Hag­sjá: Ein­stak­ir hlut­ar launa­vísi­töl­unn­ar haga sér með svip­uð­um hætti

Launabreytingar á almenna vinnumarkaðnum frá október 2016 til október 2017 hafa verið ívið meiri en á þeim opinbera, 7,4% á móti 6,7%. Opinberi markaðurinn er hins vegar tvískiptur þar sem launahækkanir innan sveitarfélaganna hafa verið mun meiri en hjá ríkinu, 7,7% á móti 5,8%.
31. janúar 2018

Samantekt

Launavísitalan hafði í desember hækkað um 6,9% frá desember 2016. Hækkunartaktur launa á ársgrundvelli hefur lækkað aðeins, en þó verið nokkuð stöðugur í kringum 7% síðustu mánuði. Aukning kaupmáttar launa hefur stöðvast og hefur kaupmáttur verið nokkuð stöðugur síðustu mánuði. Kaupmáttur launa í desember var engu að síður um 5% meiri en var í desember 2016.

Sagan sýnir að launaþróun á opinbera og almenna markaðnum er mjög svipuð til lengri tíma. Til styttri tíma er alltaf um einhverjar sveiflur að ræða. Þær sveiflur jafnast alltaf út, m.a. vegna hins margumtalaða höfrungahlaups.

Sé litið á launabreytingar stóru hópanna á einu ári, frá október 2016 til október 2017, má sjá að launahækkanir á almenna markaðnum hafa verið ívið meiri en á þeim opinbera, 7,4% á móti 6,7%. Opinberi markaðurinn er hins vegar tvískiptur þar sem launahækkanir innan sveitarfélaganna hafa verið mun meiri en hjá ríkinu. Staða kjarasamninga einstakra hópa skýrir yfirleitt þessa stöðu, t.d. hafa endurnýjun kjarasamninga BHM dregist mikið, sem aftur hefur mikil áhrif á launaþróun hjá ríkinu.

Sé litið á breytingu launa eftir starfsstéttum á einu ári má segja að myndin sé í nokkuð góðu samræmi við stöðu einstakra hópa í efnahagslífinu um þessar mundir. Laun annars vegar iðnaðarmanna og hins vegar þjónustu-, sölu- og afgreiðslufólks hafa þannig hækkað mest á árinu, en það eru einmitt þær greinar sem þessi störf eru í sem hafa dregið vagninn í hagvexti síðustu missera. Laun stjórnenda og sérfræðinga hafa hækkað minnst á þessum 12 mánuðum.

Svipuð mynd kemur upp sé litið á þróun innan atvinnugreina. Laun hafa hækkað langmest í bygginga- og mannvirkjagerð frá október 2017 til október 2017. Það þarf ekki að koma á óvart þar sem stöðug umframeftirspurn hefur verið eftir vinnuafli í þessum greinum í langan tíma.

Í nýlegri Hagsjá var fjallað um gagnrýni aðila vinnumarkaðar á Hagstofuna sem gekk út á að launavísitalan gæfi ekki rétta mynd af launaþróun í landinu. Í sérstakri yfirlýsingu hefur Hagstofan hafnað því að launavísitalan sé röng. Hagstofan bendir á að samkvæmt lögum eigi launavísitalan að sýna launabreytingar fyrir fastan vinnutíma. Því hefur verið talið að um sé að ræða verðvísitölu þar sem halda þurfi vinnutíma og samsetningu þess hóps sem liggur að baki útreikningum föstum á milli mælinga. Breyting meðallauna byggir hins vegar á launum miðað við samsetningu vinnuaflsins hverju sinni og endurspeglar því bæði breytingar á launum, vinnutíma og vinnuafli. Við mat á því hvaða mælikvarða eigi að nota hlýtur að skipta verulegu máli hvað eigi að mæla. Ef menn verða sammála um það ætti rétt aðferð að vera augljós.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Einstakir hlutar launavísitölunnar haga sér með svipuðum hætti (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
6. júní 2024
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf - maí 2024
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit sértryggðra skuldabréfa.
Flutningaskip
5. júní 2024
Aukinn halli á viðskiptum við útlönd
Alls var 41 ma. kr. halli á viðskiptum við útlönd á fyrsta ársfjórðungi. Hallinn jókst nokkuð milli ára. Þrátt fyrir þetta batnaði erlend staða þjóðarbúsins á fjórðungnum.
4. júní 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 4. júní 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
3. júní 2024
Vikubyrjun 3. júní 2024
Landsframleiðsla dróst saman um 4% á fyrsta ársfjórðungi og verðbólga mældist 6,2% í maí, aðeins umfram spár.
Fiskiskip á Ísafirði
31. maí 2024
Samdráttur á fyrsta ársfjórðungi
Hagkerfið dróst saman um 4% á milli ára á fyrsta ársfjórðungi samkvæmt nýbirtum þjóðhagsreikningum Hagstofunnar. Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2021 sem landsframleiðsla dregst saman á milli ára. Samdrátturinn skýrist helst af minni birgðasöfnun vegna loðnubrests. Einkaneysla og fjárfesting jukust aftur á móti á fjórðungnum sem er til marks um eftirspurnarþrýsting.
Íbúðahús
30. maí 2024
Verðbólga jókst þvert á spár
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,58% á milli mánaða í maí og við það hækkaði ársverðbólga úr 6,0% í 6,2%. Hækkanir voru á nokkuð breiðum grunni og meiri en við bjuggumst við. 
Þjóðvegur
29. maí 2024
Margra ára hallarekstur og óskýrar mótvægisaðgerðir
Stjórnvöld sjá fram á að rétta smám saman úr ríkisrekstrinum á næstu árum en gera ekki ráð fyrir afgangi fyrr en árið 2028, eftir níu ára samfelldan hallarekstur. Hallarekstur var viðbúinn í faraldrinum en almennt er óæskilegt að ríkissjóður sé rekinn með halla í uppsveiflu og á tímum mikillar þenslu og verðbólgu. Við teljum að áfram verði reynt að halda aftur af opinberri fjárfestingu og að samneysla aukist aðeins minna á næstu árum en undanfarin ár.
Mynt 100 kr.
27. maí 2024
Krónan stöðug en Ísland verður dýrara
Krónan hefur verið óvenju stöðug frá því í nóvember í fyrra. Við teljum að krónan styrkist lítillega á þessu ári og að raungengið hækki þar sem verðbólga verði meiri hér en í helstu viðskiptalöndum okkar.
Fasteignir
27. maí 2024
Vikubyrjun 27. maí 2024
Velta á íbúðamarkaði hefur aukist á síðustu mánuðum og kaupsamningum fjölgað. Undirritaðir kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu í apríl í ár voru meira en tvöfalt fleiri en í apríl í fyrra.
Fiskveiðinet
22. maí 2024
Botnfisksveiðar vega upp á móti loðnubresti
Heildarafli íslenskra fiskiskipa dróst saman í fyrra og útflutningur sjávarafurða var 7,9% minni í fyrra en árið á undan. Aflaheimildir á þorski hafa dregist saman nokkur ár í röð en nú virðist þróunin vera að snúast við þar sem þorskkvóti var aukinn um 1% fyrir yfirstandandi veiðitímabil. Loðnuvertíð síðasta árs var mjög góð en í ár verður engin loðna veidd. Í nýlegri hagspá gerum við ráð fyrir hóflegum vexti í útflutningi sjávarafurða.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur