Hag­fræð­in og Covid – nokkr­ar spurn­ing­ar

Hagfræðingar hafa staldrað nokkuð við kenninguna um að tengsl séu á milli þess hversu mikill jöfnuður er í ákveðnum samfélögum og fjölda dauðsfalla vegna veirunnar. Kenningin gengur vel upp hvað Norðurlöndin varðar. Jöfnuður er mestur á Íslandi af Norðurlöndunum og minnstur í Svíþjóð og það passar nokkuð vel við kenninguna um fjölda dauðsfalla. Kenningin gengur hins vegar engan veginn upp varðandi Nýja Sjáland með áberandi fæst dauðsföll, en í neðri endanum hvað jöfnuðinn varðar. Sama má segja um Tékkland þar sem jöfnuðurinn er næst mestur innan ríkjahópsins samkvæmt tölfræðinni, en fjöldi dauðsfalla næst mestur.
Maður á ísjaka
5. ágúst 2021 - Hagfræðideild

Ekki er til neitt ákveðið svar við spurningunni um það af hverju sum lönd og svæði hafa farið verr út úr faraldrinum en önnur. Af hverju eru færri dauðsföll á sumum svæðum og í sumum löndum en öðrum þrátt fyrir að aðgerir og takmarkanir hafi verið minni og varað skemur.

Hagfræðin og aðrar félagsfræðigreinar hafa skoðað þessi mál jafnt og læknisfræðin og skoðað sambönd og samhengi. Þessi mál eru flókin, t.d. er viðtekin vitneskja að faraldurinn bitnar verr á eldra fólki en því yngra, en Japan passar t.d. ekki inn í þá mynd. Þar eru 28% íbúa eldri en 65 ára miðað við 9% í öllum heiminum og þar eru dauðsföll engu að síður með minna móti.

Hagfræðingar hafa staldrað nokkuð við kenninguna um að tengsl séu á milli þess hversu mikill jöfnuður eru í ákveðnum samfélögum og fjölda dauðsfalla vegna veirunnar. Jöfnuður í samfélögum er oftast mældur með svokölluðum Gini stuðli sem  nær frá núlli upp í einn. Gini stuðull upp á núll sýnir fullkominn jöfnuð og stuðull upp á einn sýnir fullkominn ójöfnuð.

Þar sem ójöfnuður er meiri er t.d. talið líklegra að fólk treysti yfirvöldum síður og sé minna tilbúið til þess að taka þátt í sameiginlegum aðgerðum eins og sóttvörnum, skimunum og bólusetningum. 

Heimsins gæði eru mæld með fleiru en jöfnuði. Í hagfræðinni er landsframleiðsla á mann mikið notaður sem mælikvarði til þess að bera saman tekjustig þjóða. Það ætti að vera nokkuð ljóst að ríkar þjóðir séu betur í stakk búnar til þess að takast á við vanda eins og covid-faraldurinn en þær sem fátækari eru. Og ef jöfnuðinum er bætt við fæst enn skýrari mynd. Norðurlöndin eru almennt talin gott dæmi um ríkar þjóðir þar sem tiltölulega mikill jöfnuður ríkir og þeim hefur almennt vegnað nokkuð vel í þessari baráttu, en misjafnlega þó.

Sé litið á nokkur lönd innan OECD sést að fjöldi dauðsfalla pr. 100 þúsund íbúa í faraldrinum er mjög mismunandi. Lang fæst hafa dauðsföllin verið í Nýja-Sjálandi, innan við eitt á hverja 100 þúsund íbúa og flest í Ungverjalandi og Tékklandi, í kringum 300. Ísland er með þriðju bestu stöðuna og hin Norðurlöndin fyrir utan Svíþjóð eru nálægt okkur í röðinni.

Kenningin um að meiri jöfnuður leiði til færri dauðsfalla gengur vel upp hvað Norðurlöndin varðar. Jöfnuður er mestur á Íslandi af Norðurlöndunum og minnstur í Svíþjóð og það passar nokkuð vel við kenninguna um fjölda dauðsfalla. Kenningin gengur hins vegar engan veginn upp varðandi Nýja Sjáland með áberandi fæst dauðsföll, en í neðri endanum hvað jöfnuðinn varðar. Sama má segja um Tékkland þar sem jöfnuðurinn er næst mestur innan ríkjahópsins samkvæmt tölfræðinni, en fjöldi dauðsfalla næst mestur. Svipaða sögu má líka segja um Ástralíu. 

Lúxemborg, Sviss og Írland eru með áberandi hæsta landsframleiðslu á mann, en í þessum ríkjum er hlutfallslega meiri alþjóðleg fjármálastarfsemi en annars staðar sem skekkir samanburð nokkuð. Norðurlöndin eru öll meðal þeirra ríkja þar sem landsframleiðsla á mann er mest. Bandaríkin eru líka ofarlega, en þar eru dauðsföll tiltölulega mörg og svipað má segja um Holland. Dauðsföll í Kanada og Ísrael eru hins vegar tiltölulega fá þó að landaframleiðsla á mann sé nálægt miðlungi.

 Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Hagfræðin og Covid – nokkrar spurningar

Þú gætir einnig haft áhuga á
Fasteignir
22. sept. 2021

Ekkert lát á hækkun íbúðaverðs

Íbúðaverð hækkaði um 1,6% milli mánaða í ágúst sem er talsvert meiri hækkun en á fyrri sumarmánuðum. Hækkanir eru komnar fram úr hækkun undirliggjandi þátta og því ósjálfbærar til lengri tíma. Áhrif vaxtahækkana eiga enn eftir að koma fram.
Alþingi
20. sept. 2021

Rekstur hins opinbera áfram erfiður

Tekjur ríkissjóðs lækkuðu um 4,6% á föstu verðlagi á milli áranna 2018 og 2019 og lækkuðu síðan um 9,6% í fyrra. Tekjur sveitarfélaganna hafa hins aukist milli ára allt frá árinu 2013 og jukust um 2,5% í fyrra. Það hefur því verið mikill munur á tekjuþróun ríkissjóðs og sveitarfélaganna á síðustu árum.
Orlofshús á Íslandi
20. sept. 2021

Vikubyrjun 20. september 2021

Í tölum um kortaveltu Íslendinga sjást skýr merki um aukinn ferðahug Íslendinga.
Kauphöll
17. sept. 2021

Mesta verðhækkunin á íslenska hlutabréfamarkaðnum

Mikið líf hefur verið á íslenskum hlutabréfamarkaði á síðustu misserum. Verðhækkanir hafa verið miklar og viðskipti aukist mikið. Í lok ágúst nam 12 mánaða verðhækkun á hlutabréfamarkaðnum hér á landi 65,4%. Það er mesta hækkunin yfir heiminn á þessu tímabili sé litið til helstu hlutabréfamarkaða.
Flugvél á flugvelli
16. sept. 2021

Ferðahugur landsmanna endurspeglast í kortaveltunni

Vöxtur í kortaveltu er nú drifinn áfram af verulega aukinni neyslu erlendis frá. Kaup á skipulögðum ferðum hefur ríflega þrefaldast milli ára og eru margir komnir með útþrá sem mun að líkindum endurspeglast í kortaveltu næstu mánaða.
Fasteignir
16. sept. 2021

Spáum 4,4% verðbólgu í september

Hagstofan birtir septembermælingu vísitölu neysluverðs (VNV) þriðjudaginn 28. september. Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,5% hækkun vísitölunnar milli mánaða. Gangi spáin eftir hækkar verðbólgan úr 4,3% í 4,4%. Verðbólga án húsnæðis hefur gengið nokkuð hratt niður að undanförnu og mældist hún 3,3% í ágúst en hún sló hæst í 4,7% í janúar. Við spáum því að verðbólga án húsnæðiskostnaðar verði áfram 3,3% í september.
Smiður
13. sept. 2021

Atvinnuleysi minnkaði um 0,6% í ágúst og mun væntanlega minnka áfram

Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar var skráð atvinnuleysi í ágúst 5,5% af áætluðum fjölda fólks á vinnumarkaði og hafði minnkað úr 6,1% frá því í júlí. Um 11.500 manns voru á atvinnuleysisskrá í ágúst. Almennt skráð atvinnuleysi náði hámarki í janúar 2021 þegar það var 11,6% og hefur þannig minnkað um 6,1 prósentustig síðan. Í ágúst 2020 var almennt atvinnuleysi 8,5% og það hefur því minnkað um 2,4 prósentustig á einu ári.
Álver í Reyðarfirði
13. sept. 2021

Vikubyrjun 13. september 2021

Í lok síðustu viku fór verð á áli yfir 2.800 dollara á tonnið í fyrsta sinn síðan í ágúst 2008.
Hverasvæði
10. sept. 2021

Losun vegna framleiðslu málma langmest í iðnaði hér á landi

Sé litið á losun gróðurhúsalofttegunda í iðnaði hér á landi kemur ekki á óvart að framleiðsla málma er þar í algerum sérflokki. Á fyrri hluta ársins 2021 komu um 92% af allri losun í iðnaði frá framleiðslu málma og um 40% af allri losun atvinnulífs (öll losun án losunar frá heimilum) hér á landi kom frá framleiðslu málma á því tímabili.
Fiskiskip
8. sept. 2021

Verð sjávarafurða hækkar nú í fyrsta sinn eftir að faraldurinn hófst

Verð íslenskra sjávarafurða mælt í erlendri mynt hækkaði um 2% á öðrum fjórðungi ársins borið saman við fjórðunginn á undan. Þetta er í fyrsta skipti síðan á fyrsta fjórðungi síðasta árs sem verð hækkar milli samliggjandi fjórðunga og því fyrsta verðhækkunin eftir að faraldurinn hófst. Heimsmarkaðsverð á kjöti og matvælum almennt er orðið hærra en það var áður en faraldurinn braust út. Verð á íslenskum botnfiski er hins vegar enn töluvert lægra en það var fyrir faraldur.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur