Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Hag­sjá: Eignastaða ein­stak­linga batn­ar enn

Samkvæmt tölum Hagstofunnar var eigið fé meðalfjölskyldu 16 m. kr. á árinu 2016. Sé litið á þróun síðustu ára á föstu verðlagi má sjá að eignir hafa aukist allt frá árinu 2013 og skuldir hafa minnkað stöðugt frá árinu 2009.
9. október 2017

Samantekt

Hagstofa Íslands birti í síðustu viku upplýsingar um eigna- og skuldastöðu einstaklinga samkvæmt skattframtölum. Jákvæð þróun eignastöðu einstaklinga heldur áfram, eignir jukust og skuldir stóðu í stað sé litið á heildartölur, en sé myndin skoðuð á föstu verðlagi á grunni meðaltals einstaklinga fæst betri mynd.

Meðaleign einstaklinga var rúmar 25 m.kr. á árinu 2016 og meðalskuld 9,1 m.kr. Samkvæmt tölum Hagstofunnar var eigið fé meðalmannsins því um 16 m.kr. á árinu 2016. Sé litið á þróun síðustu ára á föstu verðlagi má sjá að eignir hafa aukist allt frá árinu 2013 og skuldir hafa minnkað stöðugt frá árinu 2010. Á milli áranna 2009 og 2016 minnkaði meðaleign á föstu verðlagi um 1,4 m.kr., skuldir lækkuðu um 4,5 m.kr. og eiginfjárstaðan batnaði því um 3,1 m.kr. hjá meðaleinstaklingi.

Sé litið á breytingar á eignum og skuldum allt frá árinu 1998 má sjá að bæði eignir og skuldir jukust á hverju ári á fyrri hluta tímabilsins, eða allt til 2008, þegar eignirnar minnkuð mikið. Árið 2002 hefur nokkra sérstöðu, en litlar breytingar urðu á eignum og skuldum það ár. Skuldir jukust og eignir minnkuðu á árunum 2008 og 2009, en allt frá árinu 2010 hefur meðalskuld einstaklinga lækkað ár frá ári.

Meginuppistaða eiginfjár einstaklinga liggur jafnan í fasteign. Á árinu 2007 fór eigið fé meðaleinstaklingsins í fasteign upp í 13,4 m.kr. á verðlagi ársins 2016. Þessi eign féll svo niður í 7,4 m.kr. á árinu 2010, eða um 53%. Á árinu 2016 var talan svo komin upp í 12,4 m.kr., eða 90% af því sem hún var hæst.

Sé litið á samsetningu eiginfjár má sjá að mun meiri sveiflur hafa orðið í eigin fé í fasteign en öðru eigin fé. Eigið fé í fasteign jókst um næstum 130% á milli áranna 1997 og 2007 á meðan annað eigið fé jókst um rúm 45%. Hvort tveggja minnkaði mikið á næstu árum og náði lágmarki á árinu 2010. Frá árinu 2010 fram til 2016 jókst eigið fé í fasteign um tæp 70% á meðan annað eigið fé jókst um tæp 40%.

Á síðustu 20 árum hefur fasteignin verið gróflega í kringum 70% af eignum einstaklinga og var hlutfallið nokkuð hærra í lok tímabilsins en í upphafi þess. Sé litið á allt þetta tímabil hefur samsetningin verið nokkuð stöðug, með tveimur undantekningum. Í hruninu, á milli 2007 og 2008, jukust innlán verulega og verðbréfaeign minnkaði að sama skapi mikið eftir að hafa aukist nokkuð árin þar á undan. Innlán jukust úr því að vera um 8% eigna á árinu 2007 upp í 18% á árinu 2008 og verðbréfaeignin fór úr 14,2% niður í 8,6%. Hlutur innlána hefur minnkað töluvert síðan en hlutur verðbréfaeignar verið stöðugri.

Stóra myndin er sú að þróun eigna og skulda einstaklinga hefur verið afar jákvæð allt frá árinu 2008, sé litið til meðaltals allra. Skuldir minnkuðu reyndar minna á árinu 2016 en árin þar á undan, sem kann að vera vísbending um að þor og vilji til skuldsetningar sé að færast í svipað horf og var á árunum fyrir hrun. Auðvitað skipta opinberar skuldaleiðréttingar líka máli í þessu sambandi. Nýjar tölur benda reyndar til þess að skuldir hafi byrjað að aukast á árinu 2017 þannig að ekki er einsýnt um að þessi hagstæða þróun eignastöðu heimilanna haldi áfram.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Eignastaða einstaklinga batnar enn

Þú gætir einnig haft áhuga á
5. jan. 2026
Mánaðamót 5. janúar 2026
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Vöruhótel
5. jan. 2026
Vikubyrjun 5. janúar 2026
Verðbólgan kom aftan að landsmönnum stuttu fyrir jól og fór úr 3,7% í 4,5%. Verðbólga í desember var aðeins 0,3 prósentustigum minni en í upphafi síðasta árs þegar hún mældist 4,8%. Á sama tímabili lækkuðu stýrivextir um 1,25 prósentustig, úr 8,50% í 7,25%.
Bananar
22. des. 2025
Verðbólgumælingin ekki jafnslæm og hún virðist í fyrstu
Verðbólga rauk upp í 4,5% í desember eftir að hafa hjaðnað verulega í nóvember og mælst 3,7%. Rífleg hækkun á flugfargjöldum til útlanda skýrir stóran hluta hækkunarinnar, en einnig töluverð gjaldskrárhækkun á hitaveitu í desember. Aukin verðbólga skýrist þannig af afmörkuðum, sveiflukenndum liðum og ekki er að greina merki um að undirliggjandi verðbólguþrýstingur hafi aukist að ráði.
Vélsmiðja Guðmundar
22. des. 2025
Vikubyrjun 22. desember 2025
Fasteignamarkaðurinn fer enn kólnandi, ef marka má skýrslu sem HMS gaf út í síðustu viku. Gistinóttum á hótelum fækkaði um 6,6% á milli ára í nóvember. Kaupmáttur ráðstöfunartekna jókst um 1,9% á milli ára á þriðja ársfjórðungi, samkvæmt Hagstofunni. Í dag birtir Hagstofan verðbólgutölur.
Flugvél
15. des. 2025
Vikubyrjun 15. desember 2025
Færri erlendir ferðamenn heimsóttu Ísland í nóvember í ár en í nóvember í fyrra en utanlandsferðum Íslendinga hélt áfram að fjölga. Skráð atvinnuleysi hefur aukist þó nokkuð á síðustu mánuðum og var 4,3% í nóvember.
11. des. 2025
Spáum 3,9% verðbólgu í desember
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,56% á milli mánaða í desember. Gangi spáin eftir mun verðbólga hækka úr 3,7% í 3,9% í desember. Flugfargjöld til útlanda, reiknuð húsaleiga og lok tilboðsdaga í nóvember verða til hækkunar en bensínverð til lækkunar. Við gerum ráð fyrir að verðbólga verði á bilinu 3,9% til 4,0% næstu mánuði.
8. des. 2025
Vikubyrjun 8. desember 2025
Talsvert minni afgangur mældist af viðskiptum við útlönd á þriðja ársfjórðungi þessa árs en þess síðasta. Í síðustu viku gaf Seðlabankinn út yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar og fundargerð peningastefnunefndar. Í þessari viku verða birtar ferðamannatölur og skráð atvinnuleysi fyrir nóvembermánuð.
1. des. 2025
Mánaðamót 1. desember 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
1. des. 2025
Vikubyrjun 1. desember 2025
Óhætt er að segja að verðbólgumælingin í síðustu viku hafi komið á óvart. Verðbólga mældist 3,7% í nóvember og hefur ekki mælst minni í fimm ár. Hagstofan áætlar að landsframleiðsla hafi aukist um 1,2% á þriðja ársfjórðungi. Gistinóttum fjölgaði alls um 1,8% á milli ára í október.
Flutningaskip
28. nóv. 2025
1,2% hagvöxtur á þriðja fjórðungi
Landsframleiðsla jókst um 1,2% á þriðja ársfjórðungi og um 1,5% á fyrstu níu mánuðum ársins. Hagvöxtur á þriðja ársfjórðungi var drifinn áfram af innlendri eftirspurn og þjóðarútgjöld jukust um heil 4,7%. Áfram er kraftur í einkaneyslu og fjárfestingu, en auknar birgðir hafa einnig sitt að segja. Innflutningur vegur þungt á móti og framlag utanríkisviðskipta er neikvætt, líkt og á síðustu fjórðungum.