Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Hækk­andi íbúða­verð kynd­ir und­ir verð­bólgu

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,8% milli mánaða í mars og við það jókst ársverðbólga úr 6,6% í 6,8%. Langmest áhrif til hækkunar í mælingunni má rekja til hækkunar á íbúðaverði, og þá sérstaklega utan höfuðborgarsvæðisins. Verð á nýjum bílum hafði mest áhrif til lækkunar í mars.
Íbúðir
26. mars 2024

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,8% á milli mánaða í mars, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofunnar. Ársverðbólga eykst um 0,2 prósentustig frá því í febrúar og fer úr 6,6% í 6,8% í mars. Við spáðum 0,57% hækkun á vísitölunni og að ársverðbólgan yrði óbreytt milli mánaða. Það sem helst skýrir muninn á okkar spá og mælingu Hagstofunnar er mun meiri hækkun á reiknaðri húsaleigu en við gerðum ráð fyrir. Sé hún tekin út fyrir sviga var mælingin í takti við okkar spá. Árshækkun vísitölu neysluverðs án húsnæðis stóð í stað milli mánaða í 4,7%.

Húsnæðisverð leiðir hækkun vísitölunnar

Sem fyrr segir var það hækkandi húsnæðisverð, það er að segja hækkandi reiknuð húsaleiga, sem leiddi hækkun vísitölunnar í mars. Á móti vó verðlækkun á nýjum bílum um 0,9% á milli mánaða í mars. Eins og við héldum gengu janúarútsölur að langmestu leyti til baka strax í febrúar, en verðið hækkaði þó enn minna í mars en við höfðum gert ráð fyrir.  

Helstu liðir vísitölunnar:

  • Reiknuð húsaleiga hækkaði töluvert umfram okkar spá, eða um 2,1% í mars (+0,4% áhrif á vísitöluna). Við höfðum spáð 0,9% hækkun.
  • Flugfargjöld til útlanda hækkuðu um 9,9% (+0,15% áhrif á vísitöluna) en við höfðum spáð 8% hækkun. Verðið hækkaði meira í marsmánuði í ár en oft áður, enda eru páskarnir í mars í ár, með tilheyrandi eftirspurn eftir flugferðum.
  • Föt og skór hækkuðu um 2,1% (+0,08% áhrif á vísitöluna) í mars, en við spáðum 3% hækkun.
  • Matarkarfan hækkaði um 0,4% (+0,06% áhrif á vísitöluna), örlítið meira en við höfðum spáð, eða 0,3%.
  • Kaup ökutækja lækkuðu um 0,9% (-0,06% áhrif á vísitöluna), en við spáðum örlítilli hækkun um 0,2%.

Íbúðaverð hækkar umfram spár

Reiknuð húsaleiga hækkaði um 2,1% (+0,4% áhrif á vísitöluna) á milli mánaða í mars sem er nokkuð meiri hækkun en síðustu mánuði. Markaðsverð íbúðarhúsnæðis á landinu öllu hækkaði um 1,6%, töluvert umfram spá okkar um 0,4% hækkun. Áhrif vaxta voru 0,5 prósentustig til hækkunar, sem er í samræmi við okkar spá. Samkvæmt mælingu Hagstofunnar hækkaði verð á fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu um 0,6% en verð á sérbýli hækkaði um 1,2%. Íbúðaverð utan höfuðborgarsvæðisins hækkaði mest, um 3,8% á milli mánaða. Hækkandi húsnæðisverð utan höfuðborgarsvæðisins er í takt við umfjöllun Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar frá því í síðustu viku. Samkvæmt þeirra nýju vísitölu hækkaði verð á fjölbýli í nágrenni höfuðborgarsvæðisins um 6,4% í febrúar. HMS rekur verðhækkunina til eftirspurnarþrýstings vegna íbúðakaup Grindvíkinga.

Samhliða birtingu marsvísitölunnar birti Hagstofan greinargerð um nýja aðferð við mælingu á reiknaðri húsaleigu. Aðferðin byggir á svokölluðum húsaleiguígildum og verður tekin í notkun í júní. Aðferðin verður því fyrst notuð við mælingu á vísitölu neysluverðs sem verður birt 27. júní.

Kjarnavísitölur aftur á uppleið

Áhrif húsnæðisverðs á verðbólguna birtist meðal annars í þróun kjarnavísitalnanna. Kjarnavísitölur verðbólgunnar segja til um þróun undirliggjandi verðbólgu og eru ágætis mælikvarði á það hvort verðbólga fari raunverulega hjaðnandi eða hvort þróun í hverjum mánuði skýrist aðallega af sveiflum í liðum sem eru almennt sveiflukenndir. Kjarnavísitölurnar eru fjórar og undanskilja mismarga sveiflukennda liði. Kjarnavísitölur 1-3 undanskilja ekki áhrif húsnæðisverðs og þær hækkuðu allar milli mánaða. Í kjarnavísitölu 4 er reiknuð húsaleiga undanskilin og hún er sú eina sem lækkar milli mánaða.  Lækkunin er þó minni en síðustu mánuði. Undirliggjandi verðbólga hefur lítið breyst á síðustu þremur mánuðum, sem gæti verið vísbending um að verðbólga hjaðni hægar en mánuðina á undan.

Hvað samsetningu verðbólgunnar snertir er þróunin svipuð og síðustu þrjá mánuði. Framlag húsnæðis og þjónustu heldur áfram að aukast, en hlutur innfluttra innlendra vara stendur nokkurn veginn í stað, minnkar aðeins örlítið. Af 6,8% verðbólgu var hlutur innfluttra vara 0,8 prósentustig og lækkaði úr 0,9 prósentustigum. Hlutur innlendra vara var 0,9 prósentustig og lækkaði úr 1,0 prósentustigi. Hlutur þjónustu jókst úr 1,9 prósentustigum í febrúar í 2,0 prósentustig í mars og hlutur húsnæðis jókst úr 3,0 prósentustigum í 3,3 prósentustig í mars.

Gerum áfram ráð fyrir að ársverðbólga lækki næstu mánuði

Við spáum því nú að vísitala neysluverðs hækki um 0,61% í apríl, 0,40% í maí og 0,55% í júní. Gangi spáin eftir mun verðbólga mælast 6,1% bæði í apríl og maí. Hún hjaðnar svo í 5,8% í júní. Spáin er aðeins hærri en sú sem við birtum í verðkönnunarvikunni. Munurinn skýrist fyrst og fremst af því að verðbólgan jókst meira í mars en við gerðum ráð fyrir, en auk þess gerum við nú ráð fyrir meiri hækkun á íbúðaverði en í fyrri spá. Í júní gerum við aftur á móti ráð fyrir minni hækkun á íbúðaverði en mánuðina á undan þar sem við gerum ráð fyrir því að ný aðferðafræði Hagstofunnar haldi aftur af sveiflum í húsnæðisliðnum. Hafa ber þó í huga að engin reynsla er komin á nýju aðferðafræðina og spá júnímánaðar því háð meiri óvissu en oft áður.

Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Hagfræðideildar Landsbankans hf. (hagfraedideild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara.

Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti.

Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Hagfræðideild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
5. jan. 2026
Mánaðamót 5. janúar 2026
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Vöruhótel
5. jan. 2026
Vikubyrjun 5. janúar 2026
Verðbólgan kom aftan að landsmönnum stuttu fyrir jól og fór úr 3,7% í 4,5%. Verðbólga í desember var aðeins 0,3 prósentustigum minni en í upphafi síðasta árs þegar hún mældist 4,8%. Á sama tímabili lækkuðu stýrivextir um 1,25 prósentustig, úr 8,50% í 7,25%.
Bananar
22. des. 2025
Verðbólgumælingin ekki jafnslæm og hún virðist í fyrstu
Verðbólga rauk upp í 4,5% í desember eftir að hafa hjaðnað verulega í nóvember og mælst 3,7%. Rífleg hækkun á flugfargjöldum til útlanda skýrir stóran hluta hækkunarinnar, en einnig töluverð gjaldskrárhækkun á hitaveitu í desember. Aukin verðbólga skýrist þannig af afmörkuðum, sveiflukenndum liðum og ekki er að greina merki um að undirliggjandi verðbólguþrýstingur hafi aukist að ráði.
Vélsmiðja Guðmundar
22. des. 2025
Vikubyrjun 22. desember 2025
Fasteignamarkaðurinn fer enn kólnandi, ef marka má skýrslu sem HMS gaf út í síðustu viku. Gistinóttum á hótelum fækkaði um 6,6% á milli ára í nóvember. Kaupmáttur ráðstöfunartekna jókst um 1,9% á milli ára á þriðja ársfjórðungi, samkvæmt Hagstofunni. Í dag birtir Hagstofan verðbólgutölur.
Flugvél
15. des. 2025
Vikubyrjun 15. desember 2025
Færri erlendir ferðamenn heimsóttu Ísland í nóvember í ár en í nóvember í fyrra en utanlandsferðum Íslendinga hélt áfram að fjölga. Skráð atvinnuleysi hefur aukist þó nokkuð á síðustu mánuðum og var 4,3% í nóvember.
11. des. 2025
Spáum 3,9% verðbólgu í desember
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,56% á milli mánaða í desember. Gangi spáin eftir mun verðbólga hækka úr 3,7% í 3,9% í desember. Flugfargjöld til útlanda, reiknuð húsaleiga og lok tilboðsdaga í nóvember verða til hækkunar en bensínverð til lækkunar. Við gerum ráð fyrir að verðbólga verði á bilinu 3,9% til 4,0% næstu mánuði.
8. des. 2025
Vikubyrjun 8. desember 2025
Talsvert minni afgangur mældist af viðskiptum við útlönd á þriðja ársfjórðungi þessa árs en þess síðasta. Í síðustu viku gaf Seðlabankinn út yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar og fundargerð peningastefnunefndar. Í þessari viku verða birtar ferðamannatölur og skráð atvinnuleysi fyrir nóvembermánuð.
1. des. 2025
Mánaðamót 1. desember 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
1. des. 2025
Vikubyrjun 1. desember 2025
Óhætt er að segja að verðbólgumælingin í síðustu viku hafi komið á óvart. Verðbólga mældist 3,7% í nóvember og hefur ekki mælst minni í fimm ár. Hagstofan áætlar að landsframleiðsla hafi aukist um 1,2% á þriðja ársfjórðungi. Gistinóttum fjölgaði alls um 1,8% á milli ára í október.
Flutningaskip
28. nóv. 2025
1,2% hagvöxtur á þriðja fjórðungi
Landsframleiðsla jókst um 1,2% á þriðja ársfjórðungi og um 1,5% á fyrstu níu mánuðum ársins. Hagvöxtur á þriðja ársfjórðungi var drifinn áfram af innlendri eftirspurn og þjóðarútgjöld jukust um heil 4,7%. Áfram er kraftur í einkaneyslu og fjárfestingu, en auknar birgðir hafa einnig sitt að segja. Innflutningur vegur þungt á móti og framlag utanríkisviðskipta er neikvætt, líkt og á síðustu fjórðungum.