Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Hag­sjá: Er­lent vinnu­afl nauð­syn­legt – en upp­lýs­inga­skort­ur skap­ar flækju

Fjölgun útlendinga á íslenskum vinnumarkaði er þó nokkuð meiri en gildir um íbúafjöldann. Á þriðja ársfjórðungi síðasta árs voru um 210 þús. starfandi á íslenskum vinnumarkaði, þar af voru um 170 þús. með íslenskan bakgrunn og um 40 þús. innflytjendur. Hlutfall innflytjenda á vinnumarkaði hér á landi var því um 19%, en var rúmlega 9% á árinu 2010.
4. febrúar 2019

Samantekt

Í lok ársins 2018 voru um 44.300 erlendir ríkisborgarar búsettir hér á landi, eða um 12,4% af mannfjöldanum. Mikil fjölgun hefur verið á erlendum ríkisborgurum með búsetu hér á síðustu árum, en í lok ársins 2012 nam hlutfall þeirra af mannfjöldanum 6,6%. Útlendingum búsettum hér á landi hefur þannig fjölgað mun meira en innfæddum á síðustu árum. Sé litið á fólksfjölgun frá árslokum 2012 fram til ársloka 2018 hefur íslenskum ríkisborgurum fjölgað um 4,1% en erlendum ríkisborgurum hefur fjölgað um 106%. Íbúum alls hefur fjölgað um 10,9% á þessum tíma og það gefur augaleið að meginþorri fjölgunarinnar er vegna erlendra ríkisborgara.

Vandasamt er að spá fyrir um fjölgun erlendra ríkisborgara. Að mati Hagstofunnar flytur annar hver erlendur ríkisborgari sem hingað kemur af landi brott innan tveggja ára. Þar að auki fær hluti erlendra ríkisborgara sem hingað kemur íslenskt ríkisfang og teljast þá ekki lengur vera erlendir ríkisborgarar.

Fjölgun útlendinga á íslenskum vinnumarkaði er þó nokkuð meiri en gildir um íbúafjöldann. Á þriðja ársfjórðungi síðasta árs voru um 210 þús. starfandi á íslenskum vinnumarkaði, þar af voru um 170 þús. með íslenskan bakgrunn og um 40 þús. innflytjendur. Hlutfall innflytjenda á vinnumarkaði hér á landi var því um 19%, en var rúmlega 9% á árinu 2010.

Þessi mikla fjölgun erlends starfsfólks, og tiltölulega minni vissa um ýmsa þætti hennar en gildir um Íslendinga, hefur valdið töluverðri óvissu um þróun ýmissa hagstærða.

Einn þessara þátta snýr að þátttöku á vinnumarkaði. Hagstofan fylgist með þróun á vinnumarkaði með mánaðarlegri vinnumarkaðskönnun sinni, sem er úrtakskönnun. Það er nokkuð mikil vissa fyrir því að erfiðara er að ná til erlendra starfsmanna en þeirra innlendu í úrtakskönnun og þegar þeir erlendu eru orðnir um 20% af vinnumarkaðnum (stærra hlutfall í sumum greinum) gefur augaleið að óvissa varðandi niðurstöður er orðin mun meiri en þegar hlutfall útlendinga var lægra. Vinnumarkaðskönnunin gefur upplýsingar um marga mikilvæga þætti, t.d. um þátttöku á vinnumarkaði og fjölda vinnustunda. Heildarfjöldi vinnustunda er stærð sem skiptir verulegu máli þegar meta á framleiðni vinnuaflsins og þróun á framleiðni. Sú stærð skiptir svo aftur máli þegar meta þarf svigrúm til launahækkana svo eitthvað sé nefnt í þessu sambandi.

Nýlega komu fram niðurstöður átakshóps um aukið framboð á íbúðum. Þar er reynt að áætla þörf fyrir nýjar íbúðir á næstu árum á grundvelli nýrrar skýrslu Íbúðalánasjóðs um íbúðaþörf. Einn af þeim þáttum sem skiptir máli við mat á íbúðaþörf er fjöldi innflytjenda, fjölgun þeirra og spá um framvindu þeirra mála. Í skýrslu Íbúðalánasjóðs kemur m.a. fram að innflytjendur séu að meðaltali yngri en aðrir landsmenn og að þeir séu líklegri en aðrir landsmenn til þess að búa einir í heimili og kjósi að jafnaði að búa í minna húsnæði. Í þessu sambandi kemur upp sú spurning að hve miklu leyti eigi að hafa hliðsjón af húsnæðisþörf þess fjölda útlendinga sem nú býr hér á landi og e.t.v. taka tillit til þeirra sérþarfa sem þeir kunna að hafa. Íbúðalánasjóður bregður á það ráð að kynna tvö afbrigði af sviðsmynd fyrir greiningu á íbúðaþörf miðað við mismunandi mat á flutningum innflytjenda til og frá landinu fram til 2028.

Þessi tvö dæmi um annarsvegar þátttöku og hegðun á vinnumarkaði og mat á íbúðaþörf sýnir hve miklu máli skiptir að hafa sem öruggastar upplýsingar um þennan nýja hóp sem skiptir æ meira máli í samfélagi okkar. Fram til þessa hefur verið talið að áhugi erlendra ríkisborgara á dvöl og atvinnu hér á landi tengist hagsveiflunni mikið; þeir komi í uppgangi en flytji burt þegar verr árar. Það er ekki víst að staðan verði alltaf þannig. Það er t.d. líklegt að launa- og starfskjör séu tiltölulega góð hér á landi fyrir þau störf sem innflytjendur vinna helst við. Hér er fyrst og fremst um að ræða ófaglært vinnuafl sem virðist ekki njóta síðri kjara hér en í nálægum löndum.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Erlent vinnuafl nauðsynlegt – en upplýsingaskortur skapar flækju (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
27. okt. 2025
Vikubyrjun 27. október 2025
Íslenska hagkerfið verður í hægum vaxtartakti á næstu árum gangi hagspá sem við birtum í síðustu viku eftir. Á fimmtudag koma verðbólgutölur fyrir október og við eigum von á að verðbólga hækki úr 4,1% í 4,2%.
Hagspá október 2025
22. okt. 2025
Kólnandi kerfi en kraftmikil neysla
Hagvöxtur verður 1,5% á þessu ári og 1,7% á því næsta, samkvæmt nýrri hagspá Landsbankans. Hagvöxtur verður ekki síst drifinn áfram af neyslu innanlands en á sama tíma er útlit fyrir smám saman minnkandi spennu í atvinnulífinu. Verðbólga reynist áfram þrálát næstu misseri og ekki eru horfur á að hún komist niður í markmið Seðlabankans á spátímabilinu. Því má áfram búast við háum raunstýrivöxtum.
Greiðsla
20. okt. 2025
Vikubyrjun 20. október 2025
Kortavelta Íslendinga jókst um 7,6% að raunvirði á milli ára í september. Á fyrstu níu mánuðum ársins hefur kortavelta heimila verið um 5,2% meiri en á sama tímabili í fyrra, að teknu tilliti til verðlags og gengis. Í vikunni birtir Greiningardeild Landsbankans nýja hagspá til ársins 2028. HMS birtir vísitölu íbúðaverðs, vísitölu leiguverðs og mánaðarskýrslu.  
Flugvél
16. okt. 2025
Spáum 4,2% verðbólgu í október
Við spáum því að verðbólga aukist lítillega í október, úr 4,1% í 4,2%. Mest áhrif til hækkunar á vísitölunni hafa flugfargjöld til útlanda, reiknuð húsaleiga og matarkarfan. Gangi spáin eftir verður október níundi mánuðurinn í röð þar sem verðbólga er á bilinu 3,8% til 4,2%. Við teljum að verðbólga verði áfram á þessu bili næstu mánuði.
Fjölskylda við matarborð
13. okt. 2025
Vikubyrjun 13. október 2025
Peningastefnunefnd hélt vöxtum óbreyttum í síðustu viku, eins og við var búist. Þó mátti greina aukna bjartsýni í yfirlýsingu nefndarinnar. Skráð atvinnuleysi var 3,5% í september og jókst um 0,1 prósentustig á milli mánaða. Brottförum erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll fjölgaði um 0,5% í september og utanlandsferðum Íslendinga fjölgaði um 14%.
Play
6. okt. 2025
Vikubyrjun 6. október 2025
Fall Fly Play hf. var stærsta fréttin í síðustu viku. Um 400 manns misstu vinnuna og má búast við að atvinnuleysi aukist um um það bil 0,2 prósentustig þess vegna. Við búumst ekki við verulegum þjóðhagslegum áhrifum af falli Play. Peningastefnunefnd kemur saman á miðvikudaginn og við búumst við að stýrivöxtum verði áfram haldið í 7,50%.  
Seðlabanki Íslands
2. okt. 2025
Þrálát verðbólga kallar á óbreytta vexti
Við spáum því að peningastefnunefnd haldi stýrivöxtum óbreyttum í næstu viku. Verðbólga hefur haldist á þröngu bili í kringum 4% frá því í febrúar og horfur eru á nær óbreyttri verðbólgu á næstu mánuðum. Áfram má greina skýr merki um þenslu í hagkerfinu og nær óhugsandi að peningastefnunefnd telji tímabært að halda vaxtalækkunarferlinu áfram. 
1. okt. 2025
Mánaðamót 1. október 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Íbúðahús
29. sept. 2025
Vikubyrjun 29. september 2025
Verðbólga mældist í takt við væntingar í september og fór úr 3,8% í 4,1%, samkvæmt vísitölu neysluverðs, sem Hagstofan birti í síðustu viku. Aukin verðbólga var fyrirséð og mælingin ber þess ekki merki að verðbólguþrýstingur í hagkerfinu hafi aukist. Kaupmáttur launa er 3,8% meiri en í ágúst í fyrra.
Litríkir bolir á fataslá
25. sept. 2025
Verðbólga eykst í takt við væntingar
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,11% á milli mánaða í september og verðbólga jókst úr 3,8% í 4,1%. Hækkunin skýrist að langmestu leyti af því að lækkunaráhrif gjaldfrjálsra skólamáltíða duttu nú úr 12 mánaða taktinum. Fátt í septembermælingunni kom á óvart en við spáðum 0,07% hækkun á vísitölunni og 4,1% verðbólgu. Við gerum ráð fyrir að verðbólga verði áfram á þessu bili út árið og verði 4,0% í árslok.