Hag­sjá: At­vinnu­leysi leit­ar upp á við – aðr­ar stærð­ir á vinnu­mark­aði stöð­ug­ar

Samkvæmt vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar var atvinnuleysi 6,1% af vinnuafli í maí sem var verulega meira en mánuðina þar á undan og 3,1 prósentustigi hærra en var í maí 2018. Skráð atvinnuleysi samkvæmt mælingum Vinnumálastofnunar var 3,6% í maí sem var eilítið lægra en í apríl.
28. júní 2019

Samantekt

Samkvæmt niðurstöðum mánaðarlegrar vinnumarkaðskönnunar Hagstofunnar er áætlað að rúmlega 210 þús. manns hafi verið á vinnumarkaði í maí 2019, sem jafngildir 82,4% atvinnuþátttöku. Af þeim voru um 197.500 starfandi og 12.700 atvinnulausir. Atvinnuleysi var því 6,1% af vinnuafli, í maí sem var verulega meira en mánuðina þar á undan, og 3,1 prósentustigum hærra en var í maí 2018. Starfandi voru um 800 færri nú í maí en í maí 2018. Sveiflur milli mánaða eru töluverðar og sé miðað við meðaltal síðustu 12 mánaða var fjölgun starfandi á einu ári 2,7% nú í maí. Í maí 2018 var samsvarandi tala 1,2% og 3,5% í maí 2017.

Tölur Hagstofunnar um atvinnuleysi eru að jafnaði hærri en tölur Vinnumálastofnunar um skráð atvinnuleysi. Sé litið á 12 mánaða hlaupandi meðaltal hefur mæling á skráðu atvinnuleysi yfirleitt verið hálfu til einu prósentustigi lægri en svör úr vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar gefa til kynna. Undantekning á þessu var á árunum 2009-2010 þegar atvinnuleysi var sögulega mjög mikið. Nú eru þessir tveir ferlar að nálgast hvor annan. Í apríl munaði einungis 0,1 prósentustigi á þessum mælingum og 0,2 prósentustigum í maí. Hagstofan mældi 6,1% atvinnuleysi í maí, sem er hátt á hennar mælikvarða, og Vinnumálastofnun 3,6%, sem var eilítið lægra en í apríl. Báðar mælingar sýna hins vegar töluverða aukningu atvinnuleysis á árinu.

Atvinnuþátttaka í maí var 82,4% en var 82,7% í maí 2018, þannig að atvinnuþátttaka jókst um 0,3 prósentustig milli ára. Sé litið á 12 mánaða meðaltal dróst atvinnuþátttaka saman um 0,1 prósentustig á tímabilinu maí 2018 til maí 2019.

Vikulegar vinnustundir voru að jafnaði 40 í maí og hafði fjölgað um 0,1 stund á einu ári frá maí 2018. Sé miðað við 12 mánaða meðaltal var vinnutíminn nú í maí einnig 0,1 stund styttri en var í maí 2018 og hefur hann verið mjög stöðugur á þann mælikvarða frá upphafi síðasta árs.

Séu breytingar á fjölda starfandi og vikulegum vinnutíma teknar saman jókst vinnuaflsnotkun samfellt á árinu 2018 og einnig á 1. ársfjórðungi 2019. Meginskýringuna hefur verið að finna í sífellt auknum fjölda starfandi á vinnumarkaði. Þannig jókst fjöldi unninna stunda um 2,3% á 4. ársfjórðungi 2018 og 1,8% á fyrsta ársfjórðungi í ár. Nú hefur hins vegar orðið smá breyting þar sem starfandi fólki fækkaði um 0,4% milli maí 2018 og maí 2019. Vinnutími lengdist hins vegar um 0,3% milli ára þannig að vinnuaflsnotkun minnkaði eilítið frá því í maí í fyrra.

Spár um aukið atvinnuleysi eru farnar að raungerast í nýjustu tölum sem komið hafa fram. Flest bendir til þess að atvinnuleysi muni aukast eitthvað á næstu misserum, í kjölfar efnahagslegra áfalla eins og gjaldþrots WOW air og loðnubrests. Atvinnuleysið hefur bitnað einna mest á Suðurnesjum þar sem skráð atvinnuleysi var 6,4% í apríl og 6,6% í maí sem er miklu meira en tvöföldun frá fyrra ári.

Í nýjustu þjóðhagsspá sinni reiknaði Hagfræðideild Landsbankans með því að skráð atvinnuleysi verði að meðaltali 4,5% í ár, 4% á árinu 2020 og 3,5% á árinu 2022.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Atvinnuleysi leitar upp á við – aðrar stærðir á vinnumarkaði stöðugar (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Litríkir bolir á fataslá
13. feb. 2025
Spáum áframhaldandi hjöðnun í febrúar: Úr 4,6% í 4,3%
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,98% á milli mánaða í febrúar og að verðbólga hjaðni úr 4,6% í 4,3%. Við búumst við áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 3,7% í maí.   
Seðlabanki Íslands
10. feb. 2025
Vikubyrjun 10. febrúar 2025
Peningastefnunefnd lækkaði vexti um 0,5 prósentustig í síðustu viku. Í þessari viku koma tölur um skráð atvinnuleysi og fjölda brottfara frá Leifsstöð auk þess sem Hagstofan framkvæmir verðkannanir vegna vísitölu neysluverðs. Uppgjörstímabilið í Kauphöllinni er síðan enn í fullum gangi.
3. feb. 2025
Fréttabréf Greiningardeildar 3. febrúar 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Flutningaskip
3. feb. 2025
Aukinn halli af vöruviðskiptum í fyrra
Halli af vöruviðskiptum jókst í fyrra, en ekki með sama hraða og síðustu tvö ár þar á undan. Að það hægi á aukningunni gæti verið merki um að jafnvægi sé að aukast í hagkerfinu, en á móti kemur að innflutningsverðmæti hafa aldrei verið meiri sem gæti verið merki um aukin umsvif.
Seðlabanki Íslands
3. feb. 2025
Vikubyrjun 3. febrúar 2025
Verðbólga lækkaði á milli mánaða í janúar, úr 4,8% í 4,6%. Við eigum von á að Seðlabankinn lækki vexti um 0,5 prósentustig á miðvikudaginn. Fyrstu uppgjör fyrir árið 2024 komu í síðustu viku, en uppgjörstímabilið heldur áfram í þessari viku.
30. jan. 2025
Spáum vaxtalækkun um 0,5 prósentustig
Við spáum 0,5 prósentustiga vaxtalækkun í næstu viku. Verðbólga mældist 4,6% í janúar. Hún hjaðnaði í takt við spá okkar og hefur þokast niður um 0,5 prósentustig frá síðustu vaxtaákvörðun. Hægt hefur á íbúðaverðshækkunum og verðbólguvæntingar virðast stöðugri en áður. Laun hafa hækkað mun minna en áður og vinnumarkaður hefur leitað í eðlilegra horf.  
Fasteignir
30. jan. 2025
Verðbólga hjaðnar áfram
Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,27% á milli mánaða í janúar, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga lækkar því úr 4,8% í 4,6%. Við eigum enn von á að verðbólga hjaðni næstu mánuði og verði 3,9% í apríl.
Íbúðahús
27. jan. 2025
Vikubyrjun 27. janúar 2025
Í vikunni birtast verðbólgutölur fyrir janúar. Við eigum von á að verðbólga hjaðni og mælist 4,6%. Í síðustu viku birtist vísitala íbúðaverðs fyrir desember sem sýndi lækkun upp á 0,6% á milli mánaða. Vísitala leiguverðs sýndi einnig lækkun á milli mánaða, um 0,9%.
Bakarí
24. jan. 2025
Stöðugri vinnumarkaður og minna skrið launahækkana
Launavísitala Hagstofunnar hækkaði um 6,6% árið 2024. Á síðustu mánuðum hefur hægt verulega á launahækkunum, bæði vegna minni kjarasamningsbundinna hækkana en síðustu ár og minna launaskriðs. Kaupmáttur hefur því sem næst staðið í stað og óhætt að segja að staðan á vinnumarkaði styðji nú mun betur við verðstöðugleika en áður.
20. jan. 2025
Vikubyrjun 20. janúar 2025
Kortaveltutölur sem komu í síðustu viku voru nokkuð sterkar og sýndu að kortavelta heimilanna jókst nokkuð á milli ára í desember. Það voru tvö uppgjör í síðustu viku, Hagar og Ölgerðin, en fjárhagsár þessa tveggja félaga er, ólíkt öðrum félögum í kauphöllin, ekki hið sama og almanaksárið. Í vikunni fram undan fáum við vísitölur íbúðaverðs og leiguverðs frá HMS.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur