Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Hag­sjá: Ein­stak­ir hlut­ar launa­vísi­töl­unn­ar haga sér með svip­uð­um hætti

Launabreytingar á almenna vinnumarkaðnum frá október 2016 til október 2017 hafa verið ívið meiri en á þeim opinbera, 7,4% á móti 6,7%. Opinberi markaðurinn er hins vegar tvískiptur þar sem launahækkanir innan sveitarfélaganna hafa verið mun meiri en hjá ríkinu, 7,7% á móti 5,8%.
31. janúar 2018

Samantekt

Launavísitalan hafði í desember hækkað um 6,9% frá desember 2016. Hækkunartaktur launa á ársgrundvelli hefur lækkað aðeins, en þó verið nokkuð stöðugur í kringum 7% síðustu mánuði. Aukning kaupmáttar launa hefur stöðvast og hefur kaupmáttur verið nokkuð stöðugur síðustu mánuði. Kaupmáttur launa í desember var engu að síður um 5% meiri en var í desember 2016.

Sagan sýnir að launaþróun á opinbera og almenna markaðnum er mjög svipuð til lengri tíma. Til styttri tíma er alltaf um einhverjar sveiflur að ræða. Þær sveiflur jafnast alltaf út, m.a. vegna hins margumtalaða höfrungahlaups.

Sé litið á launabreytingar stóru hópanna á einu ári, frá október 2016 til október 2017, má sjá að launahækkanir á almenna markaðnum hafa verið ívið meiri en á þeim opinbera, 7,4% á móti 6,7%. Opinberi markaðurinn er hins vegar tvískiptur þar sem launahækkanir innan sveitarfélaganna hafa verið mun meiri en hjá ríkinu. Staða kjarasamninga einstakra hópa skýrir yfirleitt þessa stöðu, t.d. hafa endurnýjun kjarasamninga BHM dregist mikið, sem aftur hefur mikil áhrif á launaþróun hjá ríkinu.

Sé litið á breytingu launa eftir starfsstéttum á einu ári má segja að myndin sé í nokkuð góðu samræmi við stöðu einstakra hópa í efnahagslífinu um þessar mundir. Laun annars vegar iðnaðarmanna og hins vegar þjónustu-, sölu- og afgreiðslufólks hafa þannig hækkað mest á árinu, en það eru einmitt þær greinar sem þessi störf eru í sem hafa dregið vagninn í hagvexti síðustu missera. Laun stjórnenda og sérfræðinga hafa hækkað minnst á þessum 12 mánuðum.

Svipuð mynd kemur upp sé litið á þróun innan atvinnugreina. Laun hafa hækkað langmest í bygginga- og mannvirkjagerð frá október 2017 til október 2017. Það þarf ekki að koma á óvart þar sem stöðug umframeftirspurn hefur verið eftir vinnuafli í þessum greinum í langan tíma.

Í nýlegri Hagsjá var fjallað um gagnrýni aðila vinnumarkaðar á Hagstofuna sem gekk út á að launavísitalan gæfi ekki rétta mynd af launaþróun í landinu. Í sérstakri yfirlýsingu hefur Hagstofan hafnað því að launavísitalan sé röng. Hagstofan bendir á að samkvæmt lögum eigi launavísitalan að sýna launabreytingar fyrir fastan vinnutíma. Því hefur verið talið að um sé að ræða verðvísitölu þar sem halda þurfi vinnutíma og samsetningu þess hóps sem liggur að baki útreikningum föstum á milli mælinga. Breyting meðallauna byggir hins vegar á launum miðað við samsetningu vinnuaflsins hverju sinni og endurspeglar því bæði breytingar á launum, vinnutíma og vinnuafli. Við mat á því hvaða mælikvarða eigi að nota hlýtur að skipta verulegu máli hvað eigi að mæla. Ef menn verða sammála um það ætti rétt aðferð að vera augljós.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Einstakir hlutar launavísitölunnar haga sér með svipuðum hætti (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Gönguleið
16. apríl 2025
Óljósar horfur í ferðaþjónustu vegna sviptinga í alþjóðasamskiptum
Sviptingar í alþjóðaviðskiptum gætu haft margvísleg áhrif á ferðaþjónustu hér á landi. Tollar gætu rýrt kaupmátt Bandaríkjamanna og haft áhrif á komur þeirra hingað til lands. Auk þess eru merki um að áhugi Evrópubúa á að heimsækja Bandaríkin fari dvínandi, sem gæti haft áhrif hingað heim, enda hafa Evrópubúar gjarnan komið við á Íslandi á leið sinni vestur um haf. Í nýrri hagspá gerum við ráð fyrir samdrætti í ferðaþjónustu á þessu ári, en að hún taki aftur við sér á næstu tveimur árum.
Mynt 100 kr.
14. apríl 2025
Vikubyrjun 14. apríl 2025
Í síðustu viku birtum við hagspá til næstu ára þar sem við spáum 1,4% hagvexti í ár og um 2% hagvexti næstu árin. Ferðamönnum fækkaði um 13,8% milli ára í mars. Skráð atvinnuleysi í mars var 0,4 prósentustigum hærra en í mars í fyrra. Þau tíðindi bárust einnig að skuldabréfaeigendur ÍL-sjóðs hefðu samþykkt að breyta skilmálum bréfanna sem heimilar útgefanda að gera upp bréfin. Í þessari viku birtir svo HMS vísitölu íbúðaverðs og leiguverðs.
Paprika
10. apríl 2025
Spáum 4% verðbólgu í apríl
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,77% á milli mánaða í apríl og að verðbólga hækki úr 3,8% í 4,0%. Hækkunin á milli mánaða skýrist meðal annars af tímasetningu páskanna í ár.
9. apríl 2025
Hagspá til 2027: Ágætis horfur en allt getur breyst
Hagkerfið hefur kólnað eftir kröftugt vaxtarskeið fyrstu árin eftir Covid-faraldurinn og við teljum að nú fari það hægt af stað á ný.
Royal exchange
7. apríl 2025
Vikubyrjun 7. apríl 2025
Í síðustu viku kynnti Bandaríkjaforseti umfangsmikla tolla á allan innflutning til landsins, þ. á m. 10% tolla á vörur frá Íslandi, sem hafa þegar tekið gildi. Fundargerð peningastefnunefndar var birt og þar kemur fram að nefndin taldi svigrúm til 0,25 eða 0,50 prósentustiga vaxtalækkunar við síðustu vaxtaákvörðun. Samkvæmt nýrri ríkisfjármálaáætlun er markmið ríkisstjórnarinnar að tryggja hallalausan ríkisrekstur árið 2027.
1. apríl 2025
Fréttabréf Greiningardeildar 1. apríl 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Hús í Reykjavík
31. mars 2025
Vikubyrjun 31. mars 2025
Verðbólga lækkaði úr 4,2% í 3,8% í mars. Lækkun á verðbólgu skýrist að langstærstum hluta af því að reiknuð húsaleiga hækkaði minna en í sama mánuði í fyrra. Undirliggjandi verðbólga hjaðnaði líka sem sést á því að VNV án húsnæðis og allar kjarnavísitölur lækkuðu á milli mánaða. Fjármálastöðugleikanefnd telur fjármálakerfið standa traustum fótum en segir mikla óvissu í alþjóðamálum geta reynt á viðnámsþrótt þjóðarbúsins.
27. mars 2025
Verðbólga mælist undir 4%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,37% á milli mánaða í mars, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga lækkar úr 4,2% í 3,8% og er komin undir efri vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabanka Íslands, í fyrsta skipti frá því í lok árs 2020. Verðmælingin var nokkuð góð en við teljum að á næstunni hægi á hjöðnuninni.
Fasteignir
24. mars 2025
Vikubyrjun 24. mars 2025
Peningastefnunefnd lækkaði vexti um 0,25 prósentustig á miðvikudaginn í síðustu viku. Ákvörðunin var í takt við væntingar. Vísitala íbúðaverðs hélst nokkurn veginn óbreytt á milli mánaða í febrúar. Til samanburðar hækkaði verðið mun meira í febrúar í fyrra, um tæp 2%. Kortavelta landsmanna innanlands hélt áfram að aukast á milli ára í febrúar en jókst þó aðeins minna en undanfarna mánuði.
Ferðamenn
17. mars 2025
Vikubyrjun 17. mars 2025
Við búumst við að peningastefnunefnd lækki vexti um 0,25 prósentustig á miðvikudaginn. Í síðustu viku fóru fram verðmælingar vegna marsmælingar vísitölu neysluverðs og við spáum því að verðbólga lækki úr 4,2% í 3,9%. Atvinnuleysi var 4,3% í febrúar og hækkaði um 0,4 prósentustig á milli ára. 147 þúsund erlendir ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í febrúar, 5,6% færri en í sama mánuði í fyrra.