Grein­ing á stöðu ferða­þjón­ust­unn­ar

Ef ekki kemur til verulegt bakslag í alþjóðlega efnahagsþróun er útlit fyrir áframhaldandi fjölgun erlendra ferðamanna á þessu ári. Meðalvöxtur í komu erlendra ferðamanna hingað til lands frá árinu 2005 hefur verið rúm 7% á sama tíma og fjölgun ferðamanna í heiminum hefur verið að meðaltali um 3,5% og 2,2% í Evrópu samkvæmt Alþjóðaferðamálastofnuninni (e. World Tourism Organization). Fjölgun erlendra ferðamanna hér á landi undanfarin ár hefur því verið mun meiri en bæði Evrópu og heiminum í heild. Í ljósi þeirrar miklu athygli og landkynningar sem Ísland fékk í kjölfar eldgosanna 2010 og 2011 er líklegt að fjölgun ferðamanna verði áfram tiltölulega hröð á komandi árum að öðru óbreyttu. Þetta kemur m.a. fram í viðamikill úttekt Hagfræðideildar Landsbankans á stöðu ferðaþjónustunnar sem m.a. byggir á rekstrartölum úr ársreikningum 317 fyrirtækja í ferðaþjónustu fyrir tímabilið 2005-2010. Gagna var aflað úr ársreikningagrunni Lánstrausts og eru fyrirtækin öll ÍSAT-flokkuð undir atvinnugreinar sem tengjast ferðaþjónustu.
24. janúar 2012

Ef ekki kemur til verulegt bakslag í alþjóðlega efnahagsþróun er útlit fyrir áframhaldandi fjölgun erlendra ferðamanna á þessu ári. Meðalvöxtur í komu erlendra ferðamanna hingað til lands frá árinu 2005 hefur verið rúm 7% á sama tíma og fjölgun ferðamanna í heiminum hefur verið að meðaltali um 3,5% og 2,2% í Evrópu samkvæmt Alþjóðaferðamálastofnuninni (e. World Tourism Organization).

Fjölgun erlendra ferðamanna hér á landi undanfarin ár hefur því verið mun meiri en bæði Evrópu og heiminum í heild. Í ljósi þeirrar miklu athygli og landkynningar sem Ísland fékk í kjölfar eldgosanna 2010 og 2011 er líklegt að fjölgun ferðamanna verði áfram tiltölulega hröð á komandi árum að öðru óbreyttu. Þetta kemur m.a. fram í viðamikill úttekt Hagfræðideildar Landsbankans á stöðu ferðaþjónustunnar sem m.a. byggir á rekstrartölum úr ársreikningum 317 fyrirtækja í ferðaþjónustu fyrir tímabilið 2005-2010. Gagna var aflað úr ársreikningagrunni Lánstrausts og eru fyrirtækin öll ÍSAT-flokkuð undir atvinnugreinar sem tengjast ferðaþjónustu.

Fjárfesting í ferðaþjónustu lítil frá hruni en fer vaxandi

Þrátt fyrir vænlegar horfur í íslenskri ferðaþjónustu þegar horft er á fjölda erlendra ferðamanna, kemur í ljós að lítið hefur verið fjárfest í greininni að undanförnu eftir að fjárfesting hafði verið nokkuð stöðug í undanfara hrunsnis. Frá og með árinu 2007 hefur fjárfesting hins vegar mælst mun minni. Töluverð aukning varð í fjárfestingu í ferðaþjónustu á síðasta ári samkvæmt því sem fram kom á aðalfundi Samtaka ferðaþjónustunnar í fyrra og þar skipta miklu fjárfesting Icelandair í nýjum flugvélum fyrir um 3,8 ma.kr. og fjárfesting í bílaleigubílum að upphæð 4,5 ma.kr. Sá liður sem í senn sveiflast mest og vegur þyngst í fjárfestingu í ferðaþjónustu er fjárfesting í flugvélum eins og nærri má geta. Einnig eru fyrirliggjandi hugmyndir um fjárfestingu í gistirými fyrir um 15 ma.kr. sem gætu komið til framkvæmda á næstu árum.

Afkoma ferðaþjónustufyrirtækja vænkaðist í kjölfar veikingar krónunnar

Rekstrarumhverfi íslenskrar ferðaþjónustu hefur breyst mikið eftir hrun. Undirliggjandi rekstur íslenskrar ferðaþjónustu hefur tekið jákvæðum breytingum og hefur EBITDA greinarinnar vaxið töluvert og má rekja það að stærstu leyti til veikingar krónunnar. Gengisfallið árið 2008 leiddi hinsvegar einnig til mikillar aukningar á skuldum margra ferðaþjónustufyrirtækja sem höfðu lán í erlendri mynt. Skuldir greinarinnar í heild jukust mikið frá lokum árs 2007 til loka árs 2008 en hafa aftur dregist saman um 21% milli áranna 2008 og 2010. Að hluta til má rekja þann samdrátt til þess að hluti erlendra lána var dæmdur ólöglegur og þau endurreiknuð af þeim sökum. Almennt skulda fyrirtæki í ferðaþjónustu ekki mikið ef miðað er við hlutfall skulda á móti EBITDA.

Veiking krónunnar hefur haft töluverð áhrif á kauphegðun erlendra ferðamanna hér á landi enda hefur kaupmáttur þeirra í íslenskum krónum vaxið. Meðalneysla erlendra ferðalanga var t.a.m. um 28% meiri 2010 en árið 2006, mælt á föstu gengi. Kannanir Ferðamálastofu hafa sýnt fram á að lítill hluti ferðamanna sem hingað kemur er með laun undir meðallaunum í heimalandinu. Það eru því aðallega ferðamenn með meðaltekjur og yfir sem sækja landið heim. Samkvæmt samtölum Hagfræðideildar við aðila innan ferðaþjónustunnar virðast dýrari ferðir vera að aukast í sölu til jafns við þær ódýrari. Því er ekki að sjá að meðalferðamaðurinn sem hingað kemur sé að spara sérstaklega við sig þegar kemur að upplifun hér á landi. Þessi þróun hefur haft jákvæð áhrif á undirliggjandi rekstur íslenskrar ferðaþjónustu og hefur rekstrarhagnaður greinarinnar að undanskildum afskriftum vaxið meira en sem nemur vexti skulda fyrirtækja í greininni frá því árið 2008. Geta greinarinnar til að standa undir arðsemiskröfu þess fjármagns sem bundið er í greininni hefur því batnað. Ekki liggja fyrir rekstrartölur ferðaþjónustunnar fyrir síðasta ár en að öllum líkindum var um að ræða metár í rekstri. Fjöldi þeirra sem fóru um Leifsstöð fyrstu 10 mánuði ársins jókst um 19% milli áranna 2010 og 2011 og fjöldi gistinátta útlendinga hér á landi um 12%.

Vaxandi þjóðhagslegt mikilvægi ferðaþjónustunnar

Ferðaþjónustan er þriðji stærsti einstaki útflutningsliður landsins á eftir sjávarútvegi og áli. Gjaldeyristekjur íslenskrar ferðaþjónustu námu tæpum 68 ma.kr. árið 2010 en til samanburðar nam útflutningur sjávarafurða rúmum 220 ma.kr. og útflutningur á áli 222 ma.kr.

Hagstofan hefur birt tölur um útflutningstekjur ferðaþjónustu fyrir fyrstu þrjá fjórðunga ársins 2011 og námu þær rúmum 70 ma.kr. Þrátt fyrir að enn eigi eftir að reikna inn tekjur fyrir síðasta fjórðung ársins er ljóst að útflutningstekjurnar árið 2011 voru nokkuð meiri en árið 2010 endaði fjölgaði komum ferðamanna milli ára.

Hlutdeild ferðaþjónustunnar í landsframleiðslu hefur aukist úr 5,1% árið 2000 í 5,9% árið 2009. Á þensluárunum 2005 til 2008 lækkaði hlutfallið hinsvegar og var á bilinu 4,4% til 4,8%, en tók síðan stökk á milli áranna 2008 og 2009. Vöxtur landsframleiðslunnar frá 2000 til 2009 hefur verið að meðaltali 2,8% á sama tíma og umfang ferðaþjónustunnar hefur vaxið að meðaltali 4,6% á tímabilinu.

Nánar er fjallað um málið í nýrri skýrslu Hagfræðideildar Landsbankans um fjárfestingar og þróun rekstrar í íslenskri ferðaþjónustu. Þessa skýrslu má nálgast hér að neðan.

Ferðaþjónusta á Íslandi: Þróun fjárfestingar og reksturs

Þú gætir einnig haft áhuga á
29. sept. 2023
Spáum 0,5 prósentustiga stýrivaxtahækkun
Við spáum því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækki vexti bankans um 0,5 prósentustig í næstu viku. Hækkunin yrði sú fimmtánda í röð og meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, færu úr 9,25% í 9,75%.
Fjölbýlishús
28. sept. 2023
Ársverðbólga eykst úr 7,7% í 8,0%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,35% milli mánaða í september og við það jókst ársverðbólga úr 7,7% í 8,0%. Flugfargjöld til útlanda lækkuðu mun minna en við bjuggumst við en að öðru leyti var mælingin nokkurn veginn í takt við okkar spá. Framlag þjónustu og húsnæðis til ársverðbólgu jókst á hlut annarra liða. Við gerum enn ráð fyrir að verðbólga hjaðni næstu mánuði.
Byggingakrani og fjölbýlishús
25. sept. 2023
Vikubyrjun 25. september 2023
Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,7% milli mánaða í ágúst, samkvæmt gögnum sem HMS birti í síðustu viku. Vísitalan lækkaði þó nokkuð í júní og júlí og hækkunin kom því nokkuð á óvart. Í næstu viku ber hæst birting Hagstofunnar á vísitölu neysluverðs á fimmtudag.
Fasteignir
20. sept. 2023
Vísitala íbúðaverðs hækkar lítillega og verðbólguspáin með
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 0,7% milli mánaða í ágúst. Árshækkun vísitölunnar fór úr 0,8% í 2,0%. Undirritaðir kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu voru 9,6% færri í júlí en í sama mánuði í fyrra. Vísitalan er hærri en við gerðum ráð fyrir við gerð verðbólguspár fyrir septembermánuð og því færum við hana upp og spáum 7,8% ársverðbólgu í stað 7,7%.
Flugvöllur, Leifsstöð
18. sept. 2023
Aukinn þjónustuútflutningur skýrist allur af vexti ferðaþjónustu
Um 282 þúsund erlendir ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í ágúst. Ef sumarmánuðirnir eru teknir saman hafa aðeins einu sinni komið fleiri ferðamenn að sumri, árið 2018. Samkvæmt nýjustu þjóðhagsreikningum Hagstofunnar jókst þjónustuútflutningur á fyrstu tveimur fjórðungum ársins um 21%, og má rekja allan þann vöxt til ferðaþjónustunnar.
Hverasvæði
18. sept. 2023
Vikubyrjun 18. september 2023
Í síðustu viku komu tölur um brottfarir frá Leifsstöð, skráð atvinnuleysi og veltu greiðslukorta. Í þessari viku ber hæst vísitala íbúðaverðs, sem kemur á þriðjudag, og yfirlýsing fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands, sem gefin verður út á miðvikudaginn.
Símagreiðsla
15. sept. 2023
Frekari merki um hægari takt
Nýjar kortaveltutölur bera með sér frekari vísbendingar um að verulega sé að hægja á innlendri eftirspurn. Heildarkortavelta íslenskra heimila dróst saman um 3,4% milli ára í ágúst. Kortavelta Íslendinga innanlands var 4,3% minni en í ágúst í fyrra á föstu verðlagi og hefur nú dregist saman sex mánuði í röð. Erlendis jókst kortavelta Íslendinga um 0,7% á milli ára og kortaveltujöfnuður er jákvæður um 19,2 milljarða.
Flugvél
14. sept. 2023
Spáum 7,7% verðbólgu í september
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,07% milli mánaða í september og að ársverðbólga standi í stað og verði áfram 7,7%. Útsölulok hafa aftur mest áhrif til hækkunar milli mánaða í september samkvæmt spánni. Það sem helst dregur spána niður er árstíðabundin lækkun á flugfargjöldum til útlanda. Við gerum ráð fyrir að verðbólga lækki áfram næstu mánuði og verði 6,6% í desember.
Foss
11. sept. 2023
Vikubyrjun 11. september 2023
Í síðustu viku birti Seðlabankinn fundargerð peningastefnunefndar. Samkvæmt henni greiddi einn nefndarmaður atkvæði gegn tillögu seðlabankastjóra um að hækka vexti um 0,50 prósentustig á síðasta fundi nefndarinnar og hefði heldur kosið að hækka þá um 0,25 prósentustig. Í þessari viku berast gögn yfir fjölda brottfara um Leifsstöð, skráð atvinnuleysi og kortaveltu.
4. sept. 2023
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf - ágúst 2023
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit um sértryggð skuldabréf.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur