Hag­fræð­in og Covid – nokkr­ar spurn­ing­ar

Hagfræðingar hafa staldrað nokkuð við kenninguna um að tengsl séu á milli þess hversu mikill jöfnuður er í ákveðnum samfélögum og fjölda dauðsfalla vegna veirunnar. Kenningin gengur vel upp hvað Norðurlöndin varðar. Jöfnuður er mestur á Íslandi af Norðurlöndunum og minnstur í Svíþjóð og það passar nokkuð vel við kenninguna um fjölda dauðsfalla. Kenningin gengur hins vegar engan veginn upp varðandi Nýja Sjáland með áberandi fæst dauðsföll, en í neðri endanum hvað jöfnuðinn varðar. Sama má segja um Tékkland þar sem jöfnuðurinn er næst mestur innan ríkjahópsins samkvæmt tölfræðinni, en fjöldi dauðsfalla næst mestur.
Maður á ísjaka
5. ágúst 2021 - Hagfræðideild

Ekki er til neitt ákveðið svar við spurningunni um það af hverju sum lönd og svæði hafa farið verr út úr faraldrinum en önnur. Af hverju eru færri dauðsföll á sumum svæðum og í sumum löndum en öðrum þrátt fyrir að aðgerir og takmarkanir hafi verið minni og varað skemur.

Hagfræðin og aðrar félagsfræðigreinar hafa skoðað þessi mál jafnt og læknisfræðin og skoðað sambönd og samhengi. Þessi mál eru flókin, t.d. er viðtekin vitneskja að faraldurinn bitnar verr á eldra fólki en því yngra, en Japan passar t.d. ekki inn í þá mynd. Þar eru 28% íbúa eldri en 65 ára miðað við 9% í öllum heiminum og þar eru dauðsföll engu að síður með minna móti.

Hagfræðingar hafa staldrað nokkuð við kenninguna um að tengsl séu á milli þess hversu mikill jöfnuður eru í ákveðnum samfélögum og fjölda dauðsfalla vegna veirunnar. Jöfnuður í samfélögum er oftast mældur með svokölluðum Gini stuðli sem  nær frá núlli upp í einn. Gini stuðull upp á núll sýnir fullkominn jöfnuð og stuðull upp á einn sýnir fullkominn ójöfnuð.

Þar sem ójöfnuður er meiri er t.d. talið líklegra að fólk treysti yfirvöldum síður og sé minna tilbúið til þess að taka þátt í sameiginlegum aðgerðum eins og sóttvörnum, skimunum og bólusetningum. 

Heimsins gæði eru mæld með fleiru en jöfnuði. Í hagfræðinni er landsframleiðsla á mann mikið notaður sem mælikvarði til þess að bera saman tekjustig þjóða. Það ætti að vera nokkuð ljóst að ríkar þjóðir séu betur í stakk búnar til þess að takast á við vanda eins og covid-faraldurinn en þær sem fátækari eru. Og ef jöfnuðinum er bætt við fæst enn skýrari mynd. Norðurlöndin eru almennt talin gott dæmi um ríkar þjóðir þar sem tiltölulega mikill jöfnuður ríkir og þeim hefur almennt vegnað nokkuð vel í þessari baráttu, en misjafnlega þó.

Sé litið á nokkur lönd innan OECD sést að fjöldi dauðsfalla pr. 100 þúsund íbúa í faraldrinum er mjög mismunandi. Lang fæst hafa dauðsföllin verið í Nýja-Sjálandi, innan við eitt á hverja 100 þúsund íbúa og flest í Ungverjalandi og Tékklandi, í kringum 300. Ísland er með þriðju bestu stöðuna og hin Norðurlöndin fyrir utan Svíþjóð eru nálægt okkur í röðinni.

Kenningin um að meiri jöfnuður leiði til færri dauðsfalla gengur vel upp hvað Norðurlöndin varðar. Jöfnuður er mestur á Íslandi af Norðurlöndunum og minnstur í Svíþjóð og það passar nokkuð vel við kenninguna um fjölda dauðsfalla. Kenningin gengur hins vegar engan veginn upp varðandi Nýja Sjáland með áberandi fæst dauðsföll, en í neðri endanum hvað jöfnuðinn varðar. Sama má segja um Tékkland þar sem jöfnuðurinn er næst mestur innan ríkjahópsins samkvæmt tölfræðinni, en fjöldi dauðsfalla næst mestur. Svipaða sögu má líka segja um Ástralíu. 

Lúxemborg, Sviss og Írland eru með áberandi hæsta landsframleiðslu á mann, en í þessum ríkjum er hlutfallslega meiri alþjóðleg fjármálastarfsemi en annars staðar sem skekkir samanburð nokkuð. Norðurlöndin eru öll meðal þeirra ríkja þar sem landsframleiðsla á mann er mest. Bandaríkin eru líka ofarlega, en þar eru dauðsföll tiltölulega mörg og svipað má segja um Holland. Dauðsföll í Kanada og Ísrael eru hins vegar tiltölulega fá þó að landaframleiðsla á mann sé nálægt miðlungi.

 Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Hagfræðin og Covid – nokkrar spurningar

Þú gætir einnig haft áhuga á
Seðlabanki
25. mars 2024
Vikubyrjun 25. mars 2024
Peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnti á miðvikudag að stýrivöxtum yrði haldið óbreyttum í 9,25%. Ákvörðunin var í samræmi við spá okkar, en tónninn í yfirlýsingunni var harðari en við bjuggumst við.
Ferðamenn
18. mars 2024
Vikubyrjun 18. mars 2024
Gögn síðasta árs benda til þess að þeir ferðamenn sem hingað komu hafi að meðaltali dvalið skemur en árið á undan en aftur á móti eytt meiru á dag.
Vélsmiðja Guðmundar
15. mars 2024
Að flytja út „annað“ er heldur betur að skila sér
Útflutningur hefur alltaf verið mjög mikilvægur fyrir Íslendinga og íslenskan efnahag. Lengst af var fiskurinn okkar aðal útflutningsvara, svo bættist álið við og nú síðasta áratuginn eða svo hefur ferðaþjónusta rutt sér til rúms og er orðin stærsta einstaka útflutningsvara Íslendinga. Á síðustu árum hefur annar útflutningur, þ.e. útflutningur sem ekki heyrir undir neinn þessara flokka, vaxið hratt og raunar hraðar en ferðaþjónustan, þó faraldurinn torveldi samanburðinn aðeins.
Fjölbýlishús
14. mars 2024
Spáum 6,6% verðbólgu í mars
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,57% milli mánaða í mars og að ársverðbólga verði óbreytt í 6,6%. Mest áhrif til hækkunar í spá okkar hafa reiknuð húsaleiga, flugfargjöld til útlanda, föt og skór og matarkarfan. Við eigum enn von á að verðbólgan hjaðni rólega næstu mánuði og verði komin niður í 5,4% í júní.
14. mars 2024
Óbreytt vaxtastig en bjartur tónn
Þrátt fyrir hjaðnandi verðbólgu og sátt um langtímakjarasamning á stórum hluta vinnumarkaðar teljum við að peningastefnunefnd haldi meginvöxtum bankans óbreyttum í 9,25% í næstu viku, fjórða skiptið í röð. Verðlag hækkaði umfram væntingar í febrúar og verðbólguvæntingar hafa lítið breyst frá síðasta fundi nefndarinnar. Auk þess ríkir enn óvissa um framvindu kjarasamninga annarra hópa. Við teljum þó að tónninn í yfirlýsingunni verði bjartari en verið hefur og að vaxtalækkun kunni að vera handan við hornið.
Sky Lagoon
12. mars 2024
Neysla erlendra ferðamanna helst ekki í hendur við fjölgun þeirra
Um 156 þúsund erlendir ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í febrúar. Aðeins einu sinni hafa fleiri ferðamenn farið um flugvöllinn í febrúarmánuði, eða á metárinu 2018. Fjölgunin var um 14% á milli ára í fjölda ferðamanna, en erlend kortavelta jókst aðeins um 3,1%, á föstu gengi. Þeir ferðamenn sem nú koma virðast því eyða minna en þeir sem komu fyrir ári síðan.
Ferðafólk
11. mars 2024
Vikubyrjun 11. mars 2024
Stóru útflutningsgreinarnar þrjár, ferðaþjónusta (600 ma. kr.), ál og álafurðir (320 ma. kr.) og sjávarafurðir (350 ma. kr.), stóðu undir 70% af heildarútflutningsverðmæti síðasta árs. Verðmæti annars útflutnings var um 580 ma. kr. og skilaði því meira verðmæti en sjávarafurðir eða ál og álafurðir.
Flutningaskip
5. mars 2024
Utanríkisviðskipti í góðu jafnvægi
Alls var 41,4 ma.kr. afgangur af viðskiptum við útlönd í fyrra. Eins og við var búist var mikill halli á vöruskiptajöfnuði, mikill afgangur af þjónustujöfnuði, smá afgangur af frumþáttatekjum og smá halli á rekstrarframlögum. Erlend staða þjóðarbúsins batnaði nokkuð í fyrra, en í lok árs voru erlendar eignir þjóðarbúsins um 1.600 ma.kr. meiri en erlendar skuldir.
5. mars 2024
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf - febrúar 2024
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit sértryggðra skuldabréfa.
4. mars 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 4. mars 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur