Hag­sjá: Breytt­ar neyslu­venj­ur í ljósi heims­far­ald­urs

Útbreiðsla Covid-19 virðist hafa töluverð áhrif á neysluvenjur Íslendinga. Kortavelta dróst saman milli ára í mars en tók einnig breytingum í takt við færri ferðalög og samkomur.
17. apríl 2020

Samantekt

Seðlabanki Íslands birti í gær gögn um veltu innlendra greiðslukorta í mars. Alls nam velta tengd verslun og þjónustu innanlands 57 mö. kr. og dróst saman um 6,9% milli ára miðað við fast verðlag, sem er mesti samdráttur sem hefur mælst síðan í janúar 2013. Erlendis nam greiðslukortavelta innlendra korta 9 mö. kr. í mars, sem er 43,2% minni velta en í mars fyrir ári síðan miðað við fast gengi. Samdráttur erlendis hefur ekki mælst meiri síðan í september 2009.

Innlend kortavelta tók ákveðnum breytingum í mars sem ber þess merki að fólk hafi haldið sig heima. Samkvæmt Rannsóknarsetri verslunarinnar (RSV) var samdráttur mestur í þeim útgjaldaliðum sem tengjast ferðalögum, svo sem kaupum á skipulögðum ferðum eða gistiþjónustu. Einnig var minna keypt af eldsneyti samanborið við marsmánuð í fyrra.

Mörgum tónleikum og viðburðum var slegið á frest og kemur því ekki á óvart að um 30% samdráttur mældist í kortaveltu á veitingastöðum og í menningar-, afþreyingar- og tómstundastarfsemi. Íslendingar versluðu einnig mun minna í fataverslunum samanborið við mars fyrir ári síðan. Samdráttur þar mældist 37% milli ára miðað við fast verðlag.

Það mældist þó ekki samdráttur innan allra útgjaldaliða kortaveltunnar, heldur jukust kaup af ákveðnu tagi talsvert. Kortavelta í raf- og heimilistækjaverslunum jókst um 27%, sem er til marks um aukinn áhuga á vörum til afþreyingar- og nytsemi meðan tíma er varið innan veggja heimilisins. Kortavelta jókst einnig í áfengisverslunum, í lyfja- og heilsuverslunum, stórmörkuðum og byggingarvöruverslunum.

Þeir útgjaldaliðir sem drógust saman að einhverju leyti mynda um 25% af heildarneyslu landsmanna samkvæmt mælingum Hagstofunnar. Þeir liðir sem jukust að einhverju leyti, mynda um 27%. Það er því fyrirséð að í það minnsta helmingur af neyslu landsmanna muni verða fyrir áhrifum af Covid-19 faraldrinum og benda kortaveltugögn til þess að samdrátturinn verði meiri en aukningin. Einkaneysla mun því að líkindum dragast saman með tilheyrandi áhrifum á hagvöxt, í það minnsta fyrst um sinn meðan áhrif samkomu- og ferðatakmarkana vara.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Breyttar neysluvenjur í ljósi heimsfaraldurs (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Byggingakrani og fjölbýlishús
25. sept. 2023
Vikubyrjun 25. september 2023
Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,7% milli mánaða í ágúst, samkvæmt gögnum sem HMS birti í síðustu viku. Vísitalan lækkaði þó nokkuð í júní og júlí og hækkunin kom því nokkuð á óvart. Í næstu viku ber hæst birting Hagstofunnar á vísitölu neysluverðs á fimmtudag.
Fasteignir
20. sept. 2023
Vísitala íbúðaverðs hækkar lítillega og verðbólguspáin með
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 0,7% milli mánaða í ágúst. Árshækkun vísitölunnar fór úr 0,8% í 2,0%. Undirritaðir kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu voru 9,6% færri í júlí en í sama mánuði í fyrra. Vísitalan er hærri en við gerðum ráð fyrir við gerð verðbólguspár fyrir septembermánuð og því færum við hana upp og spáum 7,8% ársverðbólgu í stað 7,7%.
Flugvöllur, Leifsstöð
18. sept. 2023
Aukinn þjónustuútflutningur skýrist allur af vexti ferðaþjónustu
Um 282 þúsund erlendir ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í ágúst. Ef sumarmánuðirnir eru teknir saman hafa aðeins einu sinni komið fleiri ferðamenn að sumri, árið 2018. Samkvæmt nýjustu þjóðhagsreikningum Hagstofunnar jókst þjónustuútflutningur á fyrstu tveimur fjórðungum ársins um 21%, og má rekja allan þann vöxt til ferðaþjónustunnar.
Hverasvæði
18. sept. 2023
Vikubyrjun 18. september 2023
Í síðustu viku komu tölur um brottfarir frá Leifsstöð, skráð atvinnuleysi og veltu greiðslukorta. Í þessari viku ber hæst vísitala íbúðaverðs, sem kemur á þriðjudag, og yfirlýsing fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands, sem gefin verður út á miðvikudaginn.
Símagreiðsla
15. sept. 2023
Frekari merki um hægari takt
Nýjar kortaveltutölur bera með sér frekari vísbendingar um að verulega sé að hægja á innlendri eftirspurn. Heildarkortavelta íslenskra heimila dróst saman um 3,4% milli ára í ágúst. Kortavelta Íslendinga innanlands var 4,3% minni en í ágúst í fyrra á föstu verðlagi og hefur nú dregist saman sex mánuði í röð. Erlendis jókst kortavelta Íslendinga um 0,7% á milli ára og kortaveltujöfnuður er jákvæður um 19,2 milljarða.
Flugvél
14. sept. 2023
Spáum 7,7% verðbólgu í september
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,07% milli mánaða í september og að ársverðbólga standi í stað og verði áfram 7,7%. Útsölulok hafa aftur mest áhrif til hækkunar milli mánaða í september samkvæmt spánni. Það sem helst dregur spána niður er árstíðabundin lækkun á flugfargjöldum til útlanda. Við gerum ráð fyrir að verðbólga lækki áfram næstu mánuði og verði 6,6% í desember.
Foss
11. sept. 2023
Vikubyrjun 11. september 2023
Í síðustu viku birti Seðlabankinn fundargerð peningastefnunefndar. Samkvæmt henni greiddi einn nefndarmaður atkvæði gegn tillögu seðlabankastjóra um að hækka vexti um 0,50 prósentustig á síðasta fundi nefndarinnar og hefði heldur kosið að hækka þá um 0,25 prósentustig. Í þessari viku berast gögn yfir fjölda brottfara um Leifsstöð, skráð atvinnuleysi og kortaveltu.
4. sept. 2023
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf - ágúst 2023
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit um sértryggð skuldabréf.
Bláa lónið
4. sept. 2023
Vikubyrjun 4. september 2023
Verðbólga jókst úr 7,6% í 7,7% samkvæmt ágústmælingu Hagstofunnar. Hagvöxtur mældist 4,5% á öðrum ársfjórðungi samkvæmt nýjum þjóðhagsreikningum sem Hagstofan birti í vikunni, en hagvöxtur á fyrsta ársfjórðungi mældist 7,1%. Minni vöxtur einkaneyslu skýrir að stórum hluta minni hagvöxt á öðrum ársfjórðungi.
Fataverslun
31. ágúst 2023
Hægir á hagvexti og einkaneysla á mann dregst saman
Hagvöxtur mældist 4,5% á öðrum ársfjórðungi, samkvæmt fyrsta mati Hagstofunnar. Eins og við var að búast benda tölurnar til þess að hægt hafi á hagkerfinu, en hagvöxtur mældist 7,1% á fyrsta ársfjórðungi. Vaxtahækkanir hafa tekið að tempra innlenda eftirspurn á sama tíma og hægt hefur á vexti kaupmáttar á síðustu misserum. Einkaneysla jókst örlítið en vegna hraðrar fólksfjölgunar dróst hún saman á mann.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur