Að­r­ar grein­ar en ferða­þjón­usta sleppa nokk­uð vel frá krepp­unni

Launafólki sem fékk staðgreiðsluskyldar greiðslur fyrstu fjóra mánuði 2021 fækkaði um 5,6% frá sama tíma 2020. Launasumman hækkaði um 5,8% á nafnverði á sama tíma. Það gæti bent til þess að tekjulægra fólk hafi í meira mæli horfið af vinnumarkaði en það sem hafði hærri tekjur. Hér er sérstaða ferðaþjónustunnar enn meiri en var varðandi launagreiðslurnar. Í ferðaþjónustunni hefur þeim sem fá staðgreiðsluskyldar greiðslur fækkað um tæp 42%, á meðan fækkunin í öðrum greinum er innan við 2%. Af þessum greinum er það einungis í opinberri stjórnsýslu og sjávarútvegi sem launafólki fjölgar.
Bláa lónið
26. júlí 2021 - Hagfræðideild

Launasumman, staðgreiðsluskyld laun allra á vinnumarkaði, hækkaði um 5,8% milli fjögurra fyrstu mánaða 2020 og 2021. Launavísitalan hækkaði um 9,7% á sama tíma þannig að heildarlaunatekjur landsmanna hækkuðu minna en föst mánaðarlaun. Vísitala neysluverðs hækkaði um 4,3% á þessum tíma þannig að launasumman hefur hækkað um u.þ.b. 1,4% að raungildi.

Sé litið á þróun launasummunnar innan sex atvinnugreina á milli fyrstu fjögurra mánaða 2020 og 2021 kemur alls ekki á óvart að ferðaþjónustan hefur mjög mikla sérstöðu. Launasumman í einkennandi greinum ferðaþjónustu lækkaði um tæp 38% á milli ára. Á hinum endanum eru sjávarútvegur (veiðar og vinnsla saman) og opinber stjórnsýsla (með fræðslustarfsemi, heilbrigðis- og félagsþjónustu) með 15% og 13% aukningu launasummu milli ára sé miðað við fyrstu fjóra mánuðina. Fyrir utan ferðaþjónustuna lækkar launasumman einungis í fjármála- og vátryggingarstarfsemi.

Sé litið á þróun launasummunnar yfir lengri tíma á verðlagi hvers árs sést ris og fall ferðaþjónustunnar greinilega. Sé miðað við árið 2015 héldust ferðaþjónustan og byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð í hendur fram til ársins 2018. Eftir það dró úr vexti ferðaþjónustunnar á árinu 2019 og svo kom mikið fall bæði 2020 og 2021 sé litið á fjóra fyrstu mánuði hvers árs. Byggingastarfsemin jókst hins vegar fram til 2019 og hefur haldið stöðu sinni nokkuð síðan þá. Þetta er mikil breyting frá síðustu kreppu þegar byggingarstarfsemin hrundi nær algerlega.

Opinber þjónusta og byggingarstarfsemi skera sig nokkuð úr meðal þessara þriggja greina hvað aukningu launasummunnar varðar. Stóra myndin er hins vegar sú hvernig þróunin í ferðaþjónustunni sker sig algerlega frá hinum greinunum.

Launafólki sem fékk staðgreiðsluskyldar greiðslur fyrstu fjóra mánuði 2021 fækkaði um 5,6% frá sama tíma 2020. Launasumman hækkaði um 5,8% á nafnverði á sama tíma. Það gæti bent til þess að tekjulægra fólk hafi í meira mæli horfið af vinnumarkaði en það sem hafði hærri tekjur.

Hér er sérstaða ferðaþjónustunnar enn meiri en var varðandi launagreiðslurnar. Í ferðaþjónustunni hefur þeim sem fá staðgreiðsluskyldar greiðslur fækkað um tæp 42%, á meðan fækkunin í öðrum greinum er innan við 2%. Af þessum greinum er það einungis í opinberri stjórnsýslu og sjávarútvegi sem launafólki fjölgar.

Horft yfir lengri tíma er þróunin varðandi fjölda starfsfólks svipuð og var með launagreiðslurnar. Ferðaþjónusta og byggingastarfsemi haldast nokkurn veginn að fram til 2018 og þá skilur á milli. Töluverð fækkun var í byggingarstarfsemi milli 2019 og 2020, en staðan var svipuð 2020 og 2021.

Opinbera stjórnsýslan er eina greinin þar sem nokkuð stöðug fjölgun hefur verið á starfsfólki allt tímabilið. Í fjármála- og vátryggingarstarfsemi og í sjávarútvegi hefur hins vegar verið nær stöðug fækkun allt tímabilið.

Lesa Hagsjána í heild:

Hagsjá: Aðrar greinar en ferðaþjónusta sleppa nokkuð vel frá kreppunni

Þú gætir einnig haft áhuga á
Íbúðir
26. mars 2024
Hækkandi íbúðaverð kyndir undir verðbólgu
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,8% milli mánaða í mars og við það jókst ársverðbólga úr 6,6% í 6,8%. Langmest áhrif til hækkunar í mælingunni má rekja til hækkunar á íbúðaverði, og þá sérstaklega utan höfuðborgarsvæðisins. Verð á nýjum bílum hafði mest áhrif til lækkunar í mars.
Seðlabanki
25. mars 2024
Vikubyrjun 25. mars 2024
Peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnti á miðvikudag að stýrivöxtum yrði haldið óbreyttum í 9,25%. Ákvörðunin var í samræmi við spá okkar, en tónninn í yfirlýsingunni var harðari en við bjuggumst við.
Ferðamenn
18. mars 2024
Vikubyrjun 18. mars 2024
Gögn síðasta árs benda til þess að þeir ferðamenn sem hingað komu hafi að meðaltali dvalið skemur en árið á undan en aftur á móti eytt meiru á dag.
Vélsmiðja Guðmundar
15. mars 2024
Að flytja út „annað“ er heldur betur að skila sér
Útflutningur hefur alltaf verið mjög mikilvægur fyrir Íslendinga og íslenskan efnahag. Lengst af var fiskurinn okkar aðal útflutningsvara, svo bættist álið við og nú síðasta áratuginn eða svo hefur ferðaþjónusta rutt sér til rúms og er orðin stærsta einstaka útflutningsvara Íslendinga. Á síðustu árum hefur annar útflutningur, þ.e. útflutningur sem ekki heyrir undir neinn þessara flokka, vaxið hratt og raunar hraðar en ferðaþjónustan, þó faraldurinn torveldi samanburðinn aðeins.
Fjölbýlishús
14. mars 2024
Spáum 6,6% verðbólgu í mars
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,57% milli mánaða í mars og að ársverðbólga verði óbreytt í 6,6%. Mest áhrif til hækkunar í spá okkar hafa reiknuð húsaleiga, flugfargjöld til útlanda, föt og skór og matarkarfan. Við eigum enn von á að verðbólgan hjaðni rólega næstu mánuði og verði komin niður í 5,4% í júní.
14. mars 2024
Óbreytt vaxtastig en bjartur tónn
Þrátt fyrir hjaðnandi verðbólgu og sátt um langtímakjarasamning á stórum hluta vinnumarkaðar teljum við að peningastefnunefnd haldi meginvöxtum bankans óbreyttum í 9,25% í næstu viku, fjórða skiptið í röð. Verðlag hækkaði umfram væntingar í febrúar og verðbólguvæntingar hafa lítið breyst frá síðasta fundi nefndarinnar. Auk þess ríkir enn óvissa um framvindu kjarasamninga annarra hópa. Við teljum þó að tónninn í yfirlýsingunni verði bjartari en verið hefur og að vaxtalækkun kunni að vera handan við hornið.
Sky Lagoon
12. mars 2024
Neysla erlendra ferðamanna helst ekki í hendur við fjölgun þeirra
Um 156 þúsund erlendir ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í febrúar. Aðeins einu sinni hafa fleiri ferðamenn farið um flugvöllinn í febrúarmánuði, eða á metárinu 2018. Fjölgunin var um 14% á milli ára í fjölda ferðamanna, en erlend kortavelta jókst aðeins um 3,1%, á föstu gengi. Þeir ferðamenn sem nú koma virðast því eyða minna en þeir sem komu fyrir ári síðan.
Ferðafólk
11. mars 2024
Vikubyrjun 11. mars 2024
Stóru útflutningsgreinarnar þrjár, ferðaþjónusta (600 ma. kr.), ál og álafurðir (320 ma. kr.) og sjávarafurðir (350 ma. kr.), stóðu undir 70% af heildarútflutningsverðmæti síðasta árs. Verðmæti annars útflutnings var um 580 ma. kr. og skilaði því meira verðmæti en sjávarafurðir eða ál og álafurðir.
Flutningaskip
5. mars 2024
Utanríkisviðskipti í góðu jafnvægi
Alls var 41,4 ma.kr. afgangur af viðskiptum við útlönd í fyrra. Eins og við var búist var mikill halli á vöruskiptajöfnuði, mikill afgangur af þjónustujöfnuði, smá afgangur af frumþáttatekjum og smá halli á rekstrarframlögum. Erlend staða þjóðarbúsins batnaði nokkuð í fyrra, en í lok árs voru erlendar eignir þjóðarbúsins um 1.600 ma.kr. meiri en erlendar skuldir.
5. mars 2024
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf - febrúar 2024
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit sértryggðra skuldabréfa.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur