Hag­sjá: Enn stöð­ug­leiki á vinnu­mark­aði – en auk­in óvissa framund­an

Sé litið á vinnuaflsnotkun eða heildarfjölda vinnustunda má sjá að starfandi fólki fjölgaði um 2,3% milli ára í nóvember og vinnutími jókst um 1,1%. Heildarfjöldi vinnustunda jókst því um 3,4% og hefur verið stöðug aukning á þann mælikvarða frá því í júní.
10. janúar 2019

Samantekt

Niðurstöður vinnumarkaðskönnunar Hagstofunnar fyrir nóvember sýna áfram að stöðugleiki ríkir á íslenskum vinnumarkaði. Töluverðar sveiflur eru eftir mánuðum og árstíðum eins og eðlilegt er, en sé litið á 12 mánaða meðaltöl má sjá að sumar stærðir breytast ekki mikið. Það á t.d. við um atvinnuþátttöku, vinnutíma og atvinnuleysi.

Sé litið á 12 mánaða hlaupandi meðaltal atvinnuleysis er ekki miklar breytingar að sjá. Allt frá því vorið 2017 hefur atvinnuleysi verið nokkuð stöðugt. Töluverðar árstíðar- og mánaðarsveiflur eru í tölum Hagstofunnar, en meðalatvinnuleysi í september, október og nóvember 2018 var 2,4% í ár samanborið við 2,7% 2017. Skráð atvinnuleysi hefur hins vegar aukist nokkuð að undanförnu og var 2,5% í nóvember nú miðað við 2,2% í nóvember 2017.

Á árinu 2018 fékk Vinnumálastofnun 15 tilkynningar um hópuppsagnir þar sem um 860 manns var sagt upp störfum. Uppsagnir í flutningum voru um 45% þessara uppsagna, um 31% voru í iðnaðarframleiðslu og um 17% í fiskvinnslu. Um 51% þessara hópuppsagna voru á höfuðborgarsvæðinu og um 34% á Suðurnesjum. Til samanburðar komu tilkynningar um 17 hópuppsagnir á árinu 2017 sem náðu til um 630 starfsmanna.

Nýleg könnun Gallup fyrir Samtök atvinnulífsins og Seðlabanka Íslands meðal stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins sýnir að sá skortur á starfsfólki sem við höfum búið við á síðustu misserum fer minnkandi og er nú svipaður og var á árinu 2014. Um 15% stjórnenda telja að fyrirtækin búi við starfsmannaskort en samsvarandi tala var 30% í ársgamalli könnun. Minna er um skort á starfsfólki í útflutningsfyrirtækjum og ferðaþjónustu en öðrum greinum. Út frá könnuninni áætla Samtök atvinnulífsins að störfum hjá þeim sem vilja draga saman fækki um 2.000. Að sama skapi gæti störfum hjá fyrirtækjum sem vilja bæta við fjölgað um 600. Niðurstaðan gæti því orðið fækkun um u.þ.b. 1.400 störf.

Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar var ekki um miklar breytingar að ræða frá því í október. Áætlað var að 204.700 manns á aldrinum 16–74 ára hafi verið á vinnumarkaði í nóvember 2018, sem jafngildir 81% atvinnuþátttöku. Af þeim voru 198.800 starfandi og 5.900 án vinnu og í atvinnuleit. Hlutfall starfandi af mannfjölda var því 78,7% og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli var 2,9%. Starfandi fólk var um 4.500 fleira nú í nóvember en í sama mánuði í fyrra.

Sé litið á 12 mánaða meðaltal hefur atvinnuþátttaka verið mjög stöðug að undanförnu. Hún jókst stöðugt frá upphafi ársins 2015 fram til vorsins 2017. Frá maí 2017 fram til maí 2018 dró úr atvinnuþátttöku um 1,8 prósentustig, en atvinnuþátttaka hefur verið nær óbreytt frá því í maí á síðasta ári. Á þennan mælikvarða er atvinnuþátttaka nú svipuð og var í upphafi ársins 2015.

Vinnutími var lengri í nóvember en á sama tíma 2017, 38,3 stundir á móti 37,9 stundum. Sé miðað við 12 mánaða meðaltal var vinnutíminn í nóvember sá sami og var í sama mánuði 2017 og hefur hann verið mjög stöðugur á þann mælikvarða allt þetta ár.

Sé litið á vinnuaflsnotkun eða heildarfjölda vinnustunda má sjá að starfandi fólki fjölgaði um 2,3% milli ára og vinnutími jókst um 1,1%. Heildarfjöldi vinnustunda jókst því um 3,4% og hefur verið stöðug aukning á þann mælikvarða frá því í júní.

Fregnir og umræða um vinnumarkaðinn hafa því verið með neikvæðara móti að undanförnu og verður því athyglisvert að fylgjast með tölum næstu mánaða um þróun og stöðu á vinnumarkaði. Spurningin er hvort fréttir og væntingar muni endurspeglast í tölum næstu mánaða.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Enn stöðugleiki á vinnumarkaði – en aukin óvissa framundan (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Fasteignir
24. mars 2025
Vikubyrjun 24. mars 2025
Peningastefnunefnd lækkaði vexti um 0,25 prósentustig á miðvikudaginn í síðustu viku. Ákvörðunin var í takt við væntingar. Vísitala íbúðaverðs hélst nokkurn veginn óbreytt á milli mánaða í febrúar. Til samanburðar hækkaði verðið mun meira í febrúar í fyrra, um tæp 2%. Kortavelta landsmanna innanlands hélt áfram að aukast á milli ára í febrúar en jókst þó aðeins minna en undanfarna mánuði.
Ferðamenn
17. mars 2025
Vikubyrjun 17. mars 2025
Við búumst við að peningastefnunefnd lækki vexti um 0,25 prósentustig á miðvikudaginn. Í síðustu viku fóru fram verðmælingar vegna marsmælingar vísitölu neysluverðs og við spáum því að verðbólga lækki úr 4,2% í 3,9%. Atvinnuleysi var 4,3% í febrúar og hækkaði um 0,4 prósentustig á milli ára. 147 þúsund erlendir ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í febrúar, 5,6% færri en í sama mánuði í fyrra.
Seðlabanki
13. mars 2025
Spáum vaxtalækkun um 0,25 prósentustig
Við spáum 0,25 prósentustiga vaxtalækkun í næstu viku. Verðbólga hjaðnaði um 0,4 prósentustig í febrúar en við teljum að hagvöxtur umfram væntingar og aukin neysla, lítil breyting á verðbólguvæntingum og ólga á vinnumarkaði haldi peningastefnunefnd á tánum.
13. mars 2025
Spáum verðbólgu undir 4% í mars
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,54% á milli mánaða í mars og að verðbólga hjaðni úr 4,2% í 3,9%. Hjöðnun á milli mánaða skýrist ekki síst af töluvert minni hækkun á reiknaðri húsaleigu en fyrir ári síðan. Við gerum ekki ráð fyrir miklum breytingum á verðbólgu næstu mánuði og teljum að hún verði áfram rétt undir 4% í júní.
Flutningaskip
10. mars 2025
Vikubyrjun 10. mars 2025
Verulegur halli mældist á viðskiptum við útlönd í fyrra og sömuleiðis á vöruviðskiptum í febrúar samkvæmt gögnum sem bárust í síðustu viku. Seðlabanki Evrópu lækkaði vexti í síðustu viku, eins og við var búist. Í vikunni fara fram verðmælingar fyrir marsmælingu vísitölu neysluverðs, Vinnumálastofnun birtir skráð atvinnuleysi og Ferðamálastofa birtir tölur um fjölda ferðamanna um Keflavíkurflugvöll.
Sendibifreið og gámar
7. mars 2025
Verri niðurstaða í viðskiptum við útlönd
Verulegur halli mældist á viðskiptum við útlönd í fyrra, en stór hluti hans var vegna færslna sem höfðu ekki í för með sér gjaldeyrisflæði og styrktist krónan því þrátt fyrir þetta og erlend staða þjóðarbúsins batnaði.
3. mars 2025
Fréttabréf Greiningardeildar 3. mars 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Peningaseðlar
3. mars 2025
Vikubyrjun 3. mars 2025
Verðbólga lækkaði úr 4,6% í 4,2% í febrúar, en við teljum að heldur muni draga úr lækkunartakti verðbólgu næstu mánuði. Hagvöxtur mældist 2,3% á fjórða ársfjórðungi 2024 og 0,6% fyrir árið í heild. Umsvif í hagkerfinu voru umfram spár, en Hagstofan færði upp hagvöxt á fyrstu níu mánuðum ársins. Í vikunni fram undan eru nokkur uppgjör, Seðlabankinn birtir greiðslujöfnuð við útlönd og það er vaxtaákvörðun hjá Seðlabanka Evrópu.
28. feb. 2025
Hagvöxtur var 0,6% í fyrra
Hagvöxtur var 0,6% árið 2024. Krafturinn í hagkerfinu var lítillega umfram flestar spár sem gerðu heldur ráð fyrir lítils háttar samdrætti. Hagvöxturinn var ekki síst drifinn áfram af aukinni fjárfestingu, bæði í atvinnuvegum og íbúðauppbyggingu.
Epli
27. feb. 2025
Verðbólga hjaðnar í 4,2%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,91% á milli mánaða í febrúar, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga lækkar því úr 4,6% í 4,2%. Við eigum enn von á að verðbólga hjaðni næstu mánuði, þó það hægi á lækkunartaktinum, og mælist 3,8% í maí.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur