Hag­sjá: Fá merki um mikla slök­un á vinnu­mark­aði

Samkvæmt vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar fjölgaði heildarvinnustundum mikið milli þriðja ársfjórðungs 2017 og 2018, eða um 4,3%. Aukningin var töluvert umfram ársvöxt undanfarinna fimm fjórðunga. Meðalvinnuvikan lengdist um 0,3% og starfandi fólki fjölgaði um 4,1%.
12. nóvember 2018

Samantekt

Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands er áætlað að 202.600 manns á aldrinum 16–74 ára hafi verið á vinnumarkaði í september 2018, sem jafngildir 80,8% atvinnuþátttöku. Af þeim voru 199.500 starfandi og 3.100 án vinnu og í atvinnuleit. Hlutfall starfandi af mannfjölda var því 79,6% og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli var 1,5%. Starfandi fólk var um 12 þúsund fleira nú í september en var í september í fyrra.

Atvinnuþátttaka í september í fyrra var 83% og 81,8% í ár, þannig að þróunin hefur verið niður á við. Sé litið á 12 mánaða meðaltal jókst atvinnuþátttaka stöðugt frá upphafi ársins 2015 fram til vorsins 2017.

Lengd vinnutíma var svipuð í september og var í september 2017. Sé miðað við 12 mánaða meðaltal var vinnutíminn í september sá sami og var í sama mánuði í fyrra og hefur hann verið nokkuð stöðugur á þann mælikvarða allt þetta ár.

Sé litið á breytinguna milli þriðja ársfjórðungs 2017 og 2018 fjölgaði heildarvinnustundum mikið, eða um 4,3%. Aukningin var töluvert umfram ársvöxt undanfarinna fimm fjórðunga. Meðalvinnuvikan lengdist um 0,3% og starfandi fólki fjölgaði um 4,1%. Spenna á vinnumarkaðnum er því ekki að minnka miðað við þessar tölur og þær eru í ágætu samræmi við þær hagvaxtartölur sem Hagstofan hefur birt á árinu. Töluverður kraftur virðist því enn fyrir hendi á vinnumarkaðnum.

Meðalatvinnuleysi síðustu 12 mánaða miðað við mælingar Hagstofunnar var 2,8% í september og hefur sú tala verið nær óbreytt í rúmt ár og var einnig 2,8% í september í fyrra. Meðalatvinnuleysi síðustu 12 mánaða samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar um skráð atvinnuleysi var 2,2% nú í september, og var einnig 2,2% í september í fyrra. Atvinnuleysi virðist því hafa náð lágmarki og er þess ekki að vænta að dragi meira úr því - frekar að það muni aukast. Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Hagfræðideildar reiknum við með 2,2% atvinnuleysi í ár á mælikvarða Vinnumálstofnunar, 2,7% á árinu 2019 og 3% á árunum 2020 og 2021.

Eins og margoft hefur verið fjallað um hefði þensla á vinnumarkaði orðið umtalsvert meiri en raunin varð ef ekki hefði komið til verulegur innflutningur á vinnuafli til landsins. Þessi þróun hefur haldið nær linnulaust áfram.

Miðað við tölur fyrir þriðja ársfjórðung fjölgar erlendu vinnuafli enn, en þó hefur hægt á fjölguninni frá því í fyrra.

Á 3. ársfjórðungi 2018 voru erlendir ríkisborgarar búsettir hér á landi rúmlega 43 þúsund, eða um 12,2% þjóðarinnar, og hafði hlutfallið hækkað úr 10,6% á 3. ársfjórðungi 2017. Á þessu ári hefur erlendum ríkisborgurum fjölgað um 18,4% miðað við sama tíma á síðasta ári. Á sama tíma hefur Íslendingum fjölgað um 0,7%.

Nú í haust vildu 4% fleiri fyrirtæki fjölga starfsfólki en fækka því samkvæmt könnun Gallup meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins. Þetta er ekki mikil breyting frá síðustu tveimur könnunum. Samkvæmt könnuninni má ætla að starfsfólki muni fjölga áfram í iðnaði og framleiðslu, sem og í verslun. Eins og áður reikna fleiri fyrirtæki í sjávarútvegi frekar með að fækka starfsfólki en að fjölga.

Samkvæmt sömu könnun Gallup á um 20% fyrirtækja erfitt með að manna störf sem er nálægt sögulegu meðaltali. Þetta hlutfall hefur lækkað um 5% frá síðustu könnun sem gerð var í sumar og um 15% frá sama tíma í fyrra. Vísbendingar eru um að starfsfólki muni fækka í fjármálastarfsemi og í ferðaþjónustutengdum greinum.

Vinna við næstu kjarasamninga á almennum vinnumarkaði er nú þegar hafin. Mikil eftirspurn eftir starfsfólki og áframhaldandi tilflutningur erlends vinnuafls eru vísbendingar um að staða launafólks á vinnumarkaðnum sé enn nokkuð sterk.

Þær spár um hagvöxt sem hafa komið fram undanfarið benda til þess að hagvöxtur verði í kringum 4% í ár en töluvert minni á næstu árum. Hagfræðideild Landsbankans spáir t.d. 3,9% hagvexti í ár, 2,4% 2019 og 2,2% 2020 og 1,9% 2021. Þetta er viðunandi hagvöxtur að flestra mati miðað við að hagsveiflan hefur væntanlega náð toppi sínum. Fá merki eru um að staðan á vinnumarkaðnum mundi breytast mikið á næstu mánuðum þannig að vinna við kjarasamninga mun fara fram í vinnumarkaðsumhverfi sem er í þokkalegu jafnvægi og í sterkri stöðu.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Fá merki um mikla slökun á vinnumarkaði (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Þjóðvegur
23. sept. 2024
Vikubyrjun 23. september 2024
Í vikunni birtir Seðlabankinn yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar og fjármálastöðugleikaskýrslu. Þá gefur Hagstofan út verðbólgumælingu fyrir septembermánuð á föstudag. Í síðustu viku gaf HMS út vísitölu íbúðaverðs sem hækkaði talsvert á milli mánaða og vísitölu leiguverðs sem lækkaði á milli mánaða. Kortaveltugögn sem Seðlabankinn birti í síðustu viku benda til þess að þó nokkur kraftur sé í innlendri eftirspurn eftir vörum og þjónustu.
Alþingishús
16. sept. 2024
Vikubyrjun 16. september 2024
Í vikunni birtist meðal annars vísitala íbúðaverðs, vísitala leiguverðs og tölur um veltu greiðslukorta í ágúst. Í síðustu viku birtust tölur um fjölda ferðamanna sem hingað komu í ágúst, en þeir voru svipað margir og í ágúst í fyrra. Atvinnuleysi jókst lítillega á milli mánaða í ágúst. Fjárlög fyrir 2025 voru kynnt.
12. sept. 2024
Spáum að verðbólga lækki í 5,7% í september
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,08% á milli mánaða í september og að verðbólga lækki úr 6,0% niður í 5,7%. Við eigum von á áframhaldandi lækkun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 4,9% í lok árs.
9. sept. 2024
Vikubyrjun 9. september 2024
Í þessari viku ber hæst útgáfa á tölum um fjölda ferðamanna í ágúst og skráð atvinnuleysi á morgun. Í síðustu viku birtist fundargerð peningastefnunefndar þar sem fram kom að allir nefndarmenn voru sammála um að halda vöxtum óbreyttum á síðasta fundi, ólíkt því sem var síðustu þrjá fundi þar áður þar sem einn nefndarmaður vildi lækka vexti um 0,25 prósentustig.
6. sept. 2024
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf - ágúst 2024
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit sértryggðra skuldabréfa.
Lyftari í vöruhúsi
5. sept. 2024
Halli á viðskiptum við útlönd á 2. ársfjórðungi
Halli mældist á viðskiptum við útlönd á öðrum fjórðungi þessa árs, ólíkt öðrum ársfjórðungi í fyrra, þegar lítils háttar afgangur mældist. Það var afgangur af þjónustujöfnuði og frumþáttatekjum, en halli á vöruskiptum og rekstrarframlögum. Hrein staða þjóðarbúsins versnaði lítillega á fjórðungnum.
3. sept. 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 3. september 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Íslenskir peningaseðlar
2. sept. 2024
Vikubyrjun 2. september 2024
Verðbólga lækkaði óvænt á milli mánaða í ágúst. Hagkerfið dróst örlítið saman á milli ára á öðrum ársfjórðungi, en á sama tíma er nú ljóst að hagvöxtur í fyrra var meiri en áður var talið og einnig að samdráttur var minni á fyrsta ársfjórðungi. Í þessari viku birtir Seðlabankinn gögn um greiðslujöfnuð við útlönd og fundargerð peningastefnunefndar.
Bílar
30. ágúst 2024
Samdráttur annan ársfjórðunginn í röð
Hagkerfið dróst örlítið saman á milli ára á öðrum ársfjórðungi, samkvæmt nýbirtum þjóðhagsreikningum Hagstofunnar. Á sama tíma er nú ljóst að hagvöxtur var meiri í fyrra en áður var talið og samdráttur einnig minni á fyrsta ársfjórðungi. Umsvif í hagkerfinu eru því meiri en áður var talið þótt landsframleiðsla dragist saman.
Paprika
29. ágúst 2024
Verðbólga undir væntingum - lækkar í 6,0%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,09% á milli mánaða í ágúst, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Ísland. Ársverðbólga lækkar því úr 6,3% í 6,0%, um 0,3 prósentustig. Vísitalan hækkaði nokkuð minna en við gerðum ráð fyrir, en við spáðum óbreyttri verðbólgu. Það sem kom okkur mest á óvart var lækkun á menntunarliðnum, sem skýrist af niðurfellingu á skólagjöldum einstaka háskóla. Verð á matarkörfunni lækkaði í fyrsta skiptið í þrjú ár. 
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur