Hag­sjá: Aukn­ing kaup­mátt­ar í sum­ar – nýj­ar mæl­ing­ar á launa­þró­un

Verulega hefur hægt á aukningu kaupmáttar launa frá því sem mest var og hefur kaupmáttur verið nokkuð stöðugur frá því um mitt ár 2017. Þar sem verðlag hækkaði einungis um hálft prósent samtals í maí og júní tók kaupmáttur stökk upp á við og jókst um 2,4% milli apríl og júní.
16. ágúst 2018

Samantekt

Í júní voru um 202 þúsund launþegar á íslenskum vinnumarkaði og hafði þeim fjölgað um 3.500 frá júní 2017, eða um 2%. Launþegum í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð fjölgaði mest á þessu tímabili, um u.þ.b. 900 eða um 7%. Á sama tímabili fækkaði launþegum um 400 í sjávarútvegi, eða sem nemur -4%.

Sé litið á 12 mánaða hlaupandi meðaltal, frá júlí 2017 til júní 2018, fengu að meðaltali um 192.000 einstaklingar greidd laun sem var aukning um 7.500 (4,1%) samanborið við 12 mánaða tímabil ári fyrr. Launþegum er enn að fjölga, en í mun minna mæli en verið hefur á síðustu árum eins og munurinn á milli breytinga ársmeðaltala og breytinga milli ára sýnir glögglega.

Launavísitalan hækkaði um 0,7% milli maí og júní og hafði þá hækkað samtals um 3% í maí og júní sem svarar til áfangahækkunar á almennum markaði í byrjun maí. Vísitalan hefur þrátt fyrir það lækkað nokkuð á ársgrundvelli. Hækkunartaktur launa á ársgrundvelli hafði verið nokkuð stöðugur í rúmlega 7% í u.þ.b. ár en er nú kominn niður fyrir 6%. Meginskýring lækkunar á ársbreytingu vísitölunnar eru minni launabreytingar í maí í ár en í fyrra, en áfangahækkanir í almennum kjarasamningum voru í maí bæði í ár og í fyrra.

Verulega hefur hægt á aukningu kaupmáttar launa frá því sem mest var og hefur kaupmáttur verið nokkuð stöðugur frá því um mitt ár 2017. Þar sem verðlag hækkaði einungis um hálft prósent samtals í maí og júní tók kaupmáttur stökk upp á við og jókst um 2,4% milli apríl og júní. Kaupmáttur launa var 3,2% meiri nú í júní en hann var fyrir ári. Frá upphafi árs 2015 hefur kaupmáttur launavísitölu aukist um tæp 24%, eða u.þ.b. 7% á ári. Það er veruleg aukning, bæði sögulega séð og í samanburði við önnur lönd.

Nýlega birti Hagstofan nýja vísitölu heildarlauna. Nýja vísitalan er dálítið frábrugðin hinni hefðbundnu launavísitölu og er ætlað að sýna þróun launa á vinnustund fyrir fasta samsetningu vinnutíma. Gamla launavísitalan, sem hefur verið í notkun lengi, byggir einungis á breytingum reglulegra launa þar sem hvorki er tekið tillit til tilfallandi yfirvinnu né óreglulegra greiðslna.

Hin nýja vísitala heildarlauna byggir hins vegar á öllum greiddum launum deilt með heildarfjölda greiddra stunda og er ætlað að endurspegla launaþróun fyrir vinnustund að teknu tilliti til breytinga á hlutfalli vinnuafls með há eða lág laun, breyttu hlutfalli yfirvinnustunda og samspili þessara þátta. Vísitala heildarlauna tekur þannig tillit til yfirvinnu, kaupauka, árlegra eingreiðslna og annarra óreglulegra þátta sem eru ekki hluti af launavísitölu. Þannig má segja að vísitala heildarlauna sé mun nær þeim tekjuhugtökum sem notuð eru í þjóðhagsreikningum en gamla launavísitalan.

Vísitala heildarlauna sveiflast meira en launavísitalan og er með reglulegar ársfjórðungssveiflur. Þannig lækka heildarlaun á greidda stund alltaf á 3. ársfjórðungi þegar starfsfólki fjölgar á sumarmánuðum þannig að hálaunastörf vega minna. Að sama skapi hækka heildarlaun á 4. ársfjórðungi þegar áhrifa sumarstarfsfólks gætir ekki lengur af. Þá koma líka til ótímamældar greiðslur eins og desemberuppbót án þess að deilitala greiddra stunda hækki.

Milli áranna 2008 og 2017 hækkaði vísitala heildarlauna um tæp 72% en á sama tíma hækkaði launavísitalan um tæp 79%. Með öðrum orðum hafa heildarlaun hækkað minna en laun pr. vinnustund sem gömlu launavísitölunni er ætlað að mæla. Helsta ástæðan fyrir þessum mun er stytting vinnutíma sem kemur fram í vísitölu heildarlauna en ekki í launavísitölunni.

Vísitala heildarlauna er góð viðbót við þær upplýsingar sem notaðar eru til þess að mæla þróun launa og tekna. Þessar stærðir skipta miklu máli fyrir þróun efnahagslífsins og nauðsynlegt að mælingar á þróun þeirra séu sem bestar.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Aukning kaupmáttar í sumar – nýjar mælingar á launaþróun (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Epli
24. júlí 2024
Verðbólga hækkar í 6,3%, meira en spár gerðu ráð fyrir
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,46% milli mánaða í júlí, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólgan hækkar því úr 5,8% í 6,3%, um 0,5 prósentustig. Það sem kom mest á óvart í tölunum var að sumarútsölurnar voru lakari en við bjuggumst við og verð á matarkörfunni hækkaði meira en við héldum. Við gerum nú ráð fyrir að ársverðbólgan verði 6,2% í ágúst, 6,1% í september og 5,6% í október. Spáin er um 0,2-0,3 prósentustigum hærri en síðasta verðbólguspá sem við birtum í verðkönnunarvikunni.
Evrópsk verslunargata
22. júlí 2024
Vikubyrjun 22. júlí 2024
Í síðustu viku birtust gögn sem gáfu til kynna talsverðan kraft á íbúðamarkaði um þessar mundir. Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% milli mánaða í júní og vísitala leiguverðs um 2,5%.
Hús í Reykjavík
18. júlí 2024
Spenna á íbúðamarkaði
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% á milli mánaða í júní. Árshækkun vísitölu íbúðaverðs jókst úr 8,4% í 9,1% en svo mikil hefur árshækkunin ekki verið síðan í febrúar 2023. Leiguverð hækkaði einnig á milli mánaða í júní, alls um 2,5%. Mikil velta var á íbúðamarkaði í júní og ljóst að íbúðamarkaður hefur tekið verulega við sér.
Gönguleið
15. júlí 2024
Vikubyrjun 15. júlí 2024
Erlendir ferðamenn voru 9% færri í júní á þessu ári en í júní í fyrra. Atvinnuleysi var 3,1% í júní og er áfram lítillega meira en á sama tíma í fyrra.
Fataverslun
10. júlí 2024
Spáum að verðbólga aukist lítillega og verði 5,9% í júlí 
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,15% á milli mánaða í júlí og að verðbólga aukist úr 5,8% í 5,9%. Við gerum ráð fyrir að júlímánuður verði nokkuð dæmigerður þar sem sumarútsölur verða til lækkunar á vísitölunni en flugfargjöld til útlanda til hækkunar. Við spáum nokkurn veginn óbreyttri verðbólgu í ágúst og september, en að verðbólga hjaðni í 5,4% í október. 
8. júlí 2024
Vikubyrjun 8. júlí 2024
Hátt vaxtastig hefur hvatt til sparnaðar og hægt á eftirspurn í hagkerfinu. Innlán heimila voru 20% meiri í maí síðastliðnum en í maí í fyrra, samkvæmt nýbirtum Hagvísum Seðlabanka Íslands. Óbundin innlán hafa aukist langmest.
1. júlí 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 1. júlí 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Litríkir bolir á fataslá
1. júlí 2024
Vikubyrjun 1. júlí 2024
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,48% í júní. Verðbólga mældist því 5,8% og lækkaði úr 6,2%. Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum í mars og apríl dróst saman um 4,6% að raunvirði og launavísitalan hækkaði um 0,2% í maí, samkvæmt tölum sem Hagstofan birti í síðustu viku.
Flugvél á flugvelli
27. júní 2024
Verðbólga í takt við væntingar – lækkar í 5,8%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,48% á milli mánaða í júní og við það lækkaði ársverðbólga úr 6,2% í 5,8%. Reiknuð húsaleiga, hækkandi flugfargjöld til útlanda og verðhækkun á hótelgistingu höfðu mest áhrif til hækkunar á vísitölunni. Á móti lækkaði verð á fötum og skóm, húsgögnum og heimilisbúnaði og ökutækjum á milli mánaða í júní.
25. júní 2024
Velta í hagkerfinu minnkar á milli ára
Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum dróst saman um 4,6% að raunvirði í mars og apríl og um 2% í janúar og febrúar samkvæmt nýbirtum gögnum Hagstofunnar. Þróunin er ólík eftir útflutningsgreinum. Ferðaþjónusta eykst lítillega á milli ára, velta í sjávarútvegi og álframleiðslu minnkar en velta í lyfjaframleiðslu eykst til muna.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur