Verðbólga hefur hjaðnað statt og stöðugt frá því í júlí í fyrra og mældist 4,6% í janúar. Hjöðnunin skýrist ekki síst af að dregið hefur úr hækkunum á húsnæðiskostnaði en smám saman hefur einnig dregið úr undirliggjandi verðþrýstingi.
Peningastefnunefnd kemur saman í vikunni og tilkynnir um vaxtaákvörðun miðvikudaginn 5. febrúar. Við gerum ráð fyrir að stýrivextir verði lækkaðir um 0,5 prósentustig, en verðbólga hefur einmitt hjaðnað um 0,5 prósentustig frá því nefndin kom síðast saman, í nóvember sl. Raunstýrivextir miðað við liðna verðbólgu yrðu því óbreyttir frá síðustu ákvörðun og stæðu í 3,4% eftir ákvörðunina á miðvikudaginn.
Víðs vegar í hagkerfinu má greina skýr merki þess að dregið hafi úr umsvifum og spennu í þjóðarbúinu. Íbúðaverð hækkar mun hægar en áður og eftir því sem Grindavíkuráhrifin fjara út dregur úr veltu á markaðnum. Vinnumarkaðurinn er einnig í betra jafnvægi en áður, laun hafa hækkað mun minna og eftirspurn eftir vinnuafli er á undanhaldi.
Þrátt fyrir þetta virðist þó nokkur kraftur í neyslu landsmanna. Kortavelta jókst allt síðasta ár og líklega fylgist peningastefnunefnd vel með neyslustiginu. Væntingakannanir sýna líka aukna bjartsýni í garð atvinnuástandsins, bæði meðal almennings og fyrirtækja. Óvissa snýr ekki síst að pattstöðu í kjaraviðræðum kennara, sem vonandi leysist sem fyrst án þess að það raski stöðugleika á vinnumarkaði.
Lesa fréttabréfið í heild:
Fyrirvari
Þessi samantekt og/eða umfjöllun er markaðsefni ætlað til upplýsingar en ekki sem grundvöllur viðskipta. Markaðsefni þetta felur hvorki í sér fjárfestingarráðgjöf né óháða fjárfestingargreiningu. Lagakröfur sem gilda um fjárfestingarráðgjöf og fjárfestingargreiningu eiga því ekki við, þ.m.t. bann við viðskiptum fyrir dreifingu.Upplýsingar um þróun gengis innlendra hlutabréfa, skuldabréfa og/eða vísitalna koma frá Nasdaq Iceland – Kauphöllinni. Á vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á viðkomandi hlutabréf, skuldabréfaflokk eða vísitölu. Upplýsingar um þróun gengis erlendra fjármálagerninga, vísitalna og/eða sjóða koma frá aðilum sem Landsbankinn hefur metið áreiðanlega. Þróun gengis í fortíð gefur ekki vísbendingu um framtíðarþróun.
Upplýsingar um fyrri árangur sjóða Landsbréfa byggja á upplýsingum frá Landsbréfum. Á vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á heiti viðkomandi sjóðs, þ.m.t. um árangur síðastliðinna fimm ára. Upplýsingar um fyrri árangur sjóða sýna nafnávöxtun, nema annað sé tekið fram. Ef fyrri árangur sjóða byggir á erlendum gjaldmiðli getur ávöxtun aukist eða minnkað vegna gengissveiflna. Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur.
Verðbréfaviðskipti fela í sér áhættu og eru lesendur hvattir til að kynna sér Áhættulýsingu vegna viðskipta með fjármálagerninga og Stefnu Landsbankans um hagsmunaárekstra sem finna má á vef Landsbankans.
Landsbankinn hefur starfsleyfi sem viðskiptabanki samkvæmt lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og sætir eftirliti Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands (www.sedlabanki.is/fjarmalaeftirlit).









