Hag­fræð­in og Covid – nokkr­ar spurn­ing­ar

Hagfræðingar hafa staldrað nokkuð við kenninguna um að tengsl séu á milli þess hversu mikill jöfnuður er í ákveðnum samfélögum og fjölda dauðsfalla vegna veirunnar. Kenningin gengur vel upp hvað Norðurlöndin varðar. Jöfnuður er mestur á Íslandi af Norðurlöndunum og minnstur í Svíþjóð og það passar nokkuð vel við kenninguna um fjölda dauðsfalla. Kenningin gengur hins vegar engan veginn upp varðandi Nýja Sjáland með áberandi fæst dauðsföll, en í neðri endanum hvað jöfnuðinn varðar. Sama má segja um Tékkland þar sem jöfnuðurinn er næst mestur innan ríkjahópsins samkvæmt tölfræðinni, en fjöldi dauðsfalla næst mestur.
Maður á ísjaka
5. ágúst 2021 - Hagfræðideild

Ekki er til neitt ákveðið svar við spurningunni um það af hverju sum lönd og svæði hafa farið verr út úr faraldrinum en önnur. Af hverju eru færri dauðsföll á sumum svæðum og í sumum löndum en öðrum þrátt fyrir að aðgerir og takmarkanir hafi verið minni og varað skemur.

Hagfræðin og aðrar félagsfræðigreinar hafa skoðað þessi mál jafnt og læknisfræðin og skoðað sambönd og samhengi. Þessi mál eru flókin, t.d. er viðtekin vitneskja að faraldurinn bitnar verr á eldra fólki en því yngra, en Japan passar t.d. ekki inn í þá mynd. Þar eru 28% íbúa eldri en 65 ára miðað við 9% í öllum heiminum og þar eru dauðsföll engu að síður með minna móti.

Hagfræðingar hafa staldrað nokkuð við kenninguna um að tengsl séu á milli þess hversu mikill jöfnuður eru í ákveðnum samfélögum og fjölda dauðsfalla vegna veirunnar. Jöfnuður í samfélögum er oftast mældur með svokölluðum Gini stuðli sem  nær frá núlli upp í einn. Gini stuðull upp á núll sýnir fullkominn jöfnuð og stuðull upp á einn sýnir fullkominn ójöfnuð.

Þar sem ójöfnuður er meiri er t.d. talið líklegra að fólk treysti yfirvöldum síður og sé minna tilbúið til þess að taka þátt í sameiginlegum aðgerðum eins og sóttvörnum, skimunum og bólusetningum. 

Heimsins gæði eru mæld með fleiru en jöfnuði. Í hagfræðinni er landsframleiðsla á mann mikið notaður sem mælikvarði til þess að bera saman tekjustig þjóða. Það ætti að vera nokkuð ljóst að ríkar þjóðir séu betur í stakk búnar til þess að takast á við vanda eins og covid-faraldurinn en þær sem fátækari eru. Og ef jöfnuðinum er bætt við fæst enn skýrari mynd. Norðurlöndin eru almennt talin gott dæmi um ríkar þjóðir þar sem tiltölulega mikill jöfnuður ríkir og þeim hefur almennt vegnað nokkuð vel í þessari baráttu, en misjafnlega þó.

Sé litið á nokkur lönd innan OECD sést að fjöldi dauðsfalla pr. 100 þúsund íbúa í faraldrinum er mjög mismunandi. Lang fæst hafa dauðsföllin verið í Nýja-Sjálandi, innan við eitt á hverja 100 þúsund íbúa og flest í Ungverjalandi og Tékklandi, í kringum 300. Ísland er með þriðju bestu stöðuna og hin Norðurlöndin fyrir utan Svíþjóð eru nálægt okkur í röðinni.

Kenningin um að meiri jöfnuður leiði til færri dauðsfalla gengur vel upp hvað Norðurlöndin varðar. Jöfnuður er mestur á Íslandi af Norðurlöndunum og minnstur í Svíþjóð og það passar nokkuð vel við kenninguna um fjölda dauðsfalla. Kenningin gengur hins vegar engan veginn upp varðandi Nýja Sjáland með áberandi fæst dauðsföll, en í neðri endanum hvað jöfnuðinn varðar. Sama má segja um Tékkland þar sem jöfnuðurinn er næst mestur innan ríkjahópsins samkvæmt tölfræðinni, en fjöldi dauðsfalla næst mestur. Svipaða sögu má líka segja um Ástralíu. 

Lúxemborg, Sviss og Írland eru með áberandi hæsta landsframleiðslu á mann, en í þessum ríkjum er hlutfallslega meiri alþjóðleg fjármálastarfsemi en annars staðar sem skekkir samanburð nokkuð. Norðurlöndin eru öll meðal þeirra ríkja þar sem landsframleiðsla á mann er mest. Bandaríkin eru líka ofarlega, en þar eru dauðsföll tiltölulega mörg og svipað má segja um Holland. Dauðsföll í Kanada og Ísrael eru hins vegar tiltölulega fá þó að landaframleiðsla á mann sé nálægt miðlungi.

 Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Hagfræðin og Covid – nokkrar spurningar

Þú gætir einnig haft áhuga á
8. júlí 2024
Vikubyrjun 8. júlí 2024
Hátt vaxtastig hefur hvatt til sparnaðar og hægt á eftirspurn í hagkerfinu. Innlán heimila voru 20% meiri í maí síðastliðnum en í maí í fyrra, samkvæmt nýbirtum Hagvísum Seðlabanka Íslands. Óbundin innlán hafa aukist langmest.
1. júlí 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 1. júlí 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Litríkir bolir á fataslá
1. júlí 2024
Vikubyrjun 1. júlí 2024
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,48% í júní. Verðbólga mældist því 5,8% og lækkaði úr 6,2%. Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum í mars og apríl dróst saman um 4,6% að raunvirði og launavísitalan hækkaði um 0,2% í maí, samkvæmt tölum sem Hagstofan birti í síðustu viku.
Flugvél á flugvelli
27. júní 2024
Verðbólga í takt við væntingar – lækkar í 5,8%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,48% á milli mánaða í júní og við það lækkaði ársverðbólga úr 6,2% í 5,8%. Reiknuð húsaleiga, hækkandi flugfargjöld til útlanda og verðhækkun á hótelgistingu höfðu mest áhrif til hækkunar á vísitölunni. Á móti lækkaði verð á fötum og skóm, húsgögnum og heimilisbúnaði og ökutækjum á milli mánaða í júní.
25. júní 2024
Velta í hagkerfinu minnkar á milli ára
Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum dróst saman um 4,6% að raunvirði í mars og apríl og um 2% í janúar og febrúar samkvæmt nýbirtum gögnum Hagstofunnar. Þróunin er ólík eftir útflutningsgreinum. Ferðaþjónusta eykst lítillega á milli ára, velta í sjávarútvegi og álframleiðslu minnkar en velta í lyfjaframleiðslu eykst til muna.
Bílar
25. júní 2024
Merki um lítilsháttar kólnun á vinnumarkaði
Atvinnuleysi er nú aðeins meira en á sama tíma í fyrra og laun hækka minna. Nýbirt launavísitala sýnir 0,2% hækkun á milli mánaða í maí og hafa laun nú hækkað um 6,7% á síðustu tólf mánuðum. Allar líkur eru á að á þessu ári hækki laun mun minna en á síðasta ári, enda hafa nýir kjarasamningar minni hækkanir í för með sér en þeir síðustu.
Paprika
24. júní 2024
Vikubyrjun 24. júní 2024
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% í maí og vísitala leiguverðs um 3,2% samkvæmt gögnum sem bárust í síðustu viku. Englandsbanki hélt vöxtum óbreyttum á meðan svissneski seðlabankinn lækkaði vexti um 0,25 prósentustig. Eftirtektarverðasta innlenda hagtalan sem birtist í þessari viku er eflaust vísitala neysluverðs sem Hagstofan birtir á fimmtudaginn.
Fjölbýlishús
19. júní 2024
Vísitala íbúðaverðs á hraðri uppleið
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% á milli mánaða í maí. Nafnverð íbúða er 8,4% hærra en á sama tíma í fyrra og raunverð íbúða er 4% hærra. Undirritaðir kaupsamningar um íbúðir á höfuðborgarsvæðinu voru 150% fleiri í maí á þessu ári en í maí í fyrra.  
Krani með stiga
18. júní 2024
Vikubyrjun 18. júní 2024
Í síðustu viku fengum við tölur um atvinnuleysi, fjölda ferðamanna og greiðslukortaveltu hér á landi í maí. Seðlabanki Bandaríkjanna hélt vöxtum óbreyttum. Síðar í dag birtir HMS vísitölu íbúðaverðs.
Strönd
14. júní 2024
Óvæntur kraftur í kortaveltu í maí
Kortavelta íslenskra heimila jókst á milli ára í maí, bæði innanlands og erlendis. Síðustu mánuði hefur kortavelta nær alltaf dregist saman á milli ára en eykst nú meira en hún hefur gert frá því í janúar 2023. Þessi aukna kortavelta vekur athygli í þrálátu hávaxtastigi og samdrætti í hagkerfinu á fyrsta ársfjórðungi.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur