Hagsjá: Aukinn afgangur af viðskiptum við útlönd og bætt staða þjóðarbúsins
Samantekt
Á fyrsta ársfjórðungi var 35 ma.kr. afgangur af viðskiptum við útlönd í samanburði við 6,7 ma.kr. afgang á sama tíma í fyrra. Hrein erlend staða í lok fjórðungsins var 597 ma.kr. (20% af VLF) og batnaði um 270 ma.kr. (9% af VLF) á fjórðungnum.
Fyrir lá að það yrði 29,7 ma.kr. afgangur af þjónustujöfnuði, 3,5 ma.kr. afgangur og vöruskiptajöfnuði og því 33,2 ma.kr. afgangur af vöru- og þjónustujöfnuði á fyrsta ársfjórðungi. Afgangur af þáttatekjujöfnuði reyndist vera 8,5 ma.kr. en hallinn af rekstrarframlögum var 6,7 ma.kr. Þetta skýrir 1,8 ma.kr. meiri afgang af viðskiptajöfnuði en af vöru- og þjónustu.
Lesa Hagsjána í heild
Hagsjá: Aukinn afgangur af viðskiptum við útlönd og bætt staða þjóðarbúsins (PDF)