Samantekt
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) birti endurskoðaða efnahagsspá fyrir þetta og næsta ár í gær. Þetta er fyrsta spá sjóðsins eftir að Covid-19 faraldurinn braust út. Það helsta í spánni er að sjóðurinn gerir ráð fyrir 3% samdrætti í heimshagkerfinu sem yrði þá mesti samdrátturinn síðan í kreppunni miklu á 3. og 4. áratug síðustu aldar. Til samanburðar dróst heimshagvöxturinn saman um 0,1% í fjármálakreppunni 2009.
Lesa Hagsjána í heild
Hagsjá: AGS spáir mesta efnahagssamdrætti síðan í kreppunni miklu (PDF)