Hag­sjá: Auk­inn slaki boð­að­ur í fjár­mála­stefnu hins op­in­bera

Fjármálaráðherra hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um breytingu á fjármálastefnu í átt að meiri slaka. Jafnframt eru lagðar til breytingar á fjármálaáætlun 2020-2024 sem nú er til afgreiðslu á Alþingi. Í stað jákvæðrar afkomu upp á u.þ.b. 1% af VLF á árunum 2019-2021 er nú gert ráð fyrir neikvæðri afkomu upp á 0,3-0,4% af VLF á þessum árum.
12. júní 2019

Samantekt

Áform um þróun opinberra fjármála byggja mikið á stöðu hagkerfisins og hvers er að vænta í þeim efnum. Áform um fjármál ríkisins eru byggð á þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Í nóvember 2017, þegar unnið var að gildandi fjármálastefnu, gerði Hagstofan ráð fyrir uppsöfnuðum 17% hagvexti á árunum 2018-2023. Ný þjóðhagsspá Hagstofunnar frá í maí gerir hins vegar ráð fyrir 0,2% samdrætti landsframleiðslunnar í ár og uppsöfnuðum hagvexti upp á 16% á árunum 2019-2023. Á árinu 2017 var gert ráð fyrir uppsöfnuðum hagvexti upp á 13,3% 2019-2023. Til samanburðar var nú í maí gert ráð fyrir uppsöfnuðum hagvexti upp á 10,7%. Eina frávikið í langtímaspá Hagstofunnar er því árið í ár, og þar að auki varð hagvöxtur á árinu 2018 mun meiri en reiknað var með, eða sem nemur einu og hálfu prósentustigi.

Þau rök að spár um hagvöxt réttlæti breytingu á fjármálastefnu vega því ekki þungt og væntanlega hefði mátt ná fram álíka breytingum innan marka núgildandi stefnu og áætlunar.

Varðandi stöðuna nú eru aðallega uppi tvær spurningar. Í fyrsta lagi hvort um sé að ræða fullgilt tilefni til þess að endurskoða stefnuna og í öðru lagi hvort tillögur til endurskoðunar séu líklegar til þess að árangur náist.

Eins og sagði hér að framan getur breyting milli þessara tveggja þjóðhagsspáa vart talist tilefni til þess að breyta fjármálastefnu. Fjármálaráð bendir einnig á þetta og telur einnig að tillögur um endurskoðun séu að einhverju leyti tilkomnar vegna veikleika í fjármálastjórn, en ráðið hefur áður viðrað þá skoðun sína í umsögnum. Ráðið telur þannig að stjórnvöld hafi átt erfitt með að líta á töluleg markmið stefnunnar sem lágmarksviðmið fyrir afkomu. Framkvæmd stjórnvalda hafi á síðustu árum verið þannig að halda afkomu, tekju- og útgjaldaráðstöfunum við lágmarksviðmiðið. Augljós afleiðing þess er að erfitt sé að bregðast við þegar áföll dynja á eins og staðan er núna. Fjármálaráð lítur þannig á þessa framkvæmd sem veikleika í fjármálastjórn sem sé heldur ekki ein og sér ástæða til þess að endurskoða fjármálastefnuna.

Í umsögn Fjármálaráðs kemur einnig fram að sá samdráttur sem spáð er fyrir hagkerfið sé ekki einn og sér nógu mikill miðað við þann alvarleika sem lagaákvæði um endurskoðun kveður á um. Aðstæður eru hins vegar þannig nú að saman fari bæði veikleikar í fjármálastjórn og skellur í efnahagsstarfseminni. Til samans geri þessir þættir stjórnvöldum erfitt um vik að beita hefðbundnum niðurskurðarúrræðum og frekari tekjuöflun.

Fjármálaráð bendir hins vegar á að nýjar upplýsingar séu sífellt að koma fram sem geti bent til þess að þróunin verði minna hagfelld en Hagstofan spáir fyrir um, t.d. neikvæð tíðindi úr ferðaþjónustu. Óvissan framundan sé þannig mikil og talsverðar líkur á að samdrátturinn geti orðið lengri og skarpari en maíspá Hagstofunnar gefi til kynna.

Skuldir hins opinbera hafa lækkað mikið á síðustu árum og fóru undir 30% markið miðað við VLF um síðustu áramót, fyrr en gert var ráð fyrir í áætlunum. Gert er ráð fyrir því að skuldir haldi áfram að lækka, en með minni hraða en verið hefur. Það hefur gengið vel að lækka skuldir og fyrir vikið stendur hið opinbera sterkara fyrir gagnvart áföllum en ella.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Aukinn slaki boðaður í fjármálastefnu hins opinbera (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Epli
11. apríl 2024
Spáum lækkun verðbólgu úr 6,8% í 6,1%
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,61% á milli mánaða í apríl og að ársverðbólgalækki töluvert, eða úr 6,8% í 6,1%. Mest áhrif til hækkunar í spá okkar hafa reiknuð húsaleiga, flugfargjöld til útlanda og matarkarfan. Apríl í fyrra var stór hækkunarmánuður og þar sem við gerum ráð fyrir töluvert minni mánaðarhækkun nú lækkar ársverðbólga töluvert. Á móti gerum við ekki ráð fyrir því að verðbólga lækki mikið næstu mánuði þar á eftir og búumst við því að hún verði 5,9% í júlí.
Gönguleið
8. apríl 2024
Vikubyrjun 8. apríl 2024
Um 14% fleiri ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í febrúar síðastliðnum en í febrúar í fyrra. Ferðamenn gistu þó skemur en áður, því skráðum gistinóttum fækkaði um 2,7% á milli ára í febrúar.
3. apríl 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 3. apríl 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
2. apríl 2024
Vikubyrjun 2. apríl 2024
Um 30% fyrirtækja vilja fjölga starfsfólki á næstu sex mánuðum, samkvæmt nýjustu könnun Gallup meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins sem var framkvæmd í mars. Hlutfallið eykst úr 23% frá síðustu könnun sem var gerð í desember.  
Íbúðir
26. mars 2024
Hækkandi íbúðaverð kyndir undir verðbólgu
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,8% milli mánaða í mars og við það jókst ársverðbólga úr 6,6% í 6,8%. Langmest áhrif til hækkunar í mælingunni má rekja til hækkunar á íbúðaverði, og þá sérstaklega utan höfuðborgarsvæðisins. Verð á nýjum bílum hafði mest áhrif til lækkunar í mars.
Seðlabanki
25. mars 2024
Vikubyrjun 25. mars 2024
Peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnti á miðvikudag að stýrivöxtum yrði haldið óbreyttum í 9,25%. Ákvörðunin var í samræmi við spá okkar, en tónninn í yfirlýsingunni var harðari en við bjuggumst við.
Ferðamenn
18. mars 2024
Vikubyrjun 18. mars 2024
Gögn síðasta árs benda til þess að þeir ferðamenn sem hingað komu hafi að meðaltali dvalið skemur en árið á undan en aftur á móti eytt meiru á dag.
Vélsmiðja Guðmundar
15. mars 2024
Að flytja út „annað“ er heldur betur að skila sér
Útflutningur hefur alltaf verið mjög mikilvægur fyrir Íslendinga og íslenskan efnahag. Lengst af var fiskurinn okkar aðal útflutningsvara, svo bættist álið við og nú síðasta áratuginn eða svo hefur ferðaþjónusta rutt sér til rúms og er orðin stærsta einstaka útflutningsvara Íslendinga. Á síðustu árum hefur annar útflutningur, þ.e. útflutningur sem ekki heyrir undir neinn þessara flokka, vaxið hratt og raunar hraðar en ferðaþjónustan, þó faraldurinn torveldi samanburðinn aðeins.
Fjölbýlishús
14. mars 2024
Spáum 6,6% verðbólgu í mars
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,57% milli mánaða í mars og að ársverðbólga verði óbreytt í 6,6%. Mest áhrif til hækkunar í spá okkar hafa reiknuð húsaleiga, flugfargjöld til útlanda, föt og skór og matarkarfan. Við eigum enn von á að verðbólgan hjaðni rólega næstu mánuði og verði komin niður í 5,4% í júní.
14. mars 2024
Óbreytt vaxtastig en bjartur tónn
Þrátt fyrir hjaðnandi verðbólgu og sátt um langtímakjarasamning á stórum hluta vinnumarkaðar teljum við að peningastefnunefnd haldi meginvöxtum bankans óbreyttum í 9,25% í næstu viku, fjórða skiptið í röð. Verðlag hækkaði umfram væntingar í febrúar og verðbólguvæntingar hafa lítið breyst frá síðasta fundi nefndarinnar. Auk þess ríkir enn óvissa um framvindu kjarasamninga annarra hópa. Við teljum þó að tónninn í yfirlýsingunni verði bjartari en verið hefur og að vaxtalækkun kunni að vera handan við hornið.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur