Verðbólga var lítillega yfir væntingum okkar í desember en ársverðbólga stóð í stað frá því í nóvember og mældist 4,8%. Flugfargjöld til útlanda hækkuðu meira en við höfðum spáð og verð á húsgögnum og heimilisbúnaði hækkaði í stað þess að lækka eins og við spáðum. Þó vegur á móti að húsnæðiskostnaður án reiknaðrar húsaleigu hækkaði nokkuð minna en við spáðum. Við spáum því að verðbólga hjaðni hægt og rólega fram í mars en verði svo nokkuð tregbreytanleg á komandi ári. Skammtímaspáin hljóðar upp á 4,7% verðbólgu í janúar, 4,1% í febrúar og 3,9% í mars.
Við teljum að peningastefnunefnd Seðlabankans fari varlega í næstu vaxtalækkanir og haldi raunstýrivöxtum áfram háum. Nefndinni er mikið í mun að tryggja að verðbólguvæntingar fari ekki aftur á flug og vill líklega frekar hætta á lítillega of háa raunstýrivexti en of lága. Gangi verðbólguspá okkar eftir teljum við að peningastefnunefnd haldi vaxtalækkunarferlinu áfram í febrúar og mars.
Enn virðist þó nokkur kraftur í hagkerfinu. Kortavelta landsmanna jókst milli ára í nóvember og hefur aukist milli ára nær allt þetta ár, þrátt fyrir háa vexti. Heimilin virðast að jafnaði áfram hafa innistæðu til neyslu, innlán hafa aukist auk þess sem yfirdráttalán hafa ekki færst í aukana. Hugsanlega spilar enn inn í hversu mikill sparnaður safnaðist upp á tímum faraldursins, en einnig kröftugar launahækkanir síðustu ára. Kortavelta erlendra greiðslukorta hér á landi jókst líka á milli ára í nóvember enda slógu ferðamenn fjöldamet í mánuðinum, ef marka má talningu Ferðamálastofu. Það eru þó ákveðnar vísbendingar um að Ferðamálastofa hafi oftalið erlenda ferðamenn á Keflavíkurflugvelli og á móti vantalið Íslendinga. Samkvæmt mánaðarlegum tölum íslensku flugfélaganna fjölgaði íslenskum farþegum í nóvember, sem stemmir illa við tölur Ferðamálastofu.
Þrátt fyrir þetta virðist áfram vera að slakna hægt og rólega á spennu á vinnumarkaði. Seðlabankinn birti gagnasafnið Hagvísa rétt fyrir jól og samkvæmt þeim hefur fyrirtækjum sem telja vera nægt framboð af starfsfólki áfram fjölgað. Atvinnuleysi er áfram lítillega yfir gildum síðasta árs og mældist 3,7% í nóvember.
Lesa fréttabréfið í heild:
Fyrirvari
Þessi samantekt og/eða umfjöllun er markaðsefni ætlað til upplýsingar en ekki sem grundvöllur viðskipta. Markaðsefni þetta felur hvorki í sér fjárfestingarráðgjöf né óháða fjárfestingargreiningu. Lagakröfur sem gilda um fjárfestingarráðgjöf og fjárfestingargreiningu eiga því ekki við, þ.m.t. bann við viðskiptum fyrir dreifingu.Upplýsingar um þróun gengis innlendra hlutabréfa, skuldabréfa og/eða vísitalna koma frá Nasdaq Iceland – Kauphöllinni. Á vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á viðkomandi hlutabréf, skuldabréfaflokk eða vísitölu. Upplýsingar um þróun gengis erlendra fjármálagerninga, vísitalna og/eða sjóða koma frá aðilum sem Landsbankinn hefur metið áreiðanlega. Þróun gengis í fortíð gefur ekki vísbendingu um framtíðarþróun.
Upplýsingar um fyrri árangur sjóða Landsbréfa byggja á upplýsingum frá Landsbréfum. Á vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á heiti viðkomandi sjóðs, þ.m.t. um árangur síðastliðinna fimm ára. Upplýsingar um fyrri árangur sjóða sýna nafnávöxtun, nema annað sé tekið fram. Ef fyrri árangur sjóða byggir á erlendum gjaldmiðli getur ávöxtun aukist eða minnkað vegna gengissveiflna. Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur.
Verðbréfaviðskipti fela í sér áhættu og eru lesendur hvattir til að kynna sér Áhættulýsingu vegna viðskipta með fjármálagerninga og Stefnu Landsbankans um hagsmunaárekstra sem finna má á vef Landsbankans.
Landsbankinn hefur starfsleyfi sem viðskiptabanki samkvæmt lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og sætir eftirliti Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands (www.sedlabanki.is/fjarmalaeftirlit).