Hækk­un launa mis­mun­andi eft­ir störf­um og at­vinnu­grein­um

Hagstofan gefur út launavísitölu ýmissa starfsstétta á almenna markaðnum og eru nýjustu tölur þar einnig frá október 2021. Sé miðað við stöðuna í upphafi ársins 2015 má sjá að laun verkafólks hafa hækkað mest á þessu tímabili, um rúm 70%. Skammt á eftir koma laun þjónustu-, sölu- og afgreiðslufólks með rúmlega 70% hækkun. Á neðri endanum er hækkun launa stjórnenda langminnst, en þau hafa hækkað um 42%. Á þessum tæpu sjö árum er 30-40 prósentustiga munur á launahækkunum þessara starfsstétta.
Bakarí
27. janúar 2022 - Greiningardeild

Á tímabilinu frá 2015 til 2021 var 30-40 prósentustiga munur á launahækkunum þeirra starfsstétta sem hækkuðu mest og minnst, verkafólk hækkaði mest, um 71%, og stjórnendur minnst, um rúmlega 40%. Á sama tíma hækkuðu laun í helstu atvinnugreinum á almenna markaðnum í kringum 60%, nema í fjármála- og vátryggingarstarfsemi þar sem hækkunin var um 50%.

Tölur um launaþróun á hinum ýmsu mörkuðum og hópum eru birtar tveimur mánuðum seinna en launavísitalan fyrir alla. Þar eru nýjustu tölur frá október 2021. Í nýlegri Hagsjá kom m.a. fram að laun á almenna markaðnum hefðu hækkað mun minna en á þeim opinbera milli októbermánaða 2020 og 2021. Launin hækkuðu um 6,5% á almenna markaðnum á þessum tíma og um 10,4% á þeim opinbera.

Opinberi markaðurinn hefur því verið leiðandi í launabreytingum á síðustu mánuðum, allt frá haustinu 2020 þegar kjarasamningar á opinbera markaðnum voru almennt komnir til framkvæmda.  Allt frá upphafi ársins hefur því verið töluvert bil á þróun launa milli þessara markaða, sé miðað við upphaf ársins 2015.

Hagstofan gefur einnig út launavísitölu ýmissa starfsstétta á almenna markaðnum og eru nýjustu tölur þar einnig frá október 2021. Sé miðað við stöðuna í upphafi ársins 2015 má sjá að laun verkafólks hafa hækkað mest á þessu tímabili, um rúm 70%. Skammt á eftir koma laun þjónustu-, sölu- og afgreiðslufólks með rúmlega 70% hækkun. Á neðri endanum er hækkun launa stjórnenda langminnst, en þau hafa hækkað um 42%. Þar fyrir ofan eru laun sérfræðinga sem hafa hækkað um 51%.

Þessar tölur eru skýr vísbending um að sú áhersla sem lögð hefur verið á mesta hækkun lægstu launa hafa náð nokkuð vel fram að ganga á þessu tímabili. Á þessum tæpu sjö árum er 30-40 prósentustiga munur á launahækkunum þessara starfsstétta.

Hagstofan birtir einnig launavísitölu atvinnugreina og er þar undir allt starfsfólk í viðkomandi greinum, óháð þeim störfum sem það sinnir.

Munurinn á milli atvinnugreina hvað launaþróun varðar er mun minni en á milli starfsstétta. Á tímabilinu frá janúar 2015 fram til október 2021 hafa laun í verslun og viðgerðum hækkað mest, eða um rúm 62%. Þar koma veitustarfsemi og flutningar og geymsla skammt á eftir. Fjármála- og vátryggingarstarfsemin hefur nokkra sérstöðu með um 10 prósentustiga minni hækkun en hinar greinarnar á þessu tímabili. Sé litið á þróun launa í atvinnugreinum yfir tíma má sjá að fjármála- og vátryggingarstarfsemin hefur einkum dregist aftur úr hinum greinunum á núverandi samningstímabili.

Kjarasamningar á almenna markaðnum renna nær allir út í lok október á þessu ári og flestir samningar á þeim opinbera í lok mars 2023. Kröfugerð og undirbúningur fyrir gerð nýrra kjarasamninga fer því brátt að hefjast á almenna markaðnum og er jafnvel hafinn.

Lesa Hagsjána í heild:

Hagsjá: Hækkun launa mismunandi eftir störfum og atvinnugreinum

Þú gætir einnig haft áhuga á
Ferðamenn á jökli
12. des. 2024
Aldrei fleiri ferðamenn í nóvembermánuði
Um 162.000 ferðamenn komu til landsins í nóvember, samkvæmt talningu ferðamálastofu. Ferðamenn voru 9,3% fleiri en á sama tíma í fyrra og hafa aldrei verið fleiri í nóvembermánuði. Gagnavandamál voru áberandi í ár og tölur um fjölda ferðamanna, erlenda kortaveltu og gistinætur útlendinga hafa allar verið endurskoðaðar á árinu.
Flugvél
9. des. 2024
Spáum 4,7% verðbólgu í desember
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,35% á milli mánaða í desember og að verðbólga hjaðni úr 4,8% í 4,7%. Flugfargjöld til útlanda og húsnæðisliðurinn hafa mest áhrif til hækkunar í mánuðinum. Við eigum von á áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 3,9% í mars á næsta ári.
9. des. 2024
Vikubyrjun 9. desember 2024
Í vikunni fáum við tölur um fjölda ferðamanna sem komu hingað til lands í nóvember og skráð atvinnuleysi í október. Í síðustu viku birti Seðlabankinn tölur um viðskiptajöfnuð við útlönd á þriðja ársfjórðungi þar sem í ljós kom að minni afgangur var en á sama tíma í fyrra. Seðlabankinn birti einnig fundargerð peningastefnunefndar sem sýnir að allir nefndarmenn voru sammála um að lækka vexti um 0,5 prósentustig í síðasta mánuði.
Flutningaskip
5. des. 2024
Afgangur á 3. ársfjórðungi, en að öllum líkindum halli á árinu
Afgangur mældist á viðskiptum við útlönd á þriðja ársfjórðungi. Það var halli á vöruskiptum, frumþáttatekjum og rekstrarframlögum, sem afgangur á þjónustuviðskiptum náði þó að vega upp, enda háannatími ferðaþjónustu. Það sem af er ári mælist samt það mikill halli að nær öruggt er að það mælist halli á árinu í heild.
3. des. 2024
Fréttabréf Greiningardeildar 3. desember 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Sendibifreið og gámar
2. des. 2024
Vikubyrjun 2. desember 2024
Í síðustu viku bárust upplýsingar um að verðbólga hefði lækkaði úr 5,1% niður í 4,5% í nóvember og að landsframleiðslan hefði dregist saman um 0,5% að raunvirði á milli ára á þriðja ársfjórðungi. Í vikunni birtir Seðlabankinn tölur um viðskiptajöfnuð við útlönd, fundargerð peningastefnunefndar og yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar.
Lyftari í vöruhúsi
29. nóv. 2024
0,5% samdráttur á þriðja ársfjórðungi
Hagkerfið dróst saman á milli ára á þriðja ársfjórðungi, samkvæmt nýbirtum þjóðhagsreikningum Hagstofunnar. Verri afkoma þjónustuviðskipta við útlönd skýrir að stórum hluta samdráttinn á fjórðungnum. Innlend eftirspurn jókst um 0,8% milli ára og samneysla og aukin fjármunamyndun vógu þyngst til hækkunar.
29. nóv. 2024
Merki um minna framboð leiguhúsnæðis 
Skammtímaleiga í gegnum Airbnb hefur stóraukist eftir faraldurinn og framboð á íbúðum til langtímaleigu virðist hafa minnkað á móti. Þessi þróun gæti hafa átt þátt í að þrýsta upp leiguverðinu. Stærstur hluti Airbnb-íbúðanna er leigður út af leigusölum með fleiri en tvær íbúðir í útleigu.
28. nóv. 2024
Verðbólga yfir væntingum í nóvember
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,09% á milli mánaða í nóvember, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga lækkar því úr 5,1% í 4,8%, eða um 0,3 prósentustig. Reiknuð húsaleiga hafði mest áhrif til hækkunar vísitölunnar og flugfargjöld til útlanda mest áhrif til lækkunar.
Hús í Reykjavík
26. nóv. 2024
Rólegri taktur á íbúðamarkaði?
Nýjustu gögn af íbúðamarkaði benda til þess að lítillega hafi dregið úr eftirspurn. Grindavíkuráhrifin eru líklega tekin að fjara út og hugsanlega heldur fólk að sér höndum nú þegar vaxtalækkunarferlið er nýhafið og loks glittir í ódýrari fjármögnun. Verðið gæti tekið hratt við sér þegar vextir lækka af meiri alvöru.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur