Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Hag­fræð­in og Covid – nokkr­ar spurn­ing­ar

Hagfræðingar hafa staldrað nokkuð við kenninguna um að tengsl séu á milli þess hversu mikill jöfnuður er í ákveðnum samfélögum og fjölda dauðsfalla vegna veirunnar. Kenningin gengur vel upp hvað Norðurlöndin varðar. Jöfnuður er mestur á Íslandi af Norðurlöndunum og minnstur í Svíþjóð og það passar nokkuð vel við kenninguna um fjölda dauðsfalla. Kenningin gengur hins vegar engan veginn upp varðandi Nýja Sjáland með áberandi fæst dauðsföll, en í neðri endanum hvað jöfnuðinn varðar. Sama má segja um Tékkland þar sem jöfnuðurinn er næst mestur innan ríkjahópsins samkvæmt tölfræðinni, en fjöldi dauðsfalla næst mestur.
Maður á ísjaka
5. ágúst 2021 - Greiningardeild

Ekki er til neitt ákveðið svar við spurningunni um það af hverju sum lönd og svæði hafa farið verr út úr faraldrinum en önnur. Af hverju eru færri dauðsföll á sumum svæðum og í sumum löndum en öðrum þrátt fyrir að aðgerir og takmarkanir hafi verið minni og varað skemur.

Hagfræðin og aðrar félagsfræðigreinar hafa skoðað þessi mál jafnt og læknisfræðin og skoðað sambönd og samhengi. Þessi mál eru flókin, t.d. er viðtekin vitneskja að faraldurinn bitnar verr á eldra fólki en því yngra, en Japan passar t.d. ekki inn í þá mynd. Þar eru 28% íbúa eldri en 65 ára miðað við 9% í öllum heiminum og þar eru dauðsföll engu að síður með minna móti.

Hagfræðingar hafa staldrað nokkuð við kenninguna um að tengsl séu á milli þess hversu mikill jöfnuður eru í ákveðnum samfélögum og fjölda dauðsfalla vegna veirunnar. Jöfnuður í samfélögum er oftast mældur með svokölluðum Gini stuðli sem  nær frá núlli upp í einn. Gini stuðull upp á núll sýnir fullkominn jöfnuð og stuðull upp á einn sýnir fullkominn ójöfnuð.

Þar sem ójöfnuður er meiri er t.d. talið líklegra að fólk treysti yfirvöldum síður og sé minna tilbúið til þess að taka þátt í sameiginlegum aðgerðum eins og sóttvörnum, skimunum og bólusetningum. 

Heimsins gæði eru mæld með fleiru en jöfnuði. Í hagfræðinni er landsframleiðsla á mann mikið notaður sem mælikvarði til þess að bera saman tekjustig þjóða. Það ætti að vera nokkuð ljóst að ríkar þjóðir séu betur í stakk búnar til þess að takast á við vanda eins og covid-faraldurinn en þær sem fátækari eru. Og ef jöfnuðinum er bætt við fæst enn skýrari mynd. Norðurlöndin eru almennt talin gott dæmi um ríkar þjóðir þar sem tiltölulega mikill jöfnuður ríkir og þeim hefur almennt vegnað nokkuð vel í þessari baráttu, en misjafnlega þó.

Sé litið á nokkur lönd innan OECD sést að fjöldi dauðsfalla pr. 100 þúsund íbúa í faraldrinum er mjög mismunandi. Lang fæst hafa dauðsföllin verið í Nýja-Sjálandi, innan við eitt á hverja 100 þúsund íbúa og flest í Ungverjalandi og Tékklandi, í kringum 300. Ísland er með þriðju bestu stöðuna og hin Norðurlöndin fyrir utan Svíþjóð eru nálægt okkur í röðinni.

Kenningin um að meiri jöfnuður leiði til færri dauðsfalla gengur vel upp hvað Norðurlöndin varðar. Jöfnuður er mestur á Íslandi af Norðurlöndunum og minnstur í Svíþjóð og það passar nokkuð vel við kenninguna um fjölda dauðsfalla. Kenningin gengur hins vegar engan veginn upp varðandi Nýja Sjáland með áberandi fæst dauðsföll, en í neðri endanum hvað jöfnuðinn varðar. Sama má segja um Tékkland þar sem jöfnuðurinn er næst mestur innan ríkjahópsins samkvæmt tölfræðinni, en fjöldi dauðsfalla næst mestur. Svipaða sögu má líka segja um Ástralíu. 

Lúxemborg, Sviss og Írland eru með áberandi hæsta landsframleiðslu á mann, en í þessum ríkjum er hlutfallslega meiri alþjóðleg fjármálastarfsemi en annars staðar sem skekkir samanburð nokkuð. Norðurlöndin eru öll meðal þeirra ríkja þar sem landsframleiðsla á mann er mest. Bandaríkin eru líka ofarlega, en þar eru dauðsföll tiltölulega mörg og svipað má segja um Holland. Dauðsföll í Kanada og Ísrael eru hins vegar tiltölulega fá þó að landaframleiðsla á mann sé nálægt miðlungi.

 Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Hagfræðin og Covid – nokkrar spurningar

Þú gætir einnig haft áhuga á
Seðlabanki Íslands
14. nóv. 2025
Spáum óbreyttum vöxtum þrátt fyrir sviptingar í efnahagslífinu
Við spáum því að peningastefnunefnd haldi stýrivöxtum óbreyttum í næstu viku. Verðbólga jókst umfram væntingar í október og verðbólgumælingin bar þess merki að undirliggjandi verðþrýstingur hefði aukist. Í ljósi breytts lánaframboðs og óviðbúinna áfalla í útflutningsgeirunum má líkast til búast við mildari tón frá peningastefnunefnd.
13. nóv. 2025
Spáum 4,3% verðbólgu í nóvember
Við spáum því að verðbólga standi óbreytt á milli mánaða og mælist 4,3% í nóvember. Flugfargjöld til útlanda verða til lækkunar á vísitölunni, en reiknuð húsaleiga og matarkarfan verða til hækkunar. Við búumst við aukinni verðbólgu á næstu mánuðum.
Hverasvæði
10. nóv. 2025
Raungengi enn í hæstu hæðum
Raungengi krónunnar er mjög hátt í sögulegu samhengi en hefur gefið lítillega eftir á allra síðustu dögum. Horfur í álútflutningi eru dræmar eftir bilun hjá Norðuráli og aflaheimildir gefa fyrirheit um samdrátt í útflutningi sjávarafurða. Ferðaþjónusta hefur vaxið umfram væntingar það sem af er ári og telja má horfur á vexti í nýjustu útflutningsstoðum Íslands. Velta samkvæmt VSK-skýrslum hefur þróast með svipuðum hætti í útflutningsgeiranum og í innlenda hagkerfinu, en ávöxtun hlutabréfa félaga í kauphöllinni með tekjur í erlendri mynt er mun lakari en fyrirtækja með tekjur í íslenskum krónum.
10. nóv. 2025
Vikubyrjun 10. nóvember 2025
Fáar áhugaverðar hagtölur voru birtar í síðustu viku, en í þessari viku birtir Vinnumálastofnun skráð atvinnuleysi og Ferðamálastofa birtir ferðamannatölur. Uppgjörstímabilið fyrir þriðja ársfjórðung er í fullum gangi.
Byggingakrani og fjölbýlishús
6. nóv. 2025
Óvissa á íbúðamarkaði og takmarkaðar raunverðshækkanir í kortunum 
Hátt vaxtastig og ströng lánþegaskilyrði hafa slegið verulega á verðhækkanir á íbúðamarkaði. Á sama tíma hefur fjöldinn allur af nýjum íbúðum risið og sölutími þeirra lengst til muna. Eftir að dómur Hæstaréttar í vaxtamálinu féll hafa viðskiptabankarnir tekið lánaframboð til endurskoðunar og það sama má segja um suma lífeyrissjóðina. Seðlabankinn ákvað í síðustu viku að slaka lítillega á lánþegaskilyrðum.  
3. nóv. 2025
Mánaðamót 1. nóvember 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Fataverslun
3. nóv. 2025
Vikubyrjun 3. nóvember 2025
Verðbólga jókst umfram væntingar í október og mældist 4,3%. Svo mikil hefur verðbólga ekki verið síðan í febrúar síðastliðnum. Telja má áhyggjuefni að aukin verðbólga skýrist ekki af tilfallandi sveiflukenndum liðum heldur virðist undirliggjandi verðþrýstingur hafa aukist. Í þessari viku halda félög áfram að birta uppgjör og hugsanlega má búast við fleiri púslum í breytta mynd af framboði íbúðalána í kjölfar vaxtamálsins.  
Smiður
31. okt. 2025
Minnkandi spenna á vinnumarkaði og minni fólksfjölgun
Eftirspurn eftir vinnuafli hefur minnkað og dregið hefur úr hækkun launa. Atvinnuleysi hefur aukist smám saman og rólegri taktur í atvinnulífinu hefur endurspeglast í hægari fólksfjölgun. Kaupmáttur hefur aukist jafnt og þétt og við teljum að þótt hægi á launahækkunum komi kaupmáttur til með að aukast áfram á næstu árum. Mikill kraftur er í neyslu landsmanna, kortavelta eykst sífellt og Íslendingar hafa aldrei farið í fleiri utanlandsferðir.
Paprika
30. okt. 2025
Verðbólga jókst umfram væntingar
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,47% á milli mánaða í október og verðbólga jókst úr 4,1% í 4,3%. Vísitala neysluverðs hækkaði meira en við bjuggumst við, ekki síst reiknuð húsaleiga og verð á mat og drykk. Skammtímaspá okkar gerir nú ráð fyrir að verðbólga haldist í 4,3% út árið, en aukist svo í janúar og mælist 4,5%.
27. okt. 2025
Vikubyrjun 27. október 2025
Íslenska hagkerfið verður í hægum vaxtartakti á næstu árum gangi hagspá sem við birtum í síðustu viku eftir. Á fimmtudag koma verðbólgutölur fyrir október og við eigum von á að verðbólga hækki úr 4,1% í 4,2%.