýrist af fækkun kínverskra ferðamanna vegna Covid-19 (PDF)