Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Grein­ing á stöðu ferða­þjón­ust­unn­ar

Ef ekki kemur til verulegt bakslag í alþjóðlega efnahagsþróun er útlit fyrir áframhaldandi fjölgun erlendra ferðamanna á þessu ári. Meðalvöxtur í komu erlendra ferðamanna hingað til lands frá árinu 2005 hefur verið rúm 7% á sama tíma og fjölgun ferðamanna í heiminum hefur verið að meðaltali um 3,5% og 2,2% í Evrópu samkvæmt Alþjóðaferðamálastofnuninni (e. World Tourism Organization). Fjölgun erlendra ferðamanna hér á landi undanfarin ár hefur því verið mun meiri en bæði Evrópu og heiminum í heild. Í ljósi þeirrar miklu athygli og landkynningar sem Ísland fékk í kjölfar eldgosanna 2010 og 2011 er líklegt að fjölgun ferðamanna verði áfram tiltölulega hröð á komandi árum að öðru óbreyttu. Þetta kemur m.a. fram í viðamikill úttekt Hagfræðideildar Landsbankans á stöðu ferðaþjónustunnar sem m.a. byggir á rekstrartölum úr ársreikningum 317 fyrirtækja í ferðaþjónustu fyrir tímabilið 2005-2010. Gagna var aflað úr ársreikningagrunni Lánstrausts og eru fyrirtækin öll ÍSAT-flokkuð undir atvinnugreinar sem tengjast ferðaþjónustu.
24. janúar 2012

Ef ekki kemur til verulegt bakslag í alþjóðlega efnahagsþróun er útlit fyrir áframhaldandi fjölgun erlendra ferðamanna á þessu ári. Meðalvöxtur í komu erlendra ferðamanna hingað til lands frá árinu 2005 hefur verið rúm 7% á sama tíma og fjölgun ferðamanna í heiminum hefur verið að meðaltali um 3,5% og 2,2% í Evrópu samkvæmt Alþjóðaferðamálastofnuninni (e. World Tourism Organization).

Fjölgun erlendra ferðamanna hér á landi undanfarin ár hefur því verið mun meiri en bæði Evrópu og heiminum í heild. Í ljósi þeirrar miklu athygli og landkynningar sem Ísland fékk í kjölfar eldgosanna 2010 og 2011 er líklegt að fjölgun ferðamanna verði áfram tiltölulega hröð á komandi árum að öðru óbreyttu. Þetta kemur m.a. fram í viðamikill úttekt Hagfræðideildar Landsbankans á stöðu ferðaþjónustunnar sem m.a. byggir á rekstrartölum úr ársreikningum 317 fyrirtækja í ferðaþjónustu fyrir tímabilið 2005-2010. Gagna var aflað úr ársreikningagrunni Lánstrausts og eru fyrirtækin öll ÍSAT-flokkuð undir atvinnugreinar sem tengjast ferðaþjónustu.

Fjárfesting í ferðaþjónustu lítil frá hruni en fer vaxandi

Þrátt fyrir vænlegar horfur í íslenskri ferðaþjónustu þegar horft er á fjölda erlendra ferðamanna, kemur í ljós að lítið hefur verið fjárfest í greininni að undanförnu eftir að fjárfesting hafði verið nokkuð stöðug í undanfara hrunsnis. Frá og með árinu 2007 hefur fjárfesting hins vegar mælst mun minni. Töluverð aukning varð í fjárfestingu í ferðaþjónustu á síðasta ári samkvæmt því sem fram kom á aðalfundi Samtaka ferðaþjónustunnar í fyrra og þar skipta miklu fjárfesting Icelandair í nýjum flugvélum fyrir um 3,8 ma.kr. og fjárfesting í bílaleigubílum að upphæð 4,5 ma.kr. Sá liður sem í senn sveiflast mest og vegur þyngst í fjárfestingu í ferðaþjónustu er fjárfesting í flugvélum eins og nærri má geta. Einnig eru fyrirliggjandi hugmyndir um fjárfestingu í gistirými fyrir um 15 ma.kr. sem gætu komið til framkvæmda á næstu árum.

Afkoma ferðaþjónustufyrirtækja vænkaðist í kjölfar veikingar krónunnar

Rekstrarumhverfi íslenskrar ferðaþjónustu hefur breyst mikið eftir hrun. Undirliggjandi rekstur íslenskrar ferðaþjónustu hefur tekið jákvæðum breytingum og hefur EBITDA greinarinnar vaxið töluvert og má rekja það að stærstu leyti til veikingar krónunnar. Gengisfallið árið 2008 leiddi hinsvegar einnig til mikillar aukningar á skuldum margra ferðaþjónustufyrirtækja sem höfðu lán í erlendri mynt. Skuldir greinarinnar í heild jukust mikið frá lokum árs 2007 til loka árs 2008 en hafa aftur dregist saman um 21% milli áranna 2008 og 2010. Að hluta til má rekja þann samdrátt til þess að hluti erlendra lána var dæmdur ólöglegur og þau endurreiknuð af þeim sökum. Almennt skulda fyrirtæki í ferðaþjónustu ekki mikið ef miðað er við hlutfall skulda á móti EBITDA.

Veiking krónunnar hefur haft töluverð áhrif á kauphegðun erlendra ferðamanna hér á landi enda hefur kaupmáttur þeirra í íslenskum krónum vaxið. Meðalneysla erlendra ferðalanga var t.a.m. um 28% meiri 2010 en árið 2006, mælt á föstu gengi. Kannanir Ferðamálastofu hafa sýnt fram á að lítill hluti ferðamanna sem hingað kemur er með laun undir meðallaunum í heimalandinu. Það eru því aðallega ferðamenn með meðaltekjur og yfir sem sækja landið heim. Samkvæmt samtölum Hagfræðideildar við aðila innan ferðaþjónustunnar virðast dýrari ferðir vera að aukast í sölu til jafns við þær ódýrari. Því er ekki að sjá að meðalferðamaðurinn sem hingað kemur sé að spara sérstaklega við sig þegar kemur að upplifun hér á landi. Þessi þróun hefur haft jákvæð áhrif á undirliggjandi rekstur íslenskrar ferðaþjónustu og hefur rekstrarhagnaður greinarinnar að undanskildum afskriftum vaxið meira en sem nemur vexti skulda fyrirtækja í greininni frá því árið 2008. Geta greinarinnar til að standa undir arðsemiskröfu þess fjármagns sem bundið er í greininni hefur því batnað. Ekki liggja fyrir rekstrartölur ferðaþjónustunnar fyrir síðasta ár en að öllum líkindum var um að ræða metár í rekstri. Fjöldi þeirra sem fóru um Leifsstöð fyrstu 10 mánuði ársins jókst um 19% milli áranna 2010 og 2011 og fjöldi gistinátta útlendinga hér á landi um 12%.

Vaxandi þjóðhagslegt mikilvægi ferðaþjónustunnar

Ferðaþjónustan er þriðji stærsti einstaki útflutningsliður landsins á eftir sjávarútvegi og áli. Gjaldeyristekjur íslenskrar ferðaþjónustu námu tæpum 68 ma.kr. árið 2010 en til samanburðar nam útflutningur sjávarafurða rúmum 220 ma.kr. og útflutningur á áli 222 ma.kr.

Hagstofan hefur birt tölur um útflutningstekjur ferðaþjónustu fyrir fyrstu þrjá fjórðunga ársins 2011 og námu þær rúmum 70 ma.kr. Þrátt fyrir að enn eigi eftir að reikna inn tekjur fyrir síðasta fjórðung ársins er ljóst að útflutningstekjurnar árið 2011 voru nokkuð meiri en árið 2010 endaði fjölgaði komum ferðamanna milli ára.

Hlutdeild ferðaþjónustunnar í landsframleiðslu hefur aukist úr 5,1% árið 2000 í 5,9% árið 2009. Á þensluárunum 2005 til 2008 lækkaði hlutfallið hinsvegar og var á bilinu 4,4% til 4,8%, en tók síðan stökk á milli áranna 2008 og 2009. Vöxtur landsframleiðslunnar frá 2000 til 2009 hefur verið að meðaltali 2,8% á sama tíma og umfang ferðaþjónustunnar hefur vaxið að meðaltali 4,6% á tímabilinu.

Nánar er fjallað um málið í nýrri skýrslu Hagfræðideildar Landsbankans um fjárfestingar og þróun rekstrar í íslenskri ferðaþjónustu. Þessa skýrslu má nálgast hér að neðan.

Ferðaþjónusta á Íslandi: Þróun fjárfestingar og reksturs

Þú gætir einnig haft áhuga á
29. apríl 2025
Verðbólga yfir væntingum og mælist 4,2%
Verðbólga mældist 4,2% í apríl og hækkaði úr 3,8% frá því í mars. Verðbólga var umfram okkar spá, einkum vegna þess að reiknuð húsaleiga og verð á matvörum hækkaði meira en við bjuggumst við.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
28. apríl 2025
Versnandi efnahagshorfur í heiminum að mati AGS
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) birti nýja efnahagsspá um páskana. Hagvaxtarhorfur í heiminum hafa verið færðar niður og AGS telur að spenna í alþjóðaviðskiptum og veruleg óvissa komi til með að draga úr umsvifum í heimshagkerfinu.
USD
28. apríl 2025
Vikubyrjun 28. apríl 2025
Hagstofan birtir verðbólgutölur fyrir aprílmánuð á morgun og við búumst við að verðbólga hækki tímabundið upp í 4%. Í vikunni fáum við fyrstu uppgjör fyrir fyrsta ársfjórðung og fyrsta mat á hagvexti í Bandaríkjunum og á evrusvæðinu á fyrsta ársfjórðungi.
Íbúðir
23. apríl 2025
Horfur á hófstilltum hækkunum á íbúðaverði
Við teljum horfur á tiltölulega hófstilltum verðhækkunum á íbúðamarkaði næstu árin, 5,9% hækkun á þessu ári, 4,8% hækkun á næsta ári og 6,4% hækkun árið 2027. Til samanburðar hefur íbúðaverð hækkað um 9% á ári að jafnaði frá aldamótum, og að meðaltali um 13% á ári frá árinu 2021. 
Greiðsla
22. apríl 2025
Vikubyrjun 22. apríl 2025
Leiguverð hefur hækkað um 11,3% á síðustu tólf mánuðum, þó nokkuð meira en íbúðaverð sem hefur hækkað um 8% á sama tímabili. Hækkanir á íbúða- og leigumarkaði eru þó nokkuð umfram almennar verðhækkanir í landinu, en verðbólga mældist 3,8% í mars. Áfram er kraftur í innlendri neyslu, greiðslukortavelta heimila hefur aukist statt og stöðugt síðustu mánuði og var 1,8% meiri í mars síðastliðnum en í mars í fyrra.  
Gönguleið
16. apríl 2025
Óljósar horfur í ferðaþjónustu vegna sviptinga í alþjóðasamskiptum
Sviptingar í alþjóðaviðskiptum gætu haft margvísleg áhrif á ferðaþjónustu hér á landi. Tollar gætu rýrt kaupmátt Bandaríkjamanna og haft áhrif á komur þeirra hingað til lands. Auk þess eru merki um að áhugi Evrópubúa á að heimsækja Bandaríkin fari dvínandi, sem gæti haft áhrif hingað heim, enda hafa Evrópubúar gjarnan komið við á Íslandi á leið sinni vestur um haf. Í nýrri hagspá gerum við ráð fyrir samdrætti í ferðaþjónustu á þessu ári, en að hún taki aftur við sér á næstu tveimur árum.
Mynt 100 kr.
14. apríl 2025
Vikubyrjun 14. apríl 2025
Í síðustu viku birtum við hagspá til næstu ára þar sem við spáum 1,4% hagvexti í ár og um 2% hagvexti næstu árin. Ferðamönnum fækkaði um 13,8% milli ára í mars. Skráð atvinnuleysi í mars var 0,4 prósentustigum hærra en í mars í fyrra. Þau tíðindi bárust einnig að skuldabréfaeigendur ÍL-sjóðs hefðu samþykkt að breyta skilmálum bréfanna sem heimilar útgefanda að gera upp bréfin. Í þessari viku birtir svo HMS vísitölu íbúðaverðs og leiguverðs.
Paprika
10. apríl 2025
Spáum 4% verðbólgu í apríl
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,77% á milli mánaða í apríl og að verðbólga hækki úr 3,8% í 4,0%. Hækkunin á milli mánaða skýrist meðal annars af tímasetningu páskanna í ár.
9. apríl 2025
Hagspá til 2027: Ágætis horfur en allt getur breyst
Hagkerfið hefur kólnað eftir kröftugt vaxtarskeið fyrstu árin eftir Covid-faraldurinn og við teljum að nú fari það hægt af stað á ný.
Royal exchange
7. apríl 2025
Vikubyrjun 7. apríl 2025
Í síðustu viku kynnti Bandaríkjaforseti umfangsmikla tolla á allan innflutning til landsins, þ. á m. 10% tolla á vörur frá Íslandi, sem hafa þegar tekið gildi. Fundargerð peningastefnunefndar var birt og þar kemur fram að nefndin taldi svigrúm til 0,25 eða 0,50 prósentustiga vaxtalækkunar við síðustu vaxtaákvörðun. Samkvæmt nýrri ríkisfjármálaáætlun er markmið ríkisstjórnarinnar að tryggja hallalausan ríkisrekstur árið 2027.