Hag­sjá: Bygg­ing­ar­starf­semi hef­ur auk­ist mik­ið en upp­fyll­ir það þörf­ina?

Á höfuðborgarsvæðinu eru langflestar íbúðir í byggingu í Mosfellsbæ fyrir hverja 1.000 íbúa eða rúmlega 50 samkvæmt tölum Samtaka iðnaðarins. Hafnarfjörður er hins vegar langt á eftir sambærilegum bæjum miðað við stöðuna einmitt núna.
25. apríl 2018

Samkvæmt tölum Hagstofunnar var lokið við að byggja um 1.370 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu á árinu 2017 og bygging hafin á um 2.200 íbúðum. Þetta er mikil fjölgun frá árinu áður, sérstaklega hvað byrjaðar byggingar varðar. Árið 2016 var byrjað að byggja um 870 íbúðir og lokið við um 1.170. Utan höfuðborgarsvæðisins var byrjað á að byggja um 630 íbúðir 2017, sem var fjölgun úr 265 árið áður. Fullgerðar voru um 400 íbúðir, um 50 fleiri en á fyrra ári.

Fjöldi fullbyggðra íbúða í fyrra var fyrir ofan meðaltal síðustu 20 ára eftir að hafa verið fyrir neðan meðaltal allt frá árinu 2008.

Eitt af skrýtnum vandamálum nútímans er hversu lítið við vitum um hvað er verið að byggja af íbúðarhúsnæði, hvers konar húsnæði og hvar. Fáir geta þannig sagt með vissu hversu margar 3ja herbergja íbúðir koma inn á markaðinn á höfuðborgarsvæðinu í ár. Það er bagaleg staða. Árið 2007 hófu Samtök iðnaðarins (SI) að telja nýbyggingar á höfuðborgarsvæðinu tvisvar á ári, nokkuð sem Landsbanki Íslands hafði gert fram að því. Enn í dag eru niðurstöður talninga SI bestu heimildirnar um byggingarstarfsemi. Tölurnar eru eðli málsins samkvæmt ekki nákvæmar, ekki er t.d. farið út í herbergjafjölda og stærð, en upplýsingar um fjölda eininga eru nokkuð áreiðanlegar.

Samkvæmt tölum SI voru rúmlega 4.000 íbúðir í byggingu á höfuðborgarsvæðinu í mars 2018. U.þ.b. helmingur þeirra voru orðnar fokheldar og lengra komnar og um helmingur hafði ekki náð fokheldu. Íbúðir í byggingu voru flestar í Reykjavík og Kópavogi, eðli málsins samkvæmt fyrir stærstu sveitarfélögin á svæðinu. Það vekur athygli að í Mosfellsbæ eru álíka margar íbúðir í byggingu og í Garðabæ sem er mun stærri bær og verulega fleiri en í Hafnarfirði sem er miklu stærri bær.

Sé staðan í sveitarfélögunum skoðuð út frá því hversu margar íbúðir eru í byggingu fyrir hverja þúsund íbúa fæst dálítið önnur mynd. Fyrir hverja 1.000 íbúa eru langflestar íbúðir í byggingu í Mosfellsbæ, eða rúmlega 50. Þar á eftir kemur Garðabær með tæplega 40 íbúðir og Kópavogur með um 30. Á botninum eru Seltjarnarnes og Hafnarfjörður með um 5 íbúðir. Seltjarnarnes er nánast fullbyggt sveitarfélag út frá landrými þannig að staðan þar kemur ekki á óvart. Hafnarfjörður er hins vegar langt á eftir sambærilegum bæjum miðað við stöðuna einmitt núna.

Talningar og spá SI gefa til kynna að hafnar verði byggingar á mun fleiri íbúðum í ár en í fyrra og að áfram verði nokkur vöxtur á árinu 2019 og síðan nokkur fækkun árin þar á eftir. Fullbúnum íbúðum mun einnig fjölga mikið í ár miðað við 2017, síðan standa í stað 2019 og fjölga aftur 2020. Alls er spáð að um 6.700 nýjar íbúðir komi á markað á höfuðborgarsvæðinu á árunum 2018-2020.

Skoðun SI er sú að það þurfi 45 þúsund fullbyggðar íbúðir á markað á landinu öllu fram til ársins 2040, eða rúmlega 2.000 á ári að jafnaði. Til þess að það gangi upp þarf byggingastarfsemin að halda áfram af álíka krafti og nú allan þann tíma.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Byggingastarfsemi hefur aukist mikið en uppfyllir það þörfina? (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Fataverslun
10. júlí 2024
Spáum að verðbólga aukist lítillega og verði 5,9% í júlí 
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,15% á milli mánaða í júlí og að verðbólga aukist úr 5,8% í 5,9%. Við gerum ráð fyrir að júlímánuður verði nokkuð dæmigerður þar sem sumarútsölur verða til lækkunar á vísitölunni en flugfargjöld til útlanda til hækkunar. Við spáum nokkurn veginn óbreyttri verðbólgu í ágúst og september, en að verðbólga hjaðni í 5,4% í október. 
8. júlí 2024
Vikubyrjun 8. júlí 2024
Hátt vaxtastig hefur hvatt til sparnaðar og hægt á eftirspurn í hagkerfinu. Innlán heimila voru 20% meiri í maí síðastliðnum en í maí í fyrra, samkvæmt nýbirtum Hagvísum Seðlabanka Íslands. Óbundin innlán hafa aukist langmest.
1. júlí 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 1. júlí 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Litríkir bolir á fataslá
1. júlí 2024
Vikubyrjun 1. júlí 2024
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,48% í júní. Verðbólga mældist því 5,8% og lækkaði úr 6,2%. Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum í mars og apríl dróst saman um 4,6% að raunvirði og launavísitalan hækkaði um 0,2% í maí, samkvæmt tölum sem Hagstofan birti í síðustu viku.
Flugvél á flugvelli
27. júní 2024
Verðbólga í takt við væntingar – lækkar í 5,8%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,48% á milli mánaða í júní og við það lækkaði ársverðbólga úr 6,2% í 5,8%. Reiknuð húsaleiga, hækkandi flugfargjöld til útlanda og verðhækkun á hótelgistingu höfðu mest áhrif til hækkunar á vísitölunni. Á móti lækkaði verð á fötum og skóm, húsgögnum og heimilisbúnaði og ökutækjum á milli mánaða í júní.
25. júní 2024
Velta í hagkerfinu minnkar á milli ára
Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum dróst saman um 4,6% að raunvirði í mars og apríl og um 2% í janúar og febrúar samkvæmt nýbirtum gögnum Hagstofunnar. Þróunin er ólík eftir útflutningsgreinum. Ferðaþjónusta eykst lítillega á milli ára, velta í sjávarútvegi og álframleiðslu minnkar en velta í lyfjaframleiðslu eykst til muna.
Bílar
25. júní 2024
Merki um lítilsháttar kólnun á vinnumarkaði
Atvinnuleysi er nú aðeins meira en á sama tíma í fyrra og laun hækka minna. Nýbirt launavísitala sýnir 0,2% hækkun á milli mánaða í maí og hafa laun nú hækkað um 6,7% á síðustu tólf mánuðum. Allar líkur eru á að á þessu ári hækki laun mun minna en á síðasta ári, enda hafa nýir kjarasamningar minni hækkanir í för með sér en þeir síðustu.
Paprika
24. júní 2024
Vikubyrjun 24. júní 2024
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% í maí og vísitala leiguverðs um 3,2% samkvæmt gögnum sem bárust í síðustu viku. Englandsbanki hélt vöxtum óbreyttum á meðan svissneski seðlabankinn lækkaði vexti um 0,25 prósentustig. Eftirtektarverðasta innlenda hagtalan sem birtist í þessari viku er eflaust vísitala neysluverðs sem Hagstofan birtir á fimmtudaginn.
Fjölbýlishús
19. júní 2024
Vísitala íbúðaverðs á hraðri uppleið
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% á milli mánaða í maí. Nafnverð íbúða er 8,4% hærra en á sama tíma í fyrra og raunverð íbúða er 4% hærra. Undirritaðir kaupsamningar um íbúðir á höfuðborgarsvæðinu voru 150% fleiri í maí á þessu ári en í maí í fyrra.  
Krani með stiga
18. júní 2024
Vikubyrjun 18. júní 2024
Í síðustu viku fengum við tölur um atvinnuleysi, fjölda ferðamanna og greiðslukortaveltu hér á landi í maí. Seðlabanki Bandaríkjanna hélt vöxtum óbreyttum. Síðar í dag birtir HMS vísitölu íbúðaverðs.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur