Frétta­bréf Hag­fræði­deild­ar 3. sept­em­ber 2024

Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
3. september 2024

Hagkerfið dróst saman um 0,3% á öðrum fjórðungi ársins og um 1,9% á fyrri helmingi ársins, samkvæmt þjóðhagsreikningum sem Hagstofan birti í lok ágúst. Hagstofan uppfærði einnig hagvaxtartölur fyrir árið 2023 og er nú talið að hagvöxtur hafi verið 5,0% í fyrra, en ekki 4,1% eins og fyrri tölur gáfu til kynna. Umsvif í hagkerfinu eru því meiri en áður var talið þótt landsframleiðsla dragist nú saman.

Seðlabankinn hélt stýrivöxtum óbreyttum þann 21. ágúst, enda hafði verðbólga aukist í júlí og verðbólguvæntingar lítið breyst frá maífundi nefndarinnar. Peningastefnunefnd kemur tvisvar saman á fjórða ársfjórðungi þessa árs, í október og nóvember. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar eftir ágústfundinn kom fram að sýna þyrfti varkárni, en það er breyting frá þarsíðustu yfirlýsingu. Að okkar mati gæti fyrsta vaxtalækkunin dregist fram á næsta ár, en það fer eftir framvindu efnahagsmála.

Verðlag hækkaði minna í ágúst en spár höfðu gert ráð fyrir og hjaðnaði ársverðbólga úr 6,3% í 6,0%. Verð á matarkörfunni lækkaði í fyrsta sinn í þrjú ár og menntunarliðurinn lækkaði töluvert vegna niðurfellingar skólagjalda í nokkrum háskólum. Sumarútsölur virðast ganga hægar til baka en oft áður þar sem föt og skór hækkuðu minna í verði en við höfðum spáð. Við spáum 5,9% verðbólgu í september, 5,4% í október og 5,0% í nóvember.

Uppfærsla á kortaveltutölum Seðlabankans vakti athygli í síðasta mánuði. Við uppfærsluna, sem náði eitt og hálft ár aftur í tímann, kom í ljós að kortavelta heimila síðustu mánuði var þó nokkuð meiri en áður var talið, bæði innanlands og utan. Heildarkortaveltan hefur aukist milli ára alla mánuði ársins, sérstaklega erlendis. Gögn um kortaveltu erlendra ferðamanna hér á landi voru líka uppfærð. Áður leit út fyrir að kortavelta ferðamanna það sem af er ári hefði verið þó nokkuð minni að raunvirði en á sama tímabili í fyrra, en við uppfærsluna kom í ljós að um örlitla aukningu á milli ára er að ræða.

Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 0,8% á milli mánaða í júlí hefur hækkað um 11% á tólf mánuðum. Árshækkunin hefur aukist smám saman undanfarið ár og velta á markaðnum hefur færst verulega í aukana. Íbúðaverð hefur hækkað þó nokkuð umfram almennt verðlag síðustu mánuði og raunverð íbúða er 6,5% hærra en á sama tíma í fyrra. Kraftur á íbúðamarkaði vekur athygli í háu vaxtastigi. Þótt það megi rekja hann að einhverju leyti til íbúðakaupa Grindvíkinga virðist einnig vera þó nokkur undirliggjandi eftirspurnarþrýstingur á markaðnum. Verðtryggð lántaka hefur færst í aukana sem gerir fólki kleift að komast hjá því að mánaðarlegar afborganir af húsnæðislánum rjúki upp með hækkandi vaxtastigi.

Lesa fréttabréfið í heild:

Fréttabréf Hagfræðideildar 3. september 2024 (PDF)

Fyrirvari
Þessi samantekt og/eða umfjöllun er markaðsefni ætlað til upplýsingar en ekki sem grundvöllur viðskipta. Markaðsefni þetta felur hvorki í sér fjárfestingarráðgjöf né óháða fjárfestingargreiningu. Lagakröfur sem gilda um fjárfestingarráðgjöf og fjárfestingargreiningu eiga því ekki við, þ.m.t. bann við viðskiptum fyrir dreifingu.

Upplýsingar um þróun gengis innlendra hlutabréfa, skuldabréfa og/eða vísitalna koma frá Nasdaq Iceland – Kauphöllinni. Á vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á viðkomandi hlutabréf, skuldabréfaflokk eða vísitölu. Upplýsingar um þróun gengis erlendra fjármálagerninga, vísitalna og/eða sjóða koma frá aðilum sem Landsbankinn hefur metið áreiðanlega. Þróun gengis í fortíð gefur ekki vísbendingu um framtíðarþróun.

Upplýsingar um fyrri árangur sjóða Landsbréfa byggja á upplýsingum frá Landsbréfum. Á vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á heiti viðkomandi sjóðs, þ.m.t. um árangur síðastliðinna fimm ára. Upplýsingar um fyrri árangur sjóða sýna nafnávöxtun, nema annað sé tekið fram. Ef fyrri árangur sjóða byggir á erlendum gjaldmiðli getur ávöxtun aukist eða minnkað vegna gengissveiflna. Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur.

Verðbréfaviðskipti fela í sér áhættu og eru lesendur hvattir til að kynna sér Áhættulýsingu vegna viðskipta með fjármálagerninga og Stefnu Landsbankans um hagsmunaárekstra sem finna má á vef Landsbankans.

Landsbankinn hefur starfsleyfi sem viðskiptabanki samkvæmt lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og sætir eftirliti Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands (www.sedlabanki.is/fjarmalaeftirlit).
Þú gætir einnig haft áhuga á
9. sept. 2024
Vikubyrjun 9. september 2024
Í þessari viku ber hæst útgáfa á tölum um fjölda ferðamanna í ágúst og skráð atvinnuleysi á morgun. Í síðustu viku birtist fundargerð peningastefnunefndar þar sem fram kom að allir nefndarmenn voru sammála um að halda vöxtum óbreyttum á síðasta fundi, ólíkt því sem var síðustu þrjá fundi þar áður þar sem einn nefndarmaður vildi lækka vexti um 0,25 prósentustig.
6. sept. 2024
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf - ágúst 2024
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit sértryggðra skuldabréfa.
Lyftari í vöruhúsi
5. sept. 2024
Halli á viðskiptum við útlönd á 2. ársfjórðungi
Halli mældist á viðskiptum við útlönd á öðrum fjórðungi þessa árs, ólíkt öðrum ársfjórðungi í fyrra, þegar lítils háttar afgangur mældist. Það var afgangur af þjónustujöfnuði og frumþáttatekjum, en halli á vöruskiptum og rekstrarframlögum. Hrein staða þjóðarbúsins versnaði lítillega á fjórðungnum.
Íslenskir peningaseðlar
2. sept. 2024
Vikubyrjun 2. september 2024
Verðbólga lækkaði óvænt á milli mánaða í ágúst. Hagkerfið dróst örlítið saman á milli ára á öðrum ársfjórðungi, en á sama tíma er nú ljóst að hagvöxtur í fyrra var meiri en áður var talið og einnig að samdráttur var minni á fyrsta ársfjórðungi. Í þessari viku birtir Seðlabankinn gögn um greiðslujöfnuð við útlönd og fundargerð peningastefnunefndar.
Bílar
30. ágúst 2024
Samdráttur annan ársfjórðunginn í röð
Hagkerfið dróst örlítið saman á milli ára á öðrum ársfjórðungi, samkvæmt nýbirtum þjóðhagsreikningum Hagstofunnar. Á sama tíma er nú ljóst að hagvöxtur var meiri í fyrra en áður var talið og samdráttur einnig minni á fyrsta ársfjórðungi. Umsvif í hagkerfinu eru því meiri en áður var talið þótt landsframleiðsla dragist saman.
Paprika
29. ágúst 2024
Verðbólga undir væntingum - lækkar í 6,0%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,09% á milli mánaða í ágúst, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Ísland. Ársverðbólga lækkar því úr 6,3% í 6,0%, um 0,3 prósentustig. Vísitalan hækkaði nokkuð minna en við gerðum ráð fyrir, en við spáðum óbreyttri verðbólgu. Það sem kom okkur mest á óvart var lækkun á menntunarliðnum, sem skýrist af niðurfellingu á skólagjöldum einstaka háskóla. Verð á matarkörfunni lækkaði í fyrsta skiptið í þrjú ár. 
Flutningaskip
27. ágúst 2024
Halli á vöru- og þjónustuviðskiptum þrjá ársfjórðunga í röð
Afgangur af þjónustuviðskiptum náði ekki að vega upp halla af vöruviðskiptum á öðrum ársfjórðungi, ólíkt því sem var fyrir ári síðan. Bæði var meiri halli af vöruviðskiptum og minni afgangur af þjónustuviðskiptum en á öðrum fjórðungi síðasta árs.
Hús í Reykjavík
26. ágúst 2024
Vikubyrjun 26. ágúst 2024
Peningastefnunefnd hélt vöxtum óbreyttum í síðustu viku, eins og búist var við. Nokkur kraftur er í fasteignamarkaðnum og vísitala íbúðaverðs og vísitala leiguverðs hækkuðu báðar þó nokkuð í júlí. Í þessari viku fáum við verðbólgutölur fyrir ágústmánuð og þjóðhagsreikninga annars ársfjórðungs. 
Rafbíll í hleðslu
20. ágúst 2024
Ný aðferð hefur skilað lægri verðbólgumælingum
Hagstofan hefur frá því í júní notað nýja aðferð við að mæla kostnað við búsetu í eigin húsnæði. Hefði Hagstofan ekki breytt um aðferð væri verðbólgumælingin nú líklega hærri. Um næstu áramót áforma stjórnvöld að breyta innheimtu gjalda á ökutæki sem mun að líkindum einnig hafa áhrif til lækkunar á mældri verðbólgu.
19. ágúst 2024
Neysla heimila meiri en áður var talið 
Uppfærð gögn Seðlabankans gefa til kynna að kortavelta íslenskra heimila hafi verið þó nokkuð meiri á þessu ári en áður var talið. Heildarkortavelta Íslendinga hefur aukist á milli ára alla mánuði ársins og hefur verið 4% meiri að raunvirði það sem af er ári en á sama tímabili í fyrra.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur