Samantekt
Fjöldi erlendra ferðamanna um Leifsstöð nam tæplega 442 þúsund manns á öðrum ársfjórðungi borið saman við 547 þúsund á sama fjórðungi í fyrra. Ferðamönnum fækkaði því um 105 þúsund eða 19,2%. Þetta er mun meiri fækkun en á fyrsta fjórðungi þegar hún nam 4,7%. Meiri fækkun á öðrum fjórðungi skýrist af brotthvarfi Wow air sem fór í þrot í lok mars. Á fyrri árshelmingi fækkaði ferðamönnum um 12,4%.
Lesa Hagsjána í heild
Hagsjá: Erlendum ferðamönnum fækkað um 19,2% eftir brotthvarf Wow air (PDF)