Hag­sjá: Enn mik­il hækk­un fast­eigna­verðs í stærri bæj­um á lands­byggð­inni

Sé litið á meðalhækkun fasteignaverðs á ári frá 2012 til 2017 á höfuðborgarsvæðinu og stærstu bæjum landsins sést að hún var mest í Reykjanesbæ, tæplega 13% á ári að meðaltali og þar á eftir kemur höfuðborgarsvæðið með um 11% meðalhækkun á ári. Hinir bæirnir koma skammt á eftir en minnsta hækkunin hefur verið á Akureyri, tæplega 9% að meðaltali á ári.
4. júlí 2018

Samantekt

Sé litið á hækkun fasteignaverðs  á einu ári, frá 2. ársfjórðungi 2017 til sama tíma 2018, hefur hún verið mun meiri í þremur af fjórum stærstu bæjum landsins en var á höfuðborgarsvæðinu. Hækkunin var langmest á Akureyri og svo á Akranesi, en minnst í Reykjanesbæ á þessum tíma. Sé litið á íbúatölu nemur íbúafjöldi þessara fjögurra bæja um 42% af íbúafjölda landsbyggðarinnar. Þróun fasteignaverðs í þeim ætti því að hafa veruleg áhrif á þróunina á landsbyggðinni allri.

Sé litið á þróunina frá upphafi ársins 2012 má sjá að hækkunin hefur verið mest á höfuðborgarsvæðinu en Reykjanesbær og hinir bæirnir eru ekki langt undan. Sveiflurnar eru meiri milli fjórðunga í bæjunum fjórum, en þróunin að öðru leiti keimlík. Það vekur athygli hversu hratt verð breyttist í Reykjanesbæ fram á 1. ársfjórðung 2017, en hefur síðan verið nokkuð stöðugt.

Af bæjunum fjórum er fermetraverð hæst á Akureyri og hefur verið mun hærra en annars staðar á öllu tímabilinu frá 2012. Bilið minnkaði undir lok ársins 2017 en hefur síðan aukist aftur. Sé staðan borin saman við höfuðborgarsvæðið, þar sem meðalfermetraverð sérbýlis og fjölbýlis var rúmar 440 þús. kr. á 2. ársfjórðungi 2018, má sjá að verðið á Akureyri er 76% af verðinu á höfuðborgarsvæðinu. Verðið í hinum bæjunum var aðeins lægra, eða rúmlega 60% af verðinu á höfuðborgarsvæðinu.

Það gildir bæði um bæina fjóra og höfuðborgarsvæðið að verðhækkanir voru með mesta móti á árinu 2017. Það er einungis Árborg sem upplifði álíka hækkun á öðru ári, en það var 2016. Langmesta hækkunin á einu ári var í Reykjanesbæ á árinu 2017, eða um 37%. Þróunin á höfuðborgarsvæðinu var stöðug upp á við öll þessi ár, eða fram til 2017, þannig að þar hefur ekki verið um álíka sveiflur milli ára og í bæjunum fjórum.

Sé litið á meðalhækkun fasteignaverðs á ári allt tímabilið frá 2012 sést að hún var mest í Reykjanesbæ, tæplega 13% á ári að meðaltali og þar á eftir kemur höfuðborgarsvæðið með um 11% meðalhækkun á ári. Hinir bæirnir koma skammt á eftir en minnsta hækkunin hefur verið á Akureyri, tæplega 9% að meðaltali á ári.

Það er því ljóst, og hefur verið ljóst lengi, að miklar hækkanir fasteignaverðs hafa ekki einskorðast við höfuðborgarsvæðið. Þróunin í stærri bæjum landsins hefur verið með svipuðum hætti, t.d. hefur verð ekki hækkað mest á höfuðborgarsvæðinu á síðustu 5 árum.

Nú hefur verðþróun á höfuðborgarsvæðinu verið með allt öðrum hætti síðasta árið, eða frá miðju ári 2017. Svo virðist sem sú þróun hafi einungis náð til Reykjanesbæjar af þessum fjórum stærri bæjum. Mjög mikið er byggt af íbúðarhúsnæði í öllum þessum bæjum nú um stundir og það verður því athyglisvert að sjá hvaða áhrif mikið framboð á nýju húsnæði mun hafa á þróun fasteignaverðs.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Enn mikil hækkun fasteignaverðs í stærri bæjum á landsbyggðinni (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Epli
11. apríl 2024
Spáum lækkun verðbólgu úr 6,8% í 6,1%
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,61% á milli mánaða í apríl og að ársverðbólgalækki töluvert, eða úr 6,8% í 6,1%. Mest áhrif til hækkunar í spá okkar hafa reiknuð húsaleiga, flugfargjöld til útlanda og matarkarfan. Apríl í fyrra var stór hækkunarmánuður og þar sem við gerum ráð fyrir töluvert minni mánaðarhækkun nú lækkar ársverðbólga töluvert. Á móti gerum við ekki ráð fyrir því að verðbólga lækki mikið næstu mánuði þar á eftir og búumst við því að hún verði 5,9% í júlí.
Gönguleið
8. apríl 2024
Vikubyrjun 8. apríl 2024
Um 14% fleiri ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í febrúar síðastliðnum en í febrúar í fyrra. Ferðamenn gistu þó skemur en áður, því skráðum gistinóttum fækkaði um 2,7% á milli ára í febrúar.
3. apríl 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 3. apríl 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
2. apríl 2024
Vikubyrjun 2. apríl 2024
Um 30% fyrirtækja vilja fjölga starfsfólki á næstu sex mánuðum, samkvæmt nýjustu könnun Gallup meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins sem var framkvæmd í mars. Hlutfallið eykst úr 23% frá síðustu könnun sem var gerð í desember.  
Íbúðir
26. mars 2024
Hækkandi íbúðaverð kyndir undir verðbólgu
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,8% milli mánaða í mars og við það jókst ársverðbólga úr 6,6% í 6,8%. Langmest áhrif til hækkunar í mælingunni má rekja til hækkunar á íbúðaverði, og þá sérstaklega utan höfuðborgarsvæðisins. Verð á nýjum bílum hafði mest áhrif til lækkunar í mars.
Seðlabanki
25. mars 2024
Vikubyrjun 25. mars 2024
Peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnti á miðvikudag að stýrivöxtum yrði haldið óbreyttum í 9,25%. Ákvörðunin var í samræmi við spá okkar, en tónninn í yfirlýsingunni var harðari en við bjuggumst við.
Ferðamenn
18. mars 2024
Vikubyrjun 18. mars 2024
Gögn síðasta árs benda til þess að þeir ferðamenn sem hingað komu hafi að meðaltali dvalið skemur en árið á undan en aftur á móti eytt meiru á dag.
Vélsmiðja Guðmundar
15. mars 2024
Að flytja út „annað“ er heldur betur að skila sér
Útflutningur hefur alltaf verið mjög mikilvægur fyrir Íslendinga og íslenskan efnahag. Lengst af var fiskurinn okkar aðal útflutningsvara, svo bættist álið við og nú síðasta áratuginn eða svo hefur ferðaþjónusta rutt sér til rúms og er orðin stærsta einstaka útflutningsvara Íslendinga. Á síðustu árum hefur annar útflutningur, þ.e. útflutningur sem ekki heyrir undir neinn þessara flokka, vaxið hratt og raunar hraðar en ferðaþjónustan, þó faraldurinn torveldi samanburðinn aðeins.
Fjölbýlishús
14. mars 2024
Spáum 6,6% verðbólgu í mars
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,57% milli mánaða í mars og að ársverðbólga verði óbreytt í 6,6%. Mest áhrif til hækkunar í spá okkar hafa reiknuð húsaleiga, flugfargjöld til útlanda, föt og skór og matarkarfan. Við eigum enn von á að verðbólgan hjaðni rólega næstu mánuði og verði komin niður í 5,4% í júní.
14. mars 2024
Óbreytt vaxtastig en bjartur tónn
Þrátt fyrir hjaðnandi verðbólgu og sátt um langtímakjarasamning á stórum hluta vinnumarkaðar teljum við að peningastefnunefnd haldi meginvöxtum bankans óbreyttum í 9,25% í næstu viku, fjórða skiptið í röð. Verðlag hækkaði umfram væntingar í febrúar og verðbólguvæntingar hafa lítið breyst frá síðasta fundi nefndarinnar. Auk þess ríkir enn óvissa um framvindu kjarasamninga annarra hópa. Við teljum þó að tónninn í yfirlýsingunni verði bjartari en verið hefur og að vaxtalækkun kunni að vera handan við hornið.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur