Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Grein­ing á stöðu ferða­þjón­ust­unn­ar

Ef ekki kemur til verulegt bakslag í alþjóðlega efnahagsþróun er útlit fyrir áframhaldandi fjölgun erlendra ferðamanna á þessu ári. Meðalvöxtur í komu erlendra ferðamanna hingað til lands frá árinu 2005 hefur verið rúm 7% á sama tíma og fjölgun ferðamanna í heiminum hefur verið að meðaltali um 3,5% og 2,2% í Evrópu samkvæmt Alþjóðaferðamálastofnuninni (e. World Tourism Organization). Fjölgun erlendra ferðamanna hér á landi undanfarin ár hefur því verið mun meiri en bæði Evrópu og heiminum í heild. Í ljósi þeirrar miklu athygli og landkynningar sem Ísland fékk í kjölfar eldgosanna 2010 og 2011 er líklegt að fjölgun ferðamanna verði áfram tiltölulega hröð á komandi árum að öðru óbreyttu. Þetta kemur m.a. fram í viðamikill úttekt Hagfræðideildar Landsbankans á stöðu ferðaþjónustunnar sem m.a. byggir á rekstrartölum úr ársreikningum 317 fyrirtækja í ferðaþjónustu fyrir tímabilið 2005-2010. Gagna var aflað úr ársreikningagrunni Lánstrausts og eru fyrirtækin öll ÍSAT-flokkuð undir atvinnugreinar sem tengjast ferðaþjónustu.
24. janúar 2012

Ef ekki kemur til verulegt bakslag í alþjóðlega efnahagsþróun er útlit fyrir áframhaldandi fjölgun erlendra ferðamanna á þessu ári. Meðalvöxtur í komu erlendra ferðamanna hingað til lands frá árinu 2005 hefur verið rúm 7% á sama tíma og fjölgun ferðamanna í heiminum hefur verið að meðaltali um 3,5% og 2,2% í Evrópu samkvæmt Alþjóðaferðamálastofnuninni (e. World Tourism Organization).

Fjölgun erlendra ferðamanna hér á landi undanfarin ár hefur því verið mun meiri en bæði Evrópu og heiminum í heild. Í ljósi þeirrar miklu athygli og landkynningar sem Ísland fékk í kjölfar eldgosanna 2010 og 2011 er líklegt að fjölgun ferðamanna verði áfram tiltölulega hröð á komandi árum að öðru óbreyttu. Þetta kemur m.a. fram í viðamikill úttekt Hagfræðideildar Landsbankans á stöðu ferðaþjónustunnar sem m.a. byggir á rekstrartölum úr ársreikningum 317 fyrirtækja í ferðaþjónustu fyrir tímabilið 2005-2010. Gagna var aflað úr ársreikningagrunni Lánstrausts og eru fyrirtækin öll ÍSAT-flokkuð undir atvinnugreinar sem tengjast ferðaþjónustu.

Fjárfesting í ferðaþjónustu lítil frá hruni en fer vaxandi

Þrátt fyrir vænlegar horfur í íslenskri ferðaþjónustu þegar horft er á fjölda erlendra ferðamanna, kemur í ljós að lítið hefur verið fjárfest í greininni að undanförnu eftir að fjárfesting hafði verið nokkuð stöðug í undanfara hrunsnis. Frá og með árinu 2007 hefur fjárfesting hins vegar mælst mun minni. Töluverð aukning varð í fjárfestingu í ferðaþjónustu á síðasta ári samkvæmt því sem fram kom á aðalfundi Samtaka ferðaþjónustunnar í fyrra og þar skipta miklu fjárfesting Icelandair í nýjum flugvélum fyrir um 3,8 ma.kr. og fjárfesting í bílaleigubílum að upphæð 4,5 ma.kr. Sá liður sem í senn sveiflast mest og vegur þyngst í fjárfestingu í ferðaþjónustu er fjárfesting í flugvélum eins og nærri má geta. Einnig eru fyrirliggjandi hugmyndir um fjárfestingu í gistirými fyrir um 15 ma.kr. sem gætu komið til framkvæmda á næstu árum.

Afkoma ferðaþjónustufyrirtækja vænkaðist í kjölfar veikingar krónunnar

Rekstrarumhverfi íslenskrar ferðaþjónustu hefur breyst mikið eftir hrun. Undirliggjandi rekstur íslenskrar ferðaþjónustu hefur tekið jákvæðum breytingum og hefur EBITDA greinarinnar vaxið töluvert og má rekja það að stærstu leyti til veikingar krónunnar. Gengisfallið árið 2008 leiddi hinsvegar einnig til mikillar aukningar á skuldum margra ferðaþjónustufyrirtækja sem höfðu lán í erlendri mynt. Skuldir greinarinnar í heild jukust mikið frá lokum árs 2007 til loka árs 2008 en hafa aftur dregist saman um 21% milli áranna 2008 og 2010. Að hluta til má rekja þann samdrátt til þess að hluti erlendra lána var dæmdur ólöglegur og þau endurreiknuð af þeim sökum. Almennt skulda fyrirtæki í ferðaþjónustu ekki mikið ef miðað er við hlutfall skulda á móti EBITDA.

Veiking krónunnar hefur haft töluverð áhrif á kauphegðun erlendra ferðamanna hér á landi enda hefur kaupmáttur þeirra í íslenskum krónum vaxið. Meðalneysla erlendra ferðalanga var t.a.m. um 28% meiri 2010 en árið 2006, mælt á föstu gengi. Kannanir Ferðamálastofu hafa sýnt fram á að lítill hluti ferðamanna sem hingað kemur er með laun undir meðallaunum í heimalandinu. Það eru því aðallega ferðamenn með meðaltekjur og yfir sem sækja landið heim. Samkvæmt samtölum Hagfræðideildar við aðila innan ferðaþjónustunnar virðast dýrari ferðir vera að aukast í sölu til jafns við þær ódýrari. Því er ekki að sjá að meðalferðamaðurinn sem hingað kemur sé að spara sérstaklega við sig þegar kemur að upplifun hér á landi. Þessi þróun hefur haft jákvæð áhrif á undirliggjandi rekstur íslenskrar ferðaþjónustu og hefur rekstrarhagnaður greinarinnar að undanskildum afskriftum vaxið meira en sem nemur vexti skulda fyrirtækja í greininni frá því árið 2008. Geta greinarinnar til að standa undir arðsemiskröfu þess fjármagns sem bundið er í greininni hefur því batnað. Ekki liggja fyrir rekstrartölur ferðaþjónustunnar fyrir síðasta ár en að öllum líkindum var um að ræða metár í rekstri. Fjöldi þeirra sem fóru um Leifsstöð fyrstu 10 mánuði ársins jókst um 19% milli áranna 2010 og 2011 og fjöldi gistinátta útlendinga hér á landi um 12%.

Vaxandi þjóðhagslegt mikilvægi ferðaþjónustunnar

Ferðaþjónustan er þriðji stærsti einstaki útflutningsliður landsins á eftir sjávarútvegi og áli. Gjaldeyristekjur íslenskrar ferðaþjónustu námu tæpum 68 ma.kr. árið 2010 en til samanburðar nam útflutningur sjávarafurða rúmum 220 ma.kr. og útflutningur á áli 222 ma.kr.

Hagstofan hefur birt tölur um útflutningstekjur ferðaþjónustu fyrir fyrstu þrjá fjórðunga ársins 2011 og námu þær rúmum 70 ma.kr. Þrátt fyrir að enn eigi eftir að reikna inn tekjur fyrir síðasta fjórðung ársins er ljóst að útflutningstekjurnar árið 2011 voru nokkuð meiri en árið 2010 endaði fjölgaði komum ferðamanna milli ára.

Hlutdeild ferðaþjónustunnar í landsframleiðslu hefur aukist úr 5,1% árið 2000 í 5,9% árið 2009. Á þensluárunum 2005 til 2008 lækkaði hlutfallið hinsvegar og var á bilinu 4,4% til 4,8%, en tók síðan stökk á milli áranna 2008 og 2009. Vöxtur landsframleiðslunnar frá 2000 til 2009 hefur verið að meðaltali 2,8% á sama tíma og umfang ferðaþjónustunnar hefur vaxið að meðaltali 4,6% á tímabilinu.

Nánar er fjallað um málið í nýrri skýrslu Hagfræðideildar Landsbankans um fjárfestingar og þróun rekstrar í íslenskri ferðaþjónustu. Þessa skýrslu má nálgast hér að neðan.

Ferðaþjónusta á Íslandi: Þróun fjárfestingar og reksturs

Þú gætir einnig haft áhuga á
27. okt. 2025
Vikubyrjun 27. október 2025
Íslenska hagkerfið verður í hægum vaxtartakti á næstu árum gangi hagspá sem við birtum í síðustu viku eftir. Á fimmtudag koma verðbólgutölur fyrir október og við eigum von á að verðbólga hækki úr 4,1% í 4,2%.
Hagspá október 2025
22. okt. 2025
Kólnandi kerfi en kraftmikil neysla
Hagvöxtur verður 1,5% á þessu ári og 1,7% á því næsta, samkvæmt nýrri hagspá Landsbankans. Hagvöxtur verður ekki síst drifinn áfram af neyslu innanlands en á sama tíma er útlit fyrir smám saman minnkandi spennu í atvinnulífinu. Verðbólga reynist áfram þrálát næstu misseri og ekki eru horfur á að hún komist niður í markmið Seðlabankans á spátímabilinu. Því má áfram búast við háum raunstýrivöxtum.
Greiðsla
20. okt. 2025
Vikubyrjun 20. október 2025
Kortavelta Íslendinga jókst um 7,6% að raunvirði á milli ára í september. Á fyrstu níu mánuðum ársins hefur kortavelta heimila verið um 5,2% meiri en á sama tímabili í fyrra, að teknu tilliti til verðlags og gengis. Í vikunni birtir Greiningardeild Landsbankans nýja hagspá til ársins 2028. HMS birtir vísitölu íbúðaverðs, vísitölu leiguverðs og mánaðarskýrslu.  
Flugvél
16. okt. 2025
Spáum 4,2% verðbólgu í október
Við spáum því að verðbólga aukist lítillega í október, úr 4,1% í 4,2%. Mest áhrif til hækkunar á vísitölunni hafa flugfargjöld til útlanda, reiknuð húsaleiga og matarkarfan. Gangi spáin eftir verður október níundi mánuðurinn í röð þar sem verðbólga er á bilinu 3,8% til 4,2%. Við teljum að verðbólga verði áfram á þessu bili næstu mánuði.
Fjölskylda við matarborð
13. okt. 2025
Vikubyrjun 13. október 2025
Peningastefnunefnd hélt vöxtum óbreyttum í síðustu viku, eins og við var búist. Þó mátti greina aukna bjartsýni í yfirlýsingu nefndarinnar. Skráð atvinnuleysi var 3,5% í september og jókst um 0,1 prósentustig á milli mánaða. Brottförum erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll fjölgaði um 0,5% í september og utanlandsferðum Íslendinga fjölgaði um 14%.
Play
6. okt. 2025
Vikubyrjun 6. október 2025
Fall Fly Play hf. var stærsta fréttin í síðustu viku. Um 400 manns misstu vinnuna og má búast við að atvinnuleysi aukist um um það bil 0,2 prósentustig þess vegna. Við búumst ekki við verulegum þjóðhagslegum áhrifum af falli Play. Peningastefnunefnd kemur saman á miðvikudaginn og við búumst við að stýrivöxtum verði áfram haldið í 7,50%.  
Seðlabanki Íslands
2. okt. 2025
Þrálát verðbólga kallar á óbreytta vexti
Við spáum því að peningastefnunefnd haldi stýrivöxtum óbreyttum í næstu viku. Verðbólga hefur haldist á þröngu bili í kringum 4% frá því í febrúar og horfur eru á nær óbreyttri verðbólgu á næstu mánuðum. Áfram má greina skýr merki um þenslu í hagkerfinu og nær óhugsandi að peningastefnunefnd telji tímabært að halda vaxtalækkunarferlinu áfram. 
1. okt. 2025
Mánaðamót 1. október 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Íbúðahús
29. sept. 2025
Vikubyrjun 29. september 2025
Verðbólga mældist í takt við væntingar í september og fór úr 3,8% í 4,1%, samkvæmt vísitölu neysluverðs, sem Hagstofan birti í síðustu viku. Aukin verðbólga var fyrirséð og mælingin ber þess ekki merki að verðbólguþrýstingur í hagkerfinu hafi aukist. Kaupmáttur launa er 3,8% meiri en í ágúst í fyrra.
Litríkir bolir á fataslá
25. sept. 2025
Verðbólga eykst í takt við væntingar
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,11% á milli mánaða í september og verðbólga jókst úr 3,8% í 4,1%. Hækkunin skýrist að langmestu leyti af því að lækkunaráhrif gjaldfrjálsra skólamáltíða duttu nú úr 12 mánaða taktinum. Fátt í septembermælingunni kom á óvart en við spáðum 0,07% hækkun á vísitölunni og 4,1% verðbólgu. Við gerum ráð fyrir að verðbólga verði áfram á þessu bili út árið og verði 4,0% í árslok.