Hag­sjá: Auk­inn slaki boð­að­ur í fjár­mála­stefnu hins op­in­bera

Fjármálaráðherra hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um breytingu á fjármálastefnu í átt að meiri slaka. Jafnframt eru lagðar til breytingar á fjármálaáætlun 2020-2024 sem nú er til afgreiðslu á Alþingi. Í stað jákvæðrar afkomu upp á u.þ.b. 1% af VLF á árunum 2019-2021 er nú gert ráð fyrir neikvæðri afkomu upp á 0,3-0,4% af VLF á þessum árum.
12. júní 2019

Samantekt

Áform um þróun opinberra fjármála byggja mikið á stöðu hagkerfisins og hvers er að vænta í þeim efnum. Áform um fjármál ríkisins eru byggð á þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Í nóvember 2017, þegar unnið var að gildandi fjármálastefnu, gerði Hagstofan ráð fyrir uppsöfnuðum 17% hagvexti á árunum 2018-2023. Ný þjóðhagsspá Hagstofunnar frá í maí gerir hins vegar ráð fyrir 0,2% samdrætti landsframleiðslunnar í ár og uppsöfnuðum hagvexti upp á 16% á árunum 2019-2023. Á árinu 2017 var gert ráð fyrir uppsöfnuðum hagvexti upp á 13,3% 2019-2023. Til samanburðar var nú í maí gert ráð fyrir uppsöfnuðum hagvexti upp á 10,7%. Eina frávikið í langtímaspá Hagstofunnar er því árið í ár, og þar að auki varð hagvöxtur á árinu 2018 mun meiri en reiknað var með, eða sem nemur einu og hálfu prósentustigi.

Þau rök að spár um hagvöxt réttlæti breytingu á fjármálastefnu vega því ekki þungt og væntanlega hefði mátt ná fram álíka breytingum innan marka núgildandi stefnu og áætlunar.

Varðandi stöðuna nú eru aðallega uppi tvær spurningar. Í fyrsta lagi hvort um sé að ræða fullgilt tilefni til þess að endurskoða stefnuna og í öðru lagi hvort tillögur til endurskoðunar séu líklegar til þess að árangur náist.

Eins og sagði hér að framan getur breyting milli þessara tveggja þjóðhagsspáa vart talist tilefni til þess að breyta fjármálastefnu. Fjármálaráð bendir einnig á þetta og telur einnig að tillögur um endurskoðun séu að einhverju leyti tilkomnar vegna veikleika í fjármálastjórn, en ráðið hefur áður viðrað þá skoðun sína í umsögnum. Ráðið telur þannig að stjórnvöld hafi átt erfitt með að líta á töluleg markmið stefnunnar sem lágmarksviðmið fyrir afkomu. Framkvæmd stjórnvalda hafi á síðustu árum verið þannig að halda afkomu, tekju- og útgjaldaráðstöfunum við lágmarksviðmiðið. Augljós afleiðing þess er að erfitt sé að bregðast við þegar áföll dynja á eins og staðan er núna. Fjármálaráð lítur þannig á þessa framkvæmd sem veikleika í fjármálastjórn sem sé heldur ekki ein og sér ástæða til þess að endurskoða fjármálastefnuna.

Í umsögn Fjármálaráðs kemur einnig fram að sá samdráttur sem spáð er fyrir hagkerfið sé ekki einn og sér nógu mikill miðað við þann alvarleika sem lagaákvæði um endurskoðun kveður á um. Aðstæður eru hins vegar þannig nú að saman fari bæði veikleikar í fjármálastjórn og skellur í efnahagsstarfseminni. Til samans geri þessir þættir stjórnvöldum erfitt um vik að beita hefðbundnum niðurskurðarúrræðum og frekari tekjuöflun.

Fjármálaráð bendir hins vegar á að nýjar upplýsingar séu sífellt að koma fram sem geti bent til þess að þróunin verði minna hagfelld en Hagstofan spáir fyrir um, t.d. neikvæð tíðindi úr ferðaþjónustu. Óvissan framundan sé þannig mikil og talsverðar líkur á að samdrátturinn geti orðið lengri og skarpari en maíspá Hagstofunnar gefi til kynna.

Skuldir hins opinbera hafa lækkað mikið á síðustu árum og fóru undir 30% markið miðað við VLF um síðustu áramót, fyrr en gert var ráð fyrir í áætlunum. Gert er ráð fyrir því að skuldir haldi áfram að lækka, en með minni hraða en verið hefur. Það hefur gengið vel að lækka skuldir og fyrir vikið stendur hið opinbera sterkara fyrir gagnvart áföllum en ella.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Aukinn slaki boðaður í fjármálastefnu hins opinbera (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
3. feb. 2025
Fréttabréf Greiningardeildar 3. febrúar 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Flutningaskip
3. feb. 2025
Aukinn halli af vöruviðskiptum í fyrra
Halli af vöruviðskiptum jókst í fyrra, en ekki með sama hraða og síðustu tvö ár þar á undan. Að það hægi á aukningunni gæti verið merki um að jafnvægi sé að aukast í hagkerfinu, en á móti kemur að innflutningsverðmæti hafa aldrei verið meiri sem gæti verið merki um aukin umsvif.
Seðlabanki Íslands
3. feb. 2025
Vikubyrjun 3. febrúar 2025
Verðbólga lækkaði á milli mánaða í janúar, úr 4,8% í 4,6%. Við eigum von á að Seðlabankinn lækki vexti um 0,5 prósentustig á miðvikudaginn. Fyrstu uppgjör fyrir árið 2024 komu í síðustu viku, en uppgjörstímabilið heldur áfram í þessari viku.
30. jan. 2025
Spáum vaxtalækkun um 0,5 prósentustig
Við spáum 0,5 prósentustiga vaxtalækkun í næstu viku. Verðbólga mældist 4,6% í janúar. Hún hjaðnaði í takt við spá okkar og hefur þokast niður um 0,5 prósentustig frá síðustu vaxtaákvörðun. Hægt hefur á íbúðaverðshækkunum og verðbólguvæntingar virðast stöðugri en áður. Laun hafa hækkað mun minna en áður og vinnumarkaður hefur leitað í eðlilegra horf.  
Fasteignir
30. jan. 2025
Verðbólga hjaðnar áfram
Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,27% á milli mánaða í janúar, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga lækkar því úr 4,8% í 4,6%. Við eigum enn von á að verðbólga hjaðni næstu mánuði og verði 3,9% í apríl.
Íbúðahús
27. jan. 2025
Vikubyrjun 27. janúar 2025
Í vikunni birtast verðbólgutölur fyrir janúar. Við eigum von á að verðbólga hjaðni og mælist 4,6%. Í síðustu viku birtist vísitala íbúðaverðs fyrir desember sem sýndi lækkun upp á 0,6% á milli mánaða. Vísitala leiguverðs sýndi einnig lækkun á milli mánaða, um 0,9%.
Bakarí
24. jan. 2025
Stöðugri vinnumarkaður og minna skrið launahækkana
Launavísitala Hagstofunnar hækkaði um 6,6% árið 2024. Á síðustu mánuðum hefur hægt verulega á launahækkunum, bæði vegna minni kjarasamningsbundinna hækkana en síðustu ár og minna launaskriðs. Kaupmáttur hefur því sem næst staðið í stað og óhætt að segja að staðan á vinnumarkaði styðji nú mun betur við verðstöðugleika en áður.
20. jan. 2025
Vikubyrjun 20. janúar 2025
Kortaveltutölur sem komu í síðustu viku voru nokkuð sterkar og sýndu að kortavelta heimilanna jókst nokkuð á milli ára í desember. Það voru tvö uppgjör í síðustu viku, Hagar og Ölgerðin, en fjárhagsár þessa tveggja félaga er, ólíkt öðrum félögum í kauphöllin, ekki hið sama og almanaksárið. Í vikunni fram undan fáum við vísitölur íbúðaverðs og leiguverðs frá HMS.
20. jan. 2025
Kortavelta landsmanna í sókn allt síðasta ár
Kortavelta landsmanna var alls 4,2% meiri á síðasta ári en árið 2023 og jókst milli ára alla mánuði ársins, miðað við fast verðlag og gengi. Telja má líklegt að Seðlabankinn fylgist vel með neyslustiginu í vaxtalækkunarferlinu og reyni að koma í veg fyrir að uppsafnaðar innistæður hrúgist út í neyslu. Neysla ferðamanna hér á landi mældist aðeins 1% meiri í fyrra en árið áður sé miðað við fast verðlag.
Pund, Dalur og Evra
17. jan. 2025
Krónan styrktist á síðasta ári
Krónan styrktist á móti evru en veiktist aðeins á móti Bandaríkjadal á árinu 2024. Árið var nokkuð rólegt á millibankamarkaði með gjaldeyri þar sem velta dróst saman og minna var um flökt.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur