Íslenska krónan styrktist á móti evrunni og Bandaríkjadal í október, en veiktist á móti breska pundinu, norsku krónunni, sænsku krónunni og svissneska frankanum. Gengisvísitalan var nokkurn veginn óbreytt í mánuðinum.
Í lok október stóð evran í 149,8 krónum samanborið við 150,9 í lok september. Innan mánaðarins fór evran lægst í 148 krónur.
Velta á gjaldeyrismarkaði var 24,1 ma.kr. (161 m.evra) í október og dróst saman um 45% milli mánaða. Af 21 viðskiptadögum voru 3 sem engin velta var. Hlutdeild SÍ var 1,3 ma.kr. (6% af heildarveltu).
SÍ greip inn í markaðinn tvo daga í október: mánudaginn 4. október keypti hann 6 m. evra og þriðjudaginn 5. október keypti hann 3 m.evra. Alls keypti Seðlabankinn evrur fyrir 1,3 ma.kr. í mánuðinum.
Lesa Hagsjána í heild









